Skýin í júlí | Summer clouds

Föstudagsmyndir: Ég hef notið þess að vera lítið á vefmiðlum í sumar. Myndavélin var þó oft með í för og í júlí voru það skýjaborgirnar sem heilluðu. Veðurfræðingar sögðu júlí þurran og sólríkan suðvestanlands en skýjafarið var oft magnað. 

Friday Photos: I have enjoyed summer and being lazy on social media and blogs. Still, the camera was always close at hand and in July the sky often caught the eye. July was sunny and dry but there were also days with amazing clouds. 

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 01.07 – 04.07 – 15.07.2023

Vorið nálgast! | Winter withdraws

Föstudagsmyndin: Vetur hopar, dagurinn er orðinn lengri en nóttin. Á Ægisíðu skildu gárurnar eftir mynstur í fjörunni.
Friday photo: Spring equinox is here already, on March 20. The calm sea left icy patterns on Ægisíða beach.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.03.2023

Allt á hvolfi | Upside down

 

Föstudagsmyndin: Stundum þegar allt er á hvolfi er nauðsynlegt að horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni. Munið þið þann barnaleik að ganga um með spegil í láréttri stöðu og stara á það sem hann sýndi? Það var skrýtinn heimur en þó kunnuglegur: allt á hvolfi, húsgögn héngu í „loftinu“, ljósakrónurnar stóðu sperrtar upp og gardínur sveigðu upp á við, allt var öfugsnúið.

Og svona getur himininn yfir Reykjavík verið furðulegur. Eins og þungt teppi.

Friday photo: Sometimes when everything is upside down, it is necessary to look at things from a different perspective. Do you remember this children play and the genius act of walking around with a mirror in a horizontal position and enjoy that odd world it revealed? Everything was strange, yet familiar: the furniture hanging upside down from the “ceiling”, the chandeliers sticking out of the „floor“ and curtains swaying upwards.

And this is how the sky over Reykjavík can be strange. Like a heavy carpet.

Ljósmynd tekinr | Photo date: 18.06.2022

Undir himni | Follow the leader!

Föstudagsmyndin: Mildur nóvember er liðinn. Það er ekki alltaf logn og blíða þó engin séu harðindin og heldur birtusnautt þegar snjóinn vantar. Maður og hross hafa hraðan á.

Friday photo: One black and white photo from last November. My husband was leading a flock of horses from one grazing paddock to another. November has been unusually mild so the horses are still grazing without any extra fodder. Daylight is scarce without the snow, but clouds and sunrays from afar play in the sky.

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.11.2022

Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature 2022

Föstudagsmyndir: Íslensk náttúra er heiðruð 16. september. En hún á auðvitað alla daga ársins og stjórnar lífi okkar leynt og ljóst, í stóru og smáu. Í lok ágúst heimsótti ég Hvalvatnsfjörð í Fjörðum. Þar er fátt sem minnir á fyrri byggð: „Grær yfir allt sem eitt sinn var,“ eins og Böðvar Guðmundsson orti svo fallega í Næturljóði úr Fjörðum. En náttúran var þar sannarlega í allri sinni dýrð og ljósmyndir gera því reyndar á engan veg næg skil.

Ljóð og lag Böðvars, Næturljóð úr Fjörðum, er endalaust hægt að hlusta á, hér í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur.

Til hamingju með dag íslenskrar náttúru, góða helgi!

Friday photos: September 16th is the day we celebrate Icelandic Nature, or since 2010. Icelandic nature is all sorts: delicate, brutal and all between. But always worth celebrating, in big and small.

Late in August I visited for the first time the remote and deserted valleys of Fjörður – beautiful valleys in the mountain range between Eyjafjörður and Skjálfandi. A memorable trip in fabulous weather.

Poet and songwriter Böðvar Guðmundsson wrote a wonderful song, „Nocturne from Fjörður“ (Næturljóð úr Fjörðum), here performed by Kristjana Arngrímsdóttir. I recommend listening, even if the lyrics may be incomprehensible to you.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.08.2022

Morgunfrúr í ágúst | Marigolds in August

Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og afi. Amma var í eðli sínu fagurkeri og kunni þá list að búa til veislu og hátíðlegt andrúmsloft af minnsta tilefni. Morgunfrú í vasa á dúklögðu borði, eitthvað fallegt og lystugt á fati…

Nú er ágúst brátt á enda og sumarblómin leggjast undan kaldri norðanáttinni svo það er eins gott að skera gullfíflana ofan í vasa. Kvöldhiminninn er endalaust sjónarspil, næturnar dimmari.

Góða helgi!

