Norðurland | The winter land

Á ferð: Í janúar átti ég vikudvöl Davíðshúsi á Akureyri og gat notið þess að fylgjast með lokaæfingum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu, sem var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í mánuðinum. Auk þess nýtti ég gott næði í húsinu til vinnu. Auðvitað var kjörið að sjá myndlistarsýningar á listasafninu góða, fara í skógarböð og fleira gott. Norðurlandið var heillandi eins og ævinlega: hreint ævintýri að vera á ferð um vetrarlandið í ljósaskiptunum. Skagafjörðurinn og Hérðasvötnin voru töfrandi í algjöru logni og vetrardýrð.

On the road: In January, I spent a week at Davíðshús in Akureyri up in the North, and was able to enjoy watching the final rehearsals of my play Little Monster and Big Monster, which premiered at Akureyri Theater on the 13th. In addition, I got some writing and planning done too. And of course, it was nice to see art exhibitions at the art museum, go visit the “forest lagoon” and other good things of leisure. The north of Iceland was charming as always, and a pure adventure to be traveling through the winter wonderland in the twilight. Skagafjörður and Hérðasvötn rivers were magical in calm weather and winter glory.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 08 + 09.01.2024

Af stað inn í nýja árið! | A walk into the new year

Áramót: Ég hef notið þess að eiga nokkra góða daga í sveitinni í kringum áramótin. Eftir veisluhöld og mannfagnaði er fátt betra en að rölta út í bláinn og horfa á fjöllin og skýin, sjólagið og stöku fugla í vetrarlandslaginu. Nú hækkar sól á lofti!
⬆︎ 2023: Snæfellsjökull sveif í hillingum og hrafninn hafði sitt að segja á síðasta degi ársins.
⬇︎2024: En nýja árið lofaði góðu: Ölver var klæddur í bleikar slæður og teiknin í fjörunni voru margvísleg.

The turn of the year: I have been enjoying a few days at the farm around the new year. One of the best ways to recover after the Christmas feasts is to stroll out in to the cold blue and watch the sky and the mountains, as well as the sea and the few birds that stay for winter. And the sun is returning back, minute by minute!
⬆︎ 2023: Snæfell Glacier (Snæfellsjökull) flew above the sea in superior mirage, but the raven had the last word on the last day of the year.
⬇︎2024: The new year is promising: Mt. Ölver (the Pyramid of Iceland) was dressed in pink veils and the signs I found at the beach were delightfully mysterious.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 30.12.2023 + 31.12.2023 + 02.01.2024

Áramótakveðja! | Happy New Year 2024!

Bless 2023! Gleðilegt nýtt ár 2024! Megi nýja árið færa öllum mönnum frið og viturt hjarta.
Farewell 2023! Happy New Year! May 2024 bring all men peace and visdom of the heart.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 09.12.2023

Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, horfa lengra en í næsta vegg, anda að sér sjávarlofti. Stundum þarf hreint ekki að fara langt – bara rétt út á Seltjarnarnes! Myndirnar eru annars flestar frá Melaleiti – þar léku norðurljós í lofti um síðustu helgi, við sungum fyrir seli og ernir heilsuðu upp á okkur ítrekað. Því miður var ég ekki með aðdráttarlinsu og gæði mynda því slök. En ég læt þær fljóta fyrir stemminguna. Já, og sólin, hún var þarna, þrátt fyrir gaddinn.

Friday photo: Happy Bóndadagur! Today is the first day of the month of Þorri, the fourth winter month, – a day called Bóndadagur: „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good traditional food. This day may wisely be spent indoors: after the freezing cold of the past weeks, Þorri greets us with rain and strong wind. The tar-mixed ruts and snowdrifts turn into murderously slippery ice. Then it freezes again. These days, when the city shows its foulest and darkest side (Reykjavík, I still love you), what a joy it is to get out of town, bathe in the northern-lights, breathe the sea air and watch nature’s creatures, as we did last weekend. We sang to seals and the eagles greeted us repeatedly. And the sun, the sun was there! (Sometimes you don’t have to go far – just go to Seltjarnarnes!) Most of the photos are taken by Melaleiti farm – no quality photos but good mementos.


