Norðurland | The winter land

Á ferð: Í janúar átti ég vikudvöl Davíðshúsi á Akureyri og gat notið þess að fylgjast með lokaæfingum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu, sem var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í mánuðinum. Auk þess nýtti ég gott næði í húsinu til vinnu. Auðvitað var kjörið að sjá myndlistarsýningar á listasafninu góða, fara í skógarböð og fleira gott. Norðurlandið var heillandi eins og ævinlega: hreint ævintýri að vera á ferð um vetrarlandið í ljósaskiptunum. Skagafjörðurinn og Hérðasvötnin voru töfrandi í algjöru logni og vetrardýrð.

On the road: In January, I spent a week at Davíðshús in Akureyri up in the North, and was able to enjoy watching the final rehearsals of my play Little Monster and Big Monster, which premiered at Akureyri Theater on the 13th. In addition, I got some writing and planning done too. And of course, it was nice to see art exhibitions at the art museum, go visit the “forest lagoon” and other good things of leisure. The north of Iceland was charming as always, and a pure adventure to be traveling through the winter wonderland in the twilight. Skagafjörður and Hérðasvötn rivers were magical in calm weather and winter glory.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 08 + 09.01.2024

Af stað inn í nýja árið! | A walk into the new year

Áramót: Ég hef notið þess að eiga nokkra góða daga í sveitinni í kringum áramótin. Eftir veisluhöld og mannfagnaði er fátt betra en að rölta út í bláinn og horfa á fjöllin og skýin, sjólagið og stöku fugla í vetrarlandslaginu. Nú hækkar sól á lofti!
⬆︎ 2023: Snæfellsjökull sveif í hillingum og hrafninn hafði sitt að segja á síðasta degi ársins.
⬇︎2024: En nýja árið lofaði góðu: Ölver var klæddur í bleikar slæður og teiknin í fjörunni voru margvísleg.

The turn of the year: I have been enjoying a few days at the farm around the new year. One of the best ways to recover after the Christmas feasts is to stroll out in to the cold blue and watch the sky and the mountains, as well as the sea and the few birds that stay for winter. And the sun is returning back, minute by minute!
⬆︎ 2023: Snæfell Glacier (Snæfellsjökull) flew above the sea in superior mirage, but the raven had the last word on the last day of the year.
⬇︎2024: The new year is promising: Mt. Ölver (the Pyramid of Iceland) was dressed in pink veils and the signs I found at the beach were delightfully mysterious.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 30.12.2023 + 31.12.2023 + 02.01.2024

Áramótakveðja! | Happy New Year 2024!

Bless 2023! Gleðilegt nýtt ár 2024! Megi nýja árið færa öllum mönnum frið og viturt hjarta.
Farewell 2023! Happy New Year! May 2024 bring all men peace and visdom of the heart.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 09.12.2023

Nóvember | The last leaves

Föstudagsmyndin: Nú standa flest lauftré nakin, en nóvember var einstaklega mildur. Myndirnar eru úr Öskjuhlíðinni, en það er ljúft að flýja jólaös og laumast þar um í góðu veðri. Gleðilega fullveldishátíð og jólaföstu framundan!

Friday photo: November was nice – I have at least forgotten all about the bad weather. A stroll in Öskjuhlíð park is wonderful this time of year. Facing south with trees and bushes of all sorts, this park is always a little less cold than the more open areas closer to the sea.
Also: Today, December 1st, we celebrate Iceland’s Sovereignty day, even had a bit of sunshine! Happy December!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.11.2023

Vorið nálgast! | Winter withdraws

Föstudagsmyndin: Vetur hopar, dagurinn er orðinn lengri en nóttin. Á Ægisíðu skildu gárurnar eftir mynstur í fjörunni.
Friday photo: Spring equinox is here already, on March 20. The calm sea left icy patterns on Ægisíða beach.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.03.2023

Snjóskólfan | Hang in there!

Föstudagsmyndin: Það þarf að þreyja þorrann og góuna! Óveður reyna á þolinmæðina, það snjóar og rignir á víxl, stormar æða og kuldinn næðir. Stundum er mælirinn einfaldlega fullur og skiljanlegt að sumir gefist upp á endalausum snjómokstri.

Friday photo: These are the hardest months in Iceland: January, February … the storm and the bad weather is a test for our patience, it snows and rains repeatedly, the wind blows and the cold bites. Sometimes it’s just too much and it is understandable that some people give up on endless shoveling of snow.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.12.2022

Ís á mýrarlæk | Ice and iron

Úti í mýri: Vatnið er rautt og gruggugt í mýrarlæknum í hlákunni. Hreyfing vatnsins mynstrar ísinn og myndar loftbólur sem titra undir ísskáninni. Í febrúar er allra veðra von. 

