Skrímslapest í Japan | Monster Flu in Japan

Skrímslafréttir! Myndabókin Skrímslapest kemur út í Japan í dag, 2. nóvember 2023, hjá forlaginu Yugi Shobou í Tokyo. Þýðandi er Shohei Akakura en þetta er þriðja bókin um skrímslin sem hann þýðir. Titillinn á japönsku er: かいぶつかぜ.

Á síðasta ári gaf forlagið Yugi Shobou út tvo titla úr bókaflokknum um skrímslin: Skrímsli í myrkrinuまっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou.

Á dögunum birtist svo viðtal og umfjöllun um skrímslabækurnar og höfunda þeirra í japanska vefritinu 絵本ナビ (ehonnavi.net), sem er tileinkað barnabókum. Hér má líta greinina í vefritinu

———

Monsternews! New title in Japanese! Skrímslapest (Monster Flu) will be released today, November 2nd 2023, by the Tokyo based publishers, Yugi Shobou. The book is is translated by Shohei Akakura with the title: かいぶつかぜ. 

Yugi Shobou has previously published two titles from the Monster series in 2022: Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) , まっくらやみのかいぶつ, and Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) おおきいかいぶつは なかないぞ!

In October, an interview and an article on the Monster series and their authors was published at the Japanese Children’s book site 絵本ナビ (ehonnavi.net). Click here for the article

Grein í vefritinu 絵本ナビ (www.ehonnavi.net) | Article in 絵本ナビ:
🔗 https://www.ehonnavi.net/specialcontents/contents.asp?id=2099


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency / Reykjavík Literary Agency

Skrímslin í Japan | More monsters in Japan

Skrímslafréttir! Forlagið Yugi Shobou í Tokyo gaf út á síðast ári tvo titla úr bókflokknum um skrímslin: Skrímsli í myrkrinu, まっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Nú er þess að vænta að þriðja bókin í japanskri þýðingu, Skrímslapest, komi út á árinu 2023. Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou.

Bækurnar eru um þessar mundir kynntar á sérstökum Íslandsdögum sem haldnir eru í einni af stóru úthverfaborgum Tokyo, Tama borg. Á dagskrá kennir ýmissa grasa, þar er bæði lamb og skyr, en sérstök bókamessa er haldin dagana 10. til 18. júní, í Maruzen, Cocoria Tama Center. Skrímslabækur, myndir og upplýsingar eru til sýnis í bókasafninu í Parthenon Tama Library Lounge, frá 7. júní til 26. júní.

Samkvæmt útgefendum okkar í Japan láta börn sem fullorðnir vel af bókunum og við fengum leyfi til að birta myndir og myndbönd sem fylgja fréttinni. Myndir © Yugi Shobou og upphafsmenn mynda. 


Monsternews! The Tokyo based publishers, Yugi Shobou in Japan published two titles from the monsterseries in 2022: Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) , まっくらやみのかいぶつ, and Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) おおきいかいぶつは なかないぞ!The third book Skrímslapest (Monster Flu) is to be released in 2023. 

The books are currently being presented at special ‘Iceland Days’ held in one of Tokyo’s large suburbs, Tama City. The program involves Icelandic culture, food and nature, but at one time there is a special book fair from June 10 to 18, at Maruzen, Cocoria Tama Center. Yugi Shobou will be presenting the Monster series with pictures and information in the library in the Parthenon Tama Library Lounge, from June 7th to June 26th.

Tama City was the host town of Iceland at the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games. Tama City signed a memorandum of understanding on friendship and cooperation with the Embassy of Iceland in Japan, and in honor of Iceland’s Independence Day on June 17th, an event will be held where you can experience Iceland. 

According to our publishers in Japan, the books are well received by both children as adults, and we were granted permission to publish the photos and videos accompanying the story. Images © Yugi Shobou and photographers to the originals.



Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.
The books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency / Reykjavík Literary Agency

 

 

Skrímsli í myrkrinu – í Japan | Monsters in the Dark – in Japanese

Skrímslafréttir! Myndabókin „Skrímsli í myrkrinu“ hefur verið seld til Japans. Forlagið Yugi Shobou gefur út og væntir þess að titillinn, まっくらやみのかいぶつ, komi út 1. desember. „Skrímsli í myrkrinu“ er önnur bókin úr bókaflokknum um skrímslin sem kemur út í Tokyo, en „Stór skrímsli gráta ekki“ kom út fyrr á árinu undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou. Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.

Monsternews! Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) has been sold to Japan. The title in Japanese, まっくらやみのかいぶつ, is expected out on December 1st. For more information see the Tokyo based publishers homepage: Yugi Shobou.

