Bók á safni | Museum visit

Safngripur! Svona geta nú leiðir bókanna verið óvæntar og skemmtilegar: Ég vil fisk! hefur ratað á safn. Hún er þarna til sýnis á Sjóminjasafninu við Grandagarð í Reykjavík ásamt fleiri bókum og blöðum tengdum menningu, hafi og sjósókn. Ný grunnsýning Sjóminjasafnsins, Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár, opnaði í júní 2018, en það var fyrst nú á dögunum sem ég skoðaði nýju sýninguna sem er firnafróðleg og í mörgu hugvitsamlega hönnuð. Auðvitað komu ótal fræði- og fagmenn að verkinu en aðalhönnuðir eru Kossmanndejong í Hollandi. Á neðstu hæðinni er svo falleg sýning um hollenska kaupskipið Melckmeyt sem fórst við Flatey árið 1659, en hönnuður þar er Finnur Arnar Arnarson. Svo má nefna skemmtilega listsýningu barna í anddyri: Sögur af sjónum, verkefni sem var styrkt af Barnamenningarsjóði. Mæli með!

At the Maritime Museum: I Want Fish! has found its way to a museum! I would not have guessed that my book “Ég vil fisk!” would end up in a maritime museum – or any museum for that sake. But you never know! Here it is on display at the Reykjavík Maritime Museum. This exhibition, Fish & folk – 150 years of fisheries, opened in 2018, but this was my first time at the museum since the opening of this new permanent exhibition, but not the last! Loaded with information and clever exhibition design by Dutch designers at Kossmanndejong. On the ground floor there is also a beautiful exhibition about the Dutch merchant ship Melckmeyt which foundered off the island of Flatey in 1659. There is also a fine exhibition in the entrance hall with paintings, drawings, poems and book art by children: Stories from the Sea. All highly recommended!


World Book Day 2020 – April 23 – #behindeverybook

Um bókina: Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.

About the book: Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008


Bók í boði höfundar – Quarantine reading

Því miður virðist Covid-19-farsóttin síst vera á undanhaldi. Sóttvarnir, sóttkví, einangrun, smitgát og samkomubann munu áfram hafa áhrif á líf okkar næstu misseri. Skólar byrja bráðlega og það er ólíklegt að það sem við köllum „eðlilegt ástand“ verði í boði. Útgefendur og rithöfundar hafa gefið leyfi fyrir upptökum á lestri bóka og miðlun til barna. Hér fyrir neðan er upplestur á galisísku og arabísku.

Regretfully the pandemic is still raiding the world and quarantines and isolation will still be a part of our lives in the coming months. Many publishers and authors have made contributions and offered their books and art for free, supporting homeschooling and families in lockdowns. Below are free readings of my book Ég vil fisk! in Galician and Arabic.

Ég vil fisk! – á galisísku

Þýðandi Quero peixe er Lawrence Schimel, útgefandi er Verdemar / Alvarellos Editora, í Santiago de Compostela á Spáni. Upplestur í umsjón Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.

Quero peixe! (I Want Fish!)

Quero peixe is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Here read for children at Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.


Ég vil fisk! – á arabísku

Bók í boði höfundar: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vegna farsóttarinnar má nú um stundarsakir lesa Ég vil fisk! í ókeypis vefútgáfu.

أريد سمكة (I Want Fish!)

Quarantine reading:  My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book is temporarily available online at the publishers website.


Neðanmáls: Vinsamlegast virðið sæmdar- og höfundarrétt listamanna sem bjóða efni sitt á veraldarvefnum.
Footnote: Please, respect the copyright of the artists offering their art for free on the www!