Colors of iron and ice: The melting ice on a creek in the bog is in contrast with the red and muddy water. The constantly running water leaves pattern in the ice and bubbles trapped underneath it. February is a bit like this: half-frozen and muddy. 

Ljósmynd tekin | Photo date: 07.02.2021

Bóndadagur 2021 | The first day of Þorri

Litlir kallar: Gleðilegan bóndadag! Það er auðvitað frost á Fróni og fimbulkuldi í vindkælingunni.
Í Kjósinni æfðu menn ísklifur þegar ég átti þar leið um fyrir skemmstu. Ég horfði á þetta og hugsaði eins og barnið forðum: „En þeir mega þetta ekki – þetta eru svo litlir kallar!“ Að minnsta kosti ósköp smáir þarna utan í klakabungunum. Farið varlega, njótið þorrans.

Photo Friday: So cometh the month of Þorri, the fourth winter month. The first day is of Þorri is Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good food.
I was zooming in on some waterfalls in Kjósarskarð the other day, when I noticed these guys climbing the ice. I had no feelings of admiration for their feat, but as so very often when out in nature in wintertime I could only think of how small we all are. Take care all!

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.01.2021

Ís við strönd | Ice in the fjord

Froststillur. Stundum er eitthvað sem er sjálfsagt og hversdagslegt svo merkilegt í einfaldleika sínum. Eins og frosið vatn. Birtan sem endurkastast af ísnum. Í frostkyrrðinni um daginn var innsti hluti Hvalfjarðar lagður ís. Í fjörunni heyrðust misdjúpir tónar eins og úr öðrum heimi: gnestir og brestir þegar straumar og sjávarföll ýttu örlítið við ísnum svo í honum söng. Kaldra vetrardaga virðist nú ekki gæta lengi á suðvesturhorninu, en þess í stað fáum við fleiri daga með þíðviðri. Sjórekinn plastskór minnti á „fótspor“ okkar í náttúrunni og kannski ástæður þess hve fljótt ísinn hverfur.

Frost: Some things are so remarkable in its simplicity. Like frozen water. The reflection of light from the ice. We had few days of frost earlier in January and the inner most part of the fjord Hvalfjörður had frozen over. On the shore, deep sounds of the singing ice could be heard, like odd squeaks from another world, with the ice snapping and softly cracking when currents and tides pushed it a little. These frosty winter days do not seem to last long now, instead we get more days with rain and thaw. A red plastic shoe far out on the ice reminded us of our “footprints” in nature and perhaps the reasons why the ice disappears so quickly.

Myndir dags.| Photo date: 10.01.2021

Vetur | Winter

Vetrarveður eru oft æði grimm á Íslandi en á góðum dögum má líka njóta þess að skrafa við hross í haga og hlusta á lítinn læk sem hjalar undir ís.
Life in winter: Nature is partly hibernating and the weather is often harsh in Iceland. But calmer days can offer a quiet talk with a horse and the gentle sound of a small stream.

Myndir dags.| Photo date: 07.01.2021

Í átt að sólu | Towards the sun

Föstudagsmyndir: Eins og svo margir sit ég við vinnu heima og fer ekki út á meðal manna nema brýna nauðsyn beri til. En það þýðir samt ekki að göngutúrar séu á bannlistanum. Fámennið á Íslandi hefur sína kosti og galla. Í þessu lúxuslífi innhverfunnar verður mér hugsað til þeirra sem vinna hörðum höndum við að sinna sjúkum, hjúkra, lækna og berjast gegn útbreiðslu veirufaraldursins. Vonandi getum við hin látið það fólk finna þá aðdáun og þakklæti sem það á skilið. Farið varlega.

Photo Friday: Working in solitude at home has been the norm for me for many years. But the social distancing is still an odd thing and new. We are not meeting friends and family, although not forbidden – yet. Belonging to a small population has its advantages and disadvantages. I praise the space we have to take walks without meeting a soul. It is a luxury. And in my privileged situation I can but only send my warmest thanks and admiration to all the health workers, laboratory technicians, doctors and nurses who are working around the clock to fight the virus pandemic. Take care all.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.03.2020

Allt á ís | On ice

Föstudagsmyndir: Vatn er undursamlegt efni í öllum sínum myndum. Enn er vetur og nú er svo margt sett á ís. Gott að minna sig á að vorið er í nánd, þíðan kemur og betri og bjartari dagar með hækkandi sól.

Photo Friday: Water is a wonderful substance, in all its forms. It’s winter still and so many things are put on ice these days. But spring is near and thaw will come. I wish you all better and brighter days!

