Skrímslin í Hróarskeldu | Little Monster and Big Monster in Roskilde Library

Skrímslin bjóða heim – í Danmörku: Danska farandútgáfan af upplifunarsýningunni „Skrímslin bjóða heim“ er nú í Roskilde. Það er auðvitað gleðilegt að geta sagt frá því að enn sé óhætt að bjóða börnum að koma í heimsókn á bókasafn, þó farsótt herji á heiminn. Auðvitað eru sóttvarnir og brúsi af handspritti nú partur af prógramminu. Sýningin heitir á dönsku Store Monster Lille Monster“ og er hluti af sýningarröðinni Fang fortællingen. Sýningin stendur til 15. nóvember 2020 í aðalbókasafni Roskilde.

Útgefandi bókaflokksins í Danmörku er Forlaget Torgard en alls hafa sex bækur komið út á dönsku.

A Visit to the Monsters – in Denmark: A small version of the exhibition A Visit to the Monsters, that was handed over to the Libraries of Gentofte, is now in Roskilde city. I am so happy to see that libraries are still trying to keep up the good work and invite young readers to come for a visit despite the difficulties with the pandemic. Of course the standard hand sanitizer is now a part of the exhibition. 

The exhibition, called Store Monster Lille Monster (‘Big Monster Little Monster’), is a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster will be at the main library of Roskilde City until 15 November, 2020.

The book series about the two monsters is published in Denmark by Forlaget Torgard

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about the authors and the collaboration of the authors here.

Ljósmynd efst | Photo at top: © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne
Sjáskot / screenshot: https://www.roskildebib.dk

Skrímslin í Álaborg | Little Monster and Big Monster in Aalborg Library

Skrímslin bjóða heim – í Danmörku: Danska farandútgáfan af upplifunarsýningunni „Skrímslin bjóða heim“ er nú komin til Álaborgar, sem er fimmti sýningarstaðurinn í Danmörku. Sýningin heitir Store Monster Lille Monster“ og er hluti af sýningarröðinni Fang fortællingen. Sýningin opnar á mánudag, 3. febrúar, og stendur til 28. mars 2020 í aðalbókasafni Álaborgar.

Útgefandi bókaflokksins í Danmörku er Forlaget Torgard en von er á fleiri nýjum dönskum þýðingum. 

A Visit to the Monsters – traveling around Denmark: A small version of the exhibition A Visit to the Monsters, that was handed over to the Libraries of Gentofte, a municipality close to Copenhagen, has now traveled to Aalborg city. The exhibition, called Store Monster Lille Monster (‘Big Monster Little Monster’), is a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster will be at the main library of Aalborg City from February 3 to March 28, 2020. The Aalborg City Library is the fifth exhibitor to set up the monster-exhibition.

The book series about the two monsters is published in Denmark by Forlaget Torgard. More new translations are expected to be published in Denmark soon. 

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about the authors and the collaboration of the authors here.

Ljósmyndir | Photos: © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne

Skrímslin í Danmörku | Little Monster and Big Monster in Denmark

Skrímslin bjóða heim – í Danmörku: Hluti sýningarinnar Skrímslin bjóða heim hefur verið settur upp aðalbókasafni Gentofte, Gentofte Hovedbibliotek, undir heitinu Store Monster Lille Monster, og eru þessar myndir þaðan. Sýningin var löguð að verkefninu Fang fortællingen, – sýningaröð 10 mismunandi farandsýninga sem byggja allar á vinsælum barnabókmenntum. Þessi litla útgáfa sýningarinnar opnaði í september s.l. og mun eftir það ferðast um Danmörku til bókasafna sem panta sýningarnar og setja upp. Sýningin um skrímslin tvö er nú þegar bókuð til ársins 2020. Von er á fleiri nýjum dönskum þýðingum á skrímslabókunum frá Forlaget Torgard í Danmörku.

