Á bókamessunni í Gautaborg | Göteborg Book Fair 2018

Gunilla Kindstrand, Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir, Linda Bondestam – and monsters.

Ég þáði boð á Gautaborgarmessuna sem haldin var dagana 27.-30. september 2018. Hér koma nokkrir fréttapunktar þaðan.

Norrænir myndheimarEitt af meginþemum kaupstefnunnar voru myndlýsingar og frásagnir í myndum. „Nordiska bildvärldar“ var umfjöllunarefni ólíkra myndhöfunda búsettum á Íslandi, í Finnlandi og Svíþjóð. Við kynntum verk okkar og ræddum mál myndanna og möguleg norræn sérkenni. Það voru höfundarnir Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir og Linda Bondestam. Umræðum stjórnaði Gunilla Kindstrand. Ég mæli eindregið með því að lesendur kynni sér verk þessara listamanna, magnaðar myndlýsingar og bækur.

Nordic visual worldsI was invited to Göteborg Book Fair held September 27‐30, 2018. There I discussed “Nordic images” with Alex Howes, Linda Bondestam, Johan Egerkrans and our moderator Gunilla Kindstrand. Note: If you don’t know the works of these artists I highly recommend their work – check them out! If not their beautiful books then the ever art they have displayed online. Good stuff!


Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna, Kalle Güettler, Áslaug Jónsdóttir.

Plupp og skrímsli – á arabískuSíðari dagskráin sem ég tók þátt í á bókamessunni var tileinkuð arabískum þýðingum barnabóka, en arabíska er nú það tungumál sem er talað af flestum í Svíþjóð á eftir sænsku. Er finnska komin úr öðru sæti í það þriðja. Fimm skrímslabækur komu út árið 2016 hjá Al Hudhud Publishing í Dubai og Ég vil fisk! árið 2017 hjá Al Fulk í Abu Dhabi. Um þetta ræddi ég ásamt Kalle Güettler og Mona Henning, sem er stofnandi bókaútgáfunnar Dar Al-Muna og gefið hefur út fjöldann allan af sænskum barnabókmenntum á arabísku.

Nordic children’s books – in ArabicMy second discussion and introduction at the book fair regarded Arabic translations of Nordic picture- and children’s books. Five books from the Monster series were published by Al Hudhud Publishing í Dubai in 2016 and I Want Fish! in 2017 by Al Fulk í Abu Dhabi. Also, an important subject in Sweden: children’s access to books in their mother tongue, – the Arabic language being Sweden’s second most common language. This talk I did along with my co-author Kalle Güettler and Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna. Mona Henning founded her publishing house in 1984 and has published more than 130 titles of Swedish literature, mostly children’s books.


Íslenskir áheyrendurÞriðji dagskrárliðurinn í Gautaborg var líklega sá skemmtilegasti, en það var að heimsækja hóp Íslendinga: börn, foreldra þeirra og móðurmálskennara, lesa fyrir þau og segja frá í Språkcentrum, tungumálamiðstöðinni í Gautaborg. Dásamlegir áheyrendur sem tóku skrímslum og öðrum skrýtnum verum ákaflega vel.

Reading for Icelandic childrenLast but not the least I was invited to read for Icelandic children living in Göteborg, their parents and teacher of the Icelandic language at the Language Center of Göteborg. Absolutely wonderful audience!

Bækurnar frá ÍslandiBókamessan í Gautaborg er ævinlega gríðarlega vel sótt. Hátt í hundrað þúsund manns renna þar um sali, skoða bækur, selja bækur, kaupa bækur, hlusta á höfunda segja frá. Í básnum hjá OPAL-forlaginu stóð nýjasta bók okkar skrímslahöfundanna á sænsku: Monster i knipa. Vaktina fyrir Ísland stóðu fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Íslandsstofu og bókaútgefenda og sinntu mikilvægu kynningarstarfi, enda þurfa íslenskar bókmenntir á öllum sínum lesendum að halda, bæði nær og fjær.

Books from IcelandThe Göteborg Book Fair is the biggest book fair in Scandinavia, a busy, noisy market place for Nordic literature, but also a festival of books for readers and book lovers in Sweden. I met the splendid publishers at OPAL publishing house, where our Swedish title Monster i knipa was presented. The Icelandic stand at the fair is always popular – run by Icelandic Literature Center, in cooperation with Promote Iceland and Icelandic publishers. A small and energetic group of important advocates for Icelandic literature abroad did good work during hectic days at the bustling fair.

Ljósmyndir | photos: Hrefna Haraldsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir