Skrímsli og töfrandi tungumál | The multicultural monsters

Skrímsli og fjölmenning. Í tengslum við Dag íslenskrar tungu 2019 heimsótti ég nokkra leikskóla, þar á meðal leikskólann Njálsborg sem er einn Miðborgarleikskólanna, en Miðborg er sameinaður leikskóli þriggja skóla í hjarta Reykjavíkur: Lindarborgar, Njálsborgar og Barónsborgar.

Í Miðborg er meðal annars lögð áhersla á móðurmálsrækt og fjölmenningu. Undir stjórn Sögu Stephensen, verkefnastjóra og ráðgjafa hjá Reykjavíkurborg, hefur þar verið unnið að þróunarverkefni sem kallast Töfrandi tungumál og felst í því að tungumál allra barna séu virt og velkomin í leikskólanum. Í tengslum við verkefnið hafa verið útbúnar sérstakar töskur með málörvunarefni sem börnin geta tekið með sér heim þannig að foreldrar geti stutt við móðurmál barna sinna. Og þarna kom til kasta skrímslanna. Við skrímslahöfundar veittum leyfi fyrir því að útbúnar væru nokkrar töskur með litlum brúðum sem fylgdu bókunum um skrímslin. Í hverri tösku er ævinlega bók á íslensku og sama bók á móðurmáli barnsins. Auk íslensku er bækur um skrímslin að finna á sænsku, færeysku, finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku. Brúðurnar fyrir þetta mikilvæga verkefni Miðborgarskólanna gerði Hrefna Böðvarsdóttir hjá Sögustund – Brúðusögum.

Eins og ávallt er það merkileg og fræðandi reynsla að heimsækja mismunandi leikskóla og kynnast starfi þeirra og eldklárum krökkum sem virðast aldrei fá nóg af sögum og bókum!

Mini monsters – little reading helpers. These pretty little monster-dolls were made for a literature program in the multicultural and multilingual pilot project “Magical Languages”, taking place in Miðborg preschool, an intercultural preschool located in three buildings in Reykjavík. The children bring home a bag of books, dolls and games, – a book in Icelandic and the same book in the children’s home language, as a tool to stimulate learning and mother tongue practice in bilingual families. For this program the books from the Monster-series were selected as they have been translated in to many languages. Apart from Icelandic, books from the Monster-series can be found in Swedish, Faroese, Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech, Latvian and Arabic. We gave permission for a small number dolls for use in this project. The dolls were made by Hrefna Böðvarsdóttir at Sögustund – Brúðusögur.

I visited Njálsborg preschool in connection with the Icelandic Language Day, and was honored to receive a set of mini-monsters! Of course I met a group of young and bright readers. It’s always a pleasure to get a small insight to the great work done in the kindergartens and to read to the lively audience that seems to have endless appetite for stories and books.

Skrímslin og fleiri sögupersónur heimsóttu börn í Reykjanesbæ, m.a. í leikskólanum Heiðarseli, börn úr leikskólanum Holti, Akurseli, Stapaskóla og Akurskóla í tilefni af degi íslenskrar tungu. | I also visited schools and preschools in Reykjanesbær in November, and as always the monster dolls I bring along attract a great attention.  — • — Brúðurnar hér fyrir ofan gerði  | Above: handmade dolls by: Salvör Jónsdóttir.

Ég vil fisk! komin út í Galisíu | Quero peixe!

Útgáfutíðindi: Ég vil fisk! kom út á galisísku nú fyrir skemmstu. Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel. Í viðtalsgrein á netmiðlinum WORDS without BORDERS fjalla nokkir þýðendur um verkefnin sín, þar á meðal Lawrence Schimel um þýðinguna á Ég vil fisk!, sjá hér: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Book release in Galicia, Spain: Quero peixe! is out! Happy to announce that Ég vil fisk! (I Want Fish!) is now available in Galician, fresh from the printers, published by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Quero peixe! is translated by Lawrence Schimel, who in an article and interview at the site WORDS without BORDERS talks about this task. Further reading: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.

Quero peixe! is the seventh language for Ég vil fisk! has also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician.

Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.

Ljósmyndir: | Photos: © Alvarellos – Facebook –  Verdemar – Facebook

Ég vil fisk! – á galisísku | I Want Fish! – in Galician

Quero Peixe! Ég vil fisk! er væntanleg á galisísku áður en langt um líður. Það er forlagið Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu sem gefur bókina út í þýðingu ljóðskáldsins og þýðandans óþreytandi: Lawrence Schimel. Ég vil fisk! hefur þá komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Á myndinni hér til hliðar fagna Valgerður Benediktsdóttir hjá Réttindastofu Forlagsins og útgefandi hjá Alvarellos nýjum og væntanlegum bókum forlagsins, en þýddar bókmenntir fyrir börn koma út undir merkinu Verdemar.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Coming soon in Galician: Quero Peixe! The publishing house Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain is soon to publish my book Ég vil fisk! (I Want Fish!) in Galician, translated by the wonderful writer and poet and energetic translator Lawrence Schimel. This will be the seventh language for Ég vil fisk!, that a part from Icelandic also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician. English, French and Spanish translations are available.

Photo above: At the Bologna Book Fair 2019 – Valgerður Benediktsdóttir from Forlagid Publishing and Henrique Alvarellos, celebrating new releases published by Alvarellos Editora by the label Verdemar. 

Ljósmynd  | Photo © Alvarellos / Facebook screenshot.

Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.

Ljósmynd  | Photo ©Alvarellos – Facebook screenshot.