Sögustund á norsku | Story time in Norwegian

Sögustund á norsku: Sjö bækur um skrímslin tvö, litla og stóra skrímslið, hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke. Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr bókunum og fyrsti sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Nei! sa Veslemonster – sögustund á norsku

„Dette er ei bok om det å vere stor sjølv om ein er liten. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men av og til er det ikkje så lett å være liten. Storemonster skal alltid bestemme. Og så lyg han. Og så hermar han. Veslemonster veit ikkje kva han skal gjere. Mest av alt har han berre lyst å rope NEI!“

Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.


Quarantine reading: Seven books from the monster series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books, starting with No! Said Little Monster. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Sígild skrímsli – ný prentun! | New reprints of two books from the Monster series

Útgáfufréttir! Skrímslabækurnar voru flestar uppseldar á síðasta ári en nú eru fjórar bækur fáanlegar eftir að fyrsta bókin: Nei! sagði litla skrímslið og sú nýjasta: Skrímsli í vanda, voru endurprentaðar. Fyrstu þrjár bækurnar hafa allar verið endurprentaðar en Skrímslapest, Skrímsli á toppnum, Skrímsli í heimsókn, Skrímslaerjur og Skrímslakisi eru uppseldar. Þær verða vonandi einnig endurútgefnar áður en langt um líður.

Nei! sagði litla skrímslið kom fyrst út árið 2004. Hún hlaut Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin og Bókaverðlaun bóksala sem besta íslenska barnabókin 2004. Skrímsli í vanda, kom fyrst út árið 2017. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka og var tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku. Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum. 

Þó margar bækur séu uppseldar er hægt að panta heimsókn höfundar í skóla og leikskóla og þá eru sögurnar lesnar, myndir sýndar á skjá eða tjaldi og spjallað um bækur. Myndlistarvinnustofur henta einnig smærri hópum.

Monster news! New reprints of two books from the monster series are now in the stores. The first book Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster) and the newest Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble) were long sold out, as well as most of the books from the series. The first three books have already been through the press more than once and twice and the five missing titles will hopefully soon be reprinted.

Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster), first published in 2004, received Dimmalimm – The Icelandic Illustrators Award and The Bookseller’s Prize: Best Icelandic children’s book 2004. Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble), first published in 2017, received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction and was nominated to The Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.

Books from the monster series, written in Icelandic, Swedish and Faroese (more about the authorship here) have been translated to Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech, Latvian and Arabic. For illustrations from the books and quotes from reviews: click here. For school visits and workshops see information here.

Skrímslin mæta í afmæli! | The Monsters at the Nordic House Library birthday celebration

Skrímslastund! Árið 1968 opnaði Norræna húsið í Vatnsmýri og ári síðar var hið undurfallega bókasafn hússins formlega opnað. Næstkomandi sunnudag, 11. ágúst 2019, verður haldið upp á 50 ára afmæli bókasafnsins með fjölskylduvænni dagskrá og veitingum. Klukkan 12:00-13:00 verður til dæmis sögustund í salnum á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku og færeysku fyrir börn og fjölskyldur þeirra, en þá verður lesið úr Nei! sagði litla skrímslið á þessum tungumálum og myndir sýndar á stórum skjá.
Við skrímslin óskum Norræna húsinu og starfsfólki bókasafnsins hjartanlega til hamingju með 50 árin!

Monster event! In 1968 the Nordic house, designed by Alvar Aalto, was opened in Reykjavík. A year later it’s beautiful library was opened, now celebrating 50 years of service with a family-friendly program next Sunday, on 11 August from 12-17. There will be a story hour in the auditorium for children and their families at 12-13, where Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster) will be read in Icelandic, Danish, Norwegian, Swedish, Finnish, and Faroese and the illustrations shown on a big screen. A big happy birthday to the Nordic house library!

Heimsókn til Lettlands | Visiting Latvia

Hjá góðum gestgjöfum: Í Norrænu bókasafnsvikunni 2018, sem var 12.-18. nóvember, átti ég því láni að fagna að vera boðin til Lettlands. Leiðin lá til Rīga, Sigulda og Júrmala en heimsóknin var í boði skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi og bókaútgáfunnar “Liels un mazs”, sem síðsumars gaf út fyrstu bókina um skrímslin: Nei! sagði litla skrímslið eða Briesmonītis teica Nē!Hvarvetna var mér tekið með kostum og kynjum og ég naut leiðsagnar heimamanna um borgir og bæi. Lesendur hitti ég í skólum, leikskólum og bókasöfnum og var ævinlega leyst út með fallegum gjöfum, bókum og blómum. Hjartans þakkir fyrir móttökurnar! Paldies!

With marvelous hosts: In The Nordic Literary Week 2018, I had the honor of visiting Latvia for the first time. I did workshops and school visits that were planned by the Nordic Council of Ministers’ Office in Latvia and the excellent publishing house Liels un mazs, who released the first book in the Monster series earlier this year, titled Briesmonītis teica Nē!I went to Rīga, Sigulda and Jūrmala where I met young readers in schools, kindergartens and libraries. I was treated with such generosity by all my hosts, invited to guided tours of the townships, receiving lovely presents, books, flowers and good food. A truly warm welcome and wonderful reception everywhere! Paldies!

Paldies!


Skrímslavinnustofur: Hér fyrir neðan eru myndir frá vinnustofu barnanna í Domdaris-skólanum íRīga. Krakkarnir sköpuðu og fjölbreytt skrímsli og gátu unnið áfram með sköpunarverkin sem einfaldar leikbrúður.

