Norðurland | The winter land

Á ferð: Í janúar átti ég vikudvöl Davíðshúsi á Akureyri og gat notið þess að fylgjast með lokaæfingum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu, sem var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í mánuðinum. Auk þess nýtti ég gott næði í húsinu til vinnu. Auðvitað var kjörið að sjá myndlistarsýningar á listasafninu góða, fara í skógarböð og fleira gott. Norðurlandið var heillandi eins og ævinlega: hreint ævintýri að vera á ferð um vetrarlandið í ljósaskiptunum. Skagafjörðurinn og Hérðasvötnin voru töfrandi í algjöru logni og vetrardýrð.

On the road: In January, I spent a week at Davíðshús in Akureyri up in the North, and was able to enjoy watching the final rehearsals of my play Little Monster and Big Monster, which premiered at Akureyri Theater on the 13th. In addition, I got some writing and planning done too. And of course, it was nice to see art exhibitions at the art museum, go visit the “forest lagoon” and other good things of leisure. The north of Iceland was charming as always, and a pure adventure to be traveling through the winter wonderland in the twilight. Skagafjörður and Hérðasvötn rivers were magical in calm weather and winter glory.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 08 + 09.01.2024