Ljóð á þýsku | Poetry – translations in German

Ljóð: Þýska vefritið Signaturen er fjölbreytt netgátt sem helguð er ljóðlistinni. Ritið hóf göngu sína 2013 en þar birtast ritdómar og ritgerðir, pistlar, ljóð vikunnar, ljóðaþýðingar og upplýsingar um viðburði á sviði þýskra samtímabókmennta. Þar birtust á dögunum þrjú ljóð úr bókinni til minnis:, í þýðingu Jóns Thors Gíslasonar og Wolfgang Schiffer, en þeir eru ötulir þýðendur íslenskra bókmennta og þekktir fyrir störf sín í þágu íslenskrar menningar. Ljóðin sem voru þýdd eru titilljóðið til minnis: og undur og vefur.

Þýsku þýðingarnar má finna hér í Signaturen: Áslaug Jónsdóttir Zur Erinnerung und zwei weitere Gedichte.

Poetry: The magazine Signaturen is an internet portal that publishes reviews, essays and columns, as well as a poem of the week, new translations and information on diverse events in the field of contemporary German literature. The webzine recently published three poems from my book til minnis:, translated by Jón Thor Gíslason and Wolfgang Schiffer, who are active translators of Icelandic literature and known for their work in the interest of Icelandic culture. The poems that were translated are the title poem, to do: and wonder and web.

Follow the link to the German translations in Signaturen: Áslaug Jónsdóttir Zur Erinnerung und zwei weitere Gedichte.


til minnis: 
í vefverslunum | in online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun 
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun.
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store
Bókatíðindi

Maður og stígur | Man and Path


Ljóð: Sólin sem sefur er fjórða bókin í ritröðinni „Nordens Allerbedste Pensumløse Poesi“ (NAPP), sem þýða mætti: „Bestu ljóð Norðurlanda utan skuldunámskrár“. Í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi hafa ritstjórnir ungra ljóðavina lesið allar ljóðabækur sem hafa komið út á tilteknu almanaksári og valið þau ljóð sem þeim þóttu best og snertu þau dýpst. Þetta hefur skilað sér í árlegu safnriti með ljóðum frá öllum Norðurlöndunum. Ljóðin eru birt á frummálinu, ásamt enskri þýðingu. Ljóðasöfn NAPP eru gefin út í nánu samstarfi við Poesiens Hus í Danmörku, en Sólin sem sefur  kom út í apríl 2024. Nánar má lesa um verkefnið hér á síðunni Ordskælv.dk

Ungmennin völdu m.a. ljóðið „maður og stígur“, úr ljóðabókinni „til minnis:“ Enska þýðingu gerði Larissa Kyzer. Ljóð og þýðingu má lesa hér neðar. 

Poetry: The Sun Sleeping is the fourth book in the series Nordens Allerbedste Pensumløse Poesi – NAPP.  In Denmark, Sweden, Norway and Iceland, boards of young editors have read all the collections of poetry that have been published in a given year and have chosen their favorite poems, chosen for an annual collection of poems from all the Nordic countries. The poems are published in their original language, with English translations. The NAPP collection of poetry is published in close collaboration with Poesiens Hus in Denmark, and the book The Sun Sleeping was published in April 2024. For more information see Ordskælv.dk

The Icelandic board chose the poem “man and path” from my book „til minnis:“. English translation by Larissa Kyzer. 


Áslaug Jónsdóttir

maður og stígur

þegar morgnar
eftir snjókomu í borginni
mokar hann tröppur og stíg
æfðum handtökum
fyrstur allra

vetur eftir vetur
er stígurinn
sópaður og greiður
svo hún
þurfi aldrei að vaða snjó
á sinni leið

skóflan er enn létt
í styrkri hendi
en bakið bognar æ meir
álútur mokar hann tröppur og stíg
sem hún
gengur ekki lengur óstudd

þegar morgnar
eftir snjókomu í borginni
löngu eftir komu sjúkrabílsins
löngu eftir langdregna hringingu
kirkjuklukkunnar
mokar hann tröppur og stíg
fyrstur allra
eins og hann eigi von
á heimkomu

– – –

man and path

by Áslaug Jónsdóttir
translated by Larissa Kyzer

when day breaks
after a snow in the city
he shovels the steps and path
with practiced motions
before anyone else

winter after winter
he keeps the path
swept and cleared
so she will never
have to wade
through the snow

the shovel is still light
in his strong hands
though his back is more bowed
stooped, he shovels the steps and path
that she can no longer
walk on her own

when day breaks
after a snow in the city
long after the ambulance arrives
long after the lengthy tolling
of the church bells
he shovels the steps and path
before anyone else
as if he is expecting her
to come home