Monster workshops: Photos from workshop and visit to Domdaris primary school in Rīga. The children created all sorts of monsters they could then use as simple puppets.


Frá vinstri | From left: Iveta Hamčanovska, Áslaug, Ligita Zīverte, Ieva Hermansone, Sanita Muizniece.

S! fyrir Sigöldu! Í bókasafninu í Sigulda hitti ég fleiri hópa barna úr nálægum leikskólum og skólum og þar skorti heldur ekkert á sköpunargleðina. Að þeirri vinnu lokinni fengum við góða leiðsögn um Sigulda kastala og innlit á vinnustofur handverksfólks. Við svifum með kláfferju yfir dalinn og þó að það rigndi daginn langan var fegurð svæðisins augljós, hvar skógur þekur ása og áin Gauja liðast um dalbotninn.

S! for Sigulda! I experienced a very nice visit to Sigulda where I held workshops for children from kindergartens and schools. Afterwards I had the chance to see a bit of the sights: the ruins of medieval Sigulda Castle, a peek into designer’s and craftmen’s studios and a fun ride in the cable car across the valley, running from Sigulda to Krimulda, offering a perfect bird’s-eye-view over the woods and the valley and the Gauja river. Although it rained that day the beauty of the scenery and the charm of the area was unmissable.

Hér fyrir neðan: Handagangur í öskjunni á bókasafninu í Sigulda. Skjáskot af myndasafni bókasafnsins í Sigulda. Hér á Apriņķis.lv má sjá ljósmyndir frá heimsókninni.

Below: At Sigulda County Library. For more photographs from the workshop and the visit see photos and text in Latvian here at Apriņķis.lv (or click on the screenshot below).

By the ruins of the medieval Sigulda Castle, where an opera festival is held in June every year. | Við rústir Sigulda kastala en þar er meðal annars haldin óperuhátíð í júní, ár hvert.


Monster friends in Jūrmala. | Skrímslavinir í Jūrmalas Alternatīvā skola.

Júrmala: Skrímslavini hittum við líka í Jūrmalas Alternatīvā skola og í nýju og glæsilegu bókasafni bæjarins (sjá fleiri myndir hér á Fb). Bærinn Júrmala liggur á þröngu eiði milli Rīgaflóa og árinnar Lielupe. Um ár og aldir hafa langar hvítar sandstrendur laðað þangað sumarleyfisgesti og bæinn allan prýða gömul og glæsileg timburhús. Þar blómstrar menningin líka, til dæmis í reisulegu tónlistarhúsinu, Dzintari tónleikahöllinni. Heimsókn í myndlistaskólann, Jūrmalas Mākslas skola, var sömuleiðis áhugaverð og fjölbreytni og fagmennska í listkennslunni aðdáunarverð. Skólabyggingin myndar ásamt bókasafninu og tónlistarskólanum miðstöð listmenntunar barnanna í Júrmala, sem er til mikillar fyrirmyndar.

JūrmalaWe also met energetic groups of monster friends at Jūrmalas Alternatīvā skola, as well as in the splendid new city library there. (See more photos here on FB). Jūrmala lies only about half an hours drive from Rīga, on a narrow strip of land between the Gulf of Rīga and the river Lielupe. It’s a popular seaside resort in the summertime but the long white and sandy beaches are also perfect for a relaxing stroll in wintertime. Just as in Sigulda and in Rīga, every spot breathes with a long history of culture. We were invited for a tour in the Dzintari Concert Hall, and visited the art school, Jūrmalas Mākslas skola, that along with the library and the music school forms a center of art, culture and education of exceptionally high quality.

Á ströndinni | at the beach by Jūrmala.


Kristīne Jonuša, Alīse Nigale, Áslaug, Sanita Muizniece – and Briesmonītis teica Nē! 

BókaútgáfanVitanlega var heimsókn til útgefenda á dagskránni. Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, kom út í sumar á lettneska hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Útgáfa Lies un mazs er sérlega fáguð og metnaðarfull, svo eftir hefur verið tekið, en forlagið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verið tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna fyrir starfið. Meðal annars hlaut Liels un mazs tilnefningu á úrvalslista Bologna bókamessunnar sem „besti útgefandi barnabóka í Evrópu“. Frumútgáfur þeirra eru augnakonfekt og augljóslega er skýr listræn stefna sem ræður vali útgefenda. Sannarlega upplífgandi viðhorf að gæði frekar en væntingar um metsölu ráði för. Alīse Nigale útgefandi og hennar fólk tóku sérlega vel á móti gestinum! 

Ég verð líka að þakka skipuleggjendum og leiðsögumönnum mínum sérstaklega: Ieva Hermansone frá skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi og Sanita Muizniece, ritstjóra hjá Liels un mazs sem túlkaði fyrir mig og aðstoðaði í öllum vinnustofunum. Sanita er einnig ritstjóri hjá einni áhugaverðustu teiknimyndabókaútgáfu Evrópu og þó víðar væri leitað: kuš! komikss. Hér má lesa um útgáfuna.

PublishersVisiting my brilliant Latvian publishers in RīgaLiels un mazs, – was a thrill. Their original Latvian titles and projects are totally amazing. A fine artistic quality production. No wonder Liels un Mazs has received several recognitions for their work. Last year the publishing house was shortlisted for an award at the Bologna book fair as the “best children’s publisher of the year in Europe”. So I am very happy that the first book in the series about Little Monster and Big Monster, No! Said Little Monster, was published in Latvian by Liels un mazs earlier this year. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš.

