Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, horfa lengra en í næsta vegg, anda að sér sjávarlofti. Stundum þarf hreint ekki að fara langt – bara rétt út á Seltjarnarnes! Myndirnar eru annars flestar frá Melaleiti – þar léku norðurljós í lofti um síðustu helgi, við sungum fyrir seli og ernir heilsuðu upp á okkur ítrekað. Því miður var ég ekki með aðdráttarlinsu og gæði mynda því slök. En ég læt þær fljóta fyrir stemminguna. Já, og sólin, hún var þarna, þrátt fyrir gaddinn.

Friday photo: Happy Bóndadagur! Today is the first day of the month of Þorri, the fourth winter month, – a day called Bóndadagur: „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good traditional food. This day may wisely be spent indoors: after the freezing cold of the past weeks, Þorri greets us with rain and strong wind. The tar-mixed ruts and snowdrifts turn into murderously slippery ice. Then it freezes again. These days, when the city shows its foulest and darkest side (Reykjavík, I still love you), what a joy it is to get out of town, bathe in the northern-lights, breathe the sea air and watch nature’s creatures, as we did last weekend. We sang to seals and the eagles greeted us repeatedly. And the sun, the sun was there! (Sometimes you don’t have to go far – just go to Seltjarnarnes!) Most of the photos are taken by Melaleiti farm – no quality photos but good mementos.


Landselur (Phoca vitulina) við Melabakka. Neðar: Haförn (Haliaeetus albicilla).
Harbor seal (Phoca vitulina) by Melabakkar cliffs. Below: White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.-19. jan.2023

Undir himni | Follow the leader!

Föstudagsmyndin: Mildur nóvember er liðinn. Það er ekki alltaf logn og blíða þó engin séu harðindin og heldur birtusnautt þegar snjóinn vantar. Maður og hross hafa hraðan á.

Friday photo: One black and white photo from last November. My husband was leading a flock of horses from one grazing paddock to another. November has been unusually mild so the horses are still grazing without any extra fodder. Daylight is scarce without the snow, but clouds and sunrays from afar play in the sky.

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.11.2022

Jónsmessa | Happy Midsummer!

Jónsmessa: Það er æði kalt á Jónsmessu 2022. Tindar Skarðsheiðar voru gráir í morgun, hitinn 6-7 gráður og með vindkælingunni var lofthitinn varla meira en 3-4 gráður. Myndirnar hér neðar voru teknar fyrr í mánuðinum, en þá viðraði betur á björtum kvöldum. Gleðilega Jónsmessu!

Midsummer: It was a cold Midsummer Night 2022 and the grey skies not very promising at all (pic at top). The peaks of Mt Skarðsheiði were snowy in the morning and the temperatures went as low as 4°C / 39°F. With the winds blowing it felt even lower… But June has also had wonderful moments of bright sky and calm weathers. Happy Midsummer!

 

Ljósmyndir teknar| Photo dates: 08.06 | 10.06. | 24.06.2022

Höfnin | The harbour

 

Föstudagsmyndir: Það er kominn júní og sumarið kom á harðspretti. Ég ætti að velja einhverja sólríka mynd því vorið hefur verið bjart og blítt. En einmitt í dag hefur rignt. Þessar „votu“ myndir frá Reykjavíkurhöfn eru því myndir dagsins.

(Nú heiti ég því að vera duglegri að henda einhverju út á veflogginn … meira, meira. Meira síðar!)

Friday Photos: It’s already June and summer has come running. Suddenly everything is sprouting and blooming. I should choose a sunny picture because spring has been bright and mild. But today it has rained and the sunny photos just don’t fit. These “wet” photos from Reykjavik Harbor are therefore the pictures of the day.

(Now I’m going to try to post more often, more, more… More later!)

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 18.05.2022

Vor í grasagarði | Spring in the Botanic Gardens

Gleðilegt sumar! Vorið var komið í Grasagarð Reykjavíkur í Laugardag þegar ég átti þar leið um síðast. Þar gala gaukar og þar spretta laukar. Tími birtu og endalausra náttúruundra.

Happy first day of summer – in Iceland! The annual public holiday, First Day of Summer, was celebrated on April 21st this year. It is celebrated on the first Thursday after 18 April (some time between 19–25 April) every year, marking the season of summer although it is actually early in the spring. And spring is here!

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 29.03 – 18.04.2022

Vegur | Road

Dimmir dagar. Jæja, kæra dagbók… Nú loks þegar öllu minni ógn stafar af covid-heimsfaraldrinum, þá datt vænisjúkum leiðtoga Rússlands í hug að setja allt í bál og brand í Evrópu með innrás í Úkraínu og öllum þeim hryllingi sem fylgir stríði. Baráttuandi Úkraínumanna er aðdáunarverður og árásarþjóðin hefur nú þegar tapað stríðinu, hvað sem landvinningum líður. Vonandi tekst bræðraþjóðunum í sameiningu að koma raunveruleikafirrtum heimsvaldasinna (og hans líkum) frá völdum í Rússlandi og bjarga því sem bjargað verður. Vonandi er ljós við enda ófærunnar.

