Andri Snær les | The Story of the Blue Planet – online story time

Bók í boði listamannanna: Andri Snær Magnason gerði sér lítið fyrir og las upp á myndband alla enska þýðingu Sögunnar um bláa hnöttinn sem nú má hlýða á, án endurgjalds, á vef Iceland Naturally eða á myndböndunum hér fyrir neðan. Á vef Iceland Naturally er að finna nánari upplýsingar, m.a. um tengda viðburði, myndasamkeppni o.fl. Enska þýðingu sögunnar gerði Julian Meldon D’Arcy. Upplestrarnir skiptast í sjö lestra og inn í þá fléttast upprunalegu myndlýsingarnar og að hluta til bókarhönnun sem ég gerði árið 1999. Njótið vel!


Story time – by courtesy of the artists: Author Andri Snær Magnason reads his award winning book: The Story of the Blue Planet with illustrations/book design I made for the Icelandic original, Sagan af bláa hnettinum, in 1999. The Story of the Blue Planet was the first children’s book to win the Icelandic literary award. It has been published in more than 30 languages and received numerous prizes and awards. The readings are published on this site: Iceland Naturally with additional information, drawing competition (win a hard copy of the story), information on a live Q+A session with the author and more.

English translation by Julian Meldon D’Arcy.
Publishers in the UK: Pushkin Press, publishers in the US: Seven Stories Press. See links for purchase.

The Story of the Blue Planet | Text © Andri Snær Magnason | Illustrations © Áslaug Jónsdóttir.



Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.

Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Blái hnötturinn í Grikklandi | The Story of the Blue Planet in Greek

Á grísku: Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, með upprunalegum myndlýsingum Áslaugar Jónsdóttur kom út nú í mars hjá forlaginu Patakis í Aþenu undir titlinum: Τα παιδιά του γαλάζιου πλανήτη. Sagan af bláa hnettinum hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og verið þýdd á yfir 30 tungumál.

Book release in Greece: The Story of the Blue Planet – Τα παιδιά του γαλάζιου πλανήτη by Andri Snær Magnason, with original illustrations by Áslaug Jónsdóttir, has just been released by Patakis in Athens. The Story of the Blue Planet has received numerous prices and honors and has been translated to more than 30 languages.
For more information see: Forlagið Foreign Rights.


Best í Kína: Það má líka segja frá því að á síðasta ári bárust fregnir af því að börn í Kína hefðu valið Söguna af bláa hnettinum sem uppáhalds bókina sína.
Á vefsíðunni „Chinese books for young readers“ má lesa um þetta og fleiri bækur sem börnin í Kína kunna að meta.

Children’s favorite in China: In November last year we learned that theThe Story of the Blue Planet (蓝色星星的孩子国) was chosen the most popular book by children in China. Read more about the top 30 children’s books in China in 2019 on the webpage: „Chinese books for young readers“.

Sagan af bláa hnettinum á fleiri tungumálum | The Story of the Blue Planet in Romanian and Macedonian

Myndlýsingar: Það er orðið langt síðan ég hef sagt fréttir af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andri Snær Magnason, en fyrir 20 árum vann ég við að myndlýsa fyrstu útgáfuna sem svo kom út hjá Máli og menningu árið 1999. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og nú síðast m.a. á rúmensku og makedónsku. Povestea planetei albastre kom út í Rúmeníu hjá Paralela 45; en hér á vefnum Delicatese Literare má lesa umfjöllun um bókina og fyrir neðan er skemmtilegt kynningarmyndband. Prikaznata za sibnata planeta kom einnig út í Makedóníu árið 2017, hjá bókaútgáfunni Antolog sem valdi sama brot og bandaríska og breska útgáfa bókarinnar.


Illustrations: Sagan af bláa hnettinum – The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, may now have reached more than 30 countries, and I am proud see that the illustrations and designs I worked on 20 years ago are still doing their bit. Amongst the latest translations are Rumenian and Macedonian. Povestea planetei albastre was published last year in Rumenia by Paralela 45 – see review here on the site ‘Delicatese Literare’ and the nice book trailer below. The Macedonian version, Prikaznata za sibnata planeta, was also published in 2017 by Antolog Publishing house, in the same format as the English US/UK versions.