I must mention the excellent organizers of my visit to Latvia: Ieva Hermansone from the Nordic Council of Ministers’ Office and my patient interpreter and helper in all the workshops: Sanita Muizniece, who is an editor at Liels un mazs, and also a editor and publisher of the remarkable comic-book production: kuš! comics, – an awesome and inspiring publication. See link!


Dagur í RīgaBorgin er bæði forn og fögur og eins og í fleiri borgum skapar vatn óviðjafnanlega stemningu og andrými. Rīga stendur við ósa fljótsins Daugava sem streymir lygnt til sjávar og endar þar sinn yfir 1000 km langan farveg. Að auki marka síkisskurðirnir, Pilsētas kanāls, elsta hluta borgarinnar. Ég hafði ekki mikinn tíma til að skoða borgina en eftir það stendur tvennt upp úr: matur og bókmenning. Fjórar byggingar mynda matarmiðstöðina Rīgas Centrāltirgus sem er dásamleg með öllu sínu ferskmeti: kjöti, fisk, mjólkurvörum, grænmeti og ávöxtum. Eins og aðrir Norður-Evrópubúar kunna Lettar þá list að salta, reykja, sulta og súrsa. Trönuber, sveppir, hunang, hnetur, epli og fleiri ávextir voru líka áberandi í haustuppskerunni. Þá var þjóðarbókhlaðan, Latvijas Nacionālā bibliotēka, ekki neitt augnagróm. Einfaldlega með glæsilegustu bókasöfnum heims. Þarna eru strax komnar tvær ástæður fyrir því að ég gæti hugsað mér að heimsækja Lettland aftur: matur og bækur …

A day in RīgaI had a lovely day in Rīga although I didn’t manage to see but a tiny portion of the city’s attractions. But what I saw made me want to visit Rīga again – as well as other parts of Latvia! Just as in many other cities, water shapes the mood. The wide river Daugava creates a serene atmosphere in the midst of this bustling city. As do the city canals, Pilsētas kanāls, the old moat of historic Rīga.

I fell for two sites in particular: One was the enormous and absolutely delightful food market, Rīgas Centrāltirgus, situated in four large halls, loaded with fresh meat, fish, dairy products, vegetables and fruit. And like many other nations of Northern Europe, Latvians know the art of preserving food by salting, smoking, conserving, pickling and fermenting. And of course making use of their many sorts of fresh native produce: berries, mushrooms, honey, nuts and fruits.

Another favorite was The National Library of Latvia, Latvijas Nacionālā bibliotēka, – simply breathtaking. Not only a grand piece of architecture but also a well-functioning establishment, with interesting exhibitions (like the traveling exhibition “To Be Banned” Baltic Books 1918-1940) and of course book collections of all sorts.

And now, I have already two very good reasons to visit Latvia again: food and literature…

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.-15.11.2018

Meira um skrímslinÞví er við að bæta að meðhöfundar mínir að skrímslabókunum hafa líka verið á faraldsfæti. Um það má lesa á heimasíðum þeirra, hér hjá Rakel Helmsdal og Kalle Güettler. Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurna og samstarf höfundanna.
lesa bókadóma og umfjöllun.
… lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

More about the monstersI can add that my co-writers of the Monster series have also been traveling, see their blogs: Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read reviews and lists of translations.
… read all the latest news on the series.

Litla skrímslið í Lettlandi | No! Said Little Monster – in Latvian

Nē! segir litla skrímslið! Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, er nú komin út á lettnesku hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Fréttir um útgáfuna má lesa í lettneskum vefmiðlum, svo sem ríkisfréttamiðlinum Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) og vefritinu Satori.

Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurnar.
lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

Book release! The first book in the series about Little Monster and Big Monster: No! Said Little Monster, is now out in the Latvian language, published by Liels un mazs in Riga. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš. News in Latvian about the release can be read on the news site of the Latvian public broadcasting: Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) and the culture journal Satori.

Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read all the latest news on the series.

Skrímslin á rússnesku | Little Monster and Big Monster go to Russia!

Skrímslin til RússlandsÞau tíðindi eru nú að kvisast út að litla og stóra skrímslið séu á leið til Rússlands. Það er útgáfufyrirtækið Meshcheryakov Publishing House, sem í nóvember tryggði sér réttinn á þremur bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu. Fyrir nokkrum árum höfðu sömu útgefendur sýnt bókunum áhuga á Bologna bókastefnunni, en talsverð gleði virðist ríkja um samninginn við Forlagið og höfundana. Tíðindi á rússnesku má lesa hér og hér og á FBsíðu útgáfunnar hér.

Bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler eru nú orðnar níu talsins. Þær hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku og nýnorsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku – og nú innan tíðar eru titlar úr bókaflokknum væntanlegir á lettnesku og rússnesku.

