Af stað inn í nýja árið! | A walk into the new year

Áramót: Ég hef notið þess að eiga nokkra góða daga í sveitinni í kringum áramótin. Eftir veisluhöld og mannfagnaði er fátt betra en að rölta út í bláinn og horfa á fjöllin og skýin, sjólagið og stöku fugla í vetrarlandslaginu. Nú hækkar sól á lofti!
⬆︎ 2023: Snæfellsjökull sveif í hillingum og hrafninn hafði sitt að segja á síðasta degi ársins.
⬇︎2024: En nýja árið lofaði góðu: Ölver var klæddur í bleikar slæður og teiknin í fjörunni voru margvísleg.

The turn of the year: I have been enjoying a few days at the farm around the new year. One of the best ways to recover after the Christmas feasts is to stroll out in to the cold blue and watch the sky and the mountains, as well as the sea and the few birds that stay for winter. And the sun is returning back, minute by minute!
⬆︎ 2023: Snæfell Glacier (Snæfellsjökull) flew above the sea in superior mirage, but the raven had the last word on the last day of the year.
⬇︎2024: The new year is promising: Mt. Ölver (the Pyramid of Iceland) was dressed in pink veils and the signs I found at the beach were delightfully mysterious.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 30.12.2023 + 31.12.2023 + 02.01.2024

Fyrstu dagar vetrar | First days of winter

Hrím og norðurljós. Eins og heimurinn veltist um þessar mundir þá eru veðurfréttir bestu fréttirnar: heiður himinn, glampandi sól og logn! Hemaðir pollar og hrím í skugga. Ekki annað hægt en að fagna himni og jörð. Gormánuður hófst með fyrsta vetrardegi laugardaginn 28. október, fullu tungli og norðurljósum. Svo var stórstreymt í gær, 30. október með ómótstæðilegri fjöru. Dásemdardagar!

Frost and northern lights. The way the world is turning at the moment, the weather report brings the best news: clear skies, bright sun and calm weather! Frozen puddles and rime in the shade. Impossible not to praise heaven and earth. The Month of Gor(Slaughter Month) – began with the First Day of Winter on Saturday, October 28, bringing a full moon and the northern lights. Yesterday, October 30, it was spring tide, making a beach walk irresistible at low tide. Truly days of wonder!

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 24.-30.10.2023

Jónsmessa | Happy Midsummer!

Jónsmessa: Það er æði kalt á Jónsmessu 2022. Tindar Skarðsheiðar voru gráir í morgun, hitinn 6-7 gráður og með vindkælingunni var lofthitinn varla meira en 3-4 gráður. Myndirnar hér neðar voru teknar fyrr í mánuðinum, en þá viðraði betur á björtum kvöldum. Gleðilega Jónsmessu!

Midsummer: It was a cold Midsummer Night 2022 and the grey skies not very promising at all (pic at top). The peaks of Mt Skarðsheiði were snowy in the morning and the temperatures went as low as 4°C / 39°F. With the winds blowing it felt even lower… But June has also had wonderful moments of bright sky and calm weathers. Happy Midsummer!

 

Ljósmyndir teknar| Photo dates: 08.06 | 10.06. | 24.06.2022

Brim | After the storm

Öldurót: Ef ekki væri fyrir manndráps vindkælingu á degi eins og þessum, mætti sitja lengi á fjörusteini og horfa á dáleiðandi krafta hafsins. Hvassviðri og stormur ganga nú yfir annan hvern dag. Él og slydda. Mörsugur er mánuðurinn. 

Rough sea: Powerful waves roll in after the storm. The wind chill turns the few minus degrees into unbearable frost and however mesmerizing the surf is, all you want to do is to get back inside the warm house. 

 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 7.1.2022

Sumar | Summer

AslaugJonsdottir

♦ FöstudagsmyndirÞað var kominn tími á sjálfsmynd! Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að leggja eitthvað spaklegt út frá myndinni: Er ég þá ekki nema skugginn af sjálfri mér? Varla. En ég hef reyndar þurft að styðja mig við veggi annað slagið. Ég hef líka verið önnum kafin við margvísleg bústörf og um það votta næstu tvær myndir fyrir neðan.

♦ Photo FridayI have been too busy to post anything for couple of weeks, but this summer has sure been interesting so far. Since I am spending most of my time at the farm, the tasks are endless, big and small, hence the two next photos. But with nature so close at hand I can always take few minutes to gather colors, shapes and texture with my photo lens. Scroll down for more!

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 05.07-22.07.2016

Verk að vinna. Vélar og vinnuhanskar.
Labor. Machinery and gloves.

Verktaka©AslaugJ

AllrahandaSnura210716©AslaugJ

Dögg. Í dag, 22. júlí, hefur lognið verið algert og rigningarúðinn situr í daggarperlum á hverju strái.
Dew. Today the calm weather and the fine rain leaves every straw with drops of dew.

Dögg1©AslaugJ

Dögg2©AslaugJ

Dögg3©AslaugJ

Dögg4©AslaugJ

Dögg5©AslaugJ

Smávinir fagrir. Gróðurinn á sólardegi 12. júlí: grasvíðir, mosasteinbrjótur og blóðberg.
Small and beautiful. Below: Salix herbacea, Saxifraga hypnoides, Thymus praecox arcticus.

Grasvíðir-120716©AslaugJ

Mosasteinbrjótur-050716©AslaugJ

Blóðberg-120716©AslaugJ

Fjöll og fjarski. Enginn morgunn, ekkert kvöld er eins…  og litbrigðin óteljandi: Borgarfjörður, Belgsholtsvík, Snæfellsnes, Skarðsheiði, Hafnarfjall, Ölver í júlí 2016.
Colors of the sky. Below: The sky and the mountains surrounding the farm are ever-changing with the light and the weather. The fjord and the bay: Borgarfjörður, Belgsholtsvík; Snæfellsnes peninsula; Mt. Skarðsheiði, Hafnarfjall, Ölver.

Belgsholtsvík-210716

Borgarfjörður-170716

Borgarfjörður-190716

Skarðsheiði-110716