Nei! sagði litla skrímslið | No! Said Little Monster

NEI-2015-Languages-web

♦ BarnamenningarhátíðVið skrímslin ætlum að taka þátt í Barnamenningarhátíð á laugardag, 25. apríl 2015, kl 15-16 í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi. Þar verður upplestur á bókinni Nei, sagði litla skrímslið á mörgum tungumálum. Ég les á íslensku, en börn og unglingar frá móðurmálshópum samtakanna Móðurmál lesa á sínum móðurmálum. Íslenskur texti og myndir úr bókinni eru á skjánum svo viðstaddir geta fylgst með. Fjölmargir móðurmálshópar taka þátt. Litla skrímslið ætlar að hrópa NEI! á íslensku, tékknesku, twi, ítölsku, litháísku, lettnesku, portúgölsku, slóvakísku, tyrknesku – og kannski á fleiri tungumálum! Hér má kynna sér dagskrá Barnamenningarhátíðar.

Hér fyrir ofan má sjá bókina á þeim tungumálum sem til eru á prenti: færeysku, íslensku, sænsku, katalónsku, kastilísku, galisísku, basknesku, litháísku, kínversku, frönsku, spænsku, dönsku, finnsku og norsku (bokmål og nynorsk).

♦ Reykjavík Childrens’s Culture FestivalI will be participating in Reykjavík Children’s Culture Festival 2015, on Saturday, when doing a reading of the book No! Said Little Monster. I will read from the book in Icelandic and children from Móðurmál, mother-tongue teaching program, read in their own language. Icelandic text and pictures are on a screen for guest to watch. So Little Monster will shout out in: Icelandic, Czech, Twi, Italian, Lithuanian, Latvian, Portuguese, Slovakian, Turkish and perhaps more! The event is arranged by Móðurmál / Mother Tongue, Association on Bilingualism and will take place in Borgarbókasafnið, City Library – Culture House Grófin, Tryggvagata 15, on Saturday April 25th at 3 pm – 4 pm. See also Reykjavík Children’s Culture Festival program for more events!

The first book in the Monster series, No! Said Little Monster is available in Faroese, Icelandic, Swedish, Catalan, Castilian, Galician, Basque, Lithuanian, Chinese, French, Spanish, Danish, Finnish and Norwegian (Bokmål and Neo-Norwegian).