Bækurnar um skrímslin hafa hlotið ýmsar viðurkenningar:
Skrímsli í vanda: Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 sem besta barna- og ungmennabókin.
Skrímslakisi: Valin á Heiðurslista IBBY 2016 fyrir myndlýsingar.
★ Skrímslakisi: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
★ Skrímslaerjur: Valin til upplestrar á Norrænu bókasafnsvikunni 2014.
★ Skrímslaerjur: Tilnefning til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013.
★ Skrímslakisi:  Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
Stór skrímsli gráta ekki: Tilnefning til Le prix des Incorruptibles 2012 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Frakklandi.
Úrslit: 3. sæti í flokki bóka fyrir yngstu lesendurnar (maternelle).
Skrímsli á toppnum: Bokjuryen 2010 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 3. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Skrímsli á toppnum: Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2011.
Skrímslapest: Bokjuryen 2008 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 2. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Stór skrímsli gráta ekki: Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2007.
Nei! sagði litla skrímslið: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, „Besta barnabókin 2004“.
★ Nei! sagði litla skrímslið: Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin 2004.

Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum og lesið meira um samstarf höfundanna hér.


Little Monster and Big Monster in Russian: The publishing rights to three books from the monsterseries have been sold to Meshcheryakov Publishing House in Russia. See news in Russian here and here and at Meshcheryakov’s FB-page here.

There are now a total of nine picture books about the Little Monster and the Big Monster by the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. They have all been published in the authors’ home countries: Iceland, Faroe Islands and Sweden, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian and Neo-Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech and Arabic, and titles now soon to be available in Latvian and Russian. See also illustrations from the books and quotes from reviews here. Read more about the series and the authors here. For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

The books about Little Monster and Big Monster have received several awards and honors:
 Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble): Nomination to The Icelandic Literature Prize 2017 – best children’s / YA book. 
★  Skrímslakisi
 (Monster Kitty): Selected for IBBY Honour List 2016 for illustrations in
★ Skrímslakisi (Monster Kitty): The Bookseller’s Prize, Iceland: 3.-4. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2014.
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Selected for the Nordic Literary Week 2014: 
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Nomination to Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize 2013.
★ Skrímslaerjur (Monster Squabbles):The Bookseller’s Prize, Iceland: 3. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2013.
 Un grand Monstre ne pleure pas (Big Monsters Don’t Cry): Shortlisted for Le prix des Incorruptibles 2012 – Children’s Book Jury, France: In final: 3rd prize in selection of books for the youngest readers (maternelle).
 Monster i höjden (Monster at the Top): Bokjuryen 2010 – Children’s Book Jury, Sweden. 3rd prize in the category: picturebooks 0+.
 Skrímsli á toppnum (Monster at the Top): Nomination to Fjöruverðlaunin 2011– Women’s Literature Prize, Iceland.
 Monsterpest (Monster Flue): Bokjuryen 2008 – Children’s Book Jury, Sweden. 2nd prize in the category: picture books 0+.
 Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry)Reykjavík Children’s Literature Prize 2007.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster): The Bookseller’s Prize, Iceland: „Best Icelandic Children’s Book 2004“.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster)Dimmalimm – The Icelandic Illustrators’ Award 2004.

Skrímslabækurnar á Spáni | Book release in Spain

         

Tveir titlar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið komu út á dögunum hjá Sushi Books á Spáni. Það eru Skrímsli í myrkrinu og Skrímslapest á tveimur tungumálum: spænsku (kastilísku) og galisísku. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte sem hefur áður þýtt og gefið út fyrstu tvo titlana, Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Fyrstu tveir titlarnir komu út á fjórum tungumálum árið 2014: kastilísku, galisísku, katalónsku og basknesku. (Sjá neðar).

Með því að smella á bókakápurnar má lesa nokkrar síður úr bókunum. Meir um skrímslabækurnar má lesa hér.

Book releaseSushi Books in Spain have just launched two new titles in the Monster series in Spanish (Castilian) and Galician. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte that have previously published the first two books in the series, No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry in the Castilian, Galician, Catalan and Basque languages (2014), see below.

You can click on the book covers to read a few pages from the books. To read more about the Monster series click here.

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

Tilfinningaskrímsli | Emotional monsters

NeiSagdiLitlaSkrimslid ISFrontCoverlwr♦ BókadómurTímaritið Förskolan í Svíþjóð birti á dögunum bókadóm um Nei! sagði litla skrímslið, undir yfirskriftinni „Tilfinningaskrímsli“. Þar segir Marie Eriksson m.a.: „Söguþráður bókarinnar er afar skýr, en innihald bókarinnar vex að mikilvægi og merkingu við hvern lestur og í samtali við börnin.“

„Bokens handling är ganska tydlig, men vad boken egentligen handlar om växer i betydelse för varje läsning och i mötet med barnen. Just nu tänker jag att den handlar om vänskapens vindlande vägar om hur viktigt det är med relationer och hur svårt det kan vara med känslor och att uttrycka dem.“ – Marie Eriksson, Förskolan 22.06.2016

♦ Book reviewA short but nice review about No! Said Little Monster by Marie Eriksson was published just recently in Förskolan, a magazine for preschool teachers in Sweden, in an article called “Emotional monsters” (Känslomonster): “The plot is clear and simple but the book’s real subject grows in importance with every reading and meeting with the children.”  

 

 

Skrímslin á tékknesku | The Monster series in Czech

NeTekk StrasidlaciTekk

♦ ÚtgáfufréttirSkrímslin tvö halda áfram ferð sinni um heiminn. Tvær fyrstu bækurnar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið er nú komnar út á tékknesku hjá forlaginu Argo í Prag, í þýðingu Mörtu Bartošková. Lesa má nánar um tékknesku útgáfuna hjá Argo hér: Ne! Řeklo strašidýlko (Nei! sagði litla skrímslið) og Strašidláci nebrečí (Stór skrímsli gráta ekki). Bækurnar fást m.a. í netverslun hér og hér – og lesa má brot úr bókunum hér og hér.

