Þetta vilja börnin sjá! | Icelandic children’s book illustration 2017

MyndlýsingarÁ sunnudag, 21. janúar 2018 opnar í Menningarhúsinu Gerðubergi sýningin Þetta vilja börnin sjá! með myndlýsingum úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2017. Myndhöfundarnir sem sýna fjölbreytt verk eru 14 talsins. Á sýningunni má meðal annars sjá myndir úr nýjustu bókinni um litla skrímslið og stóra skrímslið: Skrímsli í vanda. Venju samkvæmt verður sýningin svo sett upp í sýningarsölum víðsvegar um landið, svo sem flest börn megi njóta myndlistarinnar.

Myndir á sýningunni eiga: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson,  Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring og Sigrún Eldjárn.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar sunnudaginn 21. janúar kl. 14. Sýningin verður opin mánudaga – föstudaga frá 9-18 og um helgar frá 13-16.

IllustrationThe yearly exhibition of Icelandic children’s book illustrations will open in Gerðuberg Culture House next Sunday, 21 January. The illustrations are all from children’s books published in 2017, and as with previous exhibitions of the kind, they will later on be put on display in various museums and libraries around Iceland.

Fourteen illustrators exhibit their works: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson,  Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring and Sigrún Eldjárn.

All welcome to the opening on Sunday 21 January at 2 pm! The exhibition is open Mon-Fri from 9 am to 6 pm and Sat-Sun from 1 pm to 4 pm.

Göngum í barndóm! | Be young at heart!

AslaugJ-VJ-KH1967

♦ Barnamenningarhátíð 2016: Í dag er síðast vetrardagur og í gær hófst Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Á Facebook hafa margir tekið þátt í því að kynna hátíðina með því því birta af sér bernskumyndir og því birti ég þessa mynd hér fyrir ofan. Ég er ljóshærða barnið til vinstri á myndinni, alsæl í ilmandi skógarkjarri, áningarstað á einhverjum sunnudagsbíltúr fjölskyldunnar. Ég er þarna líklega rúmlega fjögurra ára, með yngstu systur minni, Védísi (2 ára), og móður minni Kristjönu. Aldurinn 2-6 ára er einfaldlega dásamlegur. Lífið er tími stóruppgötvana, einn samfelldur magnaður könnunarleiðangur og kúgun skipulagðrar skólagöngu hefur enn ekki dunið yfir. Og svo klæddist maður svona fínu prjónadressi, jogging-galla þess tíma, einkar þægilegum fatnaði, en mun fágaðri.

Ég held að það hljóti að vera gaman að vera barn á Barnamenningarhátíð í Reykjavík og fyrir fullorðna er upplífgandi að ganga í barndóm á listviðburðum á hátíðarinnar. Á heimasíðu hátíðarinnar segir: „Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 19.- 24. apríl 2016. Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar. Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu.“ Dagskrána í heild má finna hér og fésbókarsíðu hátíðarinnar hér. Viðburðirnir eru ótalmargir.

Skrímslin láta sig ekki vanta á Barnamenningarhátíð og koma víða við sögu:
22. apríl – Skrímslaleikrit: Á föstudag kl. 10.30-11.30 í Gerðubergi – Menningarhúsi, munu 13 börn úr 1. bekk Hólabrekkuskóla sýna leikrit unnið upp úr skrímslabókunum undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur. Sjá meira um viðburðinn hér.
23. apríl – Upplestur í Hannesarholti: Á laugardag ætla ég að lesa fyrir börn í Hannesarholti, kl. 14-14:30 og kl. 16-16:30. Ekki ólíklegt að bækurnar um skrímslin verði með í för.
24. apríl – Kveðjuhóf skrímslanna í Gerðubergi: Á sunnudag er lokadagur upplifunarsýningarinnar Skrímslin bjóða heim í menningarhúsinu Gerðubergi. Dagskráin þar hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Sjá nánar hér.

