Sígild skrímsli – ný prentun! | New reprints of two books from the Monster series

Útgáfufréttir! Skrímslabækurnar voru flestar uppseldar á síðasta ári en nú eru fjórar bækur fáanlegar eftir að fyrsta bókin: Nei! sagði litla skrímslið og sú nýjasta: Skrímsli í vanda, voru endurprentaðar. Fyrstu þrjár bækurnar hafa allar verið endurprentaðar en Skrímslapest, Skrímsli á toppnum, Skrímsli í heimsókn, Skrímslaerjur og Skrímslakisi eru uppseldar. Þær verða vonandi einnig endurútgefnar áður en langt um líður.

Nei! sagði litla skrímslið kom fyrst út árið 2004. Hún hlaut Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin og Bókaverðlaun bóksala sem besta íslenska barnabókin 2004. Skrímsli í vanda, kom fyrst út árið 2017. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka og var tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku. Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum. 

Þó margar bækur séu uppseldar er hægt að panta heimsókn höfundar í skóla og leikskóla og þá eru sögurnar lesnar, myndir sýndar á skjá eða tjaldi og spjallað um bækur. Myndlistarvinnustofur henta einnig smærri hópum.

Monster news! New reprints of two books from the monster series are now in the stores. The first book Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster) and the newest Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble) were long sold out, as well as most of the books from the series. The first three books have already been through the press more than once and twice and the five missing titles will hopefully soon be reprinted.

Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster), first published in 2004, received Dimmalimm – The Icelandic Illustrators Award and The Bookseller’s Prize: Best Icelandic children’s book 2004. Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble), first published in 2017, received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction and was nominated to The Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.

Books from the monster series, written in Icelandic, Swedish and Faroese (more about the authorship here) have been translated to Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech, Latvian and Arabic. For illustrations from the books and quotes from reviews: click here. For school visits and workshops see information here.