Skrímslafréttir | Monster news!

123-Monster-SvCover-2015-lwrFRONTweb♦ Bókaútgáfur og upplifunarsýningAf litla skrímslinu og stóra skrímslinu er allt gott að frétta og þau eru sannarlega í fullu fjöri. Hér eru helstu tíðindi af skrímslunum, heima og heiman.
♦ Books releases and upcoming exhibition: Little Monster and Big Monster are doing just fine. Here are the latest news!

Endurútgáfur í Svíþjóð. Það er alltaf gaman að senda bækur af stað í prentun – og það á hreint ekki síður við um endurútgáfur, enda sérdeilis gleðilegt þegar útgefendur treysta bókunum til að lifa lengur en sína fyrstu útgáfu. Útgefendur okkar skrímslanna í Svíþjóð, Kabusa Böcker, ákváðu að endurútgefa fyrstu bækurnar: Nej! sa lilla monster, Stora monster gråter inte og Monster i mörkret. Þessar bækur komu út hjá Bonnier Carlsen árin 2004, 2006 og 2007 og hafa verið ófáanlegar um langa hríð, en koma nú aftur í bóksölur í lok sumars.
♦ Reprints in Sweden: The Swedish version of the first three books about Little Monster and Big monster were originally published by Bonnier Carlsen in 2004, 2006 and 2007. Five more titles have been published by Kabusa Böcker, who are now republishing the first three books who have been out of print for many years now. Book release for these three books in Sweden will be later this summer.

EftertankenOpslag

Opna úr „Eftertankens Följetong“ eftir Ingmar Lemhagen | Spread from “Eftertankens Följetong” by Ingmar Lemhagen.

Í bók um Biskops Arnö. Tilurð bókanna um skrímslin tvö fær sérstaka umfjöllun í nýútkomnu riti Ingmar Lemhagen um norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö, sem þar hafa verið haldin allt frá árinu 1960. Bókin nefnist Eftertankens Följetong. Kalle Güettler segir frá þessum tíðindum hér. Við skrímslahöfundar lögðum til myndir og efni tengt samvinnu okkar höfundanna þriggja, sem hefur staðið yfir frá því að við hittumst á námskeiði á Biskops Arnö árið 2001.
♦ All about the beginning! Little Monster and Big monster are thoroughly represented in a new book about the Nordic seminars for writers and illustrators, held at Biskops Arnö in Sweden. The book is in Swedish: Eftertankens Följetong by Ingmar Lemhagen. My co-author of the Monsterseries, Kalle Güettler, tells us more about all this here in his blog – in Swedish.

8-MCovers-lowres

Skrímslin á ensku. Það voru fleiri skrímslabækur en sænskar endurútgáfur í umbroti hjá mér. Nýjar þýðingar á ensku eru nú tilbúnar hjá Forlaginu fyrir áhugsama útgefendur! Snilldarhöfundurinn Salka Guðmundsdóttir sá um þýðinguna.
♦ English translations: This is an important announcement to publishers! The books about Little Monster and Big Monster are now available in a provisional English translation, all set up for enjoyable reading with the illustrations and text as in the original design. Translator is the excellent author and translator Salka Guðmundsdóttir. For more information contact: Forlagid Rights Agency.

Upplifunarsýning í Gerðubergi. Sannast sagna hafa skrímslin átt hug minn allan undanfarið. Í undirbúningi er farandsýning þar sem gengið verður inn í heim bókanna um skrímslin tvö. Áformað er að opna sýninguna í Gerðubergi Menningarhúsi í október, en síðar heldur sýningin til Svíþjóðar og Færeyja. Ég er ábyrg fyrir hönnun sýningarinnar ásamt Högna Sigurþórssyni. Hér fyrir neðan má gægjast inn í módelið sem ég hef notað í hugmyndavinnunni.
♦ Books releases and exhibition: I could say that my mind has been occupied with monsters for quite some time. An interactive exhibition for children, based on the eight books about the two monsters will open in October in Gerðuberg Culture House. It will later to travel abroad: hopefully to the other monster-homelands: Sweden and the Faroe Islands. My co-exhibition designer on this project is the experienced and skilled designer and sculpturer Högni Sigurþórsson. Below is a little sneak-peak in to the model where I have tested various ideas for the exhibition.

One thought on “Skrímslafréttir | Monster news!

  1. Pingback: Alla monsterböcker nu i engelsk översättning | Kalle Güettler, författare

Comments are closed.