Safngripur! Svona geta nú leiðir bókanna verið óvæntar og skemmtilegar: Ég vil fisk! hefur ratað á safn. Hún er þarna til sýnis á Sjóminjasafninu við Grandagarð í Reykjavík ásamt fleiri bókum og blöðum tengdum menningu, hafi og sjósókn. Ný grunnsýning Sjóminjasafnsins, Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár, opnaði í júní 2018, en það var fyrst nú á dögunum sem ég skoðaði nýju sýninguna sem er firnafróðleg og í mörgu hugvitsamlega hönnuð. Auðvitað komu ótal fræði- og fagmenn að verkinu en aðalhönnuðir eru Kossmanndejong í Hollandi. Á neðstu hæðinni er svo falleg sýning um hollenska kaupskipið Melckmeyt sem fórst við Flatey árið 1659, en hönnuður þar er Finnur Arnar Arnarson. Svo má nefna skemmtilega listsýningu barna í anddyri: Sögur af sjónum, verkefni sem var styrkt af Barnamenningarsjóði. Mæli með!
At the Maritime Museum: I Want Fish! has found its way to a museum! I would not have guessed that my book “Ég vil fisk!” would end up in a maritime museum – or any museum for that sake. But you never know! Here it is on display at the Reykjavík Maritime Museum. This exhibition, Fish & folk – 150 years of fisheries, opened in 2018, but this was my first time at the museum since the opening of this new permanent exhibition, but not the last! Loaded with information and clever exhibition design by Dutch designers at Kossmanndejong. On the ground floor there is also a beautiful exhibition about the Dutch merchant ship Melckmeyt which foundered off the island of Flatey in 1659. There is also a fine exhibition in the entrance hall with paintings, drawings, poems and book art by children: Stories from the Sea. All highly recommended!

World Book Day 2020 – April 23 – #behindeverybook
Um bókina: Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.
Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.
About the book: Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008
Bók í boði höfundar – Quarantine reading
Því miður virðist Covid-19-farsóttin síst vera á undanhaldi. Sóttvarnir, sóttkví, einangrun, smitgát og samkomubann munu áfram hafa áhrif á líf okkar næstu misseri. Skólar byrja bráðlega og það er ólíklegt að það sem við köllum „eðlilegt ástand“ verði í boði. Útgefendur og rithöfundar hafa gefið leyfi fyrir upptökum á lestri bóka og miðlun til barna. Hér fyrir neðan er upplestur á galisísku og arabísku.
Regretfully the pandemic is still raiding the world and quarantines and isolation will still be a part of our lives in the coming months. Many publishers and authors have made contributions and offered their books and art for free, supporting homeschooling and families in lockdowns. Below are free readings of my book Ég vil fisk! in Galician and Arabic.
Þýðandi Quero peixe er Lawrence Schimel, útgefandi er Verdemar / Alvarellos Editora, í Santiago de Compostela á Spáni. Upplestur í umsjón Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.
Quero peixe is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Here read for children at Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.
Bók í boði höfundar: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vegna farsóttarinnar má nú um stundarsakir lesa Ég vil fisk! í ókeypis vefútgáfu.
Quarantine reading: My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book is temporarily available online at the publishers website.
Neðanmáls: Vinsamlegast virðið sæmdar- og höfundarrétt listamanna sem bjóða efni sitt á veraldarvefnum.
Footnote: Please, respect the copyright of the artists offering their art for free on the www!