Blái hnötturinn USA ISL UK

For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

Röddin á Bessastöðum | The voice of a president

MSTogASM©AslaugJ

♦ Forsetaframboð – Röddin á Bessastöðum: Á morgun velja Íslendingar nýjan forseta og er það löngu tímabært. Undanfarnar vikur hafa ýmsir góðir frambjóðendur háð skemmtilega og áhugaverða kosningabaráttu og þar hefur fáa skugga borið á, ef undan er skilinn lokadans fráfarandi forseta. Útspil hans var hneisa sem lengi verður minnst, ekki síst furðuleg tilraun til að útnefna ólíklegan erfðakóng og þar með forsmá lýðræðið. Vítin eru til varnaðar og það er kominn tími til kveðja gamla pólitíska klækjarefi og velja forseta framtíðar: nýja rödd á Bessastaði. 

Það gladdi mig innilega þegar Andri Snær Magnason tók stökkið og bauð sig fram til forseta. Ég heyrði á sumum að þeir efuðust um þessa rödd: já, var hann ekki hálf óskýrmæltur, þessi rithöfundur? Enn aðrir sögðust ekki botna í skáldinu. Fáir hafa þó talað skýrar en Andri Snær Magnason. Hér er rödd sem talar fyrir menningu og vísindum, mannúð, sjálfbærni og náttúruvernd.

Ekki hafa allir snúið daufum eyrum við málflutningi Andra Snæs í gegnum tíðina en á hinn bóginn eru þeir til sem líta á viðleitni fólks til þess að vernda náttúruna sem hinn versta löst. Er það raunin, eru virkilega til hreinræktaðir andstæðingar náttúruverndar á Íslandi? Hvaðan kemur þessi ótti? Er það þetta óttaslegna fólk sem við viljum að ráði för og ákvarði næstu skref okkar inn í framtíðina? 

Ég kynntist Andra Snæ fyrir um átján árum, ungu ljóðskáldi sem var að skrifa sína fyrstu barnabók. Við áttum gott og gjöfult samstarf um bókverkið Söguna af bláa hnettinum. Ég þekki líka hans góðu og greindu spúsu, Margréti Sjöfn Torp, en bæði hafa þau hjónin haft fingurinn á púlsi þjóðarinnar, hjúkrunarfræðingurinn Margrét í bókstaflegri merkingu, en Andri Snær hefur greint þjóðarsálina og samtíma okkar af meiri skarpsýni en flestir.

Ég veit ekki til þess að Andri hafi neina dulræna hæfileika eða sæki leiðarljós sín til æðri máttarvalda, en hann er engu að síður einn af þessum sjaldgæfu mönnum sem sjá inn í framtíðina, um leið og hann hefur sterkar taugar til fortíðar, sögu okkar og menningar. Hann er í eðli sínu brauðryðjandi hugmynda og skapandi vísindamaður, með víðtæka reynslu af samskiptum við fólk úr öllum heimshornum og fjölbreyttum kimum samfélagsins. Og það sem mest er um vert: fáa þekki ég sem eru fúsari til þess að hlusta og meðtaka ólíkar skoðanir með opnum huga, greina og fanga nýjar hugmyndir og fersk sjónarhorn.

Margir stuðningsmenn Andra Snæs hafa valið slagorðið „að kjósa með hjartanu“. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á sumum sem telja aðra frambjóðendur vænni kost. Með þessu er þó ekki verið að saka aðra kjósendur um kaldlyndi. Undir slagorðinu hafa viðkomandi einfaldlega hafnað því vali að kjósa af kænsku eða láta útreikninga líkinda ráða atkvæði sínu. Valkostir eru vissulega allmargir og atkvæði kunna að dreifast, en það er að minnsta kosti óhæft að kjósa með „merarhjartanu“, af ótta við gamla forpokaða drauga. Þess háttar ráðstöfun yrði að kallast heldur dapurleg þátttaka í lýðræðinu. 

Á ögurstundu í Sögunni af bláa hnettinum býðst söguhetjunni að bjarga börnunum hinum megin á hnettinum en þarf þess í stað að velja á milli stálhjarta eða steinhjarta. Það fer þó ekki svo, söguhetjan nær sínu fram og heldur hjartanu. Á morgun þurfum við heldur ekki að velja stál eða stein, sem oftar eru það heilindin og kraftur hugmyndanna sem skipta sköpum.

Ég skora á Íslendinga að sýna kjark og kjósa af sannfæringu hugsjónamanninn, náttúruverndarsinnann og mannvininn Andra Snæ Magnason. 

