♦ Föstudagsmyndin: Reykjavík skipti um ham í nótt og í morgun gafst á að líta: tunglið skein bjart yfir snæviþakta borgina sem er að komast í sparibúning á jólaföstu. Þennan búralega þröst hitti ég í Hólavallakirkjugarði. Hann var þar að gæða sér á síðustu reyniberjunum. Mjöllin hékk á hverri grein – nema þar sem þrösturinn og félagar hans flögruðu um og slitu ber af greinum með tilþrifum.
♦ Photo Friday: It was a lovely white Friday in Reykjavík today. It had snowed heavily last night and the city changed mood. This red wing was feasting on the last rowan berries in the old cemetery.
(Síðasta færsla hér á vefsíðunni var fyrir mánuði síðan! Ég verð að herða mig í tíðindaskrifunum … Meira síðar!)
(I wrote my last blog post a month ago! That’s no good … I’ll be back with news soon!)