Öll skrímslin í Danmörku! | New releases in Denmark

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út í byrjun júní. Útgefendur okkar í Danmörku, Vild Maskine, gáfu út nýja þýðingu af fyrstu bókinni, Nei! sagði litla skrímslið, endurútgáfu Skrímsli í myrkrinu, auk þess að gefa út í fyrsta sinn á dönsku bækurnar Skrímsli í vanda og Skrímslaleik. Hér hefur útgefandinn orðið: 

„Hep! Så er der fire nye bøger i den populære serie om Store Monster og lille monster. To helt nye, ‘Teatermonster’ og ‘Monstre i knibe’, samt to genudgivelser: ‘NEJ! siger lille monster’ og ‘Monstre i mørket’. Så nu findes alle ti bind i den prisvindende og velanmeldte serie for første gang på dansk!
“Tegningerne er venligt voldsomme i en bolsjestribet farvelægning. Historien rammer et punkt, som er fælles for børn i alle formater.” ❤️❤️❤️❤️
Anmeldelse af ‘Monsterbesøg’ i Politiken.“

Nú er sem sagt allur bókaflokkurinn kominn út á dönsku! Í fyrra voru það Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi sem komu út á dönsku í fyrsta sinn, en bækurnar Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar. Skrímsli í heimsókn og Skrímslaerjur komu út hjá fyrri útgefenda, Torgard, og eru enn á markaði. 

New releases: In Denmark, four books from the book series about the black and furry monsters were published in June. Our new publishing house in Denmark, Vild Maskine (e: Wild Machine), released a new translation of the first book in the series, No! Said Little Monster, and a new print of Monsters in the Dark, as well as publishing for the first time in Danish the books Monsters in Trouble and Monster Act. (See titles in Danish in image at top).

Now the entire book series is out in Danish! Last year it was Monster at the Top and Monster Kitty that were published in Danish for the first time, but the books Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry were republished. Monster Visit and Monster Squabbles, published by our previous publishers, Torgard, and are still on the market.

The series has received good reviews in Denmark and we hope the new titles find their way to more happy readers! 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 


 


 

 

Skrímsli í bókagleði | Poster monsters!

Skrímslin í Danmörku: Litla skrímslið og stóra skrímslið hafa víða um veröld ratað og nú inn á veggspjald með ýmsum karakterum og fígúrum úr klassískum barnabókmenntum. Veggspjaldið á rætur að rekja til danska verkefnisins „BOGglad“ sem var sett á fót til að ýta undir endurnýjun á barnabókakosti í bókasöfnum, á leikskólum, frístundaheimilum og félagsheimilum, – og vera um leið hvatning til þess að nýta bókmenntir í daglegu lífi barna. Þetta danska verkefni stuðlar sem sagt að því að koma bókunum til barnanna, auðvelda aðgengi og auka úrval. Það er vel og við skrímslahöfundar erum stolt af þátttöku skrímslanna. Veggspjaldið má t.d. nálgast hér

Það fer enginn í grafgötur um mikilvægi lestrar og áhrif bókmennta á andlegan þroska barna. Eitt og annað er gert til þess að hvetja börn til bóklestrar og oft fær keppnisfólkið þar útrás, því það má mæla magn, fjölda bóka og blaðsíðna, lestrarhraða, o.s.frv. Skólabókasöfnin kvarta undan fjárskorti og bókaskorti og þegar nýju bækurnar loks berast eru lestrarhestarnir fljótir að afgreiða þær og naga tómar hillurnar. Lesa auðvitað allt.

Hvað er svo gert hér til þess að koma íslenskum bókum út til barnanna? Ekki hefur mátt nefna það að afnema virðisaukaskatt af bókum sem hefði þó gert innkaup bæði bókasafna og einstaklinga léttari fyrir pyngjuna. Ekki hef ég orðið vör við átak á borð við hina dönsku bókagleði, BOGglad, sem styrkir innkaup og eykur dreifingu. Ekki heldur neitt sem minnir á hið ágætu innkaupakerfi Menningarráðsins norska – sem tryggir norskum útgefendum sölu og, ekki síst, dreifingu á barnabókum í norsk bókasöfn. Þessi verkefni stuðla einmitt að því að koma bókunum til barnanna.

