Snjóskólfan | Hang in there!

Föstudagsmyndin: Það þarf að þreyja þorrann og góuna! Óveður reyna á þolinmæðina, það snjóar og rignir á víxl, stormar æða og kuldinn næðir. Stundum er mælirinn einfaldlega fullur og skiljanlegt að sumir gefist upp á endalausum snjómokstri.

Friday photo: These are the hardest months in Iceland: January, February … the storm and the bad weather is a test for our patience, it snows and rains repeatedly, the wind blows and the cold bites. Sometimes it’s just too much and it is understandable that some people give up on endless shoveling of snow.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.12.2022

Vegur | Road

Dimmir dagar. Jæja, kæra dagbók… Nú loks þegar öllu minni ógn stafar af covid-heimsfaraldrinum, þá datt vænisjúkum leiðtoga Rússlands í hug að setja allt í bál og brand í Evrópu með innrás í Úkraínu og öllum þeim hryllingi sem fylgir stríði. Baráttuandi Úkraínumanna er aðdáunarverður og árásarþjóðin hefur nú þegar tapað stríðinu, hvað sem landvinningum líður. Vonandi tekst bræðraþjóðunum í sameiningu að koma raunveruleikafirrtum heimsvaldasinna (og hans líkum) frá völdum í Rússlandi og bjarga því sem bjargað verður. Vonandi er ljós við enda ófærunnar.

Náttúran er söm við sig og lætur okkur kenna á veðri og vindum, enda er öfgum í veðri spáð um alla jörð. Einmitt þegar við ættum öll að einbeita okkur að því að bjarga mannkyninu frá tortímingu af völdum hamfarahlýnunar, mengunar og ofneyslu – og nota til þess dýr og góð ráð, – þá er nú dælt dýrmætum fjármunum í hergögn og stríðsvélar. Það er eins og okkur sé ekki viðbjargandi. Samt er ekki í boði að bíða þess sem verða vill og sem betur fer er múgur og margmenni að vinna að bættum heimi – manna og náttúru, – og allir geta lagt sitt litla lóð á vogarskálarnar. Ég hnýti hér í lokin við tengil á neyðaraðstoð Rauða krossins.

Dark days. Oh, dear diary… After the long and bleak years of the covid-19 pandemic ruling the world, one considered the threat to be diminishing, and brighter times ahead. Then Russia’s paranoid leader felt it was time to start a war in Europe. The horrible invasion of Ukraine has been condemned by all with a few odd exceptions. The resistance and the spirit of the Ukrainians is admirable and the attacking nation has already lost the war, no matter what they conquer. The people of Russia must be pitied and hopefully these nations will together succeed in getting the imperialistic madman from power in Russia and are able to save what can be saved. Hopefully there is a light at the end of this rough road.

Nature is the real ruler of the world and harries us with the weather and winds, as more extreme weather is forecast all over the earth. So just when we should all focus on saving humanity from destruction by catastrophic and global climate change, pollution and overconsumption – with all our means, the precious resources and capital is now being pumped into military equipment and war machines. Are we beyond saving?

Still, it is not an option just to wait to see what will happen and fortunately, a mob and many people are working towards a better world – people and nature. Please contact the Red Cross for donations for humanitarian aid – „humanitarian needs are enormous, but together we can address them. Your donation will make a huge difference to families in need right now.“

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 22.02 – 03.03.2022

Þúfur | Snowy tussocks

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta eru kjöraðstæður til að hægja á og gefa sér tíma í góða útivist þegar veður leyfa.

Friday Photos – Winterdays: Despite short days and gloomy weather these darkest months of winter, the colors of nature, light and shadows are no less interesting than the ones on the brightest days of summer. The palette is blue but what a range! It has snowed a lot in Iceland since these photos were taken, making roads and street impassable and many travellers annoyed. These are ideal conditions to slow down and enjoy a good time outdoors when the weather allows.

