Skrímslin til Rússlands: Þau tíðindi eru nú að kvisast út að litla og stóra skrímslið séu á leið til Rússlands. Það er útgáfufyrirtækið Meshcheryakov Publishing House, sem í nóvember tryggði sér réttinn á þremur bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu. Fyrir nokkrum árum höfðu sömu útgefendur sýnt bókunum áhuga á Bologna bókastefnunni, en talsverð gleði virðist ríkja um samninginn við Forlagið og höfundana. Tíðindi á rússnesku má lesa hér og hér og á FBsíðu útgáfunnar hér.
Bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler eru nú orðnar níu talsins. Þær hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku og nýnorsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku – og nú innan tíðar eru titlar úr bókaflokknum væntanlegir á lettnesku og rússnesku.
Bækurnar um skrímslin hafa hlotið ýmsar viðurkenningar:
★ Skrímsli í vanda: Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 sem besta barna- og ungmennabókin.
★ Skrímslakisi: Valin á Heiðurslista IBBY 2016 fyrir myndlýsingar.
★ Skrímslakisi: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
★ Skrímslaerjur: Valin til upplestrar á Norrænu bókasafnsvikunni 2014.
★ Skrímslaerjur: Tilnefning til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013.
★ Skrímslakisi: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
★ Stór skrímsli gráta ekki: Tilnefning til Le prix des Incorruptibles 2012 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Frakklandi.
Úrslit: 3. sæti í flokki bóka fyrir yngstu lesendurnar (maternelle).
★ Skrímsli á toppnum: Bokjuryen 2010 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 3. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Skrímsli á toppnum: Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2011.
★ Skrímslapest: Bokjuryen 2008 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 2. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Stór skrímsli gráta ekki: Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2007.
★ Nei! sagði litla skrímslið: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, „Besta barnabókin 2004“.
★ Nei! sagði litla skrímslið: Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin 2004.
Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum og lesið meira um samstarf höfundanna hér.
Little Monster and Big Monster in Russian: The publishing rights to three books from the monsterseries have been sold to Meshcheryakov Publishing House in Russia. See news in Russian here and here and at Meshcheryakov’s FB-page here.
There are now a total of nine picture books about the Little Monster and the Big Monster by the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. They have all been published in the authors’ home countries: Iceland, Faroe Islands and Sweden, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian and Neo-Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech and Arabic, and titles now soon to be available in Latvian and Russian. See also illustrations from the books and quotes from reviews here. Read more about the series and the authors here. For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.
The books about Little Monster and Big Monster have received several awards and honors:
★ Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble): Nomination to The Icelandic Literature Prize 2017 – best children’s / YA book.
★ Skrímslakisi (Monster Kitty): Selected for IBBY Honour List 2016 for illustrations in
★ Skrímslakisi (Monster Kitty): The Bookseller’s Prize, Iceland: 3.-4. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2014.
★ Skrímslaerjur (Monster Squabbles): Selected for the Nordic Literary Week 2014:
★ Skrímslaerjur (Monster Squabbles): Nomination to Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize 2013.
★ Skrímslaerjur (Monster Squabbles):The Bookseller’s Prize, Iceland: 3. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2013.
★ Un grand Monstre ne pleure pas (Big Monsters Don’t Cry): Shortlisted for Le prix des Incorruptibles 2012 – Children’s Book Jury, France: In final: 3rd prize in selection of books for the youngest readers (maternelle).
★ Monster i höjden (Monster at the Top): Bokjuryen 2010 – Children’s Book Jury, Sweden. 3rd prize in the category: picturebooks 0+.
★ Skrímsli á toppnum (Monster at the Top): Nomination to Fjöruverðlaunin 2011– Women’s Literature Prize, Iceland.
★ Monsterpest (Monster Flue): Bokjuryen 2008 – Children’s Book Jury, Sweden. 2nd prize in the category: picture books 0+.
★ Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry): Reykjavík Children’s Literature Prize 2007.
★ Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster): The Bookseller’s Prize, Iceland: „Best Icelandic Children’s Book 2004“.
★ Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster): Dimmalimm – The Icelandic Illustrators’ Award 2004.
Pingback: Tre monsterböcker ges ut i Ryssland | Kalle Güettler, författare