á Jónsmessu 2016,
Áslaug Jónsdóttir

Steinhjarta-stalhjarta-©AslaugJ

♦ President election in Iceland: Above written is my statement of support for a fellow writer and a friend: Andri Snær Magnason, who is running for President of Iceland. I think Andri Snær would be a great president, a new fresh voice in that office, a voice that not only Iceland needs but the world community as well. Iceland may not be a powerful country but we sure can have a strong voice, a passionate and a spirited one. Andri Snær Magnason has such a voice.

 

 

Sagan af bláa hnettinum á tyrknesku | The Story of the Blue Planet in Turkish

Sagan af bláa Tyrkneska

♦ ÚtgáfufréttirÉg má ekki gleyma því að tíunda fregnir af sporbraut bláa hnattarins: Sögunnar um bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason – með myndum og útliti eftir ofanritaða. Bókin kom út á tyrknesku í byrjun apríl hjá Pegasus forlaginu í Istanbul. Brot bókarinnar er það sama og á bresku og bandarísku útgáfunni. Titillinn er Mavi Gezegenin Hikâyesi og má kaupa víða í netverslunum þegar leitað er eftir.

Tyrkneska forlagið notar í auglýsinguna hér fyrir ofan myndina af börnunum að kjósa: naglann úr sólinni eða áfram flug og stuð. Og það er nú eins og Gleði-Glaumur sagði: „Ykkar er valið, börnin mín“. Senn líður að forsetakosningum. Frambærilegir valkostir eru nokkrir, en gott ef það glittir ekki orðræðu Gleði-Glaums hjá öðrum. Í aðdraganda kosninga hjá börnunum á bláa hnettinum reitti Gleði-Glaumur af sér ósmekklega aulabrandara, var með hræðsluáróður um að allt yrði fúlt og leiðinlegt ef hann yrði ekki fyrir valinu og gaf auðvitað loforð um „meira stuð“. Hulda og Brimir áttu ekki miklu fylgi að fagna – en þau höfðu sannarlega siðferðilega yfirburði og fengu sitt fram að lokum. Gleði-Glaumur fékk vissulega að kalla sig kóng – því Hulda og Brimir voru glögg að greina valdasýkina og græðgina sem þau svo héldu frá raunverulegum yfirráðum.

Það þarf engan kóng á Bessastaði en þjóðinni getur gagnast forseti sem hugar að framtíðinni og mennskunni og minnir okkur á mikilvæg gildi. Andri Snær Magnason er ekki bara frjór og skemmtilegur hugsuður og snilldargóður rithöfundur heldur ákjósanlegur forseti fyrir þjóð sem er dálítið hart leikin af því að fljúga hátt, eins og börnin á bláa hnettinum. Andra Snæ er lagið að benda á fersk sjónarhorn og að beina athygli okkar að málum sem skipta sköpum fyrir þjóðina og stöðu okkar í veröldinni. Ég styð Andra Snæ til embættis forseta Íslands og treysti honum til þess að nýta embættið til góðra verka í anda Huldu og Brimis, villibörnunum á hnettinum bláa.

♦ Translation – book releaseI try not to forget to point out new translations of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason with illustrations by yours truly. So: this Turkish edition was out in April, published by Pegasus Publishing house in Istanbul. The title is Mavi Gezegenin Hikâyesi, available in many online stores.

Author Andri Snær Magnason is now running for the position as president of Iceland. I wholeheartedly support his candidacy! Vote for Andri Snær!

Bókadómur: Sagan af bláa hnettinum | Book review in The Guardian

TheGuardianBlPlanet♦ BókadómurThe Guardian birti á dögunum samantekt af bókadómum úr sunnudagsblaðinu The Observer, hvar Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason fær góðan dóm hjá Kitty Empire. Með fylgdi myndlýsing úr bókinni, sjá hér til hliðar.

Tengill á netútgáfuThe GuardianKitty Empire: Fiction for older children reviews – delight in wordplay, disrespect for authority and a touch of evil. Birt 26. júlí 2015.

♦ Book reviewThe Guardian published a children’s book reviews round-up from The Observer where The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason receives a nice review by Kitty Empire. See here on the left. Illustration by yours truly!

Link to the article in The Guardian online: Kitty Empire: Fiction for older children reviews – delight in wordplay, disrespect for authority and a touch of evil. Published 26 July 2015.

UKLA-verðlaunin 2014 | The Story of the Blue Planet wins UKLA Book Award

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Verðlaun: Bresku UKLA-barnabókaverðlaunin 2014 voru veitt 4. júlí síðastliðinn. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy hlaut þessi virtu verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Bókin var í vor tilnefnd á fimm bóka úrtökulista, en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Sagan af bláa hnettinum er fyrsta þýdda bókin sem hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sagan af bláa hnettinum er frumlegt ævintýri sem mun höfða til aðdáenda Maurice Sendak, Dr. Seuss og Hans Christian Andersen.“  Í frétt á vef Forlagsins má lesa fleiri umsagnir.