Náttúran er söm við sig og lætur okkur kenna á veðri og vindum, enda er öfgum í veðri spáð um alla jörð. Einmitt þegar við ættum öll að einbeita okkur að því að bjarga mannkyninu frá tortímingu af völdum hamfarahlýnunar, mengunar og ofneyslu – og nota til þess dýr og góð ráð, – þá er nú dælt dýrmætum fjármunum í hergögn og stríðsvélar. Það er eins og okkur sé ekki viðbjargandi. Samt er ekki í boði að bíða þess sem verða vill og sem betur fer er múgur og margmenni að vinna að bættum heimi – manna og náttúru, – og allir geta lagt sitt litla lóð á vogarskálarnar. Ég hnýti hér í lokin við tengil á neyðaraðstoð Rauða krossins.

Dark days. Oh, dear diary… After the long and bleak years of the covid-19 pandemic ruling the world, one considered the threat to be diminishing, and brighter times ahead. Then Russia’s paranoid leader felt it was time to start a war in Europe. The horrible invasion of Ukraine has been condemned by all with a few odd exceptions. The resistance and the spirit of the Ukrainians is admirable and the attacking nation has already lost the war, no matter what they conquer. The people of Russia must be pitied and hopefully these nations will together succeed in getting the imperialistic madman from power in Russia and are able to save what can be saved. Hopefully there is a light at the end of this rough road.

Nature is the real ruler of the world and harries us with the weather and winds, as more extreme weather is forecast all over the earth. So just when we should all focus on saving humanity from destruction by catastrophic and global climate change, pollution and overconsumption – with all our means, the precious resources and capital is now being pumped into military equipment and war machines. Are we beyond saving?

Still, it is not an option just to wait to see what will happen and fortunately, a mob and many people are working towards a better world – people and nature. Please contact the Red Cross for donations for humanitarian aid – „humanitarian needs are enormous, but together we can address them. Your donation will make a huge difference to families in need right now.“

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 22.02 – 03.03.2022

Þúfur | Snowy tussocks

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta eru kjöraðstæður til að hægja á og gefa sér tíma í góða útivist þegar veður leyfa.

Friday Photos – Winterdays: Despite short days and gloomy weather these darkest months of winter, the colors of nature, light and shadows are no less interesting than the ones on the brightest days of summer. The palette is blue but what a range! It has snowed a lot in Iceland since these photos were taken, making roads and street impassable and many travellers annoyed. These are ideal conditions to slow down and enjoy a good time outdoors when the weather allows.

 

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 06.02 – 15.02.2022

Brim | After the storm

Öldurót: Ef ekki væri fyrir manndráps vindkælingu á degi eins og þessum, mætti sitja lengi á fjörusteini og horfa á dáleiðandi krafta hafsins. Hvassviðri og stormur ganga nú yfir annan hvern dag. Él og slydda. Mörsugur er mánuðurinn. 

Rough sea: Powerful waves roll in after the storm. The wind chill turns the few minus degrees into unbearable frost and however mesmerizing the surf is, all you want to do is to get back inside the warm house. 

 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 7.1.2022

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2022

 

Áramót – 2021 kvatt: Iðulega hef ég ætlað mér að skrifa einhverskonar annál í lok árs en það hefur ekki tekist hingað til, kannski sem betur fer. Það væri kvöl að velja hápunkta ársins, afrekin ekki önnur en að sinna vinnu á ýmsum vígstöðvum – og sem ég nýt í botn – en ég myndi gleyma að nefna mann og annan, konu og kvár, ég myndi gleyma og svo muna seinna… Til upprifjunar hefði ég ekki aðra dagbók en mislanga og mis-smásmugulega minnislista sem ég skrifa: fulla ef endurtekningum og hvunndagsgjörningum. Hvað ætli annars sitji eftir í minninu? Tæplega hvað var í matinn eða hverjum ég sendi vinnuskeyti… Eru það mikilsverðir áfangar, gleðin og góðu stundirnar eða kannski ógleymanleg leiðindi? (Árið 2021 hefur nú aldeilis átt sína spretti þar). Hvað er þess virði að halda á lofti? Yfirleitt sjáum við ekki það sem máli skiptir fyrr en löngu seinna, breytingarnar sem skipta sköpum, vendipunktana sem fleyta okkur áfram inn í framtíðina. 

Sennilega eru ljósmyndirnar mínar skástu dagbækur. Þær eru þó af ýmsum toga: iðulega eru myndefnin sérvalin og sjónarhornið sömuleiðis og þannig verða myndirnar á sína vísu óáreiðanlegar heimildir og valin minning. Ég læt því vera að draga árið saman í myndum – en birti sem áramótakveðju myndir frá heimsókn á Þingvelli í lok desember. Og sjá og sjá: gull okkar og gimsteina! Þetta var altént einn af góðu dögum ársins, hvernig sem á það var litið. Gott veður, góður félagsskapur, nesti og næði, logn og blíða. Sólin reis einhverjar þrjár gráður eða svo upp á himininn og skein yfir hrímaða vellina. Það var fegurðin ein. 

Gleðilegt ár kæru lesendur, gleðilegt ár allir vinir og samstarfsfólk. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt góð og gagnleg samskipti við á árinu, góðum vinum nær og fjær, sem hefur verið ómetanlegt að hitta rafrænt sem og í raunheimum. Ég óska ykkur gæfu á árinu 2022. Hittumst heil!