Ljósmyndir teknar | Photos date: 09.10.2005

Bóndadagur | The first day of Þorri

Föstudagsmyndin: Gleðilegan bóndadag og þorra! Illviðrin í janúar hafa yfirskyggt allt á nýja árinu og þessar myndir ríma vel við vetrarhörkuna og hroðann. Vonandi má blíðka náttúruöflin með tilheyrandi blótum og bættri hegðun. Rótgróin þráin eftir beinu sambandi við höfuðskepnurnar er aldrei skiljanlegri en á veturna þegar smæð okkar er augljós.

Photo Friday: We celebrate the first day of the month of Þorri today, the fourth winter month according to the old Norse Calendar. The first day of Þorri is called Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“. The weather is harsh these months and it’s a good idea to show the forces of nature some respect while also enjoying good food. So feast if you can: three winter months ahead: Þorri, Góa, Einmánuður… There is no wonder our ancestors would like to have a word with the gods, especially in winter time.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.01.2018

Á flugi í frosthörkunum | Snow buntings

Föstudags-fuglamyndir! Mér hefur þótt æ sjaldgæfara að sjá stóra hópa af snjótittlingum, að minnsta kosti á SV-horni landsins, svo það var gaman að rekast á þennan hóp í byrjun janúar. Snjótittlingurinn er elskulegastur allra fugla á vetrum, tístið er svo glatt, flugið skemmtilegt og spektin, iðið og trítlið á grundinni gera þá ótmótstæðilega. Snjótittlingar (Plectrophenax nivalissólskríkjur að sumri) eru fræætur og duglegir að bjarga sér ef þeir komast í hverskonar fræ, grasfræ í moði og kornleifar á ökrum, svo næg fæða ætti að standa til boða, svo fremi að ekki séu hagbönn.

Photo Friday: These are favorite birds in winter time: the lovely snow buntings (Plectrophenax nivalis). Their happy tweet, joyful flight and busy running around in the burning cold and gloomy light makes them irresistible. They seem less common than before, at least in my parts of the country. This is perhaps due to climate changes, since big groups migrate from Greenland to Iceland in winter – while others migrate from Iceland to Scotland. Hard to tell. The snow bunting eats various seeds and there is plentiful around in the fields in the area, as long as the snow doesn’t get too deep.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.01.2020

Gleðilegt nýtt ár! | Happy New Year – 2020!

Gleðilegt ár allir vinir nær og fjær! Fyrsti dagur ársins barði að dyrum með rigningu og roki eða í besta falli slyddu. Fyrr í vikunni hafði þó snjóað einn daginn svo örlítið birti til meðan dagsljóss gætti. Þangað sótti ég myndefnið í skissuna sem skyldi líka vera til minnis um hlýtt hús og gullna birtu úr gáttum sem mynda skarpa andstæðu við grámann og blámann í öllum kalsanum úti.

Happy New Year, dear friends and visitors! The first year of the day has only offered cold wind, rain and sleet. So for my first sketch of the year I looked back for an inspiration in some photos I took few days ago, a day when fresh snow brightened up our dark winter day. I made a quick sketch from the photo, as to remind me of the warmth of the house and it’s welcoming lights, when the windows glow bright in contrast with the grey and blue surroundings.

Skissa gerð | Sketch made: 01.01.2020

Vetur | Winter

Eftir storminn, milli lægðaÞorrinn 2018 hefur verið sérlega grimmur og illviðrasamur. Ef velja ætti einkennismynd mánaðarins væri það ringulreið af krapa og kófi. En allt um það, gleðin yfir uppstyttunni bregst ekki og þegar veðrinu slotar verður veröldin aftur björt. Dag er tekið að lengja.

After the stormThe weather in February has been anything but pleasant. Days of strong gales with snow and sleet. But then you really appreciate these sweet moments when everything calms down … before the next comes blowing. Days are getting brighter and longer.

Melabakkar. Melaleiti. Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.02.2018

Vetrarmyndir | Cold and blue

Jökullinn-©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Góðir dagar í sveitinni! Snæfellsjökull sýndi enga hógværð í byrjun ársins og hillti uppi yfir köldum sjónum. Þessa fyrstu daga ársins hefur hlánað og snjóað á víxl. Óneitanlega nýtist takmarkað sólarljósið betur ef það endurkastast af hvítri jörð. Og linsan mín er mun samvinnuþýðari þá daga.
♦ Photo FridayIt looked as if Snæfellsjökull / Snæfell Glacier on Snæfellsnes peninsula had changed size and shape as the weather changed one of the first days in January. Above the cold sea the temperature was slightly higher, making the mountains fly – a phenomenon called superior mirage. And fly does our young stallion in training and fly did the wool-blanket on the clothesline. We have enjoyed fine winter days at the farm.

MadurHesturFjall-©AslaugJ

JanuarSnjor-©AslaugJ

FljugandiTeppi-©AslaugJ

 Ljósmyndir teknar | Photo date: 02 – 05.01.2016