NowIsTheTimeThisIsNotVerðlaunin voru veitt á fimmtugasta þingi UKLA-samtakanna, í Háskólanum í Sussex í Brighton. Þangað mættum við Andri Snær ásamt þýðandanum Julian Meldon D’Arcy og fleiri tilnefndum texta- og myndhöfundum. Verðlaun í flokki bóka fyrir yngstu lesendurna hlaut kanadíski teiknarinn og rithöfundurinn Jon Klassen, fyrir margverðlaunaða bók sína This is not my hat. Verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 12-16+ hlaut Michael Williams, rithöfundur og óperustjóri Cape Town Opera, með meiru, fyrir bókina Now is the Time for Running.

♦ Book award:The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, translated by Julian Meldon D’Arcy, received UKLA Book Award 2014 at a reception in The University of Sussex in Brighton on the 4th of July. Earlier this year The Story of the Blue Planet was shortlisted for the age 7-11, the first book in translation to be nominated and to win the award. Alayne Öztürk, President of UKLA said “UKLA is committed to the importance of a diverse range of literature for children and young people. We know that literature broadens the reader’s experience of the world and sense of the possible and thus should have a central place in classrooms and educational contexts. The exceptional quality of the shortlists this year and the truly outstanding winners shows that there are many gems to be found amongst the smaller presses and we are proud to be celebrating international authors and illustrators at our 50th International Conference”. Read more about the all on Andri Snær Magnason’s homepage!

I put the list of the shortlisted books below – I for one am looking forward to read a stack of them!

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Looking for more information? See Forlagið publishing Children’s book catalog. And author Andri Snær Magnason’s homepage. Publishers homepage: Pushkin Press, London. UKLA Book Award shortlists 2014More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Tilnefndar bækur 7-11 | The shortlist 7 – 11:

  • The Story of the Blue Planet by Andri Snӕr Magnason, illustrated by Áslaug Jónsdóttir; translation by Julian Meldon D’Arcy.
  • The Terrible Thing That Happened to Barnaby Brocket by John Boyne, illustrated by Oliver Jeffers.
  • The Naming of Tishkin Silk by Glenda Millard, illustrated by Caroline Magerl.
  • Rooftoppers by Katherine Rundell.
  • Liar and Spy by Rebecca Stead.
  • The Last Wild by Piers Torday.

BookAwardsShortlist2014

 

Hnötturinn á flugi | Illustration

UsSaganAfBlaa

♦ BókadómurÞað er alltaf eitthvað skemmtilegt að frétta af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér er umfjöllun eftir Gemma D. Alexander og þar segir m.a. um myndlýsingarnar:

“Educational kids’ books and allegories for any age group are so often tedious, but the playful illustrations by Áslaug Jónsdóttir and the sweet characterizations in Blue Planet make this story of environmental devastation and first world privilege go down easy.” – Gemma D. Alexander [link to blog]

♦ Book reviewThis quote above, about the illustrations in The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, is from a very nice review by Gemma D. Alexander. Read the full post and book report here.

♦ LeikhúsNæsta vetur hefjast sýningar á samnefndu leikriti Andra Snæs í Aalborg Theater. Hér má lesa meira um sýninguna. Í kynningarefni var valið að nota myndlýsingar úr bókinni, samsett í nýja mynd.

♦ TheaterNext winter Aalborg Theater in Denmark will run Magnason’s play by same name. If you read Danish there is more about it all here. Illustrations from the book are used for posters and PR material in a new and imaginative combination.

den-blaa-planet-presse-Aalborg-web

© Aalborg Teater | Illustrations by Áslaug Jónsdóttir | Design by Højland Art Direction | link to press photos

 

 

Sagan af bláa hnettinum | The Story of the Blue Planet in Taiwan

books

♦ Þýðingar. Útgáfufréttir! Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er nýkomin út á kínversku í Taiwan. Útgefandinn er Global Kids Books – Commonwealth Publishing Group. Bókin kom fyrst út á kínversku hjá Beijing Science and Technology Press árið 2009.

Á heimasíðu Global Kids Books er kynning á bókinni og umfjöllun um hana. Bókin er fallega brotin með letur í lóðréttum dálkum.