Auk sýningarinnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eru settar upp sýningar byggðar á eftirfarandi bókum: Vikingesagn eftir Josefine Ottesen, Hr. Struganoff eftir Kim Fupz Aakeson, Min Mormors Gebis eftir Jakob Martin Strid, Mørkebarnet eftir Cecilie Eken, Garmanns Hemmelighed eftir Stian Hole, Kaskelotternes sang eftir Bent Haller, Lille Virgil eftir Ole Lund Kirkegaard, Nord eftir Camilla Hübbe og Den store djævlekrig eftir Kenneth Bøg Andersen.

A Visit the Monsters – in Denmark! A new version of the exhibition A Visit to the Monsters, that was handed over to the Libraries of Gentofte, a municipality close to Copenhagen, was opened in September in Gentofte, and will run until December 1st. This smaller version of the exhibition, called Store Monster Lille Monster (‘Big Monster Little Monster’), is now a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster is now already booked until 2020, next traveling to Ballerup, also a township close to Copenhagen, opening in January, 2019. New books from the Monster series will be available soon in Denmark from the publishing house Forlaget Torgard.

Besides the exhibition about Little Monster and Big Monster there are exhibitions based on books by Josefine Ottesen: Vikingesagn, Kim Fupz Aakeson: Hr. Struganoff, Jakob Martin Strid: Min Mormors Gebis, Cecilie Eken: Mørkebarnet, Stian Hole:Garmanns Hemmelighed, Bent Haller: Kaskelotternes sang, Ole Lund Kirkegaard: Lille Virgil, Camilla Hübbe: Nord and Kenneth Bøg Andersen: Den store djævlekrig. For more information see: Fang fortællingen (’Catch the Story’).

Birt með leyfi | with permission: 🔗 Ljósmyndir | Photos © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne.

Ljósmyndir | Photos: © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne

Vinnuferðir sumarsins | Two working trips

SumarflakkSumarið 2018. Sumarið sem kom ekki, sumarið sem fuðraði upp … Það fer nú varla fram hjá nokkrum manni að boðaðar loftslagsbreytingar eru ekki lengur hugmynd um ógn heldur áþreifanlegar staðreyndir. Hingað til höfum við á norðurslóðum verið svolítið stikkfrí. En ótíð og öfgafull veður, miklir hitar eða þá endalausar kalsarigningar hafa til dæmis ríkt á Norðurlöndum í sumar. Um alla Suður-Skandinavíu hafa þurrkar leikið lönd grátt svo ekki sér fyrir endann á afleiðingunum. Á meðan hefur ekki stytt upp á stórum svæðum á Íslandi svo mánuðum skiptir. Eftir tvær vinnuferðir í sumar, annars vegar til Svíþjóðar og hins vegar Danmerkur, er það þetta ástand og veðurbrigðin sem eru mér hvað minnisstæðust. Svo ekki sé minnst á sótsporið. En víða er fagurt og það var sjónarhornið sem hafði leitað í linsuopið, þegar að var gáð. Enda er fátt eftir ef við gefum fegurðina upp á bátinn. 

Summer travels: This has been a summer to remember. It will probably mark the time when climate changes have become more evident in many parts of the world, amongst them Scandinavia and the Nordic countries. Unusual draughts and heat vs heavy rainfall and cold winds in other areas have set their mark past months. Traveling the short flights from Iceland, where it had rained for months, to Sweden and Denmark where the hot sun turned the grass fields to useless patches of dust and the woods to dangerous zones of wildfires – was like traveling between different planets. Although I had my work to take care of during my trips, this is what troubled my mind. Still, when I went through my photos I could see it was blue skies and beautiful land- and cityscapes I had my eyes on. 


Á bókmenntahátíð í Åmål 

The gathering of monsters at Mobacken, Sweden.