Landselur (Phoca vitulina) við Melabakka. Neðar: Haförn (Haliaeetus albicilla).
Harbor seal (Phoca vitulina) by Melabakkar cliffs. Below: White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.-19. jan.2023

Vegur | Road

Dimmir dagar. Jæja, kæra dagbók… Nú loks þegar öllu minni ógn stafar af covid-heimsfaraldrinum, þá datt vænisjúkum leiðtoga Rússlands í hug að setja allt í bál og brand í Evrópu með innrás í Úkraínu og öllum þeim hryllingi sem fylgir stríði. Baráttuandi Úkraínumanna er aðdáunarverður og árásarþjóðin hefur nú þegar tapað stríðinu, hvað sem landvinningum líður. Vonandi tekst bræðraþjóðunum í sameiningu að koma raunveruleikafirrtum heimsvaldasinna (og hans líkum) frá völdum í Rússlandi og bjarga því sem bjargað verður. Vonandi er ljós við enda ófærunnar.

Náttúran er söm við sig og lætur okkur kenna á veðri og vindum, enda er öfgum í veðri spáð um alla jörð. Einmitt þegar við ættum öll að einbeita okkur að því að bjarga mannkyninu frá tortímingu af völdum hamfarahlýnunar, mengunar og ofneyslu – og nota til þess dýr og góð ráð, – þá er nú dælt dýrmætum fjármunum í hergögn og stríðsvélar. Það er eins og okkur sé ekki viðbjargandi. Samt er ekki í boði að bíða þess sem verða vill og sem betur fer er múgur og margmenni að vinna að bættum heimi – manna og náttúru, – og allir geta lagt sitt litla lóð á vogarskálarnar. Ég hnýti hér í lokin við tengil á neyðaraðstoð Rauða krossins.

Dark days. Oh, dear diary… After the long and bleak years of the covid-19 pandemic ruling the world, one considered the threat to be diminishing, and brighter times ahead. Then Russia’s paranoid leader felt it was time to start a war in Europe. The horrible invasion of Ukraine has been condemned by all with a few odd exceptions. The resistance and the spirit of the Ukrainians is admirable and the attacking nation has already lost the war, no matter what they conquer. The people of Russia must be pitied and hopefully these nations will together succeed in getting the imperialistic madman from power in Russia and are able to save what can be saved. Hopefully there is a light at the end of this rough road.

Nature is the real ruler of the world and harries us with the weather and winds, as more extreme weather is forecast all over the earth. So just when we should all focus on saving humanity from destruction by catastrophic and global climate change, pollution and overconsumption – with all our means, the precious resources and capital is now being pumped into military equipment and war machines. Are we beyond saving?

Still, it is not an option just to wait to see what will happen and fortunately, a mob and many people are working towards a better world – people and nature. Please contact the Red Cross for donations for humanitarian aid – „humanitarian needs are enormous, but together we can address them. Your donation will make a huge difference to families in need right now.“

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 22.02 – 03.03.2022

Þúfur | Snowy tussocks

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta eru kjöraðstæður til að hægja á og gefa sér tíma í góða útivist þegar veður leyfa.

Friday Photos – Winterdays: Despite short days and gloomy weather these darkest months of winter, the colors of nature, light and shadows are no less interesting than the ones on the brightest days of summer. The palette is blue but what a range! It has snowed a lot in Iceland since these photos were taken, making roads and street impassable and many travellers annoyed. These are ideal conditions to slow down and enjoy a good time outdoors when the weather allows.

 

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 06.02 – 15.02.2022

Brim | After the storm

Öldurót: Ef ekki væri fyrir manndráps vindkælingu á degi eins og þessum, mætti sitja lengi á fjörusteini og horfa á dáleiðandi krafta hafsins. Hvassviðri og stormur ganga nú yfir annan hvern dag. Él og slydda. Mörsugur er mánuðurinn. 

Rough sea: Powerful waves roll in after the storm. The wind chill turns the few minus degrees into unbearable frost and however mesmerizing the surf is, all you want to do is to get back inside the warm house. 

