Og svo visnar allt … | After the party

Klippimynd dagsins: Það var kominn tími á klippimynd á blogginu. Ég er hvort eð er eitthvað strand í verkefnunum. Þá er gott að grípa pappír og skæri og hugsa sem minnst. Enda er undirmeðvitundin er ævinlega sístarfandi.

Sumri hallar og allt það. Það hefur verið dálítið veisluglatt, þrátt fyrir risjótt veður og vinda. Brúðkaup og afmæli hafa verið haldin eftir minnst tveggja ára margvíslegar fjarvistir og félagsforðun. Og eftir alla gleðina kemur svo tiltektin, frágangurinn, uppvaskið og uppgjörið. Síðust fara blómin sem visna loks í vösunum.

Collage of the day: It was time for a quick collage for the blog. My projects are a bit stuck anyway. It can be a relief just to grab some paper and scissors and think as little as possible … yet, the subconsciousness is always at work: I have got flowers on my mind.

This summer has been a bit festive, despite the dull, gloomy weather. It has been the time of happy weddings and birthday parties, after more than two long years of various social avoidance caused by the pandemic. And after all the joy and celebrations comes the tidying and cleaning up. Last to go are the flowers that finally wither in the vases.

Skissa/myndlýsing | Sketch/illustration 11.08.2022 ©Áslaug Jónsdóttir