Friday photos: My paternal grandmother was born on this day, August 26, in 1893, thus 70 years between us. She was the connection to a different age, and lived through a century of great transition in Iceland. Her story is surely a material for a long essay, but we her granddaughters enjoyed living under the same roof as her and our grandfather. My grandmother was an aesthete by nature and knew the art of creating a festive atmosphere for even the smallest occasions. Marigolds in a small vase on a cloth-covered table, something beautiful and tasty on a plate…

Now August is coming to an end and the flowers are giving in under the cold northern wind, so one might as well bring a few in and put them in a vase. The evening sky is an endless spectacle, the nights are getting darker.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21./22./25./26.08.2022

Undir regnboganum | Over the rainbow – and under

Föstudagsmyndir: Skýin, himinninn og hafið – allt er þetta endurtekið myndefni, en það er einfaldlega ekki hægt annað en dást að dýrðinni sem veðrabrigðin skapa. Skarðsheiði og Melaleiti undir regnboganum í ágúst.
Góða helgi!

Friday photos: I know this is a repeated theme in my photography: the mountains, the sky, the sea … But I just can’t help myself, I am always enchanted, in awe, by nature’s spectacles.
Happy weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 15.-17.08.2022

Sumarský | Variations of grey

Föstudagsmyndir: Ef varla sést til sólar er altént hægt að spá í skýin. Hlusta á öldurnar. Finna góðan stein …
Njótið daganna, góða helgi!

Friday photos: When the sun barely shows itself, at least you can still study the clouds. Listen to the waves at the beach. Find an interesting stone …
Enjoy your days, have a nice weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.-06.08.2022

Bak við skýin | Behind the clouds

Skýjaskil: Jæja þá! Það þarf að sinna vanræktu bloggi! Eftir langa vinnutörn var gott að taka sér smávegis frí frá tölvu og teikniborði, fara í sveitina og taka þar til hendi. Skipta um rás, ná jarðtengingu, vera og gera. En það hefur sannarlega ekki verið neitt stuttbuxnaveður. Á suðvesturhorni landsins hefur sólin falið sig bak við þungbúin ský og dagar með vætu hafa verið æði margir. Til tilbreytingar lagðist svo að gosmóða og þokumistur. Ég treysti á sólríkan ágústmánuð!

Curtains of clouds: Well then! Neglected blogs need to be addressed! After a long period of intensive work on my books, illustration and design, it was good to take a little break from the computer and drawing desk, go and stay at the farm and get some work done there. Change channels, connect to the ground. But it has certainly not been a weather for sunbathing or barefooted strolls in shorts. In the south-west of Iceland the weather has been rainy, cool and calm, and the sun most days hidden behind heavy clouds. And for a change, fog and mist with volcanic gasses from Fagradalsfjall would turn up. So I am really counting on a sunny August!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.-09.07.2021

Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer!

Sumardagurinn fyrsti 2020: Fegin kveð ég veturinn og satt best að segja gæti ég þurrkað út nokkra mánuði án þess að sakna nokkurs. Sumardagurinn fyrsti er dagur vonar: „bráðum kemur betri tíð“… Og dagarnir hafa lengst svo um munar: sólin rís fyrir klukkan sex að morgni og sest ekki fyrr en um hálf tíu að kvöldi. Vorið kemur.

Í gær, síðasta vetrardag, var alþjóðlegum degi jarðar fagnað víða um heim með sérstakri áherslu á baráttu í loftslagsmálum. Það er ekki seinna vænna. Rétt eins og í baráttunni við heimsfaraldurinn og veirusóttina þurfum öll að leggjast á eitt: breyta lífsháttum, venjum og kerfum. Það verður ekki auðvelt en kostir í stöðunni eru ekki aðrir.

Annars ætla ég að mæla með þeirri góðu skemmtun að fljúga flugdreka (það er til urmull leiðbeininga um heimagerða flugdreka – sem fljúga í alvöru – á netinu). Njótið dagsins, veðurs og vinda. Gleðilegt sumar!

First Day of Summer 2020: The First Day of Summer is celebrated in Iceland today. “Sumardagurinn fyrsti”  is a national holiday, the first Thursday after 18 April, falling between 19 April and 25 April, and the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar.

Yesterday, 22 April, the Last Day of Winter in Iceland, was also the international Earth Day, celebrated for the 50th time, and in 2020 with the urgent theme: Climate action. Just as with the coronavirus pandemic we must all react to the serious threat facing earth and human mankind. We have to find ways for a better future and now is the time. And yes, we can.

The First Day of Summer is the day where we enjoy outdoor games: try to fly a kite – enjoy the wind and now the clear air for most parts. Take care, stay safe.

