Skrímslafréttir | Monster news!

123-Monster-SvCover-2015-lwrFRONTweb♦ Bókaútgáfur og upplifunarsýningAf litla skrímslinu og stóra skrímslinu er allt gott að frétta og þau eru sannarlega í fullu fjöri. Hér eru helstu tíðindi af skrímslunum, heima og heiman.
♦ Books releases and upcoming exhibition: Little Monster and Big Monster are doing just fine. Here are the latest news!

Endurútgáfur í Svíþjóð. Það er alltaf gaman að senda bækur af stað í prentun – og það á hreint ekki síður við um endurútgáfur, enda sérdeilis gleðilegt þegar útgefendur treysta bókunum til að lifa lengur en sína fyrstu útgáfu. Útgefendur okkar skrímslanna í Svíþjóð, Kabusa Böcker, ákváðu að endurútgefa fyrstu bækurnar: Nej! sa lilla monster, Stora monster gråter inte og Monster i mörkret. Þessar bækur komu út hjá Bonnier Carlsen árin 2004, 2006 og 2007 og hafa verið ófáanlegar um langa hríð, en koma nú aftur í bóksölur í lok sumars.
♦ Reprints in Sweden: The Swedish version of the first three books about Little Monster and Big monster were originally published by Bonnier Carlsen in 2004, 2006 and 2007. Five more titles have been published by Kabusa Böcker, who are now republishing the first three books who have been out of print for many years now. Book release for these three books in Sweden will be later this summer.

EftertankenOpslag

Opna úr „Eftertankens Följetong“ eftir Ingmar Lemhagen | Spread from “Eftertankens Följetong” by Ingmar Lemhagen.

Í bók um Biskops Arnö. Tilurð bókanna um skrímslin tvö fær sérstaka umfjöllun í nýútkomnu riti Ingmar Lemhagen um norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö, sem þar hafa verið haldin allt frá árinu 1960. Bókin nefnist Eftertankens Följetong. Kalle Güettler segir frá þessum tíðindum hér. Við skrímslahöfundar lögðum til myndir og efni tengt samvinnu okkar höfundanna þriggja, sem hefur staðið yfir frá því að við hittumst á námskeiði á Biskops Arnö árið 2001.
♦ All about the beginning! Little Monster and Big monster are thoroughly represented in a new book about the Nordic seminars for writers and illustrators, held at Biskops Arnö in Sweden. The book is in Swedish: Eftertankens Följetong by Ingmar Lemhagen. My co-author of the Monsterseries, Kalle Güettler, tells us more about all this here in his blog – in Swedish.

8-MCovers-lowres

Skrímslin á ensku. Það voru fleiri skrímslabækur en sænskar endurútgáfur í umbroti hjá mér. Nýjar þýðingar á ensku eru nú tilbúnar hjá Forlaginu fyrir áhugsama útgefendur! Snilldarhöfundurinn Salka Guðmundsdóttir sá um þýðinguna.
♦ English translations: This is an important announcement to publishers! The books about Little Monster and Big Monster are now available in a provisional English translation, all set up for enjoyable reading with the illustrations and text as in the original design. Translator is the excellent author and translator Salka Guðmundsdóttir. For more information contact: Forlagid Rights Agency.

Upplifunarsýning í Gerðubergi. Sannast sagna hafa skrímslin átt hug minn allan undanfarið. Í undirbúningi er farandsýning þar sem gengið verður inn í heim bókanna um skrímslin tvö. Áformað er að opna sýninguna í Gerðubergi Menningarhúsi í október, en síðar heldur sýningin til Svíþjóðar og Færeyja. Ég er ábyrg fyrir hönnun sýningarinnar ásamt Högna Sigurþórssyni. Hér fyrir neðan má gægjast inn í módelið sem ég hef notað í hugmyndavinnunni.
♦ Books releases and exhibition: I could say that my mind has been occupied with monsters for quite some time. An interactive exhibition for children, based on the eight books about the two monsters will open in October in Gerðuberg Culture House. It will later to travel abroad: hopefully to the other monster-homelands: Sweden and the Faroe Islands. My co-exhibition designer on this project is the experienced and skilled designer and sculpturer Högni Sigurþórsson. Below is a little sneak-peak in to the model where I have tested various ideas for the exhibition.

