Skrímsli á ferð | Monsters on the move

Tilnefning í Eistlandi: Góðar fréttir berast frá Eistlandi en þar hefur „Ei! ütles väike koll“ eða þýðingin á „Nei! sagði litla skrímslið“ verið tilnefnd til virtra þýðingarverðlauna sem eistneska deild IBBY samtakanna sendur fyrir. Verðlaunin nefnast Paabeli Torn (Babelsturninn) og heiðra bestu þýddu barnabækurnar á eistnesku. Verðlaunin verða nú veitt í 22. sinn. Tilnefningarnar skiptast í tvo flokka: myndabækur og textabækur eða kaflabækur, en alls eru tíu titlar tilnefndir. Ein af bókunum fimm sem koma til greina í myndabókaflokknum er „Nei! sagði litla skrímslið“, þýdd úr íslensku af Kadri Sikk. Útgefandi er bókaútgáfan Norður og ekki ólíklegt að fleiri bækur um skrímslin eigi eftir að koma út á eistnesku. Nánar má lesa um tilnefningarnar til Babelsturnsins hér á eistnesku og hér á ensku.

Við skrímslabókahöfundarnir hittumst í október á Íslandi til að vinna að nýjum handritum og hugmyndum sem við höfum verið að kasta á milli okkar. Vonandi eiga því eftir að birtast að minnsta kosti þrjár nýjar skrímslasögur á næstu árum. Útgefandi okkar hjá Norður, Andry Arro, hafði samband við okkur þar sem við okkur á meðan vinnubúðirnar stóðu yfir og tók við okkur stutt viðtal sem birtist í barnablaðinu Täheke, sem er velþekkt tímarit í Eistlandi. Og þar er föndurhornið greinilega líka tileinkað skrímslunum svörtu!

Nomination in Estonia: Good news is coming from Estonia, where Ei! ütles väike koll or the translation of “No! said the little monster” has been nominated for a celebrated translation award presented by the Estonian branch of IBBY. The award, Paabeli Torn Award (Tower of Babylon), honours the best translated children’s books in Estonian. It will now be awarded for the 22nd time. The nominations are divided into two categories: picture books and chapter books, with a total of ten titles nominated. One of the five books that are considered in the picture book category is “No! said the little monster”, translated from Icelandic by Kadri Sikk. The publisher is Nordur Publishing and more books about monsters may very well be published in Estonian. You can read more about the nominations to the Paabeli Torn Award in Estonian here and here in English.

We the three authors of the Monsterseries, Áslaug, Kalle and Rakel, met in Iceland in October to work on new manuscripts and ideas that we have been discussing. Hopefully, at least three new stories will be published in the coming years. Our publisher at Norður, Andry Arro, contacted us during the workshop and interviewed us for a short article which has just been published in the children’s magazine Täheke, a well-known children’s magazine in Estonia. And the craft corner in the magazine is apparently also dedicated to the black monsters! 


  Read about the Monster series in 2025 RLA’s catalogue.
For further information about the Monster series contact Forlagid Rights Agency / Reykjavik Literary Agency

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni. 🔗 Rakel Helmsdal 🔗 Kalle Güettler

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series. 🔗 Rakel Helmsdal 🔗 Kalle Güettler

Skrímslaveisla á færeysku | Monster Feast in Faroese

Útgáfan 2025: Í lok apríl kom Skrímslaveisla út á færeysku hjá Bókadeildinni, nokkru síðar en útgáfurnar á íslensku og sænsku. Því var auðvitað fagnað með „hátíðar-gildis-stevnu-fagnaðarveitslu“ og almennri gleði. Fyrir færeyska textanum í Skrímslaveitslu stendur sem fyrr Rakel Helmsdal. Skrímslaveisla er nú komin út á fjórum tungumálum. Auk íslensku og færeysku gefur Argasso út Monsterfest á sænsku og Vild Maskine gefur bókina út á dönsku. Hjá Vild Maskine má nálgast aukaefni: fígúrur til að klippa út og búa til pappírsbrúðuleikhús.

Skrímslaveislu á íslensku frá Forlaginu má m.a. nálgast hér.

Publishing news: The Faroese version of Monster Feast, Skrímslaveitsla was published in April 2025, few months later than Icelandic Skrímslaveisla and Swedish MonsterfestMonster Feast is now available in four languages. In addition to Icelandic: in Faroese published by Bókadeildin, in Swedish published by Argasso and in Danish by Vild Maskine. The Danish publisher got permission to make som extra material for educational purposes: the three monsters ready to print and cut out to make paper-puppets. Enjoy!

You can find Skrímslaveisla in Icelandic here! Published by Forlagið.


  Read about the Monster series in 2024 RLA’s catalogue.
For further information about the Monster series contact Forlagid Rights Agency / Reykjavik Literary Agency

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni. 🔗 Rakel Helmsdal 🔗 Kalle Güettler

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series. 🔗 Rakel Helmsdal 🔗 Kalle Güettler

„Sannkölluð myndaveisla“  | “A true feast of illustration”

Myndlýsingar: Skrímslaveisla var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar við athöfn í Iðnó í gær, mánudaginn 14. apríl 2025. Fimmtán bækur eru tilnefndar til verðlauna: fimm fyrir frumasamdan texta, fimm fyrir myndlýsingar og fimm fyrir þýðingar. Hér má kynna sér allar tilnefndar bækur. Umsögn dómnefndar um Skrímslaveislu hljóðar svo:

„Eins og sagan og persónurnar sem við þekkjum nú svo vel kalla á, þá svara myndirnar með þessari frábærri orku sem fær virkilega að njóta sín. Litirnir skærir, formin fjölbreytt, kræsilegar veitingar og glæsileg veisluhöld. Jafnframt fylgjumst við með tilfinningum skrímslanna og ekki er annað hægt en að upplifa á sama tíma pirringinn, vináttuna og fögnuðinn. Sannkölluð myndaveisla.“

Verðlaunin verða  veitt við hátíðlega athöfn í Höfða, þann 23. apríl og mun Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenda verðlaunin.


Illustrations: Skrímslaveisla (Monster Feast) was nominated for the Reykjavík Children’s Book Award at a ceremony in Iðnó Culture House yesterday, Monday, April 14, 2025. Fifteen books are nominated for the award: five for original text, five for illustrations and five for translations. (For all nominated books, follow this link!). The jury’s review about Skrímslaveisla read thus:

“As the story and the well known characters require, the images respond with this wonderful energy that really come to their own. The colors are bright, the shapes are varied, the food looks delicious and the party gorgeous. At the same time, we follow the emotions of the monsters and it is impossible not to experience the irritation, friendship and joy, all at the same time. A true feast of illustration.”