Bókadómur í Galisíu | ‘Quero peixe!’ in El Correo Gallego

Bókadómur: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og fékk nú í byrjun mars umfjöllun í einu stærsta dagblaðinu þar í landi, El Correo Gallego. Ég hef það fyrir satt að dómurinn hafi verið all góður. Ég reyni að tíunda alla umfjöllun hér á vefnum en auðvitað verður hver að dæma fyrir sig.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Book review in Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), has just received a fine (or so I’m told!) review in the newspaper El Correo Gallego:

O álbum Quero peixe (Alvarellos, 2019), da escritora e ilustradora islandesa Áslaug Jónsdóttir, traducido ao galego por Lawrence Schimel, ofrece unha historia sobre as dificultades comunicativas entre nenos e adultos que vai in crescendo. A trama sinxela usa, mais non abusa, da repetición como chave argumental, variándoa con imaxinación para o gusto do lector, quen pasa dunha escena á seguinte preguntándose como conseguirá a autora presentar outra vez o mesmo motivo baixo un novo enfoque que xustifique a súa prolongación ata o final feliz, de rigor neste xénero.
O protagonismo corresponde a unha nena, caracterizada polo modo en que afirma os seus desexos e remata por impoñelos fronte á superficial atención que lle prestan seus pais. A presenza dun malentendido, primeiro como desencadenante e logo leitmotiv, resulta moi suxestivo, xa que serve para iniciar o lector, cun exemplo cotiá e accesible, nas dificultades da linguaxe -neste caso a anfiboloxía- que apenas comezou a dominar. Nada impide, en efecto, que a literatura infantil chegue a cuestionar implicitamente a comunicabilidade do seu propio vehículo, mentres en cambio o concilia coas prestacións da imaxe que o ilustra.
Respecto ás ilustracións, o seu estilo mostra unha factura enérxica de marcado contorno, dominada polos trazos e que ao representar a protagonista gritando con lóxica exasperación roza o expresionismo. A falta de entendemento cos seus pais reflíctese en que aparecen mostrados só parcialmente, a miúdo só as súas mans e nunca as súas faces. Un modo hábil de indicar a súa incapacidade para comprender o que desexa a súa filla, quen en cambio domina cada páxina coa súa presenza.
E, por certo, a última ilustración, que a mostra sumida nun feliz soño, carece de texto, como poñendo un selo de mudez sobre a superación das súas dificultades. – El Correo Gallego 10/03/2020

Ég vil fisk! is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Ein af tíu bestu í Galisíu | Honor for ‘Quero peixe!’

Viðurkenning í Galisíu: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og var nýverið valin ein af tíu bestu þýddu barnabókunum það ár, af bókmenntaritinu Fervenzas Literarias. Listann má skoða hér.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


‘I Want Fish!’ in Galicia, Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), translated by Lawrence Schimel, was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. The book has now been selected by the Galician Literature Magazine Fervenzas Literarias as one of the 10 best children’s books 2019, translated to Galician. See full list here.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available. Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Skrímsli í vanda og Skrímsli í heimsókn á norsku | New titles in Norwegian

Útgáfutíðindi frá Noregi: Norska bókaforlagið Skald heldur áfram útgáfu á bókaflokknum um skrímslin og nú eru nýkomnar úr prentsmiðju Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda undir titlunum Monsterbesøk og Monsterknipe. Áður hafa verið gefnar út á norsku bækurnar: Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest og MonsterbråkHér má lesa kynningar og nokkrar síður úr Monsterbesøk og Monsterknipe á vef forlagsins Skald. Hér er líka skemmtileg frétt um útgáfuna.

Translations – Book release in NorwayTwo new books from the monster series have just been released in Norway: Skrímsli í heimsókn (Monstervisit) and Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) by the titles Monsterbesøk and Monsterknipe. Our publisher in Norway, Skald, has published introductions and few pages online from the books, see the publishers website: Monsterbesøk and Monsterknipe. Previous titles in Norwegian are Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest and Monsterbråk.

Mynd | Image: screenshot © http://www.skald.no

Bækurnar um skrímslin hafa verið þýddar á fjölda tungumála og þær hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.
The monster series have been translated into many languages and they have received several awards and honors. Click here to read more about the authors and their collaboration, and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

 

Ég vil fisk! komin út í Galisíu | Quero peixe!