Við skrímslahöfundarnir þrír, Áslaug, Kalle og Rakel, hittumst í Svíþjóð í júlí, en okkur var boðið á bókmenntahátíðina Bokdagar i Dalsland í sem haldin er í bænum Åmål í Vestur-Gautlandi. Þar tókum við þátt í „Barnens bokdagar“ og töldum það nokkra hetjudáð að koma fram í tjaldi á einum heitasta degi sumarsins. Gestrisni og móttökur í Åmål voru framúrskarandi og dagskráin fjölbreytt og áhugaverð. Áður en við héldum af stað saman til Åmål hittumst við hjá Kalle og Gitte konu hans í aðsetri þeirra á Móbakka í Upplöndum Svíþjóðar og þar í sveit er ekki síður tekið vel á móti gestum. Það var líka gaman að njóta verunnar í Stokkhólmi og hitta þar gott fólk og höfðingja heim að sækja, m.a. Nönnu Hermansson og þýðandann John Swedenmark. 

Literary festival in Sweden

An invitation to a literary festival, Bokdagar i Dalsland, was a good reason for us three authors of the Monster series: Áslaug, Kalle and Rakel, to meet in Åmål, Sweden, in July. And what a fine reception we had in Åmål! The festival had a varied and interesting program where we had a part in the childrens program: Barnens bokdagar. We first met at Kalle’s and his wife Gitte’s wonderful residence in Mobacken in Häverö in Uppland and then travelled by car to Åmål. Altogether enjoyable meeting with authors and the literary society of Åmål although the heat made performing in a tent quite a trial! I also had fine days in Stockholm and much valued and appreciated meetings with Nanna Hermansson as well as translator John Swedenmark. 


Með skrímslum í Danmörku

Í júní hélt ég til Kaupmannahafnar ásamt Högna Sigurþórssyni og kvaddi þar sýninguna Skrímslin bjóða heim. Við sýningunni tók bókasafnið í Gentofte en starfsfólk þar lagar hluta sýningarinnar að stóru verkefni sem nefnist Fang fortællingen – sýningaröð 10 mismunandi farandsýninga sem byggja allar á vinsælum barnabókmenntum. Þessi litla útgáfa sýningarinnar um skrímslin opnar í Gentofte Hovedbibliotek í september og mun eftir það ferðast um Danmörku til bókasafna sem panta sýningarnar og setja upp. Sýningin um skrímslin tvö er nú þegar bókuð til ársins 2020.

A Visit to the Monsters – in Denmark

In early June I made a short trip to Copenhagen, along with artist and designer Högni Sigurþórsson, to see off and say goodbye to the exhibition A Visit to the Monsters that has now been handed over to the Libraries of Gentofte, a municipality close to Copenhagen. The staff of the library is responsible for a new version of the exhibition, now a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The new exhibition about Little Monster and Big Monster will open in the main library in Gentofte in September and is now already booked until 2020.

Flying from Denmark…

… to Iceland in June.

Skrímslin í Norðurlandahúsinu | Travelling exhibition – opening in Tórshavn

Skrímslin í Færeyjum: Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Þá hófst einnig barnamenningarhátíð Norðurlandahússins, Barnafestivalurin 2017, sem stóð til 9. apríl með metnaðarfullri dagskrá og viðburðum: tónleikum, list- og leiksýningum.

Sýningin um skrímslin tvö er farandsýning og var upphaflega sköpuð fyrir Gerðuberg menningarhús. Við hönnuðir sýningarinnar fylgdum henni til Þórshafnar og unnum að uppsetningunni ásamt starfsfólki Norðurlandahússins. Þar var sannarlega tekið vel á móti okkur og skrímslaheimurinn sómdi sér vel í bjartri og opinni Forhøll og hlýlegri Dansistovu.

Myndirnar sem hér fylgja eru frá opnunardeginum í Norðurlandahúsinu, en börn og fullorðnir virtust una sér afar vel í skrímslaheiminum og nutu samvista við lestur og leik. Það gladdi að sjá því meginmarkmiði sýningarinnar náð.