 

Farewell 2021!  Happy New Year 2022 to all! Happy New Year dear friends and co-workers: I thank you for inspiration and friendship through out the year. I wish you good luck in the year 2022 and I hope we all can make good changes come true. See you soon!

 

The photos: Þingvellir, Öxarárfoss, ice crystals in a field of grass at Þingvellir National Park. 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 27.12.2021

Vetrarsólhvörf 2021 | Happy Winter Solstice!



Sólhvörf: Dagarnir hafa verið dimmir og snjólausir en furðu mildir að undanförnu. Nú tekur dag að lengja aftur og því ber að fagna með jólum!
Today, December 21st 2021 is the shortest day, longest night. A good reason to celebrate jól in the Northern hemisphere!

Ljósmynd dags. |  Photo date: 19.12.2021

Ljósin í myrkrinu | Aurora Borealis

Norðurljós: Það hefur ekki veitt af því að tendra öll ljós í dumbungnum í nóvember. En áður en ég gef mig alfarið jólaljósum á vald ætla ég að birta nokkrar myndir af himnasendingu frá því 30. október, þegar segulljósin dönsuðu allt í kring og ég var svo lánsöm að vera stödd fjarri sterkum ljósum í borginni. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland.

The Northern Lights: November has been rainy and dark so we are looking forward to light all the Christmas decorations soon. I never thought I would say this: the more the better, and sooner the better… it is so dark. But before I go gearing up for the artificial lights I’m going to post images from a spectacular night at our farm, where the Northern Lights lit up the sky all around us. Of course we will not be able to enjoy the Northern lights in the madly decorated city…
I hope you enjoy these images – if in Iceland, see Aurora forecast here.

Smellið á myndirnar til að sjá þær ögn stærri. Click on the images for a bit larger view.

Ljósmyndir teknar | Photo date:30.10.2021

Haustdagur | Autumn day

Við Hafravatn: Ég hef stundum ekki aðra ljósmyndavél meðferðis en símaapparatið og myndirnar sem úr því koma eru meira til minnis og mátulega góð heimild ef eitthvað er. Ég hef smellt nokkrum af þessum myndum inn á Instagrammið en mér hugnast reyndar betur að nota heimasíðuna – hér er ró og hér er friður – skoði þeir sem skoða vilja.

En það er sem sagt komið haust.

By the lake: Sometimes I have no camera with me on my walks, except for my old iPhone. The photos that come out of it are more for a my own reference, serving as a visual note, if anything. Still, I have put some of these photos on Instagram, although I prefer to use my website for posting images – giving my visitors and viewers a more calm platform – and so if they like to visit, they come and go without having to make any decision about likes or notes.

But, yup, autumn is definitely here!

Nokkrar í svart-hvítu. |  Few black-and-whites.

Ljósmyndir teknar | Photo date:10.10.2021

Sjórinn og sólin | Summer swim

Sumarstund: Þegar ég blaðaði gegnum ljósmyndir frá sumrinu 2021, sem nú er að ljúka með rigningu og dumbungi, sá ég að sjóbað í ágúst var einn af hápunktunum: busl í sjó og sól í fjörunni í Melaleiti. Selir hafa verið sjaldséðir síðustu ár, en þeir sem lágu þarna á skerjunum kipptu sér ekki upp við ferðir okkar. Þetta var góð stund.

A summer moment: When I ran through my photos from the summer of 2021, which is now coming to an end with rain and heavy skies, a sea bath in August was one of the highlights: a splash in the sea and sun at the shore by Melaleiti. Seals have been a rare sight in recent years, but those who were sunbathing on the skerries were not bothered by our swimming. The sea is cold in summer in Iceland but what a happy memory!

Ljósmyndir teknar | Photo date:13.08.2021

Bak við skýin | Behind the clouds

Skýjaskil: Jæja þá! Það þarf að sinna vanræktu bloggi! Eftir langa vinnutörn var gott að taka sér smávegis frí frá tölvu og teikniborði, fara í sveitina og taka þar til hendi. Skipta um rás, ná jarðtengingu, vera og gera. En það hefur sannarlega ekki verið neitt stuttbuxnaveður. Á suðvesturhorni landsins hefur sólin falið sig bak við þungbúin ský og dagar með vætu hafa verið æði margir. Til tilbreytingar lagðist svo að gosmóða og þokumistur. Ég treysti á sólríkan ágústmánuð!

Curtains of clouds: Well then! Neglected blogs need to be addressed! After a long period of intensive work on my books, illustration and design, it was good to take a little break from the computer and drawing desk, go and stay at the farm and get some work done there. Change channels, connect to the ground. But it has certainly not been a weather for sunbathing or barefooted strolls in shorts. In the south-west of Iceland the weather has been rainy, cool and calm, and the sun most days hidden behind heavy clouds. And for a change, fog and mist with volcanic gasses from Fagradalsfjall would turn up. So I am really counting on a sunny August!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.-09.07.2021

Horft inn í kvikuna | The new volcano

Gosganga: Það fylgja því mótsagnakenndar tilfinningar að ganga til móts við jarðelda eins og á Reykjanesi. Eldspúandi gígurinn er tilkomumikill: óhugnanlegur og fagur í senn. Hægt hefur verið að fylgjast með beinu streymi frá gosstöðvunum og stórkostlegar myndir hafa birst á öllum miðlum. Ekkert ætti að koma á óvart. Engu að síður er einstakt að skynja hita og lykt, upplifa hljóð og stærðir. Það er ekkert lítið við eldgos þegar mælikvarðinn er maður sjálfur.

