Gleðileg jól 2021! | Season’s Greetings!



JÓL 2021! Kæru lesendur síðunnar og vinir nær og fjær: Gleðileg jól! Hjartans þakkir fyrir góðar viðtökur á nýju bókinni okkar, Skrímslaleik. Njótið hátíðanna í ást og friði!
❤️
HAPPY HOLIDAYS! Dear readers and friends near and far: I wish you all peace and joy! Thank you for giving my blog and my art some of your time. Love to you all!

© Áslaug Jónsdóttir 

Skrímslin á skjánum | Monster-zoom!

Skrímslaþing: Norræna skrímslabandalagið hittist á skjánum á dögunum en auðvitað nýtum við tæknina til fulls og virðum ströngustu sóttvarnir á tímum heimsfaraldurs. Þó það nú væri. Við fögnuðum góðum umsögnum um nýju bókina okkar, Skrímslaleik, og spáðum jafnvel aðeins í framtíðina … Litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið höfðu líka eitt og annað til málanna að leggja, en þau vilja umfram allt hafa nóg fyrir stafni og helst ekki gefa okkur höfundunum mikið frí. En allt hefur sinn tíma. Úr fjarlægari útlöndum er það svo helst að frétta að bókin Stór skrímsli gráta ekki er væntanleg á japönsku hjá litlu útgáfufélagi í Tokyo, Yugi Publishers. Þessi útgáfutíðindi komu m.a. fram í frétt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta svo við erum ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli. Samningurinn var undirritaður í sumar, 2021. 

The monsters meet: The Nordic Monster Alliance had an online meeting this week. Of course we make use of all the available technology in the times of the pandemic when travels and gatherings are troublesome. We discussed and celebrated good reviews of our new book, Monster Act (Skrímslaleikur), and even tried to look a little bit ahead – into the future… could there be a chance for a meeting in the flesh? Little monster, Big monster and Furry monster also had some things to contribute, but above all they want action and activity and preferably not give us authors much time off. But everything has its time. From more distant lands, the news are out that our book Big Monsters Don’t Cry (Stór skrímsli gráta ekki) is to be translated and published in Japanese by a small publishing company in Tokyo, Yugi Publishers. This is stated in the news at the Icelandic Literature Center, so we are not revealing any secrets. We signed the agreement this summer, 2021.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


 

Viðtal við Kalle Güettler | Interview with co-author Kalle Güettler

Blaðagrein: Í héraðsblaðinu Norrtelje Tidning birtist á dögunum fínt viðtal við Kalle Güettler, sænska meðhöfundinn að skrímslabókaflokknum, um samstarf okkar höfundanna þriggja. Þar var líka fjallað um nýjustu bókina, Skrímslaleik, sem á sænsku heitir Teatermonster. Hér segir Kalle frá á heimasíðunni sinni. Skrímslin eru auðvitað kát yfir því að komast á dagblaðaprent, sem er ekki endilega gefið mál á stafrænum tímum. Teatermonster er kemur út hjá forlaginu Argasso.

Newspaper article: The local newspaper Norrtelje Tidning recently published a very nice interview with Kalle Güettler, our Swedish co-author of the monster book series, which also covered our latest book: Teatermonster / Skrímslaleik or Monster Act. Read more on Kalle’s website here. Of course, the monsters are happy to get a review in a real newspaper print!

🔗 Fleiri fréttir og dómar um Skrímslaleik / Teatermonster á heimsíðunni
🔗 More reviews and news on this site about Monster Act / Skrímslaleikur / Teatermonster. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗 Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


 

Skrímslaleikur á sænsku | Teatermonster – Monster Act

Bókaútgáfa: Þessi eintök voru að koma með hraðpóstinum! Skrímslaleikur eða Teatermonster er komin út hjá Argasso forlaginu, Von er á íslensku útgáfunni í lok mánaðar. Hér má lesa um fyrsta sænska bókadóminn:

„Teatermonster er tíunda sænsk-íslenska-færeyska myndabókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, sem er eins og hin fyrri spennandi árangur af norrænu samstarfi, sameiginlegum hugmyndum, ósviknum húmor og mikilli sköpunargleði.“ …  „Textinn flæðir með hrynjandi, tilfinningu og  smá innskotum af rími. Útlit og umbrot er úthugsað og fjölbreytt og verður hluti af myndskreytingunum þar sem textinn miðlar á grafískan hátt tilfinningunum á bak við það sem sagt er. Listrænar myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og klippimyndum og þær bera söguna áfram með því að miðla öllum þeim sterku tilfinningum sem persónurnar upplifa. Sögurnar um skrímslavinina eru orðnar eftirlætislestur margra barna síðan fyrsta bókin kom út árið 2004 og það er ánægjulegt að út komi enn ein bók af jafn háum gæðum og þær fyrri. … Heildarstigagjöf: 5“
– Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