Sýningin verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánari upplýsingar og myndir frá fyrstu uppsetningu sýningarinnar í Gerðubergi menningarhúsi má sjá á síðunni hér. Um skrímslabækurnar má fræðast hér og um höfunda bókanna og samstarfið má lesa hér.

Travelling Exhibition: On April 1st the interactive exhibition for children: a Visit to the Monsters, opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as one of the events at the annual Children’s Festival, Barnafestivalurin 2017.

The exhibition is based on the books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. It was originally designed and on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. Art direction and exhibition design was executed by Áslaug Jónsdóttir and Högni Sigurþórsson – and we two, Högni and I, travelled to Tórshavn to work on this version for the Faroese friends of the monster series. Our good hosts and co-workers truly made us and the two monsters feel at home in The Nordic House in Tórshavn and we certainly enjoyed working in the beautiful elements of the Nordic House.

The following photos are mostly from the opening earlier this month. I was delighted to see that both children and grown-ups found pleasure in what the exhibition is all about: reading and playing together.

The exhibition is open until May 4th. Further information in Faroese here. See also photos from the first version in Gerðuberg Culture House and read more about the exhibition on the page here. Click on the links to read more about the monster series or the three authors and their collaboration.

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson

Við Högni þökkum fyrir okkur! | Happy exhibition designers give thanks for a delightful stay in Tórshavn!

 

 

Dagur barnabókarinnar | Happy International Children’s Book Day 2017

Skrímslafundur: Gleðilegur dagur barnabókarinnar er að kveldi komin. Það var vel við hæfi að ég eyddi deginum á ströngum vinnufundi með góðum vinum og samstarfsfólki: Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Við hittumst í þetta sinni í Þórshöfn í Færeyjum og fórum yfir nýjar sögur og handrit að bókum um litla og stóra skrímslið.

Við gátum líka fagnað opnun upplifunarsýningarinnar um skrímslin tvö, Skrímslin bjóða heim, sem opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Færeyjum, en ég birti án efa bráðlega myndir frá opnuninni og vinnunni við sýninguna.

Monster meeting! April 2nd 2017: I hope you all had a happy International Children’s Book Day! I spent the day accordingly, working on new stories and manuscripts for the series about Little Monster and Big Monster, collaborating with my friends and colleagues Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. This time we met in Tórshavn in the Faroe Islands where the interactive exhibition: a Visit to the Monsters opened in the Nordic House in Tórshavn on April 1st 2017. I will most definitely post information and photos from the opening very soon!

Skrímslin í Færeyjum | Travelling exhibition

Skrímsli á ferð: Brátt líður að því að litla skrímslið og stóra skrímslið bjóði færeyskum börnum heim og hreinlega inn á gafl til sín. Upplifunarsýningin um skrímslin tvö verður sett upp í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum á barnmenningarhátíðinni Barnafestivalurinn 2017 og verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánar er sagt frá sýningunni og hátíðinni hér á heimasíðu Norðurlandahússins, en margar myndir og fleira um farandsýninguna „Skrímslin bjóða heim“ má kynna sér á síðunni hér.

Einn þriggja höfunda skrímslabókanna er færeyska skáldkonan Rakel Helmsdal. Hún rekur líka eigið sitt brúðuleikhús: Karavella Marionett-Teatur og hefur sett upp brúðuleik um skrímslin tvö. Rakel undirbýr nú líka pappírsbrúðuleik þar sem hún nýtir myndlýsingarnar mínar úr skrímslabókunum sem efnivið og sprettibókarformið (pop-up) sem leiksviðið. Fyrstu drög má sjá á ljósmyndunum hér fyrir neðan.

Travelling Exhibition: The interactive exhibition Visit to the Monsters is soon to be opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as on of the events on the annual Children’s Festival. The exhibition will open on April 1st 2017 and is open until May 4th. Further information in Faroese here. The exhibition was originally on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. See photos and read more about the exhibition on the page here.

