Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og afi. Amma var í eðli sínu fagurkeri og kunni þá list að búa til veislu og hátíðlegt andrúmsloft af minnsta tilefni. Morgunfrú í vasa á dúklögðu borði, eitthvað fallegt og lystugt á fati…
Nú er ágúst brátt á enda og sumarblómin leggjast undan kaldri norðanáttinni svo það er eins gott að skera gullfíflana ofan í vasa. Kvöldhiminninn er endalaust sjónarspil, næturnar dimmari.
Góða helgi!
Friday photos: My paternal grandmother was born on this day, August 26, in 1893, thus 70 years between us. She was the connection to a different age, and lived through a century of great transition in Iceland. Her story is surely a material for a long essay, but we her granddaughters enjoyed living under the same roof as her and our grandfather. My grandmother was an aesthete by nature and knew the art of creating a festive atmosphere for even the smallest occasions. Marigolds in a small vase on a cloth-covered table, something beautiful and tasty on a plate…
Now August is coming to an end and the flowers are giving in under the cold northern wind, so one might as well bring a few in and put them in a vase. The evening sky is an endless spectacle, the nights are getting darker.
Enjoy the weekend!
Ljósmyndir teknar | Photo date: 21./22./25./26.08.2022