Ég gekk sem leið lá frá Suðurstrandarvegi með mínu besta fólki á afmælisdegi dóttur 5. maí. Við fögnuðum í frábæru veðri. Göngur á gosstöðvarnar eru vinsælar og hver hefur sitt erindi: Dóttir styður húfulausan og staflausan gamlan föður, hún er áhyggjufull enda er leiðin langt frá því að vera greið. Gamli maðurinn er tárvotur undan köldum gustinum, grátt hárið úfnar. Skokkarinn blæs ekki úr nös, hann er á stuttbuxum og einföldum bol og stoppar stutt. Hann hleypur og skondrar niður hlíðarnar eins og urðin undan fótum okkar. Foreldrar múta misáhugasömum börnunum með hvíld og nesti: áfram upp á næsta hjall! Þau virðast tímabundin en kannski hafa allir vinirnir í skólanum farið þetta, svo það er ekki seinna vænna. Ekkert er verra en að vera öðruvísi en hinir. Útlendingarnir eru ekki áberandi þennan dag og þeir sem verða á vegi okkar eru flestir klæddir til fjallaferða. Stöku par er í klassísku múnderingunni: þröngum gallabuxum og misvel skóuð en dúskhúfan og mittisúlpan með gerviloðkraganum hlýtur að bjarga öllu. Stórfjölskylda af asískum uppruna virðist ekki hafa heyrt um hættur af gasi og gjóskuregni og hefur hund með í för. Björgunarsveitarfólk þrammar stígana á sinni vakt með nauðsynleg mælitæki en á hverjum degi þarf að flytja til viðvörunarskilti og bannmerki eftir því sem vindur blæs. Fæstir virðast þó taka verulegt mark á viðvörunarmerkjum. Kona stendur þétt upp við hraunjaðarinn, sönglar og ber trommu, á meðan félagi hennar myndar tiltækið. Kannski er hún að reyna að blíðka móður jörð. Móðir jörð virðist láta sér fátt um finnast og þeytir úr sér glóandi hrauni og eiturgufum handan við fellið. 

Eldgosið hefur tekið sífelldum breytingum, gosop hafa opnast og lokast, það vellur hægt eða þeytist hratt, hraunrennslið hefur aukist og hraunmyndanir eru margvíslegar. Ekkert er vitað um framvindu eða endalok. Óvissan það eina sem við eigum fyrir víst. 

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on images to enlarge

The hottest spot: I took the hike to the new volcano in Reykjanes last week. I admit I felt contradictory feelings walking towards an erupting volcano. The dark lava gushing crater is impressive: scary and beautiful at the same time. It has been possible to follow a live stream from the site from the beginning and fantastic photos have appeared on every media. Nothing should come as a surprise. Nevertheless, it is a special experience to experience the heat and the smell, the sounds and the size of it all. This eruption is considered „small“ but there is nothing small about an erupting volcano when the scale is man himself.

I hiked from Suðurstrandarvegur as recommended Icelandic Association for Search and Rescue – along with my family on my daughter’s birthday on the 5th of May. We celebrated in the wonderful weather. Hikes to the eruption site are popular and all visitors seem to have their own mission: A daughter supports her old father, she is seemingly worried as the path is far from easy. The old man has no hat or a walking cane, his eyes are full of tears from the cold wind, his gray hair is getting frizzy. A jogger sprints with out a pause, he is wearing shorts and a T-shirt in the cold. He runs and scurries down the slopes where rolling stones and rocks make us uneasy. Families are taking the stroll. Some kids are eager and happy, others must be bribed with rest and snacks: at the next ridge! Some families seem not really to have the time needed, but maybe all the friends at school have already been there and there is nothing worse than being different from the others. I don’t see many foreign tourists and most of them are dressed for serious mountaineering. But an occasional couple meet up in the classic outfit: tight jeans and city shoes, – the knitted pom-pom hat and short jacket with the faux fur collar must save the day. An Asian family does not appear to have heard of the dangers of gas pollution and the rain of tephra, and are bringing their dog along. Bad idea. Rescue workers trample the paths on their shift with the necessary measuring equipment, and every day warning and prohibition signs have to be moved as the eruption changes and as the wind blows. However, few people seem to take significant notice of warning signs. A woman stands close to the edge of the lava, singing and beating a drum, while her partner is filming the whole scene. Maybe she’s trying to calming Mother Earth. Mother Earth seems not to care and blows out glowing lava and poisonous fumes nearby.

The eruption is constantly changing, new craters have erupted and ended, the lava flow has increased in recent days and the lava field is growing fast. No one know what happens next or when it will end. Uncertainty is all we have for sure.