 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 7.1.2022

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2022

 

Áramót – 2021 kvatt: Iðulega hef ég ætlað mér að skrifa einhverskonar annál í lok árs en það hefur ekki tekist hingað til, kannski sem betur fer. Það væri kvöl að velja hápunkta ársins, afrekin ekki önnur en að sinna vinnu á ýmsum vígstöðvum – og sem ég nýt í botn – en ég myndi gleyma að nefna mann og annan, konu og kvár, ég myndi gleyma og svo muna seinna… Til upprifjunar hefði ég ekki aðra dagbók en mislanga og mis-smásmugulega minnislista sem ég skrifa: fulla ef endurtekningum og hvunndagsgjörningum. Hvað ætli annars sitji eftir í minninu? Tæplega hvað var í matinn eða hverjum ég sendi vinnuskeyti… Eru það mikilsverðir áfangar, gleðin og góðu stundirnar eða kannski ógleymanleg leiðindi? (Árið 2021 hefur nú aldeilis átt sína spretti þar). Hvað er þess virði að halda á lofti? Yfirleitt sjáum við ekki það sem máli skiptir fyrr en löngu seinna, breytingarnar sem skipta sköpum, vendipunktana sem fleyta okkur áfram inn í framtíðina. 

Sennilega eru ljósmyndirnar mínar skástu dagbækur. Þær eru þó af ýmsum toga: iðulega eru myndefnin sérvalin og sjónarhornið sömuleiðis og þannig verða myndirnar á sína vísu óáreiðanlegar heimildir og valin minning. Ég læt því vera að draga árið saman í myndum – en birti sem áramótakveðju myndir frá heimsókn á Þingvelli í lok desember. Og sjá og sjá: gull okkar og gimsteina! Þetta var altént einn af góðu dögum ársins, hvernig sem á það var litið. Gott veður, góður félagsskapur, nesti og næði, logn og blíða. Sólin reis einhverjar þrjár gráður eða svo upp á himininn og skein yfir hrímaða vellina. Það var fegurðin ein. 

Gleðilegt ár kæru lesendur, gleðilegt ár allir vinir og samstarfsfólk. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt góð og gagnleg samskipti við á árinu, góðum vinum nær og fjær, sem hefur verið ómetanlegt að hitta rafrænt sem og í raunheimum. Ég óska ykkur gæfu á árinu 2022. Hittumst heil!

 

Farewell 2021!  Happy New Year 2022 to all! Happy New Year dear friends and co-workers: I thank you for inspiration and friendship through out the year. I wish you good luck in the year 2022 and I hope we all can make good changes come true. See you soon!

 

The photos: Þingvellir, Öxarárfoss, ice crystals in a field of grass at Þingvellir National Park. 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 27.12.2021

Vetrarsólhvörf 2021 | Happy Winter Solstice!



Sólhvörf: Dagarnir hafa verið dimmir og snjólausir en furðu mildir að undanförnu. Nú tekur dag að lengja aftur og því ber að fagna með jólum!
Today, December 21st 2021 is the shortest day, longest night. A good reason to celebrate jól in the Northern hemisphere!

Ljósmynd dags. |  Photo date: 19.12.2021

Ljósin í myrkrinu | Aurora Borealis

Norðurljós: Það hefur ekki veitt af því að tendra öll ljós í dumbungnum í nóvember. En áður en ég gef mig alfarið jólaljósum á vald ætla ég að birta nokkrar myndir af himnasendingu frá því 30. október, þegar segulljósin dönsuðu allt í kring og ég var svo lánsöm að vera stödd fjarri sterkum ljósum í borginni. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland.

The Northern Lights: November has been rainy and dark so we are looking forward to light all the Christmas decorations soon. I never thought I would say this: the more the better, and sooner the better… it is so dark. But before I go gearing up for the artificial lights I’m going to post images from a spectacular night at our farm, where the Northern Lights lit up the sky all around us. Of course we will not be able to enjoy the Northern lights in the madly decorated city…
I hope you enjoy these images – if in Iceland, see Aurora forecast here.

Smellið á myndirnar til að sjá þær ögn stærri. Click on the images for a bit larger view.

Ljósmyndir teknar | Photo date:30.10.2021

Ís á mýrarlæk | Ice and iron

Úti í mýri: Vatnið er rautt