Skrímsli á þínu tungumáli | Book reading in 13 languages

Modurmal-28nov2015-02

Laura – las á lettnesku | read in Latvian

♦ Tvítyngi og upplesturMóðurmál, félag um tvítyngi stóð fyrir upplestrum á Nei! sagði litla skrímslið, í Menningarhúsinu Gerðubergi 28. nóvember s.l. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir upplestrum á bókinni á ýmsum tungumálum. Í þetta sinn var lesið á íslensku, lettnesku, tékknesku, litháísku, portúgölsku, slóvakísku, basknesku, kastillísku, ítölsku, norsku, katalónsku, pólsku og filippseysku. Bókin hefur ekki verið útgefin á öllum þessum tungumálum en margir lögðu hönd á plóg við að þýða textann á sitt móðurmál. Upplesarar voru til fyrirmyndar og lásu með tilþrifum. Kærar þakkir félagar í Móðurmáli!

♦ Bilingualism and book readingI took these photos last Saturday at an event where No! Said Little Monster was read in numerous languages.This is the second time Móðurmál – Mother Tongue, Association on Bilingualism, arranges an event like this, now in Gerðuberg Culture House  where “No! Said Little Monster” was read in: Icelandic, Latvian, Czech, Lithuanian, Portuguese, Slovak, Basque, Castilian, Italian, Norwegian, Catalan, Polish and Filipino. The readers were all wonderful and the children read with great expression! Thank you all participants!

Modurmal-28nov2015-12

 

Myndir frá upplestri | Reading at the Culture Festival

Modurmal1

♦ Nei! Það voru stórkostleg og fjölhæf ungmenni sem lásu „Nei! sagði litla skrímslið“ á ýmsum tungumálum fyrir fjölda áheyrenda á Barnamenningarhátíð s.l. laugardag í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi. Bókin um litla skrímslið á líka vel við í dag, fyrsta maí, því hún minnir okkur á að við þurfum við stundum að veita mótstöðu, segja NEI, hingað og ekki lengra, til þess einmitt að geta lifað saman í sátt.

♦ No! Last Saturday, at the Reykjavík Children’s Culture Festival 2015, Móðurmál / Mother Tongue, Association on Bilingualism arranged an event in the City Library – Culture House, where “No! Said Little Monster” was read in: Icelandic, English, Czech, Twi, Lithuanian, Latvian, Portuguese, Slovakian, Spanish, Turkish, Italian and Chinese! Talented young people, from age 6 and up read in their mother tongue and they were all amazing. Thank you for the wonderful day!

Þakkir fyrir myndir: Trys spalvos Félag Litháa á Íslandi, and MóðurmálMother Tongue, Samtök um tvítyngi. ♦ Thanks to Trys spalvos / Lithuanian Association in Iceland, and MóðurmálMother Tongue, Association on Bilingualism in Iceland for the photos.

NEI-2015-Languages-web

Nei! sagði litla skrímslið | No! Said Little Monster

NEI-2015-Languages-web

♦ BarnamenningarhátíðVið skrímslin ætlum að taka þátt í Barnamenningarhátíð á laugardag, 25. apríl 2015, kl 15-16 í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi. Þar verður upplestur á bókinni Nei, sagði litla skrímslið á mörgum tungumálum. Ég les á íslensku, en börn og unglingar frá móðurmálshópum samtakanna Móðurmál lesa á sínum móðurmálum. Íslenskur texti og myndir úr bókinni eru á skjánum svo viðstaddir geta fylgst með. Fjölmargir móðurmálshópar taka þátt. Litla skrímslið ætlar að hrópa NEI! á íslensku, tékknesku, twi, ítölsku, litháísku, lettnesku, portúgölsku, slóvakísku, tyrknesku – og kannski á fleiri tungumálum! Hér má kynna sér dagskrá Barnamenningarhátíðar.

Hér fyrir ofan má sjá bókina á þeim tungumálum sem til eru á prenti: færeysku, íslensku, sænsku, katalónsku, kastilísku, galisísku, basknesku, litháísku, kínversku, frönsku, spænsku, dönsku, finnsku og norsku (bokmål og nynorsk).

♦ Reykjavík Childrens’s Culture FestivalI will be participating in Reykjavík Children’s Culture Festival 2015, on Saturday, when doing a reading of the book No! Said Little Monster. I will read from the book in Icelandic and children from Móðurmál, mother-tongue teaching program, read in their own language. Icelandic text and pictures are on a screen for guest to watch. So Little Monster will shout out in: Icelandic, Czech, Twi, Italian, Lithuanian, Latvian, Portuguese, Slovakian, Turkish and perhaps more! The event is arranged by Móðurmál / Mother Tongue, Association on Bilingualism and will take place in Borgarbókasafnið, City Library – Culture House Grófin, Tryggvagata 15, on Saturday April 25th at 3 pm – 4 pm. See also Reykjavík Children’s Culture Festival program for more events!

The first book in the Monster series, No! Said Little Monster is available in Faroese, Icelandic, Swedish, Catalan, Castilian, Galician, Basque, Lithuanian, Chinese, French, Spanish, Danish, Finnish and Norwegian (Bokmål and Neo-Norwegian).