One of the three authors of the Monster series is the Faroese writer Rakel Helmsdal. She also runs her one-woman puppet-theater: the Karavella Marionett-Teatur and has played a puppet show with Little Monster and Big Monster. She is now preparing a show with paper puppets, basing her images and figures on my illustrations from the books, using the pop-up book art form as stage. The photos below show her first drafts. So, our Faroese friends of the two monsters may look forward to some exciting shows in Tórshavn in the coming months! See you in Tórshavn!

 

 

Göngum í barndóm! | Be young at heart!

AslaugJ-VJ-KH1967

♦ Barnamenningarhátíð 2016: Í dag er síðast vetrardagur og í gær hófst Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Á Facebook hafa margir tekið þátt í því að kynna hátíðina með því því birta af sér bernskumyndir og því birti ég þessa mynd hér fyrir ofan. Ég er ljóshærða barnið til vinstri á myndinni, alsæl í ilmandi skógarkjarri, áningarstað á einhverjum sunnudagsbíltúr fjölskyldunnar. Ég er þarna líklega rúmlega fjögurra ára, með yngstu systur minni, Védísi (2 ára), og móður minni Kristjönu. Aldurinn 2-6 ára er einfaldlega dásamlegur. Lífið er tími stóruppgötvana, einn samfelldur magnaður könnunarleiðangur og kúgun skipulagðrar skólagöngu hefur enn ekki dunið yfir. Og svo klæddist maður svona fínu prjónadressi, jogging-galla þess tíma, einkar þægilegum fatnaði, en mun fágaðri.

Ég held að það hljóti að vera gaman að vera barn á Barnamenningarhátíð í Reykjavík og fyrir fullorðna er upplífgandi að ganga í barndóm á listviðburðum á hátíðarinnar. Á heimasíðu hátíðarinnar segir: „Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 19.- 24. apríl 2016. Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar. Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu.“ Dagskrána í heild má finna hér og fésbókarsíðu hátíðarinnar hér. Viðburðirnir eru ótalmargir.

Skrímslin láta sig ekki vanta á Barnamenningarhátíð og koma víða við sögu:
22. apríl – Skrímslaleikrit: Á föstudag kl. 10.30-11.30 í Gerðubergi – Menningarhúsi, munu 13 börn úr 1. bekk Hólabrekkuskóla sýna leikrit unnið upp úr skrímslabókunum undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur. Sjá meira um viðburðinn hér.
23. apríl – Upplestur í Hannesarholti: Á laugardag ætla ég að lesa fyrir börn í Hannesarholti, kl. 14-14:30 og kl. 16-16:30. Ekki ólíklegt að bækurnar um skrímslin verði með í för.
24. apríl – Kveðjuhóf skrímslanna í Gerðubergi: Á sunnudag er lokadagur upplifunarsýningarinnar Skrímslin bjóða heim í menningarhúsinu Gerðubergi. Dagskráin þar hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Sjá nánar hér.

♦ Children’s Culture Festival 2016Today is the last day of winter, and yesterday Children’s Culture Festival in Reykjavík started. On Facebook many Icelanders have promoted and supported the festival by changing their profile photo or posting a photo from their childhood. My take on this trend is the photo above. I am the blond girl on the right, in the middle is my youngest sister, Védís, and then my mother, Kristjana. I am about four years old, thoroughly happy with a picnic stop in a birch „wood“ clearing on a Sunday drive. In my mind this is the most wonderful age of childhood: 2-6 years old. Life is an exciting journey of exploration and enormous discoveries, still free from oppressive schooling of any kind. And you dress up really stylish: in a comfy two piece knitted tracksuit. Made by my mother, of course.