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on images to enlarge
Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.05.2021

 

Teikn á himni | Sundogs

Vorið í loftinu: Veðrið í dag var milt og sólríkt, eins og það gerist best á vorin, fullt af loforðum og lygilegum vorboðum. Meginpart dagsins mátti sjá þetta ljósfyrirbæri: hjásólir eða parhelia þar sem ljósdílar renna á undan og eftir sól við ákveðin skilyrði. Stundum myndast heilir baugar, rosabaugar. „Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni“  – en úlfurinn rann á eftir sólu í allan dag. Í dag bárust svo hinsvegar þau sorgartíðindi að ný covid-smit hefðu greinst á Íslandi eftir dásamlegt hlé frá pestinni. Að sama skapi tóku harðir jarðskjálftar sig aftur upp í nótt og í dag. Við bíðum átekta, vonum það besta. 

Sundogs: This phenomenon: a halo around the sun, or sun-dogs, were very clear in the sky this wonderful bright day of spring, March 7th. My eyes also wandered towards the rough mountain ridge of the Reykjanes peninsula wherefrom a swarm of earthquakes has been shaking us since February 24th. (More information on the earthquakes here). Warnings of expected volcanic eruptions in Reykjanes in the near future have been issued, although the geologic time scale is quite different from ours. The eruption could happen quite close to Reykjavík, but we wait and hope for the best.

↓ Vorið í Grasagarðinum í Laugardal. | Spring is arriving in the Botanic garden in Reykjavík.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 07.03.2021

Ís á mýrarlæk | Ice and iron

Úti í mýri: Vatnið er rautt og gruggugt í mýrarlæknum í hlákunni. Hreyfing vatnsins mynstrar ísinn og myndar loftbólur sem titra undir ísskáninni. Í febrúar er allra veðra von. 

Colors of iron and ice: The melting ice on a creek in the bog is in contrast with the red and muddy water. The constantly running water leaves pattern in the ice and bubbles trapped underneath it. February is a bit like this: half-frozen and muddy. 

Ljósmynd tekin | Photo date: 07.02.2021

Bóndadagur 2021 | The first day of Þorri

Litlir kallar: Gleðilegan bóndadag! Það er auðvitað frost á Fróni og fimbulkuldi í vindkælingunni.
Í Kjósinni æfðu menn ísklifur þegar ég átti þar leið um fyrir skemmstu. Ég horfði á þetta og hugsaði eins og barnið forðum: „En þeir mega þetta ekki – þetta eru svo litlir kallar!“ Að minnsta kosti ósköp smáir þarna utan í klakabungunum. Farið varlega, njótið þorrans.

Photo Friday: So cometh the month of Þorri, the fourth winter month. The first day is of Þorri is Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good food.
I was zooming in on some waterfalls in Kjósarskarð the other day, when I noticed these guys climbing the ice. I had no feelings of admiration for their feat, but as so very often when out in nature in wintertime I could only think of how small we all are. Take care all!

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.01.2021

Ís við strönd | Ice in the fjord

Froststillur. Stundum er eitthvað sem er sjálfsagt og hversdagslegt svo merkilegt í einfaldleika sínum. Eins og frosið vatn. Birtan sem endurkastast af ísnum. Í frostkyrrðinni um daginn var innsti hluti Hvalfjarðar lagður ís. Í fjörunni heyrðust misdjúpir tónar eins og úr öðrum heimi: gnestir og brestir þegar straumar og sjávarföll ýttu örlítið við ísnum svo í honum söng. Kaldra vetrardaga virðist nú ekki gæta lengi á suðvesturhorninu, en þess í stað fáum við fleiri daga með þíðviðri. Sjórekinn plastskór minnti á „fótspor“ okkar í náttúrunni og kannski ástæður þess hve fljótt ísinn hverfur.

Frost: Some things are so remarkable in its simplicity. Like frozen water. The reflection of light from the ice. We had few days of frost earlier in January and the inner most part of the fjord Hvalfjörður had frozen over. On the shore, deep sounds of the singing ice could be heard, like odd squeaks from another world, with the ice snapping and softly cracking when currents and tides pushed it a little. These frosty winter days do not seem to last long now, instead we get more days with rain and thaw. A red plastic shoe far out on the ice reminded us of our “footprints” in nature and perhaps the reasons why the ice disappears so quickly.

Myndir dags.| Photo date: 10.01.2021

Vetur | Winter

Vetrarveður eru oft æði grimm á Íslandi en á góðum dögum má líka njóta þess að skrafa við hross í haga og hlusta á lítinn læk sem hjalar undir ís.
Life in winter: Nature is partly hibernating and the weather is often harsh in Iceland. But calmer days can offer a quiet talk with a horse and the gentle sound of a small stream.

Myndir dags.| Photo date: 07.01.2021

Gleðilegt ár 2021! | Happy New Year!

Nýtt ár. Fyrsti dagur ársins var dálítið grár og gugginn við Skarðsheiðina, þrátt fyrir snjóinn sem lýsti upp landslagið. Á bak við Botnssúlur var þó fallega bleikur himinn sem minnti á að ekkert er alveg svarthvítt. Ég fagna nýju ári með von um bjartari framtíð okkur öllum til handa.

Goodbye 2020… and good riddance! Happy 2021 and many more! It feels as if 2020 was just in black and white: so much love and so much shit!
On the first day of the year Mt Skarðsheiði looked grey and gloomy – but then there was this soft pink color behind Botnssúlur mountains as a reminder of another color palette, another point of view. Wish you all a happier future!