SaganOpnaTaiwanweb

♦ Translations. Book release in Taiwan! Global Kids Books in Taiwan has just published a new Chinese translation of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason. The book was published by Beijing Science and Technology Press already in 2009.

Read introduction and reviews (in Chinese) here at Global Kids Books site. The new book has a nice layout with vertical text. Original illustrations by Áslaug Jóndóttir.

kinablaiweb

Sagan af bláa hnettinum á kínversku, útg. 2009 | In Chinese by Beijing Science and Technology Press 2009

 

 

Sagan af bláa hnettinum | On the UKLA Book Awards 2014 shortlist!

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Tilnefning. Enn berast góð tíðindi frá Bretlandi því nú hefur Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason verið tilnefnd á fimm bóka úrtökulista til UKLA barnabókaverðlaunanna 2014. Þau eru veitt í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Bókin var valin á lista úrvalsbóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Verðlaunahafar verða tilkynntir í júlí 2014. Breski útgefandinn er Pushkin Press í London, en þýðandi er Julian Meldon D’Arcy. Sagan af bláa hnettinum er eina þýdda bókin á listunum þremur.

♦ Shortlisted! The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is shortlisted for the UKLA Book Award 2014 – for age 7-11. Winners will be announced in July 2014. Sagan af bláa hnettinum – The Story of the Blue Planet is published in the UK by Pushkin Press, London, translated by Julian Meldon D’Arcy. Read more about the award and the selected books on UKLA’s homepage.

Tilnefndar bækur | The shortlist 7 – 11:

  • The Story of the Blue Planet by Andri Snӕr Magnason, illustrated by Áslaug Jónsdóttir; translation by Julian Meldon D’Arcy.
  • The Terrible Thing That Happened to Barnaby Brocket by John Boyne, illustrated by Oliver Jeffers.
  • The Naming of Tishkin Silk by Glenda Millard, illustrated by Caroline Magerl.
  • Rooftoppers by Katherine Rundell.
  • Liar and Spy by Rebecca Stead.
  • The Last Wild by Piers Torday.

Looking for more information? See Forlagið publishing Children’s book catalog.
Andri Snær Magnason’s homepage.

TheStoryOfTheBluePlanet2014

More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Blái hnötturinn USA ISL UK

Tímamótabækur í afmælisriti | Book design and printing

Oddi70-Blai1999

♦ Grafísk hönnun. Mér áskotnaðist eintak af afmælisriti Odda sem gefið var út á síðasta ári í tilefni af 70 ára afmæli prentsmiðjunnar. Saga fyrirtæksins er rakin með því að velja og kynna eitt bókverk frá hverju ári, en auk þess eru í bókinni kaflar um grafíska hönnun, framfarir í prentun, starfrænu byltinguna o.fl. Árið 1999 er það Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem markar tímamótin. Þar segir m.a. frá því þegar drifið var í endurprentun í Odda í desember, en fyrst upplagið var prentað erlendis. Í textanum segir svo: „Áslaug Jónsdóttir teiknaði myndirnar í ævintýri Andra Snæs og á sinn þátt í velgengni verksins. Kápumynd hennar af hnettinum bláa og sólinni sem brosir við börnunum er einkar vel heppnuð.“ (Sótt fram í 70 ár Oddi 1943-2013, bls. 85).
Oddi70coverÞað er skemmtilegt að glugga í ritið, lesa 70 ára hönnunarsögu af bókakápum og rifja upp áhugaverða kafla í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi í greinum eftir Guðmund Odd Magnússon og fleiri. Bókin er hönnuð af Halldóri Þorsteinssyni.

♦ Graphic design. Iceland’s largest printing company, Oddi, celebrated 70 years in business last year. An anniversary book was published, focusing on graphic design and book printing. For every year a successful book is represented as a milestone in the history of the company. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason was chosen for the year 1999. The very first edition was printed abroad but Oddi did the reprinting already in December because of good sales and the nomination to the Icelandic Literary Prize, which Andri Snær Magnason later received for the book.
A review of the illustrations and the cover goes as follows: “Áslaug Jónsdóttir illustrated Magnason’s fable and contributed to the success of the book. The cover with the blue planet and the sun smiling towards the children is excellently carried out.”

This anniversary book of Oddi Printing gives an interesting overview of graphic design and book design in Iceland for 70 years. Texts by Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon et al. Book design by Halldór Þorsteinsson.

