Tilnefning: Barnabókin Sjáðu! hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna 2021 í dag. Vegna samkomutakmarkanna var tilnefningarathöfn aflýst en heiðrinum er sannarlega fagnað hér við vinnuborðið!
Fjöruverðlaunin eru veitt árlega í þremur flokkum: flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og rita almenns eðlis, og flokki barna- og unglingabókmennta og hljóta 9 bækur tilnefningu, þrjár í hverjum flokki. Tilnefningar eru eftirfarandi:
– í flokki barna- og unglingabókmennta:
Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur
Iðunn og afi pönk eftir Gerði Kristnýju
Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur
– í flokki fagurbókmennta:
Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur
– í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Íslenskir matþörungar – ofurfæða úr fjörunni eftir Eydísi Mary Jónsdóttur, Hinrik Carl Ellertsson, Karl Petersson og Silju Dögg Gunnarsdóttur
Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur
Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á Íslandi frá 1760 eftir Hilmu Gunnarsdóttur
Í flokki barna- og unglingabókmennta
Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna sem veitt hafa verið frá árinu 2007 og frá árinu 2020 einnig trans, kynsegin og intersex höfundum og bókum þeirra.
Nomination: My book Sjáðu! (Look!) received a nomination for Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize today. Due to restrictions on gatherings there were no official nomination festivities but this honor is certainly celebrated here at my work desk.
Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize is awarded annually in three categories: the category of fiction, the category of non-fiction and general literature, and the category of children’s and YA literature. Nine books are nominated, three in each category. The prize was handed out for the first time in 2007. It is a literature prize for Icelandic women (cis and trans) and from 2020 including trans, gay and intersex authors and their books.
Tenglar | Links:
Fjöruverðlaunin – frétt á vef. | Fjöruverðlaunin news site.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.
Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun | Penninn Eymundsson | Heimkaup | Bóksala stúdenta