Dagur íslenskrar náttúru 2024 | Icelandic Nature Day 2024

Náttúran: Íslensk náttúra er margslungin og fjölbreytt. Við alla nánari skoðun er hún auðugri og aðdáunarverðari en flesta grunar við fyrstu sýn. Á hrjóstrugu og eyðilegu holti má finna fleiri blómtegundir, grös, mosa og skófir en á grænni grundum. Á opnum svæðum eins og heiðum og holtum verpa fjölmargar fuglategundir í merkilegu samlífi. Þarna þykir mörgum kjörið að sá lúpínu, grænþvo samvisku sína með skógrækt, reisa vindmyllugarða eða stunda viðlíka gróðabrall með vind, vatn og jarðefni. Allsstaðar er sótt að náttúrunni með byggingum, virkjunum, námugreftri og stóriðjubúskap á láði og legi og andvaraleysið með ólíkindum. Náttúruvernd er ekki gæluverkefni náttúruunnenda heldur forsenda lífs á jörðunni. Til hamingju með daginn.

Nature: Icelandic nature is complex and diverse. On closer inspection, it is richer and more admirable than most people suspect at first glance. On barren and desolate ground you can find more types of plants, flowers, grasses and mosses than on greener grounds. In open areas such as heaths and hollows, numerous bird species nest in a remarkable symbiosis. There, many people find it ideal to sow lupine, sell grounds for planting trees for greenwash, build wind turbine farms or engage in similar profiteering with water and mining. Everywhere, nature is under attack for buildings, power plants, mining and large-scale industrial agriculture and fish farming, and the lack of awareness is unbelievable. Nature conservation is not a hobby for nature lovers, but a prerequisite for life on earth. Happy Icelandic Nature Day – every day.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.08.2024

Sumarnætur | Summer nights

Föstudagsmyndir: Grösin eru ómótstæðilega safarík í júnílok og biðukollurnar bíða næstu vindkviðu. En það er logn og tíminn stendur í stað eitt andartak 29. júní kl. 23:23. Lognið á undan storminum.

Friday photo: The grass has become irresistibly juicy at the end of June and the blowballs are waiting for the next breath of wind. But it is calm and time stands still for a moment on June 29 at 11:23 p.m.


Sólin: Klukkan hálf sex að morgni, þegar bjartast er og best, hefur sólin risið við Hafnarfjall og krýnir Blákoll / Ölver 8. júlí 2024 kl 5:25.

The sun: At half past six in the morning, when it is brightest and best, the sun has risen above the mountains and crowns Mt Blákollur / Ölver on July 8, 2024 at 5:25 am.


Blómin: Uppáhaldsjurtirnar blómstra! Bláliljan sem fegrar við fjöruborðið, ilmbestu jurtir Íslands fylla vitin af svimandi góðum angan: blóðberg, gulmaðra og hvítsmári. Í vendinum (neðst) er m.a. kúmenblóm, blóðkollur, mjaðurt og blágresi, – það síðastnefnda uppáhaldsblóm mömmu sem hefði orðið 88 ára í dag, 12. júlí. Hugsa til hennar á þessum degi og sakna oft.

The flowers: All my favorite plants are blooming! The oyster leaf (Mertensia maritima) that beautifies the shore; and Iceland’s most fragrant herbs fill the air with a dizzyingly good aroma: wild thyme (Thymus praecox), lady’s bedstraw (Galium verum) and white clover (Trifolium repens).
And last, a bouquet of wild flowers (bottom photo), like caraway (Carum carvi), great burnet (Sanguisorba officinalis), meadowsweet (Filipendula ulmaria) and woodland geranium (Geranium sylvaticum). The last one my mother’s favorite flower. She would have turned 88 today, July 12th, I miss her.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 29.06.2024 + 08.07.2024

Sumar | Summer

AslaugJonsdottir

♦ FöstudagsmyndirÞað var kominn tími á sjálfsmynd! Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að leggja eitthvað spaklegt út frá myndinni: Er ég þá ekki nema skugginn af sjálfri mér? Varla. En ég hef reyndar þurft að styðja mig við veggi annað slagið. Ég hef líka verið önnum kafin við margvísleg bústörf og um það votta næstu tvær myndir fyrir neðan.

♦ Photo FridayI have been too busy to post anything for couple of weeks, but this summer has sure been interesting so far. Since I am spending most of my time at the farm, the tasks are endless, big and small, hence the two next photos. But with nature so close at hand I can always take few minutes to gather colors, shapes and texture with my photo lens. Scroll down for more!

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 05.07-22.07.2016

Verk að vinna. Vélar og vinnuhanskar.
Labor. Machinery and gloves.

Verktaka©AslaugJ

AllrahandaSnura210716©AslaugJ

Dögg. Í dag, 22. júlí, hefur lognið verið algert og rigningarúðinn situr í daggarperlum á hverju strái.
Dew. Today the calm weather and the fine rain leaves every straw with drops of dew.

Dögg1©AslaugJ

Dögg2©AslaugJ

Dögg3©AslaugJ

Dögg4©AslaugJ

Dögg5©AslaugJ

Smávinir fagrir. Gróðurinn á sólardegi 12. júlí: grasvíðir, mosasteinbrjótur og blóðberg.
Small and beautiful. Below: Salix herbacea, Saxifraga hypnoides, Thymus praecox arcticus.

Grasvíðir-120716©AslaugJ

Mosasteinbrjótur-050716©AslaugJ

Blóðberg-120716©AslaugJ

Fjöll og fjarski. Enginn morgunn, ekkert kvöld er eins…  og litbrigðin óteljandi: Borgarfjörður, Belgsholtsvík, Snæfellsnes, Skarðsheiði, Hafnarfjall, Ölver í júlí 2016.
Colors of the sky. Below: The sky and the mountains surrounding the farm are ever-changing with the light and the weather. The fjord and the bay: Borgarfjörður, Belgsholtsvík; Snæfellsnes peninsula; Mt. Skarðsheiði, Hafnarfjall, Ölver.

Belgsholtsvík-210716

Borgarfjörður-170716

Borgarfjörður-190716

Skarðsheiði-110716