♦ New releasesThe two monster friends continue to travel the world! The first two books in the series about Little Monster and Big Monster have just been released in the Czech language, published by Argo Publishing house in Prague, translated by Marta Bartošková. Read more about the publications here: Ne! Řeklo strašidýlko, and here: Strašidláci nebrečí. The books can be bought online here and here. To read a sample, click here and here.

Skrímsli-á-tékknesku

 

 

Skrímsladómar hér og þar | Reviews on book blogs

Bókadómar: Bókadómar um skrímslabækurnar birtast alltaf af og til á vefnum, á hinum ýmsu tungumálum. Hér fyrir neðan eru vísanir í umfjöllun á spænsku, litháísku og úkraínsku, en það skal tekið fram að síðastnefnda greinin fjallar um Monsterbråk, sænsku Skrímslaerjur.
Book reviewsThe books from the monster series are reviewed now and again on various websites and in webzines. Below are links to reviews in Spanish, Lithuanian and Ukrainian.


ES_Los_monstruos_grandes_no Spænska: Canal Lector – er vefur fyrir kennara og bókasafnsfræðinga sem vinna með bækur á spænsku. Stór skrímsli gráta ekki fær þar fimm stjörnur. Sjá: Los monstruos grandes no lloran.
Spanish: Canal Lector, is a service for teachers, parents and librarians working with books in Spanish, and provides articles, interviews and reviews on their website. See five star review here: Los monstruos grandes no lloran.

★ „El monstruo grande no quiere jugar con el pequeño porque cree que éste hace todo mejor que él. Todo le sale genial: sus dibujos son más bonitos, recorta figuras perfectas e incluso sabe utilizar el mando de la televisión. El grande piensa que es patoso, que todo lo hace mal, y como ya es mayor no debe llorar. Pero hay algo que el monstruo pequeño no sabe hacer… ¡nadar! Por fin puede enseñarle algo. Libro sencillo y directo, de ilustraciones coloristas y divertidas, y en el que se resaltan los valores que acompañan a la amistad.“ http://www.canallector.com


Litháíska: Í vefritinu NE!-LitDideli-pab-LitSkaitome vaikams eru myndbækur fyrir börn gagnrýndar. Þar er birt grein um skrímslabækurnar tvær: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Greinin birtist áður í ritinu Artuma, 2015 Nr. 6. Sjá nánar hér
LithuanianThe book blog Skaitome vaikams  reviews picture books for children. The two titles in Lithuanian: No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry are reviewed on the site. The article was also published in the magazine Artuma, 2015 Nr. 6. Read more here.

„Apie iliustracijas dera pakalbėti atskirai. Jos tipiškai minimalistinio skandinaviško dizaino (atliktos mišria aplikacijos technika, papildomai kai kurias detales išpiešiant ant viršaus), labai stambios, ekspresyvios. Objektyviai vertinant Lietuvos knygų rinkos kontekste – tai disonuojanti stilistika, mūsų akiai neįprastas net jų koloritas (dera nuraminti, kad antroji knygelė – gerokai spalvingesnė), tad ne visus tėvus knygos „įtikins“ savo vizualumu. Ir visgi – surizikuoti verta.“ – Rūta Lazauskaitė – Skaitome vaikams.

Meira um útgáfuna á litháíska leikskóla-vefnum ikimokyklinis.lt | More on: Mažasis Pabaisiukas sako NE! and Dideli pabaisiukai neverkia.


NorskMonsterbrakweb Úkraínska: Vefurinn Букмоль, er bókmenntaverkefni og barnabókmenntavefur sem m.a. er haldið úti af úkraínsku fræðafólki í Svíþjóð. Þar er fjallað um Skrímslaerjur eða Monsterbråk á sænsku og lesa má hér: Монстри посварилися.

UkrainianThis Ukrainian book project and book blog: Букмоль, is founded by Ukrainian speaking scholars in Sweden. The Swedish version of Monster Squabbles gets its review here: Монстри посварилися.

„На це натякає фінал книжки, лишаючи читача втішеним і впевненим у тому, що він має право помилятися, пробачати і бути пробаченим.“  – Букмоль – http://www.bokmal.com.ua

Skrímsli á þínu tungumáli | Book reading in 13 languages

Modurmal-28nov2015-02

Laura – las á lettnesku | read in Latvian

♦ Tvítyngi og upplesturMóðurmál, félag um tvítyngi stóð fyrir upplestrum á Nei! sagði litla skrímslið, í Menningarhúsinu Gerðubergi 28. nóvember s.l. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir upplestrum á bókinni á ýmsum tungumálum. Í þetta sinn var lesið á íslensku, lettnesku, tékknesku, litháísku, portúgölsku, slóvakísku, basknesku, kastillísku, ítölsku, norsku, katalónsku, pólsku og filippseysku. Bókin hefur ekki verið útgefin á öllum þessum tungumálum en margir lögðu hönd á plóg við að þýða textann á sitt móðurmál. Upplesarar voru til fyrirmyndar og lásu með tilþrifum. Kærar þakkir félagar í Móðurmáli!

