Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, horfa lengra en í næsta vegg, anda að sér sjávarlofti. Stundum þarf hreint ekki að fara langt – bara rétt út á Seltjarnarnes! Myndirnar eru annars flestar frá Melaleiti – þar léku norðurljós í lofti um síðustu helgi, við sungum fyrir seli og ernir heilsuðu upp á okkur ítrekað. Því miður var ég ekki með aðdráttarlinsu og gæði mynda því slök. En ég læt þær fljóta fyrir stemminguna. Já, og sólin, hún var þarna, þrátt fyrir gaddinn.

Friday photo: Happy Bóndadagur! Today is the first day of the month of Þorri, the fourth winter month, – a day called Bóndadagur: „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good traditional food. This day may wisely be spent indoors: after the freezing cold of the past weeks, Þorri greets us with rain and strong wind. The tar-mixed ruts and snowdrifts turn into murderously slippery ice. Then it freezes again. These days, when the city shows its foulest and darkest side (Reykjavík, I still love you), what a joy it is to get out of town, bathe in the northern-lights, breathe the sea air and watch nature’s creatures, as we did last weekend. We sang to seals and the eagles greeted us repeatedly. And the sun, the sun was there! (Sometimes you don’t have to go far – just go to Seltjarnarnes!) Most of the photos are taken by Melaleiti farm – no quality photos but good mementos.


Landselur (Phoca vitulina) við Melabakka. Neðar: Haförn (Haliaeetus albicilla).
Harbor seal (Phoca vitulina) by Melabakkar cliffs. Below: White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.-19. jan.2023

Fyrir augliti arnarins | Close encounter

Sjónarhorn: Rigning og endalaus dumbungur síðustu vikur og mánuði hefur ekki lokkað mig út í myndaleit, en ég ráfaði þó út einn skárri daginn í síðastliðinni viku, með myndavélina um öxl, en nefið niðri við jörð. Ég leitaði að tvennu: ég hafði ímyndað mér að brandandar-parið sem ég sá enn og aftur við sjávarbakkana í Melaleiti væri farið að verpa þar (– ekki brandari en auðvitað vitleysa), en altént hafði ég gát á hreiðrum og fuglum. Og svo var ég líka að skima eftir fjögurra laufa smára í smárabreiðunum – ég hef stundum haft heppnina með mér í þeim efnum – sjá hér og hér. Kannski var ég að leita að táknum í náttúrunni, eða eins og svo oft áður, bara að leita að einhverju…

Styggðin sem kom að fuglum þar sem ég fór um var venju fremur mikil, en svo áttaði ég mig á því að ég væri ekki mesta ógnin á svæðinu. Þarna kom nefnilega aðvífandi örn með sínar löngu veiðiklær. Ég fleygði mér til jarðar ef ég mætti þannig vekja áhuga arnarins og mundaði linsuna. Örninn sveimaði yfir í tvígang.

Við eftirgrennslan hjá einum helsta arnarsérfræðingi landsins, Kristni Hauki Skarphéðinssyni, kom í ljós að þarna var á ferð ungur haförn úr Bakkahólma í Grunnafirði, merktur sumarið 2017.

Ég tek þennan óvænta fund með erninum auðvitað alvarlega. Það er vert að skoða hin ýmsu sjónarhorn og fá góða yfirsýn!

Point of view: Time has passed and I have been too busy to post any new photos on my blog. It has rained almost every single day since April and the dark clouds and dull light have not tempted me. But I wandered out one day last week, with my camera shouldered while mostly keeping my eyes on the ground. I searched for two things: I had imagined that the pair of shelducks (Tadorna tadorna) I kept seeing again and again at the seafront were actually nesting there, so I was carefully looking out for nests and birds. (Of course I was not right about the ducks, but plenty of other birds were there). And then I also spent time stroking patches of clover, looking for the four-leafed ones, since I have sometimes been lucky in that regard (see here og here). Maybe I was looking for signs in nature, or like so often before, just searching for something, something

Well, I found no four-leaf clover this time, but once again I was lucky to see a White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) just close to our farm Melaleiti near Melabakkar cliffs in West Iceland. The birds around me went exceptionally noisy and when I saw what scared them more than my intrusion, I threw myself down to raise the interest of the eagle. It circled over twice and I got some nice shots.

A chief specialist at The Icelandic Institute of Natural History, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, ornithologist and wildlife ecologist, could easily read the inscription of the rings on it’s legs and revealed that it was a young bird from the nearby islet Bakkahólmi in Grunnafjörður, ringed in the early summer (2017).

I take this unexpected encounter with the eagle seriously, of course. It’s always helpful to get a wider view on things and different perspectives on all matters.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.06.2018. Ath. Ég birti ekki myndir í hárri upplausn á vefnum. Note: I don’t post high-resolution photos on my blog.

Fjaran í febrúar | Beach walk in February

FjaranMelaleiti©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Í febrúar er náttúran og lífríkið enn í vetrarham: dagarnir eru gráir og kaldir, fátt sýnist lifandi. Það er samt alltaf eitthvað að gerast við ströndina, í fjörunni og hafinu. Þessar myndir eru frá göngu undir Melabökkum við Melaleiti í gær.
Haförn (Haliaeetus albicilla): Ég var að vaða grynningar við Kotatanga þegar ég sá haförninn í fjarska. Gæsir, endur, mávar og hrafnar létu auðvitað strax vita með krunki og kvaki. Ég var því miður ekki með sterka aðdráttarlinsu en ákvað að krjúpa niður ef örninn fengi þá áhuga á að skoða það sem lægi í fjöruborðinu, því eins og aðrir fuglar forðast ernir tvífætlinga. Örninn flaug fremur lágt yfir öldufallinu en beygði svo af leið og tók stefnuna á bráðina: mig! Sveif hátt og hringsólaði með þungum vængjatökum. Magnaður fugl. Sumpart var ég fegin að hann sá í gegnum þennan leik minn þó ég hefði verið til í nærmynd.

♦ Photo FridayOn a grey and gloomy day, at this is the time of year, you might think nature is in it’s dullest mood and that there is nothing noteworthy to see. But walk along the seashore always proofs that wrong. Yesterday my wander led to these photos.
White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla): Just to spot a sea eagle is always exciting. So huge! So majestic! Although I didn’t have my best lens for the occasion I managed to get some photos. I was wading the shallows when I saw the big bird in the far, causing a stir amongst geese, ducks, seagulls and ravens. Not happy to be without a good zoom lens I decided to kneel down or cringe if that could make the eagle interested in me – if I looked more like a seal in trouble than I human being I might get to see it closer. And I did. Instead of flying over the breaking waves it took a turn and hovered over me for a while. Like most of the eagles in Iceland it is ringed but I couldn’t tell the number on the black (blue?) rings.
(I don’t post high-resolution photos on my blog so these will have to do.)

Haförn1web©AslaugJons

Haförn2web©AslaugJons

Melabakkar1©AslaugJ

Gæsir við klakabrynjaða Melabakka.

Landbrot við Melabakka er mikið, með ört vaxandi ágangi sjávar. Hér fyrir neðan eru myndir af hruni í bakkanum í gær.

The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up last years (50-100 cm / 20-40 inches pr year). With sea levels rising the porous cliffs are easily crumbled and swept away. See photo series below where I witnessed a big “chunk” fall down. Cliff height: 20-30 m.

This slideshow requires JavaScript.

Litir og munstur í fjörunni: | Colors and patterns at the beach:

This slideshow requires JavaScript.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.02.2016