♦ Children’s Culture Festival 2016Today is the last day of winter, and yesterday Children’s Culture Festival in Reykjavík started. On Facebook many Icelanders have promoted and supported the festival by changing their profile photo or posting a photo from their childhood. My take on this trend is the photo above. I am the blond girl on the right, in the middle is my youngest sister, Védís, and then my mother, Kristjana. I am about four years old, thoroughly happy with a picnic stop in a birch „wood“ clearing on a Sunday drive. In my mind this is the most wonderful age of childhood: 2-6 years old. Life is an exciting journey of exploration and enormous discoveries, still free from oppressive schooling of any kind. And you dress up really stylish: in a comfy two piece knitted tracksuit. Made by my mother, of course.

Children and anyone young at heart should be able to have a great time in Reykjavík during the festival. The introduction says: „The festival was launched in 2010 and is already a huge success. Dedicated exclusively to children and young people in Reykjavik up to the age of sixteen, this annual festival strives to introduce youth to a wide range of arts disciplines through the medium of workshops and performances. The unique aspect of this festival, and that which sets it apart, is that it places emphasis on participation, focusing particularly on the child as an artist. During the festival there will be a variety of activities for children, including theatre workshops, circus, visual arts, storytelling, music, film, puppetry and dance activities, with many nursery schools, primary schools, music and art schools, libraries, museums, theatres, and other cultural institutions taking part.“ See complete program here and Facebook for the festival here.

I will take a small part in the festival, as will the two monsters, Little Monster and Big Monster.
April 22. A Monster Play: On Friday at 10.30-11.30 in Gerðuberg – Culturehouse, 13 children, 1st graders from Hólabrekkuskóli will show a play inspired by the monsterbooks. It’s a play they have made during an acting course led by Ólöf Sverrisdóttir. More here.
April 23. Reading for children in Hannesarholt: On Saturday I will be reading for children in Hannesarholt, Grundarstígur10, 2-2:30 pm and 4-4:30 pm. Monsterbooks and more!
April 24. Farewell to the Monsters: Sunday is the last day the exhibition of A visit to the Monsters. The program starts at 1 pm – ends at 4 pm. More here.
Happy festival!

 

Skrímslaföndur | Monster crafts

kramarhus6web©AslaugJ

♦ Föndurdund: Föndur er alls ekki allra, einkum ef það er eftir ákveðinni forskrift. Allt um það finnst flestum gaman að gera eitthvað í höndum, klippa, líma, smíða, sauma, prjóna … Ég hvet alla til þess að dunda við handíðir af hjartans lyst – og list. Það er hollt fyrir huga og hönd. Skrímslakramarhúsin voru hönnuð í tengslum við sýninguna í Gerðubergi – menningarhúsi: Skrímslin bjóða heim. Arkir með kramarhúsunum eru fáanlegar í safnbúð Borgarbókasafnsins í Gerðubergi á meðan birgðir endast. En skrímslavinir sem kíkja hingað á vefsíðuna geta hlaðið niður örk með útlínuteikningum fyrir klippimyndirnar hér fyrir neðan. Stóra skrímslið, litla skrímslið og skrímslakisi óska gleðilegra jóla! Njótið vel!

Jolafondur-kramarhus♦ Monster craftsThese paper cones and paper cuts were designed in connection with the exhibition A Visit to the Monsters in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. Templates for the cones are available for a short term in the library shop in Gerðuberg, but all monster friends who visit this site can download a template for the paper cuts with a click on the link below. Enjoy! Little Monster, Big Monster and Monster Kitty wish you all happy holidays!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Skrimslaklipp | Monster Paper Cut 2015 – Smellið á tengilinn til að hlaða niður skjalinu. | Click on the link to download the pdf.

 

Jól hjá skrímslum | Merry monsters

Jolafondur8©AslaugJ

♦ Skrímslin bjóða heimSýningin Skrímslin bjóða heim í Gerðubergi – menningarhúsi var vel sótt s.l. helgi en þá var skreytt hjá skrímslunum fyrir jólin. Þar var föndrað af kappi og í lokin var sungið og gengið í kringum ljósum prýdd skrímslajólatré. Skrímslin þakka öllum þátttakendum hjartanlega fyrir komuna. Skrímslakisi er alsæll svo nú mega jólin koma!

♦ A Visit to the MonstersLast Saturday was a festive day for Little Monster and Big Monster when they got their homes in Gerðuberg Culture House decorated. This was of course only possible because of great help from exhibition guests of all ages. Now the merry monsters enjoy the Yuletide just as the rest of us. Monster Kitty is as happy as a cat can be. Thank you all!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Sýningin Skrímslin bjóða heim er ætluð yngri börnum í fylgd með fullorðnum og stendur allt til 24. apríl 2016. Aðgangur er ókeypis.