Skrímslakisi: Bókadómar í Svíþjóð | Book reviews in Sweden

monsterkatten3dhu♦ Bókadómar. Skrímslakisi, sem í sænskri útgáfu heitir Monsterkatten og gefinn er út hjá Kabusa Böcker, fékk nokkrar ljómandi fínar umsagnir á árinu sem leið. Helene Ehriander, lektor í bókmenntum við Linnéháskólann í Svíþjóð, skrifaði ritdóm um Skrímslakisa í BTJ-häftet, tímarit þjónustumiðstöðvar bókasafna í Svíþjóð. Þar segir meðal annars um Monsterkatten: „… sem er, eins og fyrri bækurnar, spennandi afrakstur samstilltra hugmynda, ósvikins húmors og sköpunargáfu í ríkum mæli. … Það sem gerir skrímslabækurnar svo áhugaverðar er að þær segja frá andstyggilegum og erfiðum tilfinningum með hlýju og húmor. Ekkert er einfaldað og enginn vísifingur er á lofti. … Umbrotið er fjölskrúðugt og verður hluti af myndlýsingunum þar sem letrið miðlar einnig á grafískan hátt því sem liggur að baki orðunum. Myndirnar eru listrænar og aðgengilegar og tjá ríkar tilfinningar. Sögurnar um þessa tvo skrímslavini eru í uppáhaldi hjá mörgum börnum og það er ánægjulegt að sjá að Skrímslakisi er af jafn miklum gæðum og fyrri bækurnar.“

BTJ-dómurinn í heild sinni:
„Detta är den åttonde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet. Konflikten är lätt igenkännbar. Lilla Monster har fått en kattunge och Stora Monster känner sig svartstjuk för att den får så mycket tid och kärlek samtidigt som han är avundsjuk för att han inte har nagon egen kattunge. Stora monster gömmer kattungen och spelar ovetande när Lilla monster letar efter den, men på sista sidan har problemet lösts på att fint sätt. Det som er så interessant med monster-böckerna är att de skildrar fula och elake känslor med värme och humor. Inget förenklas och inga pekpinnar viftar. Läsaren kan prove de olika rollerna och känna de olika känslorna utan att de finns något fördömande i bakgrunden. Texten flyter med rytm och känsla. Layouten är varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. Bilderna är konstnärliga och lättilgängliga med många starka känslouttryck. Berättelserna om dessa två monsterkompisar har blivit många barns favoritläsning och det er glädjande att Monsterkatten är av lika hög kvalitet som de tidigare.“
– Helene Ehriander, BTJ-häftet, október 2014

Eva Emmelin skrifar um þrjár barnabækur í Skånska Dagbladet, þar á meðal um Monsterkatten og bendir á sögurnar tvær í bókinni: „Í myndrænu frásögninni er hægt að fylgjast með samviskubitinu sem greinilega hleðst smám saman upp hjá stóra skrímlinu. Börnin fá tvær sögur í bókinni, eina spennandi (hvar er skrímslakisi?), og aðra sem læðist óþægilega að lesandanum (kemst einhver að því hvað stóra skrímslið hefur gert?).“

„Den som inte är uppmärksam kanske missar håven som dyker upp i bild och tror att Stora monster är genuint orolig när Monsterkatten inte dyker upp en kväll. Att bildvägen följa det dåliga samvete som så tydligt kryper över Stora monsters är en upplevelse. För barnen får boken två historier, den första nervkittlande (var kan monsterkatten vara?), den andra krypande obehaglig (när ska någon komma på vad Stora monster gjort?).“  – Eva Emmelin, Skånskan 18. október 2014

Í bókabloggum má líka finna ummæli um Skrímslakisa. Marika er umsvifamikill bloggari og skrifar færslu í Marikas bokdagbok um Monsterkatten. Hún gefur þessa einkunn: „Fin berättelse om starka känslor.“ Í bloggfærslu í janúar 2015 taldi Marika svo upp bestu barnabækur ársins 2014 að hennar mati: „Den allra bästa barnboken var nog “Monsterkatten” av Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir.“

Í Hemmets Vedotidning voru taldar upp sjö bækur sem ver kynnu bestu kostirnir í jólapakkana. Þar var mælt með Skrímslakisa: „Dásamleg bókaröð … skemmtilegar myndir og mátulega hræðileg skrímsli.“

„Monster till minstingen. Monsterkatten är det senaste tillskottet i den populära och prisbelönta Monsterserien. En underbar serie för 3-6-åringar om Stora monster och lilla monster som hamnar i olika situationer som barnen känner igen. Roliga bilder och lagom läskiga monster.“  – Hemmets Vekotidning, 19. desember 2014.

