Sjáðu! á sýningu | Look! IBBY Honour List 2022: virtual exhibitions

Heiðurslisti IBBY 2022: Síðastliðið vor var tilkynnt að myndabókin mín Sjáðu! hefði verið valin á Heiðurslista IBBY samtakanna 2022 fyrir myndlýsingar. Nú er Heimsþing IBBY nýafstaðið en þar voru bækur á Heiðurslistum kynntar, m.a. í stafrænum sýningarsölum sem eru öllum opnir. Hér má sjá allar bækur sem voru útnefndar fyrir myndlýsingar, útnefndar bækur textahöfunda og bækur úrvals þýðenda. IBBY á Íslandi tilnefndi einnig Ævar Þór Benediktsson í flokk rithöfunda fyrir bókina Þín eigin undirdjúp og Ingunni Snædal í flokk þýðenda fyrir bókina Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin.

Fleiri áhugaverðar sýningar má sjá á vef IBBY í Malasíu, svo sem verðlaunamyndir á sýningunni Power of Stories – H.C.Andersen Award og Nami Concours; og myndlýsingar frá Bratislava tvíæringnum BIB 2021 – Bienále ilustrácií Bratislava.


IBBY Honour List 2022: Last spring it was announced that my picture book Sjáðu! (Look!) was selected for the IBBY Honor List 2022 for illustration. IBBY in Iceland also nominated Author Ævar Þór Benediktsson for his book Þín eigin undirdjúp and poet Ingunn Snædal for her translation of the Swedish: Handbok för Superhjältar. All books are now exhibited in the visual art galleries of IBBY Malaysia, organized in conjunction with the 38th IBBY International Congress.

See: Power of Stories Virtual Exhibition is a showcase of selected illustrations from:
– IBBY Honour Lists of illustration/artisttext/author – and translation/translator
– BIB 2021 Biennial of Illustrations Bratislava
– Nami Concours
– Hans Christian Andersen Awards

Enjoy!


Sjáðu! Viðurkenningar og bókadómar | LOOK! – Honours and reviews

♦ Útnefning á HEIÐURSLISTA IBBY 2022 fyrir myndlýsingar.
Selected for the IBBY HONOUR LIST 2022 for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web.
Bókadómur: „Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið.“ Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.
Book review: Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Bóksala stúdenta