This is the second book from the book series about Little Monster and Big Monster that is published in Japan, as Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) came out earlier this year at Yugi Shobou by the title おおきいかいぶつは なかないぞ!Books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslavaktin og sögustund á norsku | Monsters on watch and story time in Norwegian – Monsters in the Dark

Skrímslavaktin: Skrímslin hafa staðið sína plikt undanfarnar vikur og mánuði og fylgst með mannlífinu út um glugga, eins og fjölmargir bangsar og önnur tuskudýr, sem gist hafa gluggakistur um allan heim. En nú var kominn tími til að viðra af sér rykið og kíkja út á svalir! Skrímslin halda hinsvegar áfram að huga að sóttvörnum, minnug þess hve skrímslapestir smitast auðveldlega.

Monsters on the watch: The two monsters have done their best to stay safe during the covid-19 pandemic, and just like so many teddybears and other creatures, they watched life in our street from the window. Happy to know that things are better in Iceland for the time being, the monster went out on the balcony for some fresh air and a little wind in the fur. They will still stick to all precautionary rules for good health, knowing how contagious the horrid monster flu is.

 


Sögustund á norsku: Eins og ég hef sagt frá áður þá fékk nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þriðja sögulestur er nú að finna á vef Nynorsk kultursenter. Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les Skrímsli í myrkrinu – Monster i mørket, sem kom út hjá forlaginu Skald árið 2012. Alls hafa sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin í norskri þýðingu Tove Bakke.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Monster i mørket – sögustund á norsku

„Dette er ei bok som handlar om å vere redd. Mange er mørkredde, særleg når ein er åleine, og då tenker ein kanskje på om det er eit monster under senga. Men kva med Veslemonster og Storemonster, er dei mørkredde? Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om dei to monstervenene i mørket.“


Keep reading! The Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, got permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Here comes the third reading, where Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads Monsters in the Dark – Monster i mørket. Click this link for the reading or on the video below.

Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Skrímslin á rússnesku | Little Monster and Big Monster go to Russia!

Skrímslin til RússlandsÞau tíðindi eru nú að kvisast út að litla og stóra skrímslið séu á leið til Rússlands. Það er útgáfufyrirtækið Meshcheryakov Publishing House, sem í nóvember tryggði sér réttinn á þremur bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu. Fyrir nokkrum árum höfðu sömu útgefendur sýnt bókunum áhuga á Bologna bókastefnunni, en talsverð gleði virðist ríkja um samninginn við Forlagið og höfundana. Tíðindi á rússnesku má lesa hér og hér og á FBsíðu útgáfunnar hér.

Bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler eru nú orðnar níu talsins. Þær hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku og nýnorsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku – og nú innan tíðar eru titlar úr bókaflokknum væntanlegir á lettnesku og rússnesku.

Bækurnar um skrímslin hafa hlotið ýmsar viðurkenningar:
Skrímsli í vanda: Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 sem besta barna- og ungmennabókin.
Skrímslakisi: Valin á Heiðurslista IBBY 2016 fyrir myndlýsingar.
★ Skrímslakisi: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
★ Skrímslaerjur: Valin til upplestrar á Norrænu bókasafnsvikunni 2014.
★ Skrímslaerjur: Tilnefning til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013.
★ Skrímslakisi:  Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
Stór skrímsli gráta ekki: Tilnefning til Le prix des Incorruptibles 2012 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Frakklandi.
Úrslit: 3. sæti í flokki bóka fyrir yngstu lesendurnar (maternelle).
Skrímsli á toppnum: Bokjuryen 2010 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 3. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Skrímsli á toppnum: Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2011.
Skrímslapest: Bokjuryen 2008 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 2. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Stór skrímsli gráta ekki: Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2007.
Nei! sagði litla skrímslið: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, „Besta barnabókin 2004“.
★ Nei! sagði litla skrímslið: Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin 2004.

Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum og lesið meira um samstarf höfundanna hér.


Little Monster and Big Monster in Russian: The publishing rights to three books from the monsterseries have been sold to Meshcheryakov Publishing House in Russia. See news in Russian here and here and at Meshcheryakov’s FB-page here.

There are now a total of nine picture books about the Little Monster and the Big Monster by the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. They have all been published in the authors’ home countries: Iceland, Faroe Islands and Sweden, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian and Neo-Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech and Arabic, and titles now soon to be available in Latvian and Russian. See also illustrations from the books and quotes from reviews here. Read more about the series and the authors here. For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

The books about Little Monster and Big Monster have received several awards and honors:
 Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble): Nomination to The Icelandic Literature Prize 2017 – best children’s / YA book. 
★  Skrímslakisi
 (Monster Kitty): Selected for IBBY Honour List 2016 for illustrations in
★ Skrímslakisi (Monster Kitty): The Bookseller’s Prize, Iceland: 3.-4. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2014.
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Selected for the Nordic Literary Week 2014: 
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Nomination to Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize 2013.
★ Skrímslaerjur (Monster Squabbles):The Bookseller’s Prize, Iceland: 3. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2013.
 Un grand Monstre ne pleure pas (Big Monsters Don’t Cry): Shortlisted for Le prix des Incorruptibles 2012 – Children’s Book Jury, France: In final: 3rd prize in selection of books for the youngest readers (maternelle).
 Monster i höjden (Monster at the Top): Bokjuryen 2010 – Children’s Book Jury, Sweden. 3rd prize in the category: picturebooks 0+.
 Skrímsli á toppnum (Monster at the Top): Nomination to Fjöruverðlaunin 2011– Women’s Literature Prize, Iceland.
 Monsterpest (Monster Flue): Bokjuryen 2008 – Children’s Book Jury, Sweden. 2nd prize in the category: picture books 0+.
 Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry)Reykjavík Children’s Literature Prize 2007.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster): The Bookseller’s Prize, Iceland: „Best Icelandic Children’s Book 2004“.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster)Dimmalimm – The Icelandic Illustrators’ Award 2004.