“Teatermonster är den tionde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av nordiskt samarbete, gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet.”  …  “Texten flyter med rytm, känsla och inslag av rim. Layouten är genomarbetad och varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. De konstnärliga bilderna är i blandteknik med inslag av collage och de bär berättelsen framåt genom att förmedla alla de starka känslor som karaktärerna känner. Berättelserna om monsterkompisarna har blivit många barns favoritläsning sedan den första boken kom ut 2004, och det är glädjande att det kommer ännu enbok av lika hög kvalitet som de tidigare.” … “Helhetsbetyg: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

Book release: Happy author/illustrator/book designer! Our new book in the Monster series Skrímslaleikur / Teatermonster / Monster Act is out in Sweden, published Argasso. It has already received a fine review in Sweden. Swedish quotation above, translation below: 

“Monster Act is the tenth Swedish-Icelandic-Faroese picture book about Little Monster and Big Monster, which, like the previous ones, is an exciting result of Nordic collaboration, joint ideas, genuine humor and a great deal of creativity.” … “The text flows with rhythm, flair and elements of rhyme. The layout is well thought-through and varied and becomes part of the illustrations as the text also graphically conveys the emotions behind what is said. The artistic images are in mixed media and collage and they carry the story forward by conveying all the strong emotions that the characters feel. The stories about the monster friends have become many children’s favorite reading since the first book was published in 2004, and it is gratifying that there is now yet another book of the same high quality as the previous ones.”
“Overall rating: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímslaleikur: bókadómur í Svíþjóð | Teatermonster – review

Bókadómur: Það er ekki beðið með bókadómana í Svíþjóð, þó bókin okkar Skrímslaleikur sé reyndar ekki komin út. BTJ, Bibliotekstjänst í Svíþjóð, gefur reglubundið út rit með umsögnum um valdar bækur og gefur einkunn frá 1 upp í 5. Teatermonster, sem kemur út í haustbyrjun hjá Argasso forlaginu, fékk fínan dóm hjá Helene Ehriander í nýútgefnu BTJ-hefti nr 16, 2021, – og fullt hús stiga: fimm af fimm mögulegum. Þar segir til dæmis, í laufléttri þýðingu (sjá frumtexta neðar): 

„Teatermonster er tíunda sænsk-íslenska-færeyska myndabókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, sem er eins og hinar fyrri spennandi árangur af norrænu samstarfi, sameiginlegum hugmyndum, ósviknum húmor og mikilli sköpunargleði.“ …  „Textinn flæðir með hrynjandi, tilfinningu og smá innskotum af rími. Útlit og umbrot er úthugsað og fjölbreytt og verður hluti af myndskreytingunum þar sem textinn miðlar á grafískan hátt tilfinningunum á bak við það sem sagt er. Listrænar myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og klippimyndum og þær bera söguna áfram með því að miðla öllum þeim sterku tilfinningum sem persónurnar upplifa. Sögurnar um skrímslavinina eru orðnar eftirlætislestur margra barna síðan fyrsta bókin kom út árið 2004 og það er ánægjulegt að út komi enn ein bók af jafn háum gæðum og þær fyrri. … Heildarstigagjöf: 5“ – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

“Teatermonster är den tionde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av nordiskt samarbete, gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet.”  …  “Texten flyter med rytm, känsla och inslag av rim. Layouten är genomarbetad och varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. De konstnärliga bilderna är i blandteknik med inslag av collage och de bär berättelsen framåt genom att förmedla alla de starka känslor som karaktärerna känner. Berättelserna om monsterkompisarna har blivit många barns favoritläsning sedan den första boken kom ut 2004, och det är glädjande att det kommer ännu enbok av lika hög kvalitet som de tidigare.” … “Helhetsbetyg: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

Book review: Although our new book in the Monster series: Monster Act is not out yet, the first book review has already been published in Sweden. The Swedish Library Magazine, BTJ, Bibliotekstjänst publishes reviews on selected books, giving grades from 1 to í 5. Monster Act is published by Argasso and received a fine review from lecturer Helene Ehriander in the last magazine, rating Monster Act with with 5 points. Swedish quotation above, translation below: 

“Monster Act is the tenth Swedish-Icelandic-Faroese picture book about Little Monster and Big Monster, which, like the previous ones, is an exciting result of Nordic collaboration, joint ideas, genuine humor and a great deal of creativity.” … “The text flows with rhythm, flair and elements of rhyme. The layout is well thought-through and varied and becomes part of the illustrations as the text also graphically conveys the emotions behind what is said. The artistic images are in mixed media and collage and they carry the story forward by conveying all the strong emotions that the characters feel. The stories about the monster friends have become many children’s favorite reading since the first book was published in 2004, and it is gratifying that there is now yet another book of the same high quality as the previous ones.”
“Overall rating: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímsli á leiðinni | Monsters on the way

Nýjar bækur og endurprentanir: Það er komið að því að kynna nýja bók eftir okkur félagana í skrímsla-þríeykinu! Bókin Teatermonster er nú þegar komin í kynningu hjá forlaginu okkar í Svíþjóð, Argasso, en Skrímslaleikur kemur út hjá Máli og menningu / Forlaginu í haust sem og Bókadeildinni í Færeyjum. 