Ljóðskáldin sem eiga ljóð í sýnisbókinni frá 2023  |  Poets represented in the anthology 2023: 
Danmörk | Denmark: Nicolaj Stochholm, Victor Lange, Luka Holmegaard, Liv Ea, Caspar Eric, Signe Gjessing, Duncan Wiese, Anna RIeder & Birgit Bundesen, Nath Krause, Cæcilie Højberg Poulsen, Maja Mittag, Bobbi-Johanne Østervang. Svíþjóð | Sweden: Lena Sjöberg, Sara Nyman, Rebecca Sand, Eva-Stina Byggmästar, Hanna Granlund, Linnea Swedenmark, Emilia Aalto, Elis Monteverde Burrau, Channa Riedel. Noregur | Norway: Rune Christiansen, Sondre H. Bjørgum, Helge Torvund, Unnveig Aas, M. Seppola Simonsen, Øyvind Rimbereid, Mona Høvring, Nora Aschim, Kirsti Blom. Ísland | Iceland: Hanna Óladóttir,Magnea J. Matthíasdóttir, Fríða Þorkelsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Helen Cova, Sigurbjörg Þrastardóttir, Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Símon Jón Jóhannsson, Áslaug Jónsdóttir, Harpa Rún Kristjánsdóttir, Finnur Torfi Hjörleifsson, Karl Ólafur Hallbjörnsson, Gyrðir Elíasson, Sigríður Hagalín, Matthías Johannessen, Brynja Hjálmsdóttir.


til minnis:  í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun. 
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.

Umfjöllun – til minnis: | Book review

Bókadómur: Ég rakst nýverið á umfjöllun um „til minnis:“ á þeim ágæta bókmenntavef: Skáld.is, en þar skrifa konur um konur sem skrifa. Ritdómurinn hafði farið fram hjá mér þegar hann birtist síðasta haust. Magnea Þuríður Ingvarsdóttir skrifar grein sem ber titilinn: Er náttúran mín eða þín? Hún heldur í ferðalag inn í ljóðin og segist þar finna: „Endalaust fagrar hendingar og litlar myndir af náttúrunni“. Umfjöllunina má finna hér á skald.is.

Book Review: I recently came across a review of my book of poetry: til minnison the excellent literature website: Skáld.is, where women write about women who write. I had missed the review when it was published last fall. Magnea Þuríður Ingvarsdóttir writes an article entitled: Is the nature mine or yours? She describes how the reader goes on a journey into the poetry and says she finds there: “Endless beautiful lines and images of nature”. The review can be found here at skald.is.

til minnis:  í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi – ON SALE!
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun – ON SALE!
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.

Bókadómur – til minnis: | Book review

BókadómurÍ byrjun júnímánaðar birtist í Morgunblaðinu prýðilegasti bókadómur eftir Einar Fal Ingólfsson um ljóðabókina til minnis:. Í fjölmiðlaeklunni er gleðiefni að fá góða umfjöllun og jákvæða umsögn! 

Book Review: At the beginning of June, the Morgunblaðið newspaper published a splendid book review about my book of poetry: til minnis: (The title could be translated as memo:”or to do:”or perhaps “don’t forget:”).The review was written by Einar Falur Ingólfsson, an acclaimed photographer and artist, and who did not seem to mind that I had slipped some black-and-white photos into the book. Einar Falur says: “One of the main characteristics of the poems is the purposeful use of imagery and not least personification, which often works out beautifully and purposefully.”

til minnis: í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi.
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun.
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.

Orð um bók | On the radio

Orð um bækurÍ vikulegum bókmenntaþætti er útvarpskonan Jórunn Sigurðardóttir óþreytandi í að kynna margvíslegar bókmennir, með viðtölum við höfunda, upplestri og umfjöllun. Í síðasta þætti, sunnudag 30. apríl, fjallaði Jórunn meðal annars um ljóðbókina til minnis: og fékk mig til að lesa nokkur ljóð. Þættir Jórunnar, Orð um bækur, eru á RÚV, Rás 1 og þá má nálgast hér. Þá er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum.

Uppfært 6. maí: grein á heimasíðu RÚV, Lífið er alls staðar í kring, byggt á viðtalinu í þætti Jórunnar.

Í dag, fyrsta maí, er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins og ég óska öllum heilla í baráttunni.

Words on books: In her weekly literary program, radio host Jórunn Sigurðardóttir is tireless in introducing and casting light on a variety of literature, with interviews, readings and reviews. Last episode, Sunday, April 30, included a piece on my new poetry book, til minnis:, and I read a few poems. The radio program “Orð um bækur” (Words on Books), is on the Icelandic Public Radio, RÚV, Channel 1 and can be accessed here. The radio program can also be found on all main podcast apps.

Update May 6: An article on RÚV website, Lífið er alls staðar í kring, based on the interview in the radio program.

Today, the first of May, is the International Labor Day and I wish every worker success in their fight for better life.

til minnis: í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi.
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun.
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.