♦ Book reviews. Book reviews on Skrímslakisi – Monsterkatten (The Monster Cat) were few but splendid in Sweden in 2014. An important review was in the Swedish Library Magazine: BTJ-häftet, by Helene Ehriander, where it read: “What is so fascinating about the monster-books is that they portray ugly and difficult feelings with warmth and humor. Nothing is simplified and there are no fingers pointed. The reader may try out different roles and emotions, without any condemnation hovering overhead. The text flows with rhythm and flair. The layout is varied and becomes part of the illustrations where type and text also graphically express the emotions behind what is being said. The pictures are artistic and accessible with many strong emotional expressions. The stories of the two monsters friends have become many children’s favorite reading, and it is gratifying to learn that The Monster Cat is of the same quality as the previous books.”

The Monster Cat was highly recommended in Hemmets Vedotidning and in Marikas bokdagbok here and here; as well as review by Eva Emmelin in Skånska Dagbladet; where she points out the two stories in the book, one in the text and then the second in the illustrations: “To experience through the illustrations the bad conscience that so clearly creeps over the Big Monster is an adventure. For children, the book has two stories, the first a thrilling one (where can the monster cat be?), and then the other unpleasantly creeping in (will someone find out what Big Monster has done?).”

Sænsku skrímslin á Readly | The Monster series on Readly

Readly MonsterBocker

♦ RafbækurFjóra titla úr bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið má nú lesa á sænsku á rafbókavefnum Readly. Readly er stafrænt bókasafn þar sem lesa má bækur að vild fyrir mánaðarlegar greiðslur, eða um hundrað krónur sænskar á mánuði. Útgefandi skrímslabókanna í Svíþjóð er Kabusa Böcker.

♦ E-booksFour Swedish titles from The Monster series, published by Kabusa Böcker, are now available on Readly. Readly is a digital subscription service for tablets, providing unlimited access to books at a low monthly fee: 99,- Swedish kroner.

Skrímslin eiga afmæli! | Celebrating 10 years anniversary!

Skrimslin10araVeislaweb

♦ Útgáfuafmæli! Skrímslin halda upp á afmælið sitt um þessar mundir því að í haust eru tíu ár liðin frá því að fyrsta bókin um skrímslin kom út: Nei! sagði litla skrímslið, árið 2004. Síðan þá höfum við norræna tríóið: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal skapað fleiri ævintýri um skrímslin, alls átta bækur. Skrímslin tvö eiga vini um víða veröld því bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Skrímslin hafa líka stigið á svið, bæði stór og smá. Hér má lesa meira um það allt og samstarf okkar skrímslanna, sem reyndar nær allt til ársins 2001! Húrra, hvað það hefur verið gaman!

Afmælið gefur sannarlega tilefni til þess að þakka góðu samstarfsfólki frjótt og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Þar má nefna: Sigþrúði, Úu og Völu og alla hina á Forlaginu; fyrstu útgefendur okkar í Svíþjóð hjá Bonnier Carlsen; núverandi útgefendur okkar í Svíþjóð: Kerstin Aronsson og fólkið hennar á Kabusa; Niels Jákup og Marna hjá BFL; og ég má raunar til með að minnast á skrímslin í leikhúsinuÞórhall Kúlu-leikhússtjóra, Friðrik og Baldur Trausta og allt listafólkið hjá Þjóðleikhúsinu. En umfram allt þakka ég meðhöfundum mínum þeim Kalle og Rakel og síðast en ekki síst: litla og stóra skrímslinu, sem eiga í okkur hvert bein – eins og við í þeim.

Í tilefni af afmælinu endurútgefur Forlagið þriðju bókina, Skrímsli í myrkrinu, en fyrstu tvær bækurnar: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar árið 2011. Nýja bókin Skrímslakisi er einnig nýkomin út.