Myndir dags.| Photo date: 01.01.2021

Vetrarsólhvörf 2020 | Winter solstice

Sólhvörf: Dagsbirtu naut aðeins í um fjórar klukkustundir í dag í Reykjavík. En nú fer daginn að lengja aftur, sólarhjólið snýst og vonandi eru bjartari tímar framundan. Myndin var raunar tekin 10. desember á Ægisíðu.
December 21st 2020. Today is the shortest day, longest night. We all long and wish for brighter days!

Ljósmynd dags. |  Photo date: 10.12.2020

Brimströndin | Reykjanes peninsula

Föstudagsmyndir: Ýlir heitir mánuðurinn og eftir fremur milt og bjart haust hafa dagarnir verið heldur dimmir. Þegar sólin sýnir sig verðum við að þeysa út og safna ljósi, kannski á mynd til að njóta eftir myrkur, fremur en í húfur og pottlok eins og þeir bræður á Bakka. Þeir voru auðvitað bara á undan sinni samtíð og öllum sólarrafhlöðunum. Hugmyndir eru það sem skipti máli, svo leitum við lausnanna. Brátt er hörmungarárið 2020 á enda og það verður áhugavert að lifa þá nýju tíma sem verða að koma. Hvaða hugmyndir lifa og hvert stefnir?

Í stað þess að grufla frá sér allt vit er hressandi að koma sér út í storminn – leita í sólarátt út á suðurstrendur. Reykjanesið er vissulega vindbarið og gróðursnautt en landslagið er stórbrotið og byggðirnar og vitarnir eru merki óendanlegrar þrautseigju. Nokkuð sem okkur veitir ekki af núna.

Photo Friday: Ýlir – the second month of winter. After a rather mild autumn, the winter days have been dark and gloomy. When the sun appears, low at the horizon, we have to get out and “collect the light”, perhaps in a photo to enjoy after dark. The disastrous year 2020 will soon be over and it will be interesting to live the new times that must come. Ways need to change. What ideas will live and where do we go from here?

When your mind is churning, it’s refreshing to get out in the storm – towards the sunlight on the south coast. The Reykjanes peninsula is certainly windswept and barren, but the landscape is nevertheless spectacular and the small villages and lighthouses bear the marks of remarkable perseverance. Which is what we all need now.

↑ Horft yfir Húllið, til Eldeyjar.
↓ Stafnesviti, rústir við Stokkavör, Garðskagaviti.

↓ Karlinn, Kirkjuvogsbás.

↓ Til suðurskautsins… | Next stop south of Reykjanes peninsula: The South Pole…

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 24.11.2020

Í vetrarbyrjun | Fall, early winter

Gormánuður… Afsakið hlé, þögn og bið. Þannig eru tímarnir. Engar fréttir eru kannski bara góðar fréttir, en farsóttarþreytan reynir sannarlega á þolinmæðina. Þá eru göngutúrar heilsubót. Með þessum myndum sendi ég kveðjur til vina minna í útlöndum, því svo oft hafa heimsóknir þeirra leitt til eftirminnilegra göngutúra og ferðalaga í náttúrunni. Sakna ykkar, farið varlega.

Early winter. Pause. Silence. Social distancing and restrictions of all kinds. We are waiting. No news are good news, in some sense, but times are trying. Walking and hiking helps for sure. I post these photos with best wishes to my many friends abroad. I wish you could take a stroll with me, I miss you folks! And wherever you are: take care, stay safe!

 

↓ Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on images to enlarge.

Myndir frá tímabilinu 16. október – 14. nóvember 2020. |  Oct 16 – Nov 14, 2020. Búrfell í Reykjanesfólkvangi, Geldinganes, Vatnsmýri, Nauthólsvík, Fossvogskirkjugarður, Grasagarðurinn í Laugardal, Heiðmörk.

Hvers virði er hamingjan? | Let it out?

Skoðun: Nú kallað eftir hagrænu uppgjöri vegna covid-19 farsóttarinnar og áhrifum mismikilla sóttvarna. „Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ er haft eftir Kára Stefánssyni. Þá er eins gott að fólk láti í sér heyra. Hvað viljum við? Getum við komið því til skila til fulltrúa okkar? Ég vil taka undir með þeim sem styðja auknar sóttvarnir. Við höfum misst fólk úr covid-19 og alltof margir kljást við langvarandi eftirköst veikinnar. Það eru beinu áhrifin. Þau eru óbætanleg. Svo er allt hitt. Heimurinn er ekki laus við veiruna og við erum ekki stikkfrí. En getum við skoðað hvers virði það er að ná nýgengi smita í landinu niður í algjört lágmark á ný?