Á Íslandi eyða barnabókahöfundar, rit- og myndhöfundar, löngum stundum í að skrifa vandaðar umsóknir í sjóði fyrir listamenn. Oftar en ekki enda þær umsóknir í pappírstætaranum, – laun og styrkir engir eða brotabrot af því sem til þarf að lifa af þeirri list að skapa bókmenntir fyrir börn. Helst af öllu vildum við lifa af sölulaunum bóka okkar, en markaðurinn er lítill og flesta menningarstarfsemi okkar þarf á einhvern hátt að styrkja úr sameiginlegum sjóðum. En það mætti líka reyna að stækka ögn markaðinn, til dæmis með styrkjum til bókakaupa, auka þannig bókakost barna í skólum, á söfnum og á heimilum. 

Stofnaður var sjóðurinn AUÐUR sem styrkir útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Styrkirnir eru veittir útgefendum. Skaparar bókanna sjá ekkert af þessum styrkjum og ekkert tryggir dreifingu bókanna til lesendahópsins. Menningarráðherra hefur ennfremur ýjað að því að sjóðnum verði breytt á þann hátt að eingöngu verði veittir styrkir til að miðla fornbókmenntum og norrænni goðafræði til barna, þ.e. sértækir styrkir til útgefenda, – styrkir sem stýra útgáfum efnislega. Það er all sérstök hugmynd, svo ekki sé meira sagt. Nokkrir styrkir eru veittir til þýðinga, enn og aftur veittir útgefendum. 

Þeir sem kaupa inn barnabækur verða auðvitað og augljóslega að sýna hagsýni en það er hörmulegt ef innkaupin litast svo mjög af sparnaði að allt sé það í stíl við kakósúpu og kex. Rétt eins og þegar við ræðum um að matarræði í skólamötuneytum megi ekki snúast eingöngu um ódýra, næringarlitla fyllingu í maga, þá þarf að þora að ræða þá andlegu nagga sem börnum er boðið upp á, það er að segja: gæðin skipta máli. Vandaðar bækur eru til ótal margar, íslenskar og þýddar, en illa samið samið efni, hroðvirknislega þýtt og skaðlega illa myndlýst er svo greinilega á borðum líka. Fyrr eða síðar kemur í ljós að það er ekki nóg að telja titla og blaðsíður, næringin skiptir máli. 


Find the Monsters! Little Monster and Big Monster have found their way around the world and now onto a Danish poster with various characters and figures from classic children’s literature. The poster is made in connection with the project “BOGglad”, which was set up to promote book reading, renew the collections of children’s books in libraries, kindergartens, leisure centers and clubs, – and at the same time be an incentive to help activate literature in children’s daily lives. This Danish project helps bring the books to the children, make more children’s books accessible and increase the collections in libraries, schools and kindergartens. A wonderful initiative! We monster-authors are proud of Little Monster’s and Big Monster’s participation! The poster is available for download here.


Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út á dögunum í Danmörku hjá forlaginu Vild Maskine. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases in Denmark: Four books from The Monster series were released in June by our new publishing house, Vild Maskine.  Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

Skrímslin í Danmörku | New releases in Denmark

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin koma út í Danmörku 13. júní næstkomandi. Í Danmörku höfum við nú nýjan útgefanda: Vild Maskine, sem er lítið en framsækið forlag staðsett í Vordingborg, en fyrri útgefandi var Torgard.  

Mads Heinesen útgefandi hjá Vild Maskine var kampakátur með nýju bækurnar, brakandi fínar og volgar úr prentvélunum. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases: We are happy to announce that four books from the monster series will be released in Denmark on June13th. Our new publishing house, Vild Maskine, (e: Wild Machine) is a small but progressive publishing house located in Vordingborg.

Mads Heinesen, publisher at Vild Maskine, was happy with the new books, warm from the printing presses. Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.