Children and anyone young at heart should be able to have a great time in Reykjavík during the festival. The introduction says: „The festival was launched in 2010 and is already a huge success. Dedicated exclusively to children and young people in Reykjavik up to the age of sixteen, this annual festival strives to introduce youth to a wide range of arts disciplines through the medium of workshops and performances. The unique aspect of this festival, and that which sets it apart, is that it places emphasis on participation, focusing particularly on the child as an artist. During the festival there will be a variety of activities for children, including theatre workshops, circus, visual arts, storytelling, music, film, puppetry and dance activities, with many nursery schools, primary schools, music and art schools, libraries, museums, theatres, and other cultural institutions taking part.“ See complete program here and Facebook for the festival here.

I will take a small part in the festival, as will the two monsters, Little Monster and Big Monster.
April 22. A Monster Play: On Friday at 10.30-11.30 in Gerðuberg – Culturehouse, 13 children, 1st graders from Hólabrekkuskóli will show a play inspired by the monsterbooks. It’s a play they have made during an acting course led by Ólöf Sverrisdóttir. More here.
April 23. Reading for children in Hannesarholt: On Saturday I will be reading for children in Hannesarholt, Grundarstígur10, 2-2:30 pm and 4-4:30 pm. Monsterbooks and more!
April 24. Farewell to the Monsters: Sunday is the last day the exhibition of A visit to the Monsters. The program starts at 1 pm – ends at 4 pm. More here.
Happy festival!

 

Skrímslaföndur | Monster crafts

kramarhus6web©AslaugJ

♦ Föndurdund: Föndur er alls ekki allra, einkum ef það er eftir ákveðinni forskrift. Allt um það finnst flestum gaman að gera eitthvað í höndum, klippa, líma, smíða, sauma, prjóna … Ég hvet alla til þess að dunda við handíðir af hjartans lyst – og list. Það er hollt fyrir huga og hönd. Skrímslakramarhúsin voru hönnuð í tengslum við sýninguna í Gerðubergi – menningarhúsi: Skrímslin bjóða heim. Arkir með kramarhúsunum eru fáanlegar í safnbúð Borgarbókasafnsins í Gerðubergi á meðan birgðir endast. En skrímslavinir sem kíkja hingað á vefsíðuna geta hlaðið niður örk með útlínuteikningum fyrir klippimyndirnar hér fyrir neðan. Stóra skrímslið, litla skrímslið og skrímslakisi óska gleðilegra jóla! Njótið vel!

Jolafondur-kramarhus♦ Monster craftsThese paper cones and paper cuts were designed in connection with the exhibition A Visit to the Monsters in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. Templates for the cones are available for a short term in the library shop in Gerðuberg, but all monster friends who visit this site can download a template for the paper cuts with a click on the link below. Enjoy! Little Monster, Big Monster and Monster Kitty wish you all happy holidays!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Skrimslaklipp | Monster Paper Cut 2015 – Smellið á tengilinn til að hlaða niður skjalinu. | Click on the link to download the pdf.

 

Jól hjá skrímslum | Merry monsters

Jolafondur8©AslaugJ

♦ Skrímslin bjóða heimSýningin Skrímslin bjóða heim í Gerðubergi – menningarhúsi var vel sótt s.l. helgi en þá var skreytt hjá skrímslunum fyrir jólin. Þar var föndrað af kappi og í lokin var sungið og gengið í kringum ljósum prýdd skrímslajólatré. Skrímslin þakka öllum þátttakendum hjartanlega fyrir komuna. Skrímslakisi er alsæll svo nú mega jólin koma!

♦ A Visit to the MonstersLast Saturday was a festive day for Little Monster and Big Monster when they got their homes in Gerðuberg Culture House decorated. This was of course only possible because of great help from exhibition guests of all ages. Now the merry monsters enjoy the Yuletide just as the rest of us. Monster Kitty is as happy as a cat can be. Thank you all!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Sýningin Skrímslin bjóða heim er ætluð yngri börnum í fylgd með fullorðnum og stendur allt til 24. apríl 2016. Aðgangur er ókeypis.

The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. It will run through April 24th 2016. Free admission.