Til minnis: ljóðabók! | Poetry book release!

LJÓÐ: Ljóðabókin „til minnis“ var að koma úr prentun og því skal fagnað! Kverið hefur verið lengi í pípunum en ljóðin eru þó flest frá síðustu tíu árum eða svo. Bókin skiptist í tvo kafla, 30 ljóð í hvorum kafla og nokkrar svart-hvítar ljósmyndir fylgja. Útgefandi er Mál og menning. 

Ljóðin í kaflanum útfiri tengjast náttúru og landi en í kaflanum næði er farið um borgina. Ljóðin eiga uppruna sinn í einskonar ljóðadagbók og fjalla því um hversdaglegar augnabliksmyndir úr náttúru og borg, litaðar af mismunandi árstíðum, veðrum og vindum. Ljósmyndirnar eru af sama meiði og ljóðin: mig langar að lesandinn staldri við svo ég megi spyrja: sérðu það sem ég sé?

POETRY: My new book of poems “til minnis:” is just out and it’s time to celebrate! The title could be translated as memo:” or to do:”or perhaps “don’t forget:”. The book has been in the pipeline for quite some time, but most of the poems are from the last ten years or so. Published by Forlagið – Mál og menning. 

The book is divided into two chapters, 30 poems in each chapter, followed by several black-and-white photos. The first half relates to nature and land, while in the second chapter is dedicated to the city. The poems originate from a poetry-diary of sorts, so they deal with everyday scenes in nature and city, always colored by the seasons, weathers and winds. The photographs are of the same nature as the poems: I would like the reader to pause so that I may ask: do you see what I see?