Eftir kostnaðarsamt og viðamikið átak í vor tókst að ná innanlandssmiti niður í ekki neitt. Við gátum andað léttar, grímulaust. Fæstir höfðu hug á því að hendast til útlanda, enda nóg í boði heima fyrir. Við gátum aftur hitt vini, jafnvel faðmast. Hleypt gamla fólkinu okkar út úr sjálfskipaðri sóttkví. Ferðast um landið. Sótt samkomur og listviðburði með varúð. En: það varð að „opna landið“. Sem var reyndar opið fyrir, þó flugferðir væru strjálar. Ferðamenn höfðu hinsvegar ekki áhuga á að eyða fríinu í tveggja vikna sóttkví og ferðaþjónusta og flug var í uppnámi. Eins og allsstaðar í heiminum. Pressan var mikil frá þessum aðilum þó það væri reynt að gera opnun landsins að óumflýjanlegri allsherjar nauðsyn. Það var vitað fyrir að landamæraskimun næði aldrei öllum smituðum. Já, og svo voru blessuð börnin ekki skimuð. Um leið og við nutum frelsis á ný buðum við smitinu aftur heim. Það gerðu bæði Íslendingar og erlendir gestir okkar. Við erum komin aftur í sama far og í vor, sumpart verra því fæstir voru búnir að jafna sig eftir fyrstu dýfuna. Skólakerfið er í uppnámi, listviðburðum er frestað eða þeim aflýst, íþróttalíf er í biðstöðu, heilbrigðiskerfið komið í vörn og öll okkar umgengni við hvert annað litað af bölvun sóttarinnar.

Það kann að virka sem eigingjörn meinbægni að vilja hefta ferðlög og farmennsku. En stundum er vatnið líka sótt yfir lækinn og eins og bent er á: nú er að vega og meta kosti og galla. Langar mig að faðma ferðamann? Nei, mig langar að faðma vini mína. Bíð ég þess spennt að hitta útlendinga í lauginni? Nei, mig langar að sjá gamla fólkið mitt stunda sína heilsurækt í sundinu áfram, ná aftur þrótti eftir bakslagið fyrr á árinu. Er ég á leið til útlanda? Nei, mig langar að ferðast um Ísland án þess að þurfa að forðast fjölmenna staði (eða verða fyrir öskrum úr hátölurum!). Við vorum rétt að byrja að kynnast landinu okkar á ný eftir yfirtöku ferðamanna síðastliðin ár.

Við gerðum tilraun. Hún fór svona. Streymi fólks til og frá landinu ætti ekki að vera í boði nema með ströngum skilyrðum í smitvörnum. Ferðaþjónustan, sem var ef til vill í of hröðum vexti, verður að laga sig að nýjum tímum – eins og annars staðar í heiminum. Atvinnuleysi er hörmulegt, en rétt eins og við vissum ekki að ferðaþjónustan yrði atvinnuvegur svo margra, þá vitum við ekki hvaða tækifæri bíða í jafnvel allra nánustu framtíð. Við eigum að njóta þess að við búum á eyju og að fámenninu og landrýminu fylgir magnað frelsi. Það þarf enginn að óttast lokun landsins til eilífarnóns, fyrir utan þá staðreynd að tæknin hefur gert jarðarkúluna að landamæralausu samskiptasvæði.

Staðreynd: við höfum val um mikið/talsvert smit eða lítið/ekkert smit. Fárið stjórnast af harðari / slakari sóttvörnum. Smitstaðan hefur áhrif á daglegt líf okkar. Við verðum að láta í ljós hvaða lífi við viljum lifa: við viljum mennta börnin okkar, njóta eðlilegra samvista, stunda íþróttir, sækja leikhús og tónleika, stunda verslun og viðskipti; þora að nálgast náungann, þekkja takmörkin og virða þau – gleðjast saman og eiga samskipti án ótta og kvíða. Hamingjuna nærum við með þessum einföldu þáttum í lífi okkar. Hvers virði er hún?



Myndirnar: Myndin hér efst er úr Vatnsdalnum. Myndirnar fyrir neðan eru frá Kálfshamarsvík. Þar rakst ég á þessar ömurlegu menjar fáránlegust auglýsingaherferðar sem gerð hefur verið síðan einnar-nætur-gaman í Reykjavík var auglýst. Í Kálfshamarsvík er fögur náttúra og áhugaverð staðarsaga, kyrrð, fuglalíf, himinn og haf – og skærgulur öskurhátalari. Ólýsanlega heimskulegt. Gerum eitthvað betra.

The photos: (Sorry, no translation for my main blog post this time). The photos are from NW-Iceland, Vatnsdalur (above) and beautiful Kálfshamarsvík (below) – a victim of one of the worst advertising campaigns for tourism in Iceland, ever! I will not link to the campaign here, but the idea was that people could record their screaming and shouting to be broadcasted in remote, peaceful places in Iceland. Bad idea. Very bad. Luckily I was not screamed at – so I could enjoy the sound of the sea and the many birds living close to the old lighthouse.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.07.2020

Ganga | Hike

Föstudagsmyndir! Ég hef ekki haft tíma eða orku til að sinna heimasíðunni og blogginu, svo vinnufréttir bíða betri tíma. Þegar tíðindin eru misjöfn og þegar óróinn í veröldinni ætlar allt í sundur að slíta, þá er gott að hverfa út í náttúruna jafnvel þó í stutta stund sé. Ég tala ekki um þegar sólin skín og fegurðin í því einfalda og smáa eyðir öllum áhyggjum. Ég var í góðum félagsskap í grennd við Valahnúka, Helgafell, Kaldársel.

