Tilnefning: Í dag var tilkynnt um 15 tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021 en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Sjáðu! var tilnefnd til verðlaunanna í flokki myndríkra bóka. Umsögn dómnefndar hljómar svo:
„Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Eftirtaldar bækur eru tilnefndar til verðlaunanna.
Frumsamdar bækur á íslensku:
- Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur.
- Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf eftir Snæbjörn Arngrímsson.
- Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin eftir Yrsu Sigurðardóttur.
- Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur.
- Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur.
Myndlýstar bækur:
- Hestar eftir Rán Flygenring og Hjörleifur Hjartarson.
- Hvíti björn og litli maur eftir Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og José Federico Barcelona.
- Nóra eftir Birtu Þrastardóttur.
- Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur.
- Sundkýrin Sæunn eftir Freydísi Kristjánsdóttur og Eyþór Jóvinsson.
Þýddar bækur
- Danskvæði um söngfugla og slöngur eftir Suzanne Collins. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
- Múmínálfarnir – Seint í nóvember eftir Tove Jansson. Þórdís Gísladóttir þýddi.
- Ókindin og Bethany e. Jack Meggitt-Phillips. Guðni Kolbeinsson þýddi.
- Ótrúleg ævintýri Brjálinu Hansen 3 eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring. Jón St. Kristjánsson þýddi.
- Villnorn 4 og 5 – Blóðkindin og Fjandablóð eftir Lene Kaaberbøl. Þýðandi Jón St. Kristjánsson.
Nomination: Today my book Sjáðu! (Look!) received a nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021 along with 14 other books. The awards are given out in three categories: for original Icelandic children’s books; for an outstanding translation of a foreign children’s book; and for illustrated children’s books. The awards and related projects are hosted in cooperation between the Department of Education and Youth and the Department of Culture and Tourism and managed by in Reykjavík UNESCO City of Literature. Sjáðu! was nominated in the category of illustrated books.
A great honor! And I am delighted to be in the good company of all these wonderful artists.
Ljósmyndir hér ofar | Photos above © Reykjavíkurborg / Bókmenntaborgin
Tenglar | Links:
♦ Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
♦ Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
♦ Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: „Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“ – Bókmenntavefurinn.
♦ Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.” – The Icelandic Literature Web.
Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.
Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun | Penninn Eymundsson | Heimkaup | Bóksala stúdenta