Bók í boði listamannanna: Andri Snær Magnason gerði sér lítið fyrir og las upp á myndband alla enska þýðingu Sögunnar um bláa hnöttinn sem nú má hlýða á, án endurgjalds, á vef Iceland Naturally eða á myndböndunum hér fyrir neðan. Á vef Iceland Naturally er að finna nánari upplýsingar, m.a. um tengda viðburði, myndasamkeppni o.fl. Enska þýðingu sögunnar gerði Julian Meldon D’Arcy. Upplestrarnir skiptast í sjö lestra og inn í þá fléttast upprunalegu myndlýsingarnar og að hluta til bókarhönnun sem ég gerði árið 1999. Njótið vel!
Story time – by courtesy of the artists: Author Andri Snær Magnason reads his award winning book: The Story of the Blue Planet with illustrations/book design I made for the Icelandic original, Sagan af bláa hnettinum, in 1999. The Story of the Blue Planet was the first children’s book to win the Icelandic literary award. It has been published in more than 30 languages and received numerous prizes and awards. The readings are published on this site: Iceland Naturally with additional information, drawing competition (win a hard copy of the story), information on a live Q+A session with the author and more.
English translation by Julian Meldon D’Arcy.
Publishers in the UK: Pushkin Press, publishers in the US: Seven Stories Press. See links for purchase.
The Story of the Blue Planet | Text © Andri Snær Magnason | Illustrations © Áslaug Jónsdóttir.
Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.