M3-Skrimsliimyrkrinu-CoverWeb♦ Book Birthday! Little Monster and Big Monster celebrate 10 years anniversary this fall. In 2004 the first book, No! Said Little Monster, was published in Icelandic by Forlagið, in Swedish by Bonnier Carlsen and in Faroese by Bókadeildin. We, the author-team of three: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, have since then created many more stories about the two monsters, we have even done monster-plays and puppet-theater! In all eight books about Little Monster and Big Monster, that are now being translated and published in still more languages. You can read more about our books and our collaboration here and see samples from the other books here.

I am grateful for the wonderful and inspiring time I have had working on the monsterbooks – and all the good people helping us along the way. Thank you Sigþrúður, Úa and Vala and all the others at Forlagið; thank you Bonnier Carlsen, our first Swedish publisher; thank you Kerstin Aronsson and all the staff at Kabusa; thank you Niels Jákup and Marna at BFL! Foremost I have enjoyed the collaboration with friends and authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal and last but not least: I am happy to have met Little Monster and Big Monster. These two are still teaching me a lot about myself!

To celebrate the anniversary our publisher in Iceland, Forlagið, is reprinting the title Monsters in the Dark. (Skrímsli í myrkrinu). And the new book The Monster Cat (Skrímslakisi) has also just been released. It’s a monster-feast!

Skrímslakisi er sloppinn út! | The Monster Cat is out!

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb

♦ BókaútgáfaSkrímslakisi er kominn út! Hann leikur lausum hala í öllum betri bókaverslunum.

Kynningartexti Folagsins:
„Litla skrímslið hefur eignast kettling. Hann kisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur skrímslakisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult?

Skrímslakisi er áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir.“

♦ Book releaseSkrímslaerjurThe Monster Cat – is out now! It was already released in Sweden a week ago. The Swedish title Monsterkatten is published by Kabusa Böcker and the Faroese version will soon be available.

This is the eighth book about Little Monster and Big Monster. Read more about the authors and our collaboration here and see samples from the other seven books here.

 Forlagið – vefverslun – online shop.

 

 

Skrímslin kvöddu Kabloggen | Farewell to Kabloggen

StenMonsterWeb©AslaugJ

♦ Steinhissa skrímsli!  Oh no! Little Monster and Big Monster have turned into stone!!!

♦ Skrímslablogg. Pistlarnir um skrímslin á Kabloggen verða ekki fleiri að sinni, síðustu póstar birtust 31. júlí þegar skrímslabókahöfundarnir þökkuðu pent fyrir sig á sænsku og dönsku. Þeir sem lesa þau tungumál gætu haft gaman af því að glugga í skrifin, en nýjustu færslurnar má lesa hér: Kablogg-póstar skrímslahöfundanna í júlí 2013.

♦ Monster blog. Through July, we the three authors of the Monster series, Áslaug, Kalle and Rakel, had our month of fame at Kabloggen, an authors blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker. We did twenty-something blog-posts with a lot of photos and drawings! Text in Danish and Swedish only, sorry! But check out the images! Kabloggen: Monster time in July 2013!

Skýjafar hjá skrímslum | Monsters, clouds and colors

Monsterbraak-blog

♦ Skrímslablogg: Vildi bara láta vita af sænsk-dönskum bloggpósti á Kabloggen! Skyernes farver ~ Molnens färger. Um skin og skúri hjá litla og stóra skrímslinu í Skrímslaerjum, skýjafar og liti himins hér og hvar í heiminum!

♦ Monster blog: This is an illustration from Skrímslaerjur (Monster Row / Monster Squabbles) – not the original text though. If you read Danish (or something of the kind) check out Kabloggen: Skyernes farver ~ Molnens färgerThoughts on the symbolic use of clouds and rain in Skrímslaerjur, etc. Illustrations and photos …

Bloggað á svönsku| Swedish Monster blog in July

KabloggenRAK

♦ Skrímslin blogga! Sænsku útgefendur okkar skrímslanna, Kabusa böcker, halda úti vefdagbók, KABLOGGEN, þar sem höfundar blogga um bækurnar sínar og fleira. Þaðan ætlum við Kalle og Rakel að senda fréttaskeyti af skrímslum og almennum sumarönnum í júlí. Við Rakel ræddum nokkuð möguleika okkar á að setja met í sænskum ambögum en ekki er útséð með þá tign. Í gegnum tólf ára samstarf höfum við þrjú þróað skandinavískt samskiptamál sem við notum mikið okkar á milli, þ.e. svönsku. Þó ritmálið sé ekki fullþróað er ekki ólíklegt að við notum það á blogginu … En Kalle Güttler hóf skrifin í dag á púra sænsku og færslu hans um upphafið að skrímslaævintýrinu má lesa hér: Nordiska monster i full fart!