♦ Bilingualism and book readingI took these photos last Saturday at an event where No! Said Little Monster was read in numerous languages.This is the second time Móðurmál – Mother Tongue, Association on Bilingualism, arranges an event like this, now in Gerðuberg Culture House  where “No! Said Little Monster” was read in: Icelandic, Latvian, Czech, Lithuanian, Portuguese, Slovak, Basque, Castilian, Italian, Norwegian, Catalan, Polish and Filipino. The readers were all wonderful and the children read with great expression! Thank you all participants!

Modurmal-28nov2015-12

 

Myndir frá upplestri | Reading at the Culture Festival

Modurmal1

♦ Nei! Það voru stórkostleg og fjölhæf ungmenni sem lásu „Nei! sagði litla skrímslið“ á ýmsum tungumálum fyrir fjölda áheyrenda á Barnamenningarhátíð s.l. laugardag í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi. Bókin um litla skrímslið á líka vel við í dag, fyrsta maí, því hún minnir okkur á að við þurfum við stundum að veita mótstöðu, segja NEI, hingað og ekki lengra, til þess einmitt að geta lifað saman í sátt.

♦ No! Last Saturday, at the Reykjavík Children’s Culture Festival 2015, Móðurmál / Mother Tongue, Association on Bilingualism arranged an event in the City Library – Culture House, where “No! Said Little Monster” was read in: Icelandic, English, Czech, Twi, Lithuanian, Latvian, Portuguese, Slovakian, Spanish, Turkish, Italian and Chinese! Talented young people, from age 6 and up read in their mother tongue and they were all amazing. Thank you for the wonderful day!

Þakkir fyrir myndir: Trys spalvos Félag Litháa á Íslandi, and MóðurmálMother Tongue, Samtök um tvítyngi. ♦ Thanks to Trys spalvos / Lithuanian Association in Iceland, and MóðurmálMother Tongue, Association on Bilingualism in Iceland for the photos.

NEI-2015-Languages-web

Nei! sagði litla skrímslið | No! Said Little Monster

NEI-2015-Languages-web

♦ BarnamenningarhátíðVið skrímslin ætlum að taka þátt í Barnamenningarhátíð á laugardag, 25. apríl 2015, kl 15-16 í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi. Þar verður upplestur á bókinni Nei, sagði litla skrímslið á mörgum tungumálum. Ég les á íslensku, en börn og unglingar frá móðurmálshópum samtakanna Móðurmál lesa á sínum móðurmálum. Íslenskur texti og myndir úr bókinni eru á skjánum svo viðstaddir geta fylgst með. Fjölmargir móðurmálshópar taka þátt. Litla skrímslið ætlar að hrópa NEI! á íslensku, tékknesku, twi, ítölsku, litháísku, lettnesku, portúgölsku, slóvakísku, tyrknesku – og kannski á fleiri tungumálum! Hér má kynna sér dagskrá Barnamenningarhátíðar.

Hér fyrir ofan má sjá bókina á þeim tungumálum sem til eru á prenti: færeysku, íslensku, sænsku, katalónsku, kastilísku, galisísku, basknesku, litháísku, kínversku, frönsku, spænsku, dönsku, finnsku og norsku (bokmål og nynorsk).

♦ Reykjavík Childrens’s Culture FestivalI will be participating in Reykjavík Children’s Culture Festival 2015, on Saturday, when doing a reading of the book No! Said Little Monster. I will read from the book in Icelandic and children from Móðurmál, mother-tongue teaching program, read in their own language. Icelandic text and pictures are on a screen for guest to watch. So Little Monster will shout out in: Icelandic, Czech, Twi, Italian, Lithuanian, Latvian, Portuguese, Slovakian, Turkish and perhaps more! The event is arranged by Móðurmál / Mother Tongue, Association on Bilingualism and will take place in Borgarbókasafnið, City Library – Culture House Grófin, Tryggvagata 15, on Saturday April 25th at 3 pm – 4 pm. See also Reykjavík Children’s Culture Festival program for more events!

The first book in the Monster series, No! Said Little Monster is available in Faroese, Icelandic, Swedish, Catalan, Castilian, Galician, Basque, Lithuanian, Chinese, French, Spanish, Danish, Finnish and Norwegian (Bokmål and Neo-Norwegian).

Góðar umsagnir á Spáni | Good reviews in Spain

monstro-Sushi-Books

Skrímslabækurnar í góðum félagsskap í Galisíu. | Monsters in good company in Galicia.

♦ BókadómarKatalónska vefritið Direct!Cat valdi og birti í desember s.l. lista yfir 10 bestu bækur ársins 2014 sem gefnar voru út á katalónsku og ritrýndar höfðu verið hjá blaðinu. Þar voru taldar upp ýmsar bækur, svo sem Mother Night eftir Kurt Vonnegut, Der große Fall eftir Peter Handke og Stór skrímsli gráta ekki eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Hér má lesa dóma í blaðinu um Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki.

♦ Book reviewDirect!Cat, an online Catalonian newspaper, presented in last December a list of 10 books that had been reviewed in 2014 and could be highly recommended. Among them is Big Monsters Don’t Cry / Els monstres grans no ploren. See list here. Below are the reviews in Direct!Cat of our two books published in Catalan.