Oddi70-58-59Oddi70-62-63Oddi70endpapers

Blái hnötturinn | The Blue Planet

BlaiSukk©AslaugJ

„Einu sinni var blár hnöttur lengst úti í geimnum. Við fyrstu sýn virtist þetta bara vera ósköp venjulegur blár hnöttur …“
“Once upon a time there was a blue planet far out in space. At first sight, it looked like a very ordinary blue planet …”
– Andri Snær Magnason: Sagan af bláa hnettinum / The Story of the Blue Planet.

♦ Bókamessa. Svona er líka hægt að myndskreyta Söguna af bláa hnettinum: með súkkulaði, eins og gert var í Alþjóðaskólanum á Íslandi í tilefni af Barnabókamessu skólans 2013 s.l. laugardag. Þar voru reyndar ótal litlir bláir hnettir gleyptir af ógurlegum svartholum …

♦ Book Fair. There are many ways to illustrate a book. Here it is The Story of the Blue Planet : 3D in chocolate, as done by students in The International School in Iceland to celebrate the Children’s Book Fair  2013 last Saturday But as you know, small planets tend to get swallowed by big black holes …

Tenglar | Links:
US: The Story of the Blue Planet – Seven Stories Press | US Amazon | Barnes and Noble |
UK: The Story of the Blue Planet – Pushkin Press | UK Amazon | Pushkin Press Shop
IS: Sagan af bláa hnettinum – Forlagið. 

Blái hnötturinn USA ISL UK

Illustrations by Áslaug Jónsdóttir

Skraf í skólum | School visits

skaldlogo♦ Höfundaheimsóknir.  Ég hef kíkt í nokkrar skólaheimsóknir að undanförnu, bæði ein og með öðrum höfundum eins og Sigrúnu Eldjárn í dagskránni Skáld í skólum og með Andra Snæ Magnasyni. Alls staðar er okkur höfundunum vel tekið af heimsins bestu lesendum og áheyrendum: börnunum. Takk fyrir frábærar móttökur!

Ég vil benda skólum, kennurum, félagasamtökum og öllum sem hafa gaman af skrafi höfunda og upplestrum úr bókum að kynna sér þjónustu Höfundamiðstöðvar Rithöfundasambands Íslands. Taxta fyrir heimsóknir má finna hér og fyrir Skáld í skólum hér.

♦ Author visits. The last few weeks I have been visiting a number of schools and kindergartens, either by myself or along with other authors: Sigrún Eldjárn and Andri Snær Magnason. Everywhere we have enjoyed meeting the world’s most eager readers and enthusiastic crowd: the children. Thank you all!

For all kinds of author visits in Iceland I recommend teachers and others interested to contact: The Writer’s Center of the Writer’s Union of Iceland. Rates for visits: here and for the program Skáld í skólum here. For visits abroad contact The Icelandic Literature Center.

Tenglar | Links:
Myndir frá heimsókn í Sendiráð Bandaríkjanna – FB | Photos from visit in the US Embassy – FB page.
Myndir frá heimsókn í Akurskóla | Photos from a visit in Akurskóli, Reykjanesbær.

Sagan af bláa hnettinum | Longlisted for UKLA Book Award 2014

CoverTheStory-Pushkin-web♦ Tilnefning. Góðar fréttir frá Bretlandi! Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er tilnefnd til UKLA barnabókaverðlaunanna 2014 sem veitt eru í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Bókin er valin á lista úrvalsbóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Úrtökulistinn telur 24 bækur, en styttri listi verður birtur í mars 2014 og verðlaunahafar tilkynntir í júlí 2014. Önnur bók eftir íslenskan höfund, Oliver eftir Birgittu Sif, er á listanum fyrir börn 3-6 ára. Þetta hlýtur að teljast harla góð frammistaða íslenskra höfunda! The Story of the Blue Planet er gefin út af Pushkin Press í London og er eina þýdda bókin á listunum þremur.

♦ Longlisted! The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is longlisted for the UKLA Book Award 2014! Shortlisted titles will be announced in March 2014, the winner in July 2014. Sagan af bláa hnettinum – The Story of the Blue Planet is selected on a list of books for children age 7-11. It is the only translated book on the three longlists of altogether 70 books. It’s published in the UK by Pushkin Press, London. Read more about the award and the selected books on UKLA homepage.

More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Fréttir af bláa hnettinum | The Story of the Blue Planet

Blái hnötturinn USA ISL UK

♦ Þýðingar. Það eru ekkert nema góðar fréttir af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andri Snær Magnason. Útgefandinn í New York, Seven Stories Press, tilkynnti að vefsíðan GirlieGirl Army hefði mælt með The Story of the Blue Planet. Frétt á vef 7SP má lesa hér.

