Hvítt, hvítt, hvítt | Variations of white

Föstudagsblóm: Undrin eru alls staðar í grasinu, gleymd er óveðursbarinn sinan og éljagrá holtin. Veröldin er græn og þar eru faldar gersemar. Njótið sumarsins, góða helgi!

Blooming and bursting in July: Although we could use more hours of sun in Iceland these days, the flowers bloom and nature stays awake all the short nights and long days. Enjoy the blooming summer, come rain, come shine!

⬆︎ Mynd efst | photo at top: Mýrasóley (Parnassia palustris).
⬇︎ Mynd hér fyrir neðan | photo below: Hvítsmári (Trifolium repens).

 

⬇︎ Biðukolla, túnfífill (Taxacum officinale).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04.07.2022

Tungl, sól og fjögurra blaða smári | Sun, moon and four leaf clovers

FöstudagsmyndirAf gömlum vana leita ég stundum að fjögurra blaða smára ef ég á leið fram hjá smárabeði. Og heppnin var með mér í gærkvöldi: ég fann nokkra marglaufa smára, bæði fjögurra og fimm blaða smára. Í góðviðrinu þessar vikurnar nýtur í senn sólar og mána á kvöldin, en gróður og jarðvegur er þurr og hita- og rykmistur breytir litum í fjarlægðinni. Nú er að óska sér varlega.

Photo Friday: I can’t pass a field of clovers without trying my luck to find a four leaf clover. Usually there are none – but once in a while there are several. And last night I also found five-leaf clovers! Now I better wish carefully.

The photos below are also from last night: clear skies and bright nights give a view to both sun and moon at the same time. In our parts it hasn’t rained for weeks so the soil is unusually dry, plants are making seed and blooming earlier and the haze of dust and heat changes the colors of the evening sky.

Ljósmynd teknar | Photo date: 13.06.2019

Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer!

FöstudagsmyndinLambagras (Silene acaulis) er ein af mínum uppáhalds jurtum og blómstrar snemma á vorin, maí – júní, allt eftir tíðarfari og staðháttum. Birtan og anganin sem stafa frá þessum blómstrandi fagurgrænu þúfum í sólskini er dáleiðandi. Hunangið í blómsturbikarnum laðar að lömb og býflugur – jafnvel börn og göngulalla. Nektarinn er sem sagt ljúffengur og vonandi ekki mjög eitraður!

Ég hef annars verið heldur spör á að setja inn efni á heimasíðuna að undanförnu, af ýmsum ástæðum. Ein þeirra er virðingarleysi fyrir höfundarrétti, en „vitsugur“ á alnetinu eru æði margar, ekki síst á myndefni. Við sjáum hvað setur, það þýðir ekki að láta í minni pokann fyrir lögleysu og leiðindum.

Photo FridayYesterday the First Day of Summer in Iceland. “Sumardagurinn fyrsti” (The First Day of Summer) was celebrated in Iceland. This national holiday is the first Thursday after 18 April, falling between 19 April and 25 April, and is the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar. So I greet the Icelandic summer with one of my favourite wildflowers: Silene acaulis, the moss campion or cushion pink. The First Day of Summer is usually celebrated with festivities of all sorts, exchange of presents between good friends and lovers (preferably books), and children (often outdoor toys) and of course good food and gatherings of family and friends.

Ljósmynd tekin | Photo date: 25.06.2006

Jónsmessunótt | Midsummer night

SnurustMelaleiti240614AslaugJ

♦ DagataliðJónsmessunóttin 2014, 24. júní kl 1:05. Ég missti reyndar af hinu rómaða daggar-baði, því döggin vék fyrir vindi og skýin hrönnuðust upp með tilheyrandi svala. Ég hefði betur drifið í því nóttina áður, því þá sat döggin á hverju strái. En í tilefni dagsins tíndi ég til myndir af sjö af mínum uppáhalds blómplöntum. Gleðilega Jónsmessu!

♦ The CalendarPhotos from June 24. at 1:05 am. It’s Midsummer – Jónsmessa – and last night was the magical Midsummer night. I didn’t get the chance to bathe in the early-morning dew, which is supposed to be a very healthy thing to do on that night. I should have picked the night before …  just see the photo below. But since herbs and flowers also have an extra magical healing power this night, I picked out seven of my favorite wild flowers and I hope they bring forth my wishes for a happy midsummer everywhere!

Borgarfjordur240614AslaugJ

♦ Fyrir neðan23. júní kl. 5:27. Sólin í norðaustri, hátt yfir Skarðsheiði.
♦Below: Early morning June 23. at 5:27 am. The morning sun above Skarðsheiði, Mt. Ölver.

Skardsheidi230614AslaugJ

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.-24.06.2014 +undated flower photography