Börn og bókmenntahátíð | Program for children in Arabic at Reykjavík International Literary Festival

Íslenska og arabíska á bókmenntahátíð: Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, verður börnum flóttamanna og hælisleitenda boðið að fagna sumri með bóklestri og smiðjum í barnabókasafni Norræna hússins. Ásamt arabískumælandi túlki les ég úr bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið og stýri myndlistarsmiðju fyrir skrímslavini. Viðburðurinn er hluti af Bókmenntahátíð í Reykjavík í samstarfi við Rauða krossinn, IBBY á Íslandi og Norræna húsið. Dagskráin hefst kl 14:00 í Norræna húsinu, sumardaginn fyrsta. Sjá hér á Fb. Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst á morgun 24. apríl 2019 og lýkur 27. apríl. Í dag, 23. apríl, má svo fagna Alþjóðlegum degi bókarinnar.

Workshop and reading: Reykjavík International Literary Festival offers an Arabic-Icelandic program for children in the Nordic House on The First Day of Summer, Thursday April 25th. Along with an Arabic interpreter, I will read from the book series about Little Monster and Big Monster. I will also hosts a workshop for monster friends of all ages. Place and time: The Nordic House, April 25 at 2-3 pm. See event on Facebook. The Reykjavík International Literary Festival starts tomorrow, April 24 2019, and runs until April 27. Today, April 23, is the World Book Day – so book lovers rejoice!

Ljósmynd | Photo: http://www.myrin.is

One thought on “Börn og bókmenntahátíð | Program for children in Arabic at Reykjavík International Literary Festival

  1. Pingback: Isländska och arabiska monster i Reykjavik på sommarens första dag | Kalle Güettler, författare

Comments are closed.