Útgefandinn í Bretlandi, Pushkin Presshefur gefið út áhugavert ítarefni og verkefnalista fyrir skólakrakka sem vel má mæla með. Efnið má finna hér í pdf-skrá: Ideas and activities for exploring The Story of the Blue Planet.

♦ Translations. All seems fine with the English editions of Sagan af bláa hnettinum by Andri Snær Magnason. The publisher in New York, Seven Stories Press, announced the other day that GirlieGirl Army had picked The Story of the Blue Planet for their kids. For the post on 7SP website: click here.

The publisher in the UK, Pushkin Press, has published a very nice study pack on their website, worth recommending. Click here for a pdf-doc: Ideas and activities for exploring The Story of the Blue Planet.

Fiðrildaflug í London | A Blue Planet and butterflies in London

TalesOnMoonlaneUKweb

♦ Myndskreytingar. Ég fékk þessa skemmtilegu mynd á Twitter í morgun! Bókabúðin Tales On Moon Lane fékk leyfi til að nota myndir úr Sögunni af bláa hnettinum til gluggaskreytinga. Bókabúðin er í Herne Hill í London og hlaut m.a. viðurkenningu árið 2011: The Walker Independent Children’s Bookshop of the Year 2011. Sagan af bláa hnettinum kemur út hjá Pushkin Press í London. Sjá einnig fyrri frétt um bókadóm.

♦ Illustrations. This image was on my screen via Twitter this morning: A lovely decoration in the bookstore Tales On Moon Lane in East London. Looks very inviting! This ambitious bookstore was chosen The Walker Independent Children’s Bookshop of the Year 2011.
The Story of the Blue Planet is published by Pushkin Press, London. Reviews and more here.

Bókadómur: Sagan af bláa hnettinum í Bretlandi | The Story of the Blue Planet: reviewed in Books for Keeps

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Bókadómar. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason var að fá góðan dóm í Bretlandi í tímaritinu Books for Keeps undir greinartitlinum „Editor’s Choice“. Hér má lesa dóminn og hér: Books for Keeps. Útgefandi bókarinnar í Bretlandi er Pushkin Press.

♦ Book Review. The Story of the Blue Planet by  Andri Snær Magnason is the Editor’s Choice in this month’s Books for Keeps, an online children’s book magazine in the UK. The Story of the Blue Planet published by Pushkin Press.

“With attractive illustrations by Áslaug Jónsdóttir, which have gained her international recognition, The Story of the Blue Planet has already been made into a play and translated into sixteen languages from the original Icelandic, before finding a publisher here in Pushkin Press, a company newly established with the express purpose of “sharing the very best stories from around the world.” This is an excellent choice to kick off their list. Ambitious and intriguing, it creates a fable whose contemporary relevance will be easily grasped by its intended readers. In its mix of social satire and religious overtones, it reminds me of Wilde’s fairy tales. … there is nothing that I can think of in contemporary English language writing for children that has this kind of ambition.” –  Clive Barnes

Tenglar: Fyrri frétt um dóma í Bandaríkjunum.
Heimasíða Andra Snæs.
Links: Post on reviews in the USA.
Andri Snær Magnason’s homepage.

The-Story-of-the-Blue-Planet-PushkinPress-2

Þrír dagar | Three days

Viðburðir. Í dag, 24. apríl, er síðasti vetrardagur eins og berlega kom í ljós með snjókomu í Reykjavík í morgun. Í gær, 23. apríl, var Dagur bókarinnar og alla vikuna eru áhugaverðir bókmenntaviðburðir vítt og breitt um borgina, eins og lesa má á vef Bókmenntaborgarinnar. Í fyrradag, 22. apríl, var Dagur Jarðar, þó allir dagar séu í raun dagar Jarðar og dagar góðra bóka. Á vefnum The Children’s Book Review var bent á að Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason væri ákjósanleg lesning á Degi Jarðar og það sama gerði útgefandinn, Seven Stories Press.

