
Gleðilegt sumar! Í gær var sumardagurinn fyrsti, dagur sem færir manni ævinlega sól í hjarta, sama hvernig viðrar. Degi Jarðar var líka fagnað í gær og vonandi geta sem flestir dagar verið dagar Jarðar, ekki veitir af. Sumarmyndin hér ofar er myndlýsing úr bókinni Sjáðu! sem kom út síðasta haust. Kannski svipar myndefnið dálítið til Geldingadala sem njóta nú frægðar vegna eldsumbrota.
Í dag er svo alþjóðlegur dagur bókarinnar og af því tilefni reis litla skrímslið upp af teikniborðinu (mynd neðar) og tók sér bók í hönd. Hjá mér eru nú allir dagar skrímsladagar, en ný bók í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið – já, og loðna skrímslið, kemur út í haust á þremur tungumálum, íslensku, sænsku og færeysku.
Days of celebration: Yesterday was the First Day of Summer in Iceland. A national holiday and an absolute favorite day for every Icelander, bringing light in our hearts no matter how the weather treats us. The days are getting brighter and winter is slowly stepping back. Yesterday was also Earth Day, putting focus on the most important issue of all: how we can restore our Earth. The illustration above is from my picturebook Sjáðu! (Look! 2020), picked for the occasion as the lambs are soon to be born and at the moment, new volcanos are forming in Iceland.
Today is the World Book Day so Little Monster (below) picked up a book to read. I am working on new illustrations for the next book in the book series about Little Monster and Big monster – and Furry Monster, so every day is a “Monster Day” at the drawing desk these days. The new book will be published in Icelandic, Swedish and Faroese this fall.

© Áslaug Jónsdóttir