Skrímslabækurnar á Spáni | Book release in Spain

         

Tveir titlar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið komu út á dögunum hjá Sushi Books á Spáni. Það eru Skrímsli í myrkrinu og Skrímslapest á tveimur tungumálum: spænsku (kastilísku) og galisísku. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte sem hefur áður þýtt og gefið út fyrstu tvo titlana, Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Fyrstu tveir titlarnir komu út á fjórum tungumálum árið 2014: kastilísku, galisísku, katalónsku og basknesku. (Sjá neðar).

Með því að smella á bókakápurnar má lesa nokkrar síður úr bókunum. Meir um skrímslabækurnar má lesa hér.

Book releaseSushi Books in Spain have just launched two new titles in the Monster series in Spanish (Castilian) and Galician. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte that have previously published the first two books in the series, No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry in the Castilian, Galician, Catalan and Basque languages (2014), see below.

You can click on the book covers to read a few pages from the books. To read more about the Monster series click here.

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

Skrímslin eiga afmæli! | Celebrating 10 years anniversary!

Skrimslin10araVeislaweb

♦ Útgáfuafmæli! Skrímslin halda upp á afmælið sitt um þessar mundir því að í haust eru tíu ár liðin frá því að fyrsta bókin um skrímslin kom út: Nei! sagði litla skrímslið, árið 2004. Síðan þá höfum við norræna tríóið: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal skapað fleiri ævintýri um skrímslin, alls átta bækur. Skrímslin tvö eiga vini um víða veröld því bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Skrímslin hafa líka stigið á svið, bæði stór og smá. Hér má lesa meira um það allt og samstarf okkar skrímslanna, sem reyndar nær allt til ársins 2001! Húrra, hvað það hefur verið gaman!

Afmælið gefur sannarlega tilefni til þess að þakka góðu samstarfsfólki frjótt og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Þar má nefna: Sigþrúði, Úu og Völu og alla hina á Forlaginu; fyrstu útgefendur okkar í Svíþjóð hjá Bonnier Carlsen; núverandi útgefendur okkar í Svíþjóð: Kerstin Aronsson og fólkið hennar á Kabusa; Niels Jákup og Marna hjá BFL; og ég má raunar til með að minnast á skrímslin í leikhúsinuÞórhall Kúlu-leikhússtjóra, Friðrik og Baldur Trausta og allt listafólkið hjá Þjóðleikhúsinu. En umfram allt þakka ég meðhöfundum mínum þeim Kalle og Rakel og síðast en ekki síst: litla og stóra skrímslinu, sem eiga í okkur hvert bein – eins og við í þeim.

Í tilefni af afmælinu endurútgefur Forlagið þriðju bókina, Skrímsli í myrkrinu, en fyrstu tvær bækurnar: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar árið 2011. Nýja bókin Skrímslakisi er einnig nýkomin út.

M3-Skrimsliimyrkrinu-CoverWeb♦ Book Birthday! Little Monster and Big Monster celebrate 10 years anniversary this fall. In 2004 the first book, No! Said Little Monster, was published in Icelandic by Forlagið, in Swedish by Bonnier Carlsen and in Faroese by Bókadeildin. We, the author-team of three: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, have since then created many more stories about the two monsters, we have even done monster-plays and puppet-theater! In all eight books about Little Monster and Big Monster, that are now being translated and published in still more languages. You can read more about our books and our collaboration here and see samples from the other books here.

I am grateful for the wonderful and inspiring time I have had working on the monsterbooks – and all the good people helping us along the way. Thank you Sigþrúður, Úa and Vala and all the others at Forlagið; thank you Bonnier Carlsen, our first Swedish publisher; thank you Kerstin Aronsson and all the staff at Kabusa; thank you Niels Jákup and Marna at BFL! Foremost I have enjoyed the collaboration with friends and authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal and last but not least: I am happy to have met Little Monster and Big Monster. These two are still teaching me a lot about myself!

To celebrate the anniversary our publisher in Iceland, Forlagið, is reprinting the title Monsters in the Dark. (Skrímsli í myrkrinu). And the new book The Monster Cat (Skrímslakisi) has also just been released. It’s a monster-feast!