The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. It will run through April 24th 2016. Free admission.

Skrímslaskraut | Christmas decorations

SkrimslaJolaseria

♦ ViðburðurÁ morgun, laugardaginn 12. desember, verður skreytt heima hjá skrímslunum í Gerðubergi menningarhúsi. Þar verður hægt að spreyta sig á alls konar jólaföndri að hætti litla skrímslisins. Stóra skrímslið gat ekki beðið og er búið að hengja upp jólaseríurnar (án þess að flækja þær saman!). En auðvitað þurfa skrímslin hjálp við að punta svona mörg hús og tré. Við skrímslavinir hlökkum því til að sjá sem flesta á morgun, kl 13:30-15:30. Nánari upplýsingar: Gerðuberg menningarhús og hér er viðburðurinn á FB. Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim stendur yfir í Gerðubergi.

♦ EventLittle Monster and Big Monster are preparing for the holidays and will be decorating their homes at Gerðuberg Culture House tomorrow, 12. Dec., from 1:30 pm to 3:30 pm. Big Monster could not wait and has already put up some fairy lights and Little Monster has been busy with the scissors. But they will sure need some help decorating all the trees and all the houses, windows and doors. We welcome all monster-friends to this event! Further information: Gerðuberg Culture House and a FB-event. The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House.

LSklippJolweb

Skrímsli á þínu tungumáli | Book reading in 13 languages

Modurmal-28nov2015-02

Laura – las á lettnesku | read in Latvian

♦ Tvítyngi og upplesturMóðurmál, félag um tvítyngi stóð fyrir upplestrum á Nei! sagði litla skrímslið, í Menningarhúsinu Gerðubergi 28. nóvember s.l. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir upplestrum á bókinni á ýmsum tungumálum. Í þetta sinn var lesið á íslensku, lettnesku, tékknesku, litháísku, portúgölsku, slóvakísku, basknesku, kastillísku, ítölsku, norsku, katalónsku, pólsku og filippseysku. Bókin hefur ekki verið útgefin á öllum þessum tungumálum en margir lögðu hönd á plóg við að þýða textann á sitt móðurmál. Upplesarar voru til fyrirmyndar og lásu með tilþrifum. Kærar þakkir félagar í Móðurmáli!

♦ Bilingualism and book readingI took these photos last Saturday at an event where No! Said Little Monster was read in numerous languages.This is the second time Móðurmál – Mother Tongue, Association on Bilingualism, arranges an event like this, now in Gerðuberg Culture House  where “No! Said Little Monster” was read in: Icelandic, Latvian, Czech, Lithuanian, Portuguese, Slovak, Basque, Castilian, Italian, Norwegian, Catalan, Polish and Filipino. The readers were all wonderful and the children read with great expression! Thank you all participants!

Modurmal-28nov2015-12

 

Heima hjá skrímslum | The busy homes of monsters

Skrimslin-2015-03-©AslaugJ

♦ Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði laugardaginn 24. október 2015 í Gerðubergi menningarhúsi við afbragðsgóðar viðtökur og mikla aðsókn. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá opnunardeginum og enn fleiri myndir má sjá á Fb-síðu Gerðubergs. Sýningin byggir á sagnaheimi bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sýningarstjórar og hönnuðir eru Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson.

Vinnan við sýninguna var mikið ævintýri og á sér langan aðdraganda. Þar dró vagninn Guðrún Dís Jónatansdóttir viðburðastjóri og svo verkefnastjórarnir Ásta Þöll Gylfadóttir og Stella Soffía Jóhannesdóttir hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Starfsfólk Gerðubergs Menningarhúss lét heldur ekki sitt eftir liggja og ber nú hitann og þungan af móttöku gesta. Helsta samstarfsmanni mínum, listasmið og hönnuði, Högna Sigurþórssyni, vil ég þakka ómetanlegt framlag og skapandi og skemmtilegt samstarf. Sýningin stendur allt til 24. apríl 2016, en er hönnuð sem farandsýning og mun án efa halda í langferðir þegar fram líða stundir.

