
Föstudagsmyndin: Lambagras (Silene acaulis) er ein af mínum uppáhalds jurtum og blómstrar snemma á vorin, maí – júní, allt eftir tíðarfari og staðháttum. Birtan og anganin sem stafa frá þessum blómstrandi fagurgrænu þúfum í sólskini er dáleiðandi. Hunangið í blómsturbikarnum laðar að lömb og býflugur – jafnvel börn og göngulalla. Nektarinn er sem sagt ljúffengur og vonandi ekki mjög eitraður!
Ég hef annars verið heldur spör á að setja inn efni á heimasíðuna að undanförnu, af ýmsum ástæðum. Ein þeirra er virðingarleysi fyrir höfundarrétti, en „vitsugur“ á alnetinu eru æði margar, ekki síst á myndefni. Við sjáum hvað setur, það þýðir ekki að láta í minni pokann fyrir lögleysu og leiðindum.
Photo Friday: Yesterday the First Day of Summer in Iceland. “Sumardagurinn fyrsti” (The First Day of Summer) was celebrated in Iceland. This national holiday is the first Thursday after 18 April, falling between 19 April and 25 April, and is the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar. So I greet the Icelandic summer with one of my favourite wildflowers: Silene acaulis, the moss campion or cushion pink. The First Day of Summer is usually celebrated with festivities of all sorts, exchange of presents between good friends and lovers (preferably books), and children (often outdoor toys) and of course good food and gatherings of family and friends.
Ljósmynd tekin | Photo date: 25.06.2006