Eftir tæpa þrjá daga er kosið til Alþingis. Ég mæli með því að þeir sem vanræktu Dag Jarðar og Dag bókarinnar rifji upp til dæmis Draumalandið eða Söguna af bláa hnettinum fyrir kosningar. Ryksugandi sölumenn hafa safnað fiðrildadufti, slá ryki í augu, slá um sig og bjóðast til þess að negla sólina fasta yfir Íslandi. Ekki kjósa Gleði-Glaum.

solglaumurwww

Events. Today, 24th of April, is the last day of winter in Iceland, so of course it snowed heavily this morning! Yesterday, 23rd of April, was World Book Day, which is celebrated the whole week in Reykjavik Unesco City of Literature, with many interesting book events. The day before, 22nd of April, was Earth Day. All in all a good reason to celebrate, although every day should be a day of the Earth and a day of a good book. In The Children’s Book Review, The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason was selected on a list of recommended reading on Earth Day. The publisher, Seven Stories Press, also pointed that out.

In less than three days we have parliamentary elections in Iceland. I recommend good reading before voting: two books by Andri Snær: Dreamland: A Self-Help Guide for a Frightened Nation, and The Story of the Blue Planet. I fear that too many will put their vote on Gleesome Goodday and his promises of flying in endless sunlight.

Bókadómar í Bandaríkjum | Book reviews in USA

UsSaganAfBlaa Bókadómar. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason fær fína dóma vestan hafs. Lesa má meira um það hjá forlaginu Seven Stories Press í New York og heimasíðu Andra Snæs. Að vanda er teiknarans ekki alltaf getið, en hér plokkaði ég út hrósið svo því sé haldið til haga.

 Book ReviewThe Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason (illustrated by Áslaug Jónsdóttir), published by Seven Stories Press, New York, has received excellent reviews in the States. Read more about it here: at Seven Stories Press or on Andri Snær Magnason’s homepage. As usual the illustrator is not always mentioned but I still managed to pick out some praise.

Typographical Era:
“Magnason’s beautifully illustrated and expertly translated book is charming, eccentric, moving, and humbling – often reminiscent of Roald Dahl or William Steig.” – Karli Cude
Typographical Era:
“Of course any review of this particular tale would be incomplete with a mention about the artwork, some of which is sampled here. While it certainly won’t be to everyone’s liking, it does possess a uniqueness about it that binds the reader to the story, propelling them ever deeper into the world that Magnason has gleefully created. It’s both playful and innocent in a way that matches his young subjects.” – Aaron Westerman
Truthout:
“It’s a delightful and pointed tale. Indeed, The Story of the Blue Planet, aided by Aslaug Jonsdottir’s fanciful and evocative illustrations, raises important issues about greed, collaboration, friendship and trust that will kick-start discussions among children and their caretakers.” – Eleanor J Bader
Books for Kids:
“The illustrations are lovely and offer a visual stimulus for the story.  This is one of those books that I think every child should read.” – Dena / Books for Kids

The New York Times – Stealing the Sunlight by Amanda Little
Publishers Weekly – 
Kirkus
The Complete Review

Sagan af bláa hnettinum hlýtur viðurkenningu | Green Earth Book Awards

NatGen-book-seal2 Bókaverðlaun. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason hlaut á dögunum viðurkenningu í Bandaríkjunum þegar tilkynnt var að bókin hefði hlotið The Green Earth Honor Awards 2013. Verðlaunað er í fimm flokkum en sjö bækur hljóta að auki heiðursverðlaun og var Sagan af bláa hnettinum, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy, ein þeirra. Það er The Nature Generation sem veitir verðlaunin, en þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2005. Sagan af bláa hnettinum er gefin út hjá Seven Stories Press í New York og er með upprunalegum myndskreytingum en í broti ólíku frumútgáfunni.

UsSaganAfBlaa

 Book Prize. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason (illustrated by yours truly: Áslaug Jónsdóttir) has been announced a winner of the Green Earth Honor Awards 2013, awarded by The Nature Generation, first handed out in 2005. The Story of the Blue Planet  is translated by Julian Meldon D’Arcy and published by Seven Stories Press, New York. It has the original illustrations, though the format and layout differs from the original. Follow the links above to read more!

♦ Uppfært 6. apríl 2013: Stoltur handhafi The Green Earth Honor Awards 2013Andri Snær Magnason, sendi í dag skeyti með myndinni hér fyrir neðan, en verðlaunin voru afhent í gær, 5. apríl, í tengslum við Salisbury University Read Green Festival í Maryland. Til hamingju Andri Snær!

photoASMweb♦ Updated April 6. 2013: I just received a mail with this photo from a proud winner of the Green Earth Honor Awards 2013Andri Snær Magnason, who accepted the prize yesterday, April 5., at Salisbury University Read Green Festival in Maryland. Congratulations Andri Snær!