Á bókamessu í Abu Dhabi | At Abu Dhabi International Book Fair 2015

AbuDhabiIBF©Aslaug1

♦ BókamessaÉg er nýkomin frá Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem ég tók þátt í alþjóðlegri bókamessu: Abu Dhabi International Book Fair. Bókamessan var haldin dagana 7. -13. maí 2015, en Ísland var heiðursgestur hátíðarinnar í ár. Útgefendur og höfundar frá Íslandi nutu mikillar gestrisni á meðan hátíðinni stóð og áhugasamir viðmælendur og áheyrendur tóku íslenskum bókmenntum vel. Flestir þátttakendur á kaupstefnunni voru frá hinum arabískumælandi heimi og áhugavert að sjá bækur frá þessum menningarheimi.

Fjórtán íslenskir höfundar, fræðimenn og fagfólk héldu erindi og tóku þátt í umræðum og bókaspalli. Á hátíðinni las ég fyrir hóp skólabarna úr enskum þýðingum á m.a. bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið og hélt erindi og spjall um bækur, innblástur og vinnuaðferðir. Í franska básnum skipulagði Alliance Français kynningu og áritanir á frönskum útgáfum skrímslabókanna. Skipuleggjendur messunnar kynntu gesti sína afar vel, bæði í bæklingum og í dagblaði: The ShowDaily, en þar birtist viðtal við mig á þriðja degi kaupstefnunnar.

♦ Book Fair: I am just back from a book fair in a far away country: The Abu Dhabi International Book Fair, held from 7.-13. May 2015 in the capital of The United Arab Emirates. Iceland was the guest of honor at the fair and our delegation of authors and scholars enjoyed great hospitality from our hosts. Truly a marvelous experience.

I did a reading, a talk, book signing and interviews. At the French stand Alliance Français had prepared an introduction and book signing of the French editions of the Monster series. A big merci beaucoup to Alliance Français and Renata Sader and her staff. I would also especially like to mention one of the organizers, the efficient Marianne Catalan Kennedy and her colleagues, with my warmest thanks for a wonderful time.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

AbuDhabiIBF 1 VBen

Reading for schoolchildren at Abu Dhabi International Book Fair 2015. Photo: Valgerður Benediktsdóttir

ADIBF-PrintedMatter