Skýin í júlí | Summer clouds

Föstudagsmyndir: Ég hef notið þess að vera lítið á vefmiðlum í sumar. Myndavélin var þó oft með í för og í júlí voru það skýjaborgirnar sem heilluðu. Veðurfræðingar sögðu júlí þurran og sólríkan suðvestanlands en skýjafarið var oft magnað. 

Friday Photos: I have enjoyed summer and being lazy on social media and blogs. Still, the camera was always close at hand and in July the sky often caught the eye. July was sunny and dry but there were also days with amazing clouds. 

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 01.07 – 04.07 – 15.07.2023

Undir himni | Follow the leader!

Föstudagsmyndin: Mildur nóvember er liðinn. Það er ekki alltaf logn og blíða þó engin séu harðindin og heldur birtusnautt þegar snjóinn vantar. Maður og hross hafa hraðan á.

Friday photo: One black and white photo from last November. My husband was leading a flock of horses from one grazing paddock to another. November has been unusually mild so the horses are still grazing without any extra fodder. Daylight is scarce without the snow, but clouds and sunrays from afar play in the sky.

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.11.2022

Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature 2022

Föstudagsmyndir: Íslensk náttúra er heiðruð 16. september. En hún á auðvitað alla daga ársins og stjórnar lífi okkar leynt og ljóst, í stóru og smáu. Í lok ágúst heimsótti ég Hvalvatnsfjörð í Fjörðum. Þar er fátt sem minnir á fyrri byggð: „Grær yfir allt sem eitt sinn var,“ eins og Böðvar Guðmundsson orti svo fallega í Næturljóði úr Fjörðum. En náttúran var þar sannarlega í allri sinni dýrð og ljósmyndir gera því reyndar á engan veg næg skil.

Ljóð og lag Böðvars, Næturljóð úr Fjörðum, er endalaust hægt að hlusta á, hér í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur.

Til hamingju með dag íslenskrar náttúru, góða helgi!

Friday photos: September 16th is the day we celebrate Icelandic Nature, or since 2010. Icelandic nature is all sorts: delicate, brutal and all between. But always worth celebrating, in big and small.

Late in August I visited for the first time the remote and deserted valleys of Fjörður – beautiful valleys in the mountain range between Eyjafjörður and Skjálfandi. A memorable trip in fabulous weather.

Poet and songwriter Böðvar Guðmundsson wrote a wonderful song, „Nocturne from Fjörður“ (Næturljóð úr Fjörðum), here performed by Kristjana Arngrímsdóttir. I recommend listening, even if the lyrics may be incomprehensible to you.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.08.2022

Morgunfrúr í ágúst | Marigolds in August

Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og afi. Amma var í eðli sínu fagurkeri og kunni þá list að búa til veislu og hátíðlegt andrúmsloft af minnsta tilefni. Morgunfrú í vasa á dúklögðu borði, eitthvað fallegt og lystugt á fati…

Nú er ágúst brátt á enda og sumarblómin leggjast undan kaldri norðanáttinni svo það er eins gott að skera gullfíflana ofan í vasa. Kvöldhiminninn er endalaust sjónarspil, næturnar dimmari.

Góða helgi!

Friday photos: My paternal grandmother was born on this day, August 26, in 1893, thus 70 years between us. She was the connection to a different age, and lived through a century of great transition in Iceland. Her story is surely a material for a long essay, but we her granddaughters enjoyed living under the same roof as her and our grandfather. My grandmother was an aesthete by nature and knew the art of creating a festive atmosphere for even the smallest occasions. Marigolds in a small vase on a cloth-covered table, something beautiful and tasty on a plate…

Now August is coming to an end and the flowers are giving in under the cold northern wind, so one might as well bring a few in and put them in a vase. The evening sky is an endless spectacle, the nights are getting darker.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21./22./25./26.08.2022

Undir regnboganum | Over the rainbow – and under

Föstudagsmyndir: Skýin, himinninn og hafið – allt er þetta endurtekið myndefni, en það er einfaldlega ekki hægt annað en dást að dýrðinni sem veðrabrigðin skapa. Skarðsheiði og Melaleiti undir regnboganum í ágúst.
Góða helgi!

Friday photos: I know this is a repeated theme in my photography: the mountains, the sky, the sea … But I just can’t help myself, I am always enchanted, in awe, by nature’s spectacles.
Happy weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 15.-17.08.2022