Útgáfutíðindi: Ég vil fisk! kom út á galisísku nú fyrir skemmstu. Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel. Í viðtalsgrein á netmiðlinum WORDS without BORDERS fjalla nokkir þýðendur um verkefnin sín, þar á meðal Lawrence Schimel um þýðinguna á Ég vil fisk!, sjá hér: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Book release in Galicia, Spain: Quero peixe! is out! Happy to announce that Ég vil fisk! (I Want Fish!) is now available in Galician, fresh from the printers, published by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Quero peixe! is translated by Lawrence Schimel, who in an article and interview at the site WORDS without BORDERS talks about this task. Further reading: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.

Quero peixe! is the seventh language for Ég vil fisk! has also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician.

Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.

Ljósmyndir: | Photos: © Alvarellos – Facebook –  Verdemar – Facebook

Ég vil fisk! – á galisísku | I Want Fish! – in Galician

Quero Peixe! Ég vil fisk! er væntanleg á galisísku áður en langt um líður. Það er forlagið Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu sem gefur bókina út í þýðingu ljóðskáldsins og þýðandans óþreytandi: Lawrence Schimel. Ég vil fisk! hefur þá komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Á myndinni hér til hliðar fagna Valgerður Benediktsdóttir hjá Réttindastofu Forlagsins og útgefandi hjá Alvarellos nýjum og væntanlegum bókum forlagsins, en þýddar bókmenntir fyrir börn koma út undir merkinu Verdemar.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Coming soon in Galician: Quero Peixe! The publishing house Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain is soon to publish my book Ég vil fisk! (I Want Fish!) in Galician, translated by the wonderful writer and poet and energetic translator Lawrence Schimel. This will be the seventh language for Ég vil fisk!, that a part from Icelandic also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician. English, French and Spanish translations are available.

Photo above: At the Bologna Book Fair 2019 – Valgerður Benediktsdóttir from Forlagid Publishing and Henrique Alvarellos, celebrating new releases published by Alvarellos Editora by the label Verdemar. 

Ljósmynd  | Photo © Alvarellos / Facebook screenshot.

Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.

Ljósmynd  | Photo ©Alvarellos – Facebook screenshot.

Litla skrímslið í Lettlandi | No! Said Little Monster – in Latvian

Nē! segir litla skrímslið! Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, er nú komin út á lettnesku hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Fréttir um útgáfuna má lesa í lettneskum vefmiðlum, svo sem ríkisfréttamiðlinum Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) og vefritinu Satori.

Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurnar.
lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

Book release! The first book in the series about Little Monster and Big Monster: No! Said Little Monster, is now out in the Latvian language, published by Liels un mazs in Riga. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš. News in Latvian about the release can be read on the news site of the Latvian public broadcasting: Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) and the culture journal Satori.

Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read all the latest news on the series.

Skrímslaerjur á norsku | Monster Squabbles in Norwegian

NorskMonsterbrakweb♦ Þýðingar: Norska bókaforlagið Skald heldur áfram útgáfu á bókaflokknum um skrímslin, en von er á norskum Skrímslaerjum (Monsterbråk) úr prentsmiðju þá og þegar. Áður hafa verið gefnar út á norsku bækurnar: Nej! sa Veslemonster, Store monster græt ikkje, Monster i mørket og Monsterpest. Hér má lesa kynningu á Monsterbråk á vef forlagsins. Í vetur verður bókin svo lesin samtímis um Norðurlöndin öll á Norrænu bóksafnsvikunni sem hefst 10. nóvember.

♦ Translations: The Norwegian version of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) is just about to hit the stores. Our publisher in Norway, Skald, has already an online introduction of the book. See the publisher’s website for Monsterbråk or read few pages from the book in the window below. Monster Squabbles was also selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014, starting on 10. November with participation of libraries from all over the Nordic countries and Balticum.

Tove Jansson 100 | Jansson’s Anniversary

TJSimmarPOJ

♦ Tove JanssonÍ dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Tove Jansson. Bækurnar hennar um múmínálfana hittu mig strax í hjartastað og list hennar hefur alla tíð höfðað sterkt til mín. Auðvitað komst ég fyrst að því á fullorðinsárum hve fjölhæfur og margslunginn listamaður hún var.

