Myndlýsingar: Á sunnudag, 21. janúar 2018 opnar í Menningarhúsinu Gerðubergi sýningin Þetta vilja börnin sjá! með myndlýsingum úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2017. Myndhöfundarnir sem sýna fjölbreytt verk eru 14 talsins. Á sýningunni má meðal annars sjá myndir úr nýjustu bókinni um litla skrímslið og stóra skrímslið: Skrímsli í vanda. Venju samkvæmt verður sýningin svo sett upp í sýningarsölum víðsvegar um landið, svo sem flest börn megi njóta myndlistarinnar.
Myndir á sýningunni eiga: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring og Sigrún Eldjárn.
Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar sunnudaginn 21. janúar kl. 14. Sýningin verður opin mánudaga – föstudaga frá 9-18 og um helgar frá 13-16.
Illustration: The yearly exhibition of Icelandic children’s book illustrations will open in Gerðuberg Culture House next Sunday, 21 January. The illustrations are all from children’s books published in 2017, and as with previous exhibitions of the kind, they will later on be put on display in various museums and libraries around Iceland.
Fourteen illustrators exhibit their works: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring and Sigrún Eldjárn.
All welcome to the opening on Sunday 21 January at 2 pm! The exhibition is open Mon-Fri from 9 am to 6 pm and Sat-Sun from 1 pm to 4 pm.