Ljósmyndi tekin | Photo date: 26.07.2008

Himinn, maður, jörð | Earth, man and sky

Júní: Ég hef ekki gefið mér tíma til að fikta við myndir og fréttir um hríð. Það kemur. En er ekki júní indælastur allra mánuða? Jú, takk, meiri júní í allt.

June: I will NOT say it … I will not say that I have been to busy to post anything for a good while … OK, I said it! Any way. I love the spring. I love bright June: all the delicate colors of the sky and the bright green colors of the fields! Go enjoy summer!

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.06.2017

Rauður himinn | Red skies

raud-sky-aslaugj

♦ Föstudagsmyndin: Rauðir skýjabólstrar. Ég veit að það þýðir ekki að vera með neina dramatík en samt finnst mér þungbúinn himinn vera það sem helst á við núna. Rauða Trumpliðið vann forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og þar með er mikilvægasta pólitíska mál heimsins í uppnámi: lausnir og aðgerðir til mótvægis við loftslagsbreytingar af mannavöldum. Himnarnir gætu ráðið örlögum okkar, bókstaflega.

Og tvö góð skáld kvöddu í vikunni. Himnar hafa grátið yfir minna. Ingibjörg Haraldsdóttir og Leonard Cohen létust sama dag, 7. nóvember. Ljóðin hennar Ingu eru svo firnagóð, sígild og viðeigandi alla daga. Hún orti vissulega um dauðann og óvissuna og angistina, en ljóðið hennar um lífið er líka gott:

Lífið

Ég vil ekki yrkja um dauðann
nagandi vissuna
tómið og myrkrið
moldina vatnið og maðkana
nei ekki það ekki dauðann

Leyfðu mér heldur
að yrkja um lífið
í augum þínum

♦ Photo FridayRed sky, dark clouds. I know, there is no use in being angry or dramatic but I think I share worries with a lot of people after the US presidential elections this week. What worries me most is the dangerous twist the republicans might take on climate agreements. Time is a really big issue, and the skies won’t wait. It’s red alert already!

Two great poets died this week, on November 7. A great artist and a charming person: Icelandic poet and translator Ingibjörg Haraldsdóttir – and Leonard Cohen, poet, singer, songwriter. No wonder the heavens are crying.

Ljósmynd dags. | Photo date: 02.05.2004

Þvottur | Laundry

Sumarsnura1

♦ FöstudagsmyndinÉg hef áður hérna á blogginu dásamað hreint og tært loft, ferskan ilm af nýslegnu grasi, villijurtum og söltum sjó. Fyrir mér er það hin eina sanna sumarangan. Og það vita allir sem reynt hafa að enginn þvottur ilmar betur en sá sem hefur verið þurrkaður úti í svona lofti.

Ég birti þessa hreyfimynd að gefnu tilefni því stundum er ég rænd þessum lífsgæðum og sjálfsögðu mannréttindum.

♦ Photo FridayI can’t express often enough my love for fresh air, the smell of wild flowers, the sea, the fresh-cut grass. And no laundry smells better than the one dried outside in the wonderful scent of summer. It is already late in August so this may be my good-by-summer photo. Hello, autumn…

Ljósmynd | Photo date: 03.07.2016

Himinn, haf og engi | Hay making

HiminnHafTun©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirÞað jafnast ekkert á við þessa blöndu: ilm af nýslegnu grasi og fersku sjávarlofti. (Um loftgæði í Melasveit mætti annars margt rita). Skýjabólstrar skreyttu svo loftin í gær – eins og yfir Skarðsheiði hér fyrir neðan.

♦ Photo FridayThe most important task in conventional farming in Iceland is still the haymaking during the summer months. I just love the smell of the newly cut grass mixed with fresh air from the sea!
Below: clouds over Skarðsheiði Mt Range: Mt. Hafnarfjall and Mt. Ölver.

Skardsheidi©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.06.2016

Ég var að hugsa … | I’ve been thinking …

Hummogpu©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Ég hef verið að hugsa um hve hratt tíminn líður. Og að ég hafi ekki gefið mér nógu mikinn tíma til þess að liggja í grasinu og horfa á skýin. Eða bara góna út í bláinn … Hvað um að pæla í Kepler 452b, til dæmis?
♦ Photo FridayI’ve been thinking about time. It sure flies. And I think I have not spent enough time just layin’ in the grass and watching the clouds go by. Or just spacing out …yes, how about giving Kepler 452b a little thought? Is anybody out there?

Ljósmynd | Photo: Vilhjálmur Svansson. Tekin | Date: 22.07.2015