♦ Föstudagsmyndir: Í febrúar er náttúran og lífríkið enn í vetrarham: dagarnir eru gráir og kaldir, fátt sýnist lifandi. Það er samt alltaf eitthvað að gerast við ströndina, í fjörunni og hafinu. Þessar myndir eru frá göngu undir Melabökkum við Melaleiti í gær.
Haförn (Haliaeetus albicilla): Ég var að vaða grynningar við Kotatanga þegar ég sá haförninn í fjarska. Gæsir, endur, mávar og hrafnar létu auðvitað strax vita með krunki og kvaki. Ég var því miður ekki með sterka aðdráttarlinsu en ákvað að krjúpa niður ef örninn fengi þá áhuga á að skoða það sem lægi í fjöruborðinu, því eins og aðrir fuglar forðast ernir tvífætlinga. Örninn flaug fremur lágt yfir öldufallinu en beygði svo af leið og tók stefnuna á bráðina: mig! Sveif hátt og hringsólaði með þungum vængjatökum. Magnaður fugl. Sumpart var ég fegin að hann sá í gegnum þennan leik minn þó ég hefði verið til í nærmynd.
♦ Photo Friday: On a grey and gloomy day, at this is the time of year, you might think nature is in it’s dullest mood and that there is nothing noteworthy to see. But walk along the seashore always proofs that wrong. Yesterday my wander led to these photos.
White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla): Just to spot a sea eagle is always exciting. So huge! So majestic! Although I didn’t have my best lens for the occasion I managed to get some photos. I was wading the shallows when I saw the big bird in the far, causing a stir amongst geese, ducks, seagulls and ravens. Not happy to be without a good zoom lens I decided to kneel down or cringe if that could make the eagle interested in me – if I looked more like a seal in trouble than I human being I might get to see it closer. And I did. Instead of flying over the breaking waves it took a turn and hovered over me for a while. Like most of the eagles in Iceland it is ringed but I couldn’t tell the number on the black (blue?) rings.
(I don’t post high-resolution photos on my blog so these will have to do.)
Landbrot við Melabakka er mikið, með ört vaxandi ágangi sjávar. Hér fyrir neðan eru myndir af hruni í bakkanum í gær.
The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up last years (50-100 cm / 20-40 inches pr year). With sea levels rising the porous cliffs are easily crumbled and swept away. See photo series below where I witnessed a big “chunk” fall down. Cliff height: 20-30 m.
Litir og munstur í fjörunni: | Colors and patterns at the beach:
Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.02.2016
Pingback: Fyrir augliti arnarins | Close encounter | Áslaug Jónsdóttir