♦ Viðburðir. Í dag, 24. apríl, er síðasti vetrardagur eins og berlega kom í ljós með snjókomu í Reykjavík í morgun. Í gær, 23. apríl, var Dagur bókarinnar og alla vikuna eru áhugaverðir bókmenntaviðburðir vítt og breitt um borgina, eins og lesa má á vef Bókmenntaborgarinnar. Í fyrradag, 22. apríl, var Dagur Jarðar, þó allir dagar séu í raun dagar Jarðar og dagar góðra bóka. Á vefnum The Children’s Book Review var bent á að Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason væri ákjósanleg lesning á Degi Jarðar og það sama gerði útgefandinn, Seven Stories Press.
Eftir tæpa þrjá daga er kosið til Alþingis. Ég mæli með því að þeir sem vanræktu Dag Jarðar og Dag bókarinnar rifji upp til dæmis Draumalandið eða Söguna af bláa hnettinum fyrir kosningar. Ryksugandi sölumenn hafa safnað fiðrildadufti, slá ryki í augu, slá um sig og bjóðast til þess að negla sólina fasta yfir Íslandi. Ekki kjósa Gleði-Glaum.
♦ Events. Today, 24th of April, is the last day of winter in Iceland, so of course it snowed heavily this morning! Yesterday, 23rd of April, was World Book Day, which is celebrated the whole week in Reykjavik Unesco City of Literature, with many interesting book events. The day before, 22nd of April, was Earth Day. All in all a good reason to celebrate, although every day should be a day of the Earth and a day of a good book. In The Children’s Book Review, The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason was selected on a list of recommended reading on Earth Day. The publisher, Seven Stories Press, also pointed that out.
In less than three days we have parliamentary elections in Iceland. I recommend good reading before voting: two books by Andri Snær: Dreamland: A Self-Help Guide for a Frightened Nation, and The Story of the Blue Planet. I fear that too many will put their vote on Gleesome Goodday and his promises of flying in endless sunlight.