Að auki koma út tvær endurútgáfur á íslensku: Skrímslapest og Skrímsli í heimsókn og heilar fimm endurútgáfur á færeysku: Nei! segði lítla skrímsl, Myrkaskrímsl, Skrímslasótt, Skrímslahæddir, og Skrímslavitjan. Það var því í mörgu að snúast á skrifstofu skrímslanna á Melhaganum. Höfundar og ritstjórar í þremur löndum sendu inn breytingar og viðbætur og þegar gömul og glötuð skjöl finnast ekki verður að gera sumt upp á nýtt. Allt skiptir máli á síðustu metrunum: kommurnar, bilin, millimetrarnir. Svo ekki sé minnst á villur sem hafa slæðst inn! Við höfum verið lánsöm með góða ritstjóra í öllum löndum og ég get vottað að röntgenaugu Sigþrúðar á Forlaginu eru ómetanleg. 

Þegar listrænni angist yfir myndum og texta loks sleppir er ég ævinlega á nálum yfir því að koma prentskjölum frá mér þannig að úr verði sómasamleg bók. Til dæmis eru prentprófílar merkilegar skepnur. Útkoman á prentverki er á endanum einhverskonar sáttargerð milli hugmynda og hæfni og milli tækni og þess áþreifanlega. Þegar ný bók kemur út er ég svo gjörn á að stara á möguleg mistök að mér þykir best að henda bókinni út í horn og líta ekki á hana. Eina ráðið er þó að halda áfram og trúa því að gera megi betur næst. 

Litið um öxl … Ég hef oftast unnið að bókunum mínum á fleiri en einum stað: á vinnustofu á Grensás hjá Sigurborgu Stefáns og í Melaleiti. En vegna smitfaraldursins og ýmissa utanaðkomandi aðstæðna varð vinnuhornið heima að taka við skrímslafárinu. Því til viðbótar mátti ég heita múruð inni, en framkvæmdir við húsið hafa staðið yfir í nær hálft ár með drynjandi múrbroti og vélanna söng. Ógleymanlegur tími í mörgu tilliti. Áfram herjar veirupestin á okkur, sem aldrei fyrr. Sannkölluð skrímslapest!

New books and reprints: It’s time to introduce a new book about Little Monster and Big Monster, by us three co-authors Áslaug, Kalle and Rakel! Our new book in the Monster series, Monster Act, has already been presented by our publishing house in Sweden, Argasso, where the title is Teatermonster. Skrímslaleikur  in Icelandic will be published by Mál og menning / Forlagið this autumn, as well as by Bókadeildin in the Faroe Islands, under the same title. 

In addition, two titles in Icelandic will be reprinted: Skrímslapest (Monster Flu) and Skrímsli í heimsókn (Monster Visit) and a total of five titles in Faroese will be reprinted: Nei! segði lítla skrímsl, Myrkaskrímsl, Skrímslasótt, Skrímslahæddir, and Skrímslavitjan. There was therefore a lot going on at the monsters’ office in Melhagi, as authors and editors in three countries sent and submitted changes and additions, and when old and lost documents are not found, some have to be reconstructed. Every tiny thing matters at the last meters: the commas, the spaces, the millimeters. Not to mention errors that have crept in! We have been fortunate to have good editors in all countries and I my editor Sigþrúður’s x-ray eyes are invaluable.

When I finally (try to) let go of the artistic anguish over text and illustrations and turn to work on the book design and layout, I am always anxious about if the printing documents on my screen will ever come out as a decent book. The result, a printed book, is ultimately a kind of reconciliation between ideas and skills and between technology and the tangible. When a new book is published, I tend to stare at possible mistakes and prefer to throw the book into a corner and not look at it at all. (Bad PR!) Still, there is only one thing to do: keep going and believe that one can do a little bit better next time.

Looking back … I have usually worked on my books in more than one place: in my friend Sigurborg Stefans’ spacious studio and at our farm Melaleiti. But due to the pandemic and various other external circumstances, my work corner at home had to do for this monster session. In addition, I was somewhat locked up inside with windows and balcony closed as construction work on the house has been going on for almost half a year, with machines singing. An unforgettable time in many ways. The plague of covid-19 continues in Iceland, with rising numbers of infections – mostly in fully vaccinated people. Truly a Monster Flu!

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.