Fyrir allmörgum árum þýddi ég að gamni nokkra kafla af Sumarbókinni sem mér vitanlega hefur aldrei komið út á íslensku. Ég hef þó komist að því síðar að bókin hefur í reynd verið þýdd og lesin í útvarpi: sumarið 1979 var þýðing og upplestur Kristins Jóhannessonar flutt í Ríkisútvarpinu. Hvers vegna var/er hún ekki gefin út? Ég bið þýðendur velvirðingar á þessu gamni mínu, en birti hér fyrir neðan fyrsta kaflann til heiðurs afmælisbarni dagsins. Takk Tove!

♦ Tove JanssonToday is Tove Jansson’s 100th anniversary – a truly wonderful artist that I have admired ever since I first got to know her mumintrolls as a kid. If you don’t know her work I reccomend two nice websites: Anniversary website and Tove Jansson – Virtual museum and life story.

Some years ago I translated few chapters from Jansson’s marvelous book The Summer Book. Just for fun and perhaps a little bit out of frustration over that this beautiful book was not yet published in Icelandic. I have later found out that it has in fact been translated into Icelandic (and read in the radio in the summer 1979) by a fine translator, Kristinn Jóhannesson. Please publish! Below is my humble translation of the first chapter into Icelandic. Thank you Tove!

Morgunsund

Það var snemma morguns mjög heitan dag í júlí og það hafði rignt um nóttina. Hitamistur steig upp frá berum klöppunum en vætan sat í sprungunum og mosanum og allir litir voru orðnir skýrari og dýpri. Fyrir neðan veröndina var gróðurinn enn í skugga, rakur eins og í regnskógi, þétt, krangaleg blöð og blóm sem hún reyndi að brjóta ekki á meðan hún leitaði með höndina fyrir munninum og allan tímann hrædd um að missa jafnvægið.

– Hvað ertu að gera?“ spurði Sophia litla.
– Ekkert, svaraði amma hennar. Eða öllu heldur: hreytti hún í hana. – Ég er að leita að fölsku tönnunum mínum.
Barnið kom niður af veröndinni og spurði rólega: – Hvar týndirðu þeim?
– Hér, sagði hún. – Ég stóð einmitt hér og þá duttu þær einhvers staðar niður í bóndarósirnar.
Þær leituðu saman.
– Ég skal, sagði Sophia. – Þú getur varla staðið í fæturna. Færðu þig.
Hún stakk sér undir laufþak blómanna og skreið á milli grænna stilkanna. Þarna niðri var notalegt og forboðið, svörðurinn svartur og mjúkur og þar lágu tennurnar, hvítar og skínandi, heil munnfylli af gömlum tönnum.
– Ég fann þær! æpti barnið og stóð upp. – Settu þær í þig.
– En þú færð ekki að horfa á, sagði amman. – Svona nokkuð er prívat.
Sophia hélt tönnunum fyrir aftan bak. – Ég vil fá að horfa á, sagði hún. Þá skellti amma hennar tönnunum upp í sig í einum hvelli. Það var auðvelt og eiginlega ekki neitt merkilegt.
– Hvenær deyrðu? spurði barnið.
Og hún svaraði: – Bráðlega. En það kemur þér ekki nokkurn skapaðan hlut við.
– Afhverju? spurði barnið þá.
Hún svaraði ekki, hún gekk út á klappirnar og áfram í átt að nesinu.
– Þetta er bannað! gargaði Sophia.
Sú gamla svaraði með fyrirlitningu: – Ég veit. Hvorki þú eða ég megum ganga út á klettana en nú gerum við það samt því pabbi þinn sefur og veit ekkert um það.
Þær gengu út á klappirnar. Mosinn var sleipur en sólin hafið risið dálítið upp á himininn og nú gufaði upp af öllu, eyjan var sveipuð sól og þokuslæðu og var ægifögur.
– Grafa þeir gröf? spurði barnið vingjarnlega.
– Já, svaraði hún. Stóra gröf. Og bætti svo lymskulega við: Svo stóra að það er pláss fyrir okkur öll.
– Afhverju það? spurði barnið.
Þær gengu áfram út á nesið.
– Svona langt hef ég aldrei farið, sagði Sophia. – En þú?
– Nei, sagði amma hennar.