 

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 06.02 – 15.02.2022

Gleðilegt nýtt ár! | Happy New Year – 2020!

Gleðilegt ár allir vinir nær og fjær! Fyrsti dagur ársins barði að dyrum með rigningu og roki eða í besta falli slyddu. Fyrr í vikunni hafði þó snjóað einn daginn svo örlítið birti til meðan dagsljóss gætti. Þangað sótti ég myndefnið í skissuna sem skyldi líka vera til minnis um hlýtt hús og gullna birtu úr gáttum sem mynda skarpa andstæðu við grámann og blámann í öllum kalsanum úti.

Happy New Year, dear friends and visitors! The first year of the day has only offered cold wind, rain and sleet. So for my first sketch of the year I looked back for an inspiration in some photos I took few days ago, a day when fresh snow brightened up our dark winter day. I made a quick sketch from the photo, as to remind me of the warmth of the house and it’s welcoming lights, when the windows glow bright in contrast with the grey and blue surroundings.

Skissa gerð | Sketch made: 01.01.2020

Vetur | Winter

Eftir storminn, milli lægðaÞorrinn 2018 hefur verið sérlega grimmur og illviðrasamur. Ef velja ætti einkennismynd mánaðarins væri það ringulreið af krapa og kófi. En allt um það, gleðin yfir uppstyttunni bregst ekki og þegar veðrinu slotar verður veröldin aftur björt. Dag er tekið að lengja.

After the stormThe weather in February has been anything but pleasant. Days of strong gales with snow and sleet. But then you really appreciate these sweet moments when everything calms down … before the next comes blowing. Days are getting brighter and longer.

Melabakkar. Melaleiti. Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.02.2018

Frost | Ice crystals

FöstudagsmyndinÞessar myndir eru ekki alveg nýjar en eiga ágætlega við hitastigið úti. Það er ískalt á Fróni! Stormur og stórhríð hefur geisað á stórum hluta landsins. Kuldaboli sýnir tennurnar…

Photo FridayThese images are not new but they suit the temperature outside. Winds are strong and big parts of Iceland have blizzards lasting for days. The cold bites…

Ljósmynd tekin | Photo date: 30.01.2009

Snjór | Snow

♦ Föstudagsmyndir: Snjókoman og fannfergið á suðvesturhorni landsins í lok febrúar sló met. Þegar við bættist blíðviðri dag eftir dag breyttust þessar annars oft umhleypingasömu vikur vetrarins í hreint undur. Ég fór með myndavélina í sveitina og horfði á snjó og ís í ýmsum myndum.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

♦ Photo Friday: So we had snow! In Reykjavík and the southwest of Iceland it was record snowfall on the night of February 26th followed by beautiful sunny days. And the weather stayed great for weeks! The snow was soft and powdery for a long time. I went to the family farm and enjoyed the landscape of snow and ice.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04.-05.03.2017

Fugl í garði | Winter day

Throstur©AslaugJ2015

♦ FöstudagsmyndinReykjavík skipti um ham í nótt og í morgun gafst á að líta: tunglið skein bjart yfir snæviþakta borgina sem er að komast í sparibúning á jólaföstu. Þennan búralega þröst hitti ég í Hólavallakirkjugarði. Hann var þar að gæða sér á síðustu reyniberjunum. Mjöllin hékk á hverri grein – nema þar sem þrösturinn og félagar hans flögruðu um og slitu ber af greinum með tilþrifum.

♦ Photo FridayIt was a lovely white Friday in Reykjavík today. It had snowed heavily last night and the city changed mood. This red wing was feasting on the last rowan berries in the old cemetery.

(Síðasta færsla hér á vefsíðunni var fyrir mánuði síðan! Ég verð að herða mig í tíðindaskrifunum … Meira síðar!)
(I wrote my last blog post a month ago! That’s no good … I’ll be back with news soon!)

Throstur2©AslaugJ2015

Holavallagardur©AslaugJ2015