Tag Archives: Skrímslaerjur
Bókmenntaverðlaun bóksala | The Booksellers Prize
♦ Bókaverðlaun. Tilkynnt var um Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana árið 2012 í sjónvarpsþættinum Kiljunni í gær. Skrímslaerjur komust þar á lista sem ein af bestu barnabókum ársins, í þriðja sæti. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2000. Nei! sagði litla skrímslið hreppti fyrsta sæti í flokki barnabóka árið 2004 og Gott kvöld árið 2005.
Nánar: frétt á Bókmenntir.is, F-bókarsíða verðlaunanna og upplýsingar á wikipediu.
♦ Book Prize. Booksellers in Iceland announced their list of The best books of the year last night, in Kiljan television programme. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) was on the list of the best children’s books in 2012, in third place. The prize was first awarded in 2000. Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster) was the best children’s book in 2004 and Gott kvöld (Good Evening) in 2005.
More (in Icelandic): News on Literature.is, Facebook page of the prize and information on Wikipedia. 
Skrímslaerjur í Mogga | Book review in Morgunblaðið
♦ Bókadómur. Skrímslaerjur fengu ljómandi umfjöllun í Morgunblaðinu í gær, 29. nóvember 2012:
„… eins og fyrri bækur mjög vel gerð, snertir við lesandanum og skemmtir honum.“ segir Ingveldur Geirsdóttir.
♦ Book Review. Nice review in Morgunblaðið yesterday. Four stars for Skrímslaerjur (Monster Squabbles).
Skrímslin sem unnu | And the winners are …

♦ Skrímslakeppni. Forlagið var að tilkynna sigurvegara í skrímslamyndakeppninni sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur á Bókamessu í bókmenntaborg um síðustu helgi. Þar fæddust mörg stórkostleg skrímsli! En það mátti bara velja þrjá verðlaunahafa, því miður. Jochum, Sara Elísabet og Úlfur Kjalar fá Skrímslaerjur að launum fyrir myndirnar sínar. Hér má lesa fréttina á vef Forlagsins, en samsett myndin er þaðan.
♦ Monster competition. My publisher, Forlagið, has just announced the three winners of the drawing competition held in the City Hall on Reykjavík Book Fair last weekend. So many great monsters appeared on the drawing paper but we had to pick out only three winners. Jochum, Sara Elísabet og Úlfur Kjalar get Skrímslaerjur (Monster Squabbles) as a prize for their handsome monsters. News and picture from Forlagið website.
Upplestur á bókasafni | Reading in Hafnarfjörður Library

♦ Upplestur. Ég les Skrímslaerjur á Bókasafni Hafnarfjarðar á morgun kl. 17:00. Allir krakkar velkomnir!
♦ Reading. I will be reading at Hafnarfjörður Library tomorrow at 5 pm. All kids and monster fans are welcome!
Upplestur í Eymundsson | Reading in Eymundsson
♦ Upplestur. Ég les um erjur skrímslanna í Eymundsson Smáralind í dag kl. 15:00. Eymundsson á 140 ára afmæli og styrkir Barnaheill með ágóða af seldum barnabókum í dag.
♦ Readings. I will be reading in Eymundsson Bookstore in Smáralind today at 3 pm. Good cause: On Eymundsson’s 140th birthday, profit of today’s sold children’s books goes to Save the Children – Iceland.