CAT_DIU NOLa sèrie del Monstre Petit i Gran, escrits i dibuixats a sis mans per aquest trio d’escriptors i il·lustradors nòrdics, es publica ara en català de la mà de l’editorial gallega Sushi Books, després de la gran popularitat que han aconseguit aquests llibres al món infantil dels països nòrdics (amb edicions a les Illes Feroe, Noruega, Islàndia, Suècia i Finlàndia) i també a França i Espanya.
Les difícils relaciones personals entre el Monstre Gran i el Petit es manifesten a cada aventura. En aquest llibre, el Monstre Petit se sent avassallat per l’actitud manaire del Monstre Gran, que tot ho controla i tot ho vol fer a la seva manera. Fins que el Monstre Petit es decideix a plantar-li cara i manifestar-li que, tot i que és un bon amic, ha de canviar per a mantenir la seva amistat.
Aquest és un llibre divertit, que parla de l’amistat, de com relacionar-se, de la bona educació i de la petita paraula No!, que de vegades s’ha de saber utilitzar amb fermesa. Els dibuixos són alhora tendres i divertits, que ens apropen uns monstres simpàtics, i amb un format de llibre allargat que permet gaudir plenament de les il·lustracions.” – Direct!Cat, 30. apríl 2014  Tengill | Link: El monstre petit diu No! 

CAT_Els_monstres_grans“Segueixen les aventures del Monstre Gran i el Monstre Petit. Aquest cop són eventures marítimes. La taranquil·la jornada de pesca a la riba del llac del Monstre Gran es veu conculcada per la presència sempre destralera del Monstre Petit. To el que fa el Petit li surt bé, mentre que al Gran tot li surt malament i té un fort sentiment de culpa: el Petit pinta bé, no fa faltes d’ortigrafia, sap mirar la programació de la tele… Però sí que hi ha una cosa que sap fer molt bé. Sap nedar!!! I ensenya el Petit a capbussar-se a l’aigua.
Aquestes aventures de la parella de monstres de creació nòrdica són d’aquelles que agraden a grans i petits. Tenen un repunt de senzillesa i tendresa que les fan aptes per a tots els públics. El seu format allargat contribueix a gaudir dels dibuixos.” – Direct!Cat, 25. júlí 2014  Tengill | Link: Els monstres grans no ploren.

GoiIrakuragaienMunstro2015♦ BókadómarStór skrímsli gráta ekki  marsera með á árlegum úrvalslista bókasafna í Navarra á Spáni „DESFILE DE ALTA LECTURA“ 2015. Þar fær bókin ljómandi umsögn á spænsku (kastilísku) og basknesku sem ef til vill mætti þýða svo: „Vinalegu skrímslin, sem eru sköpun þessara norrænu höfunda, leyfa sér að fjalla um tilfinningar og líðan án nokkurs ótta. Áhrifaríkar myndlýsingar í framúrskarandi bók.“  Ritið má finna hér.

♦ Book reviewEach year, a team of librarians from the public libraries of Navarra in Spain present a selection of outstanding titles with recommendations of books in different genres for readers of all ages. Parading along with other books in the catalog „DESFILE DE ALTA LECTURA“ 2015 is Big Monsters Don’t Cry, – in Basque: Munstro handiek ez dute negarrik egiten. The catalog is available here. The review says: “The friendly monsters, created by these Nordic authors, deal with emotions and feelings without any fear. Expressive illustrations in a great book.”

Faro da Cultura

♦ BókadómarÍ einu elsta dagblaði Spánar, Faro de Vigo, birtust ritdómar eftir Maríu Navarro um galisísku útgáfurnar á Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki: sem á galisísku heita Monstro Pequeno di non! og Os monstros grandes non choran – Greinarnar má lesa í úrklippunum hér fyrir ofan og neðan. Um bækurnar segir m.a. eitthvað á þessa lund: „Myndskreytingar Áslaugar Jónsdóttur endurspegla fullkomlega hugarástand sögupersónanna og hæfilegur skammtur af húmor fær lesendann til að skynja í sögunni ósviknar heimspekilegar vangaveltur um lífið.“

♦ Book reviewBoth No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry  were reviewed in one of the oldest newspapers in Spain, the Galician Faro de Vigo. In the article on Os monstros grandes non choran, titled: “The self-esteem – Simple and soulful story”, it says: “The illustrations by Áslaug Jónsdóttir reflect perfectly the mood of the characters, with a touch of hilarity that makes us perceive the story as a genuine philosophical reflection of life.” – María Navarro

Aperender a dicir non – Familiares monstros. “Dende o punto de vista plástico, as ilustracións que realiza Áslaug Jónsdóttir fan dos monstros, Pequeno e Grande, as imaxes fundamentais da historia e converte o resto dos debuxos en elementos pouco relevantes o que confire máis forza, se cabe, aos protagonistas.” – María Navarro, Faro da Cultura 2014

Pola autoestima. Sinxelo e substancioso relato. “Pola súa banda, as ilustracións que realiza Áslaug Jónsdóttir refliten perfectamente o estado de ánimo dos personaxes e cunha pinga de hilaridade fai que percibamos a historia coma unha auténtica reflexión filosófica de vida.” – María Navarro, Faro de Vigo 2014

Faro de Vigo

Fleiri tenglar: Hér fyrir neðan eru tenglar á fleiri pósta um útgáfur Sushi Books á bókunum um skrímslin.
♦ More links: Previous posts on the Monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages, published by Sushi Books:
Bókaumfjöllun á Spáni | Reviews in Spain
Skrímslin á útopnu | Book release in Spain

 

Skrímslin á Spáni | Little Monster and Big Monster in Spain

sushibooksFbshot

♦ Þýðingar. Fyrstu bækurnar um skrímslin komu út á spænsku fyrir nokkrum árum hjá spænska Random House undir merkinu Beascoa. Útgefandi okkar þar yfirgaf forlagið skömmu síðar og í framhaldinu voru bækurnar í hálfgerðu munaðarleysi á Spáni og S-Ameríku, sem samningurinn tók einnig yfir. Nú hefur nýtt forlag, Sushi Books keypt útgáfuréttinn. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur út bækur á fjórum helstu tungumálum spánverja. Fyrstu tvær sögurnar um skrímslin verða því brátt fáanlegar á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Skemmtilegt! Samkvæmt Fb-síðu Sushi Books mega lesendur eiga von á að kynnast litla skrímslinu strax í vor.

