Skrímsli á leiðinni | Monsters on the way

Nýjar bækur og endurprentanir: Það er komið að því að kynna nýja bók eftir okkur félagana í skrímsla-þríeykinu! Bókin Teatermonster er nú þegar komin í kynningu hjá forlaginu okkar í Svíþjóð, Argasso, en Skrímslaleikur kemur út hjá Máli og menningu / Forlaginu í haust sem og Bókadeildinni í Færeyjum. 

Að auki koma út tvær endurútgáfur á íslensku: Skrímslapest og Skrímsli í heimsókn og heilar fimm endurútgáfur á færeysku: Nei! segði lítla skrímsl, Myrkaskrímsl, Skrímslasótt, Skrímslahæddir, og Skrímslavitjan. Það var því í mörgu að snúast á skrifstofu skrímslanna á Melhaganum. Höfundar og ritstjórar í þremur löndum sendu inn breytingar og viðbætur og þegar gömul og glötuð skjöl finnast ekki verður að gera sumt upp á nýtt. Allt skiptir máli á síðustu metrunum: kommurnar, bilin, millimetrarnir. Svo ekki sé minnst á villur sem hafa slæðst inn! Við höfum verið lánsöm með góða ritstjóra í öllum löndum og ég get vottað að röntgenaugu Sigþrúðar á Forlaginu eru ómetanleg. 

Þegar listrænni angist yfir myndum og texta loks sleppir er ég ævinlega á nálum yfir því að koma prentskjölum frá mér þannig að úr verði sómasamleg bók. Til dæmis eru prentprófílar merkilegar skepnur. Útkoman á prentverki er á endanum einhverskonar sáttargerð milli hugmynda og hæfni og milli tækni og þess áþreifanlega. Þegar ný bók kemur út er ég svo gjörn á að stara á möguleg mistök að mér þykir best að henda bókinni út í horn og líta ekki á hana. Eina ráðið er þó að halda áfram og trúa því að gera megi betur næst. 

Litið um öxl … Ég hef oftast unnið að bókunum mínum á fleiri en einum stað: á vinnustofu á Grensás hjá Sigurborgu Stefáns og í Melaleiti. En vegna smitfaraldursins og ýmissa utanaðkomandi aðstæðna varð vinnuhornið heima að taka við skrímslafárinu. Því til viðbótar mátti ég heita múruð inni, en framkvæmdir við húsið hafa staðið yfir í nær hálft ár með drynjandi múrbroti og vélanna söng. Ógleymanlegur tími í mörgu tilliti. Áfram herjar veirupestin á okkur, sem aldrei fyrr. Sannkölluð skrímslapest!

New books and reprints: It’s time to introduce a new book about Little Monster and Big Monster, by us three co-authors Áslaug, Kalle and Rakel! Our new book in the Monster series, Monster Act, has already been presented by our publishing house in Sweden, Argasso, where the title is Teatermonster. Skrímslaleikur  in Icelandic will be published by Mál og menning / Forlagið this autumn, as well as by Bókadeildin in the Faroe Islands, under the same title. 

In addition, two titles in Icelandic will be reprinted: Skrímslapest (Monster Flu) and Skrímsli í heimsókn (Monster Visit) and a total of five titles in Faroese will be reprinted: Nei! segði lítla skrímsl, Myrkaskrímsl, Skrímslasótt, Skrímslahæddir, and Skrímslavitjan. There was therefore a lot going on at the monsters’ office in Melhagi, as authors and editors in three countries sent and submitted changes and additions, and when old and lost documents are not found, some have to be reconstructed. Every tiny thing matters at the last meters: the commas, the spaces, the millimeters. Not to mention errors that have crept in! We have been fortunate to have good editors in all countries and I my editor Sigþrúður’s x-ray eyes are invaluable.

When I finally (try to) let go of the artistic anguish over text and illustrations and turn to work on the book design and layout, I am always anxious about if the printing documents on my screen will ever come out as a decent book. The result, a printed book, is ultimately a kind of reconciliation between ideas and skills and between technology and the tangible. When a new book is published, I tend to stare at possible mistakes and prefer to throw the book into a corner and not look at it at all. (Bad PR!) Still, there is only one thing to do: keep going and believe that one can do a little bit better next time.

Looking back … I have usually worked on my books in more than one place: in my friend Sigurborg Stefans’ spacious studio and at our farm Melaleiti. But due to the pandemic and various other external circumstances, my work corner at home had to do for this monster session. In addition, I was somewhat locked up inside with windows and balcony closed as construction work on the house has been going on for almost half a year, with machines singing. An unforgettable time in many ways. The plague of covid-19 continues in Iceland, with rising numbers of infections – mostly in fully vaccinated people. Truly a Monster Flu!

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Bókakápa | Book cover for Rakel Helmsdal

Honsumrodiweb

♦ Bókakápa: Samstarfskona mín í Færeyjum, Skrímsla-Rakel Helmsdal, er að senda frá sér nýja bók fyrir ungmenni á öllum aldri. Ég fékk það skemmtilega verkefni að gera kápu á bókina. Sagan segir frá stúlkunni Argantael og er að mörgu leyti bæði átaka- og áhrifamikil. Bókin heitir á frummálinu: „Hon, sum róði eftir ælaboganum eða „Hún, sem réri eftir regnboganum“. Rakel mun fagna útgáfunni á miðvikudaginn, 19. mars, í Gamla Bókhandil í Torshavn. Hér má lesa um bókina og viðtal við Rakel í Sandoyar Portalurin. 

Til hamingju með nýju bókina, Rakel!

♦ Book cover: My friend and co-author Rakel Helmsdal has a new book coming out. I had the honor to do the cover design. This is a young-adult fiction, a dramatic story of the girl Argantael, her troubles and emotional turmoil. The title in Faroese is: “Hon, sum róði eftir ælaboganum or: “She, who rowed towards the rainbow”.

See more: Rakel’s homepage and the publisher Bókadeildinand an interview with Rakel in Sandoyar Portalurin.

Congratulations on the new book, Rakel!

HonSumRodi-CoverWeb