Photo FridayI have been too busy to update my webpage or blog so work news will just have to wait. But I wanted to post a few photos as my own memos. Times are extremely unrestful and the world is shaken. A walk in nature is a cure for a worried mind and a body tired of working at the desk. And when you are in the most perfect company and the sun is shining with all the small miracles of nature smiling at you, all is good! Where ever you are: take care, stay safe.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.07.2020

Vor | Spring 2020

Föstudagsmyndir! Það vorar hægt en örugglega – og hvergi vorar fyrr en við ströndina. Þangað sækja farfuglarnir æti eftir langt flug, flugan kviknar í gömlu þangi, marflær lifna undir steinum. Fjaran er mér óendanlegur innblástur og það sem fjallagarpar myndu kalla stefnulaust ráp og heldur aumt rölt er mér andleg næring og uppspretta yndis. Við ströndina endurnýjast allt með flóði og fjöru tvisvar á sólarhring, þar finnst best að enginn dagur er eins. Þar má finna undursamlega örheima, en um leið tengingu við veröldina víða: við heimshöf og himingeim.

Þegar lundin þín er hrelld,
þessum hlýddu orðum:
gakktu við sjó og sittu við eld,
svo kvað völvan forðum.¹

Photo FridaySlowly but surely spring is here – and nowhere earlier than at the seashore. The migratory birds rest there and feed after a long flight, the flies wake up from the drift seaweed, and amphipods start crawling from under rocks. The sea and the beach are an endless inspiration to me, and what heroic wanderers of the mountains would call aimless saunter and a trivial stroll, is for me a mental nourishment and source of joy. At the beach everything is renewed with the tides twice a day – no day is like the another. It’s easy to get immersed in the many curious micro-worlds, but at the same time get overwhelmed by the big ocean and the sky connecting everything in the world.


Grátt er ekki bara grátt: litir og mynstur í fjörunni. | Grey, but not just grey: colors and patterns at the beach:

 


Vorverk. Ágangur sjávar og landbrot við Melabakka hefur aukist ár frá ári og er nú 50-100 cm á ári. Í Melaleiti er því þörf á að endurnýja girðingar við ströndina reglubundið.
Spring chores: mending fences at the farm. The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up and is approx 50-100 cm / 20-40 inches pr year. At the family farm Melaleiti fences by the shore need renewal every few years.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.04.2020  ¹ Höfundur vísunnar er óþekktur.

Við Ægisíðu | Social distancing at the seashore

Föstudagsmyndir: Þrátt fyrir sjálfskipuð sóttkví og takmarkanir á samkomum þá freista göngutúrar, hjólreiðar og hlaup við Ægisíðu. Fólk reynir að forðast nálægð við ókunnuga, en ferskt sjávarloft og birtan í suðri hefur sitt aðdráttarafl og lækningamátt. Við Ægisíðu stendur höggmyndin Björgun úr sjávarháska, eftir Ásmund Sveinsson. Sendum þakkir til þeirra sem vinna ómetanleg björgunarstörf þessa dagana. Farið varlega.

Photo Friday: A moment at Ægisíða, Reykjavík, where social distancing is taken to a test. Despite self-imposed quarantine and ban on gatherings, the daily hiking, cycling and running at Ægisíða-seashore are tempting. People try to avoid being close to strangers, but the fresh sea air and the sunlight in the south have their appeal and healing power.
The sculpture on the right is Rescue by Ásmundur Sveinsson. My deepest thanks to all of those rescuing lives in these times. Take care all.

Ljósmyndi tekin | Photo date: 07.04.2020

Sumri hallar | Late summer, early fall

Vatnshorn, Skorradalur

Föstudagsmyndir: Eftir sólríkt og þurrt sumar sölna grös snemma og það er eins og haustinu liggi á. Snæfellsnesið var vindblásið í gær og í Skorradal fyrir rúmri viku voru haustlitir komnir á blöð og lyng. Bæjarlækurinn við Vatnshorn var nær þurr, en krækiberin safarík.

Photo Friday: After a dry and warm summer it feels as if autumn arrives early. The photos are from two trips, one I made yesterday to Snæfellsnes peninsula (photos below), the other to Skorradalur valley (photos above) the week before. In Skorradalur the grass had turned yellow and autumn colors were showing everywhere. The creek at the old farm Vatnshorn was almost dry, but the crowberries were sweet. The glacier Snæfellsjökull was hiding in the clouds, the wind was blowing the waterfalls upwards and the sea was rough. All pretty normal.

Svöðufoss, Snæfellsnes

Kirkjufell, Snæfellsnes

Ljósmyndir teknar | Photo date: Skorradalur 21.08.2019, Snæfellsnes 29.08.2019

Dansað á veggjum | Dancing on walls

BANDALOOP2015-1-AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirDanshópurinn BANDALOOP framdi opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík 2015. Í kalsaveðri svifu dansarar fram og aftur og upp og niður veggi gömlu Morgunblaðshallarinnar í Aðalstræti.

♦ Photo FridayReykjavík Arts Festival 2015 started last week. The opening performance was a “perspective-bending“ dance act by BANDALOOP, who despite the cold swayed and swung most elegantly up and down the walls of Aðalstræti 6.

BANDALOOP2015-3-AslaugJ

BANDALOOP2015-5-AslaugJ

BANDALOOP2015-4-AslaugJ

BANDALOOP2015-2-AslaugJ