Þær gengu alla leið út á ystu nöf þar sem klettarnir féllu fram í æ myrkari syllum, hver og ein prýdd grænu kögri af þangi, sem bylgjaðist fram og aftur með hreyfingum vatnsins.
– Ég vil synda, sagði barnið. Hún beið eftir mótbárum en þær létu á sér standa. Þá byrjaði hún að klæða sig úr, hægt og uggandi. Maður getur ekki treyst þeim sem bara leyfa öllu að gerast. Hún stakk fæti í sjóinn og sagði: – Hann er kaldur.
– Auðvitað er hann kaldur, sagði gamla konan annars hugar. – Á hverju áttirðu von?
Barnið óð áfram út í upp að mitti og beið í ofvæni.
– Syntu, sagði amma hennar. – Þú kannt að synda.
Hér er djúpt, hugsaði Sophia. Hún er búin að gleyma að ég hef aldrei synt í djúpu vatni án þess að hafa einhvern með mér. Og þess vegna óð hún aftur í land, settist á klettana og útskýrði: – Það verður greinilega gott veður í dag.
Sólin hafði risið hærra. Öll eyjan sindraði eins og hafið og blærinn var ferskur.
– Ég kann að kafa, sagði Sophia. – Veistu hvernig maður kafar?
Amma hennar svaraði: – Það veit ég vel. Maður bara sleppir taki á öllu, tekur stöðu og bara kafar. Maður finnur með fótunum fyrir þangbrúskunum, þeir eru brúnir og vatnið er tært, bjartara fyrir ofan, með loftbólum. Maður smýgur vatnið. Maður heldur niðri í sér andanum og smýgur og snýr sér og stígur upp, lætur sig stíga upp á við og andar út. Og svo flýtur maður. Bara flýtur.
– Og allan tímann með opin augun, sagði Sophia.
– Auðvitað. Enginn manneskja kafar án þess að hafa augun opin.
– Trúirðu að ég geti gert það án þess að ég sýni þér? spurði barnið.
– Já, já, sagði amman. – Klæddu þig nú, þá verðum við komnar heim áður en hann vaknar.

Fyrstu þreytumerkin gerðu vart við sig. Þegar við komum heim, hugsaði hún, þegar við erum komnar inn aftur, þá held ég að ég fái mér blund. Og ég verð að muna að segja honum að barnið sé ennþá hrætt við djúpt vatn.

Þýtt úr Sommarboken eftir Tove Jansson.
Ljósmynd | Photo: http://www.tove100.com/presskit/images/TJ_Simmar_POJ.jpg

20 bóka listinn | Books from Iceland

Skrímslaerjur♦ Bókasýningin í Frankfurt 2013 hefst í dag og stendur til 12. október. Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið saman sérstakan lista sem telur 20 bækur frá árinu 2012. Bókalistinn verður kynntur á bókasýningunnni, en þar á blaði má m.a. finna Skrímslaerjur. Á heimasíðu Miðstöðvarinnar er listinn kynntur svo: „Ætlunin er að taka saman slíkan lista á hverju ári sem síðan verður kynntur á bókasýningum erlendis. Systurstofnanir miðstöðvarinnar, m.a. í Noregi, Finnlandi og Hollandi, hafa um árabil útbúið sambærilega lista með góðum árangri.“
Það er líka helst í fréttum að aldrei hafa fleiri íslenskar bækur verið þýddar á erlendar tungur. Um það má lesa hér. Vonandi dregur tuttugu-bóka-listinn athyglina að enn fleiri íslenskum bókum í Frankfurt.

The Frankfurt Book Fair 2013 starts today. The Icelandic Literature Center has made a special list of 20 books that were published in 2012. The list is to be presented at the Frankfurt Book Fair this week. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) is on the list, so hopefully our hairy heroes make some friends in Germany!

Tenglar | Links:
BOOKS FROM ICELAND – Icelandic Literature Center
Um skrímslabækurnar og höfundana | About The Monster series and the authors
Um skrímslabækurnar: myndir og umsagnir | About The Monster series: illustrations and reviews