♦ Translations. Great monster-news! The first two books about the Little Monster and the Big Monster will soon be published in Spain in four languages: the Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. The publisher, Sushi Books, is an imprint of the publisher Rinoceronte. Book release will be this spring.
Left: from Sushi Books’ Fb page: Coming soon …

Read more about the monsterseries here: the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler; and the seven books already published.

Skrímslin í Bookbird | Reviews in Bookbird

NoDijoElPequenoCover

♦ Bókadómar. Í síðustu tveimur tölublöðum af Bookbird: a Journal of International Children’s Literature er að finna dóma um spænsku þýðingarnar af bókunum Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Í tímaritinu hefur áður birst bókadómur um skrímslin tvö og var þá Skrímsli á toppnum til umfjöllunar. Dómarnir um skrímslabækurnar þrjár eru á ensku og má lesa hér neðar á síðunni.

Bookbird er gefið út af IBBY, International Board on Books for Young People og Johns Hopkins University PressHér má finna eldri árganga tímaritsins, allt frá árinu 1963.

♦ Book reviews. In the last two issues of Bookbird: a Journal of International Children’s Literature there are nice reviews of the Spanish editions of the first two books in the Monster series: ¡No!, dijo el pequeño monstruo and Los monstruos grandes no lloran. A review of Monster at the Top has been published earlier. Bookbird is an academic journal that publishes articles on children’s literature with an international perspective. It is published jointly by the Johns Hopkins University Press on behalf of the International Board on Books for Young People. Other links: Online archive. Online access.

– – –

“No!” said the Little Monster
Text: Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal, Kalle Güettler. Illustrations: Áslaug Jónsdóttir.

“With vivid and emotionally evocative illustrations, “No!”, said the Little Monster brings to life the struggle between staying silent when a friend does something wrong, or speaking up and risking the friendship. When the big monster comes over to play, the little monster runs through a list of all the times in the past when his friend has caused damage or hurt others’ feelings and the little monster hadn’t dared to say anything. The litany of past frustrations gives him the courage to say “No!” this time, prompting an unexpected reaction from his friend. The importance of speaking up is portrayed with just the right mix of humor and seriousness, in a way that both children and adults can enjoy. As a part of a larger series, including a companion book called Big Monsters Don’t Cry, it also shows the different perspectives inside a friendship and how one situation can be perceived very differently. This book can be a starting place for a conversation about why friends might do things that feel hurtful and how important it is to speak up for core values, reinforcing that conflict can even strengthen friendships.”
– Deena Hinshaw. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 51, Number 4, October 2013

MonstruosGrandesNoLloranCover

Big Monsters Don’t Cry 
Text: Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal, Kalle Güettler. Illustrations: Áslaug Jónsdóttir.

Los monstruos grandes no lloran goes to the heart of childhood insecurities in competition with friends. The pressure felt by the character of the big monster, who feels inadequate whenever he plays with his friend the little monster, is the dual burden of being unable to measure up to his friend’s abilities coupled with the conviction that he must not reveal his feelings of inadequacy. When he is brought to the breaking point by the little monster’s laughter at the actions of his father, he finds out that his tears are an opening to discussing his real feelings with his friend. Not only does this prompt a deepening of the friendship, but also an opportunity for the little monster to share some of the things he admires about the big monster, and a chance for the big monster to teach skills he possesses. The bold illustrations convey the emotions behind the story and bring the words to life. As a part of larger series, including a companion book called “No! Said the Little Monster”, it also shows the different perspectives inside a friendship and the way that the same situation can be perceived very differently by the individuals involved. This book is an entertaining way to raise topics of conversation with children related to self-judgment and expressing emotions of vulnerability.”
– Deena Hinshaw. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 51, Number 2, April 2013

MonsterAtTheTopENCover

Monster at the Top
Text: Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal, Kalle Güettler. Illustrations: Áslaug Jónsdóttir.

“When Big Monster climbs to the top of a tall tree, he imagines he is on an adventurous journey to Monster Peak. As his tales get taller and taller, Little Monster feels left behind. What must a little monster do to get to the top? Fans of the award-winning Monster series will be delighted with this latest installment. The series highlights the friendship between two monsters who don’t always get along. Big Monster learns that he is not always right; Little Monster learns that although he is small, he can still hurt Big Monster’s feelings. Both discover a genuine sympathy for the other inspite of their differences and learn how to work together to overcome obstacles. The books, written collaboratively in Faroese, Swedish, and Icelandic, have been published internationally in ten countries. Jónsdóttir’s striking colors and broad strokes create an intense atmosphere, while the expressive faces of the monsters will thoroughly captivate and charm readers of all ages.”
– Tanja Nathanael. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 49, Number 3, July 2011

BkB2013-2 BkB2013-4 BkB2011-3