Monsterbraak-Kabusa ♦ Blogging monsters! Our Swedish publisher, Kabusa böcker asked us three authors of the books about the little monster and the big monster to blog at their author’s website, KABLOGGEN in July. So for fresh news and monster chat in Swedish and Danish (or perhaps Swanish, our native monster language) check out KABLOGGEN this month. Kalle Güttler is already out this morning with a post about how it all started: Nordiska monster i full fart! (in Swedish).

Fleiri bækur! | Reviewer: More books!

SkrimslaerjurRifrildi-web

♦ Bókadómur. „Skemmtileg deilugjörn skrímsli“  hljómar fyrirsögnin á bókadómi Peter Grönborg í Borås Tidningen í Svíþjóð, en þar fjallar hann um sænsku útgáfuna af Skrímslaerjum: Monsterbråk. Í dóminum segir m.a.: „Funandi tilfinningasveiflunum er lýst með hlýjum húmor. Sáttasenurnar eru óborganlegar.“  Þó þetta sé sjöunda bókin um skrímslin finnur Peter engin þreytumerki á höfundarverkinu og sendir okkur því skýlausa hvatningu: Fleiri bækur!
Smellið á tengillinn fyrir neðan til að lesa dóminn á sænsku.

 Book review. “Humorous quarellsome monsters” is the headline for the review on Monster Squabbles in Borås Tidningen Newspaper in Sweden. Peter Grönborg says there: “The explosive mood swings are illustrated with warm sense of humor. The scenes of reconciliation are priceless.” And although this is the seventh book about the monsters, the reviewer finds that they are still going strong and he therefore exhorts: More books!
For further reading in Swedish, click the link below.

Monsterbråk – Borås Tidningen 04.05.2013

Beint í hjartastað | Straight to the heart

MonsterbraakSvCoverWeb♦ Bókadómur. Skrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, fengu fínan dóm í dagblaðinu Norrtelje Tidning í morgun. Sænska útgáfan kom út á dögunum hjá Kabusa Böcker í Gautaborg. Í bókadóminum segir Margaretha Levin Blekastad m.a. eitthvað á þessa lund: „Bækurnar um litla og stóra skrímslið eru aðlaðandi á svalan hátt, með stórbrotnum myndum og djörfum sjónarhornum. … Það er eitthvað við sauðþráa kergjuna og hárbeittar tennur litla skrímslisins sem hittir beint í hjartastað.“
Dóminn í heild sinni má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

 Book review. Monster Squabbles in Swedish received a good review in Norrtelje Tidning Newspaper today. Our publisher in Sweden, Kabusa Böcker, release the book about four weeks ago. The reviewer in NT says: “The books about Little Monster and Big Monster have a cool appeal, with impressive illustrations and bold points of view. … There is something about Little Monster’s resilient stubbornness and razor-sharp teeth that goes straight to the heart”.
For the whole review in Swedish, click the link below.

Monsterbråk – Norrtelje Tidning 14.05.2013

Skrímslaerjur á sænsku | Monster Squabbles in Swedish

MonsterbraakSvCoverWeb

 BókaútgáfaSkrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, koma út í dag með braki og brestum. Forlagið Kabusa böcker gefur bókina út í Svíþjóð og tilkynnir að efnið sé: „färgstarkt, känslosamt, explosivt“ eins og lesa má hér á heimasíðu Kabusa og í fréttatilkynningu hér.

 Book release. The seventh book in the Monsterseries (Skrímslaerjur) is out in Swedish today. Monsterbråk is published by Kabusa Böcker in Göteborg and is introduced as „colorful, impassioned and explosive“. Press release in Swedish here.