♦ Exhibition for childrenSo at last the exhibition “Skrímslin bjóða heim” , Visit to the Monsters, was opened in Gerðuberg Culture House on October the 24th 2015. What a day! The house was bursting with monster friends who all wanted to enjoy playing and reading in the world of monsters.

Designing and working on the exhibition has been a long and exciting adventure. I would like to thank the enthusiastic staff at Reykjavík City Library and Gerðuberg Culture House – and not least my co-exhibition designer for this project: designer and artist Högni Sigurþórsson, who made this journey even more monstrously creative and amusing.

This interactive exhibition for children, based on the eight books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal will run through April 24th 2016 in Reykjavík. It has been designed for travelling and will hopefully travel abroad when time comes. More on that later. Enjoy the photos from the opening day and see even more images here on Gerðuberg Culture House Fb-page.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


Móttaka skrímslanna og lestrarrými; sjósundstaðurinnThe Monster reception and reading area; The Sea:

Skrímslaparísinn og fiskitjörninThe Monster Hopscotch and The Fishing Pond:

Lestrarrými, NEI-veggurinn og gæludýrabúðin. | Reading area; The Wall of No’s, The Pet Shop:

Skrímslaskógurinn | The Monster Woods:

Skrímslaþorpið og skúmaskotinThe Monster Village and all The Monsters in the Dark:

Heima hjá stóra skrímslinuAt Big Monster’s House:

Heima hjá litla skrímslinuAt Little Monster’s house:

Skrifaði í skýin, skrímsla-segulmyndir, teiknitrönur litla skrímslisins, og vinatréð | Creative areas: Monster Magnet Portraits, Little Monster’s easels, The Black-mood Clouds and The Tree of Friends:

Hönnuðir, sýningar- og verkefnastjórar | Happy designers and project managers:

 

Skrímslin bjóða heim í dag | Exhibition opening today!

0-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi í dag!
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens today, Oct. 24th 2015, in Gerðuberg Culture House.

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 1

1-dagur

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi á morgun!
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House1 day to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 2

2-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“  opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 2 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House2 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 3

3-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 3 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House3 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 4

4-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“  opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 4 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House4 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 5

5-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“  opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 5 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House5 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 6

6-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 6 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House. 6 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 7

7-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 7 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House7 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 8

8-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 8 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House8 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 9

9-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 9 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House9 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 10

10-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 10 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House10 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 11

11-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 11 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House11 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 12

12-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 12 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House12 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 13

13-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 13 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House13 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down

14-dagar

♦ SýningVið teljum niður! Sýningin „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 14 daga.
♦ ExhibitionThe exhibition “Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters will open on October 24th 2015 in Gerðuberg Culture House. Just 14 days to go!

Skrímsli að störfum | Monsters at work

Litlu-skrimslin-hjalpast-ad-©AslaugJ

♦ Sýningarvinna: Undirbúningur fyrir sýningu úr heimi bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið er í fullum gangi. Litla skrímslið veit alveg hvernig þetta á allt saman að vera, en við Högni, Reynir og Svanhvít höfum reynt að hlýða því í einu og öllu við hönnun og smíðar. Stóra skrímslið gerir sannarlega sitt besta en skrímslakisi hefur ekki verið til mikils gagns. Sýningin „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi 24. október 2015. Sýningarhönnuðir eru Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson. Hér má lesa frétt um skrímslastússið á vef Gerðubergs – Menningarhúss.

Skrimsli-hjalpa-til-©AslaugJ

♦ Exhibition in the makingPreparations for an interactive exhibition for children, based on the eight books about Little Monster and Big Monster are in full swing! As usual Little Monster has strong opinions on how to do things and we in the exhibition team: Áslaug, Högni, Reynir and Svanhvít, try to follow every instruction when designing and building. Big Monster is also doing it’s best, but Monster Kitty is really just in the way… The exhibition “Skrímslin bjóða heim” (At Home with Monsters) will open on October 24th 2015 in Gerðuberg Culture House. My co-exhibition designer on this project is designer and sculptor Högni Sigurþórsson. More about the exhibition (in Icelandic) here on City Library news blog.

Stora-skrimsli-smidar-©AslaugJ

 

Skrímslafréttir | Monster news!

123-Monster-SvCover-2015-lwrFRONTweb♦ Bókaútgáfur og upplifunarsýningAf litla skrímslinu og stóra skrímslinu er allt gott að frétta og þau eru sannarlega í fullu fjöri. Hér eru helstu tíðindi af skrímslunum, heima og heiman.
♦ Books releases and upcoming exhibition: Little Monster and Big Monster are doing just fine. Here are the latest news!

Endurútgáfur í Svíþjóð. Það er alltaf gaman að senda bækur af stað í prentun – og það á hreint ekki síður við um endurútgáfur, enda sérdeilis gleðilegt þegar útgefendur treysta bókunum til að lifa lengur en sína fyrstu útgáfu. Útgefendur okkar skrímslanna í Svíþjóð, Kabusa Böcker, ákváðu að endurútgefa fyrstu bækurnar: Nej! sa lilla monster, Stora monster gråter inte og Monster i mörkret. Þessar bækur komu út hjá Bonnier Carlsen árin 2004, 2006 og 2007 og hafa verið ófáanlegar um langa hríð, en koma nú aftur í bóksölur í lok sumars.
♦ Reprints in Sweden: The Swedish version of the first three books about Little Monster and Big monster were originally published by Bonnier Carlsen in 2004, 2006 and 2007. Five more titles have been published by Kabusa Böcker, who are now republishing the first three books who have been out of print for many years now. Book release for these three books in Sweden will be later this summer.

EftertankenOpslag

Opna úr „Eftertankens Följetong“ eftir Ingmar Lemhagen | Spread from “Eftertankens Följetong” by Ingmar Lemhagen.

Í bók um Biskops Arnö. Tilurð bókanna um skrímslin tvö fær sérstaka umfjöllun í nýútkomnu riti Ingmar Lemhagen um norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö, sem þar hafa verið haldin allt frá árinu 1960. Bókin nefnist Eftertankens Följetong. Kalle Güettler segir frá þessum tíðindum hér. Við skrímslahöfundar lögðum til myndir og efni tengt samvinnu okkar höfundanna þriggja, sem hefur staðið yfir frá því að við hittumst á námskeiði á Biskops Arnö árið 2001.
♦ All about the beginning! Little Monster and Big monster are thoroughly represented in a new book about the Nordic seminars for writers and illustrators, held at Biskops Arnö in Sweden. The book is in Swedish: Eftertankens Följetong by Ingmar Lemhagen. My co-author of the Monsterseries, Kalle Güettler, tells us more about all this here in his blog – in Swedish.

8-MCovers-lowres

Skrímslin á ensku. Það voru fleiri skrímslabækur en sænskar endurútgáfur í umbroti hjá mér. Nýjar þýðingar á ensku eru nú tilbúnar hjá Forlaginu fyrir áhugsama útgefendur! Snilldarhöfundurinn Salka Guðmundsdóttir sá um þýðinguna.
♦ English translations: This is an important announcement to publishers! The books about Little Monster and Big Monster are now available in a provisional English translation, all set up for enjoyable reading with the illustrations and text as in the original design. Translator is the excellent author and translator Salka Guðmundsdóttir. For more information contact: Forlagid Rights Agency.

Upplifunarsýning í Gerðubergi. Sannast sagna hafa skrímslin átt hug minn allan undanfarið. Í undirbúningi er farandsýning þar sem gengið verður inn í heim bókanna um skrímslin tvö. Áformað er að opna sýninguna í Gerðubergi Menningarhúsi í október, en síðar heldur sýningin til Svíþjóðar og Færeyja. Ég er ábyrg fyrir hönnun sýningarinnar ásamt Högna Sigurþórssyni. Hér fyrir neðan má gægjast inn í módelið sem ég hef notað í hugmyndavinnunni.
♦ Books releases and exhibition: I could say that my mind has been occupied with monsters for quite some time. An interactive exhibition for children, based on the eight books about the two monsters will open in October in Gerðuberg Culture House. It will later to travel abroad: hopefully to the other monster-homelands: Sweden and the Faroe Islands. My co-exhibition designer on this project is the experienced and skilled designer and sculpturer Högni Sigurþórsson. Below is a little sneak-peak in to the model where I have tested various ideas for the exhibition.