Sumarnætur | Summer nights

Föstudagsmyndir: Grösin eru ómótstæðilega safarík í júnílok og biðukollurnar bíða næstu vindkviðu. En það er logn og tíminn stendur í stað eitt andartak 29. júní kl. 23:23. Lognið á undan storminum.

Friday photo: The grass has become irresistibly juicy at the end of June and the blowballs are waiting for the next breath of wind. But it is calm and time stands still for a moment on June 29 at 11:23 p.m.


Sólin: Klukkan hálf sex að morgni, þegar bjartast er og best, hefur sólin risið við Hafnarfjall og krýnir Blákoll / Ölver 8. júlí 2024 kl 5:25.

The sun: At half past six in the morning, when it is brightest and best, the sun has risen above the mountains and crowns Mt Blákollur / Ölver on July 8, 2024 at 5:25 am.


Blómin: Uppáhaldsjurtirnar blómstra! Bláliljan sem fegrar við fjöruborðið, ilmbestu jurtir Íslands fylla vitin af svimandi góðum angan: blóðberg, gulmaðra og hvítsmári. Í vendinum (neðst) er m.a. kúmenblóm, blóðkollur, mjaðurt og blágresi, – það síðastnefnda uppáhaldsblóm mömmu sem hefði orðið 88 ára í dag, 12. júlí. Hugsa til hennar á þessum degi og sakna oft.

The flowers: All my favorite plants are blooming! The oyster leaf (Mertensia maritima) that beautifies the shore; and Iceland’s most fragrant herbs fill the air with a dizzyingly good aroma: wild thyme (Thymus praecox), lady’s bedstraw (Galium verum) and white clover (Trifolium repens).
And last, a bouquet of wild flowers (bottom photo), like caraway (Carum carvi), great burnet (Sanguisorba officinalis), meadowsweet (Filipendula ulmaria) and woodland geranium (Geranium sylvaticum). The last one my mother’s favorite flower. She would have turned 88 today, July 12th, I miss her.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 29.06.2024 + 08.07.2024

Ganga | Hike

Föstudagsmyndir! Ég hef ekki haft tíma eða orku til að sinna heimasíðunni og blogginu, svo vinnufréttir bíða betri tíma. Þegar tíðindin eru misjöfn og þegar óróinn í veröldinni ætlar allt í sundur að slíta, þá er gott að hverfa út í náttúruna jafnvel þó í stutta stund sé. Ég tala ekki um þegar sólin skín og fegurðin í því einfalda og smáa eyðir öllum áhyggjum. Ég var í góðum félagsskap í grennd við Valahnúka, Helgafell, Kaldársel.

Photo FridayI have been too busy to update my webpage or blog so work news will just have to wait. But I wanted to post a few photos as my own memos. Times are extremely unrestful and the world is shaken. A walk in nature is a cure for a worried mind and a body tired of working at the desk. And when you are in the most perfect company and the sun is shining with all the small miracles of nature smiling at you, all is good! Where ever you are: take care, stay safe.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.07.2020

Í grænni lautu | Geranium sylvaticum

Blágresið blómstrar þessa dagana og ég geri mér far um að svipast um eftir því í kringum 12. júlí. Í öðrum löndum má finna plöntuna undir nafninu Mayflower og Midsommarblomst en íslensk veðrátta býður ekki upp á þær nafngiftir.

The wild flowers in July. Blooming now is the lovely blágresiGeranium sylvaticum, woodland geranium, wood cranesbill, wild Icelandic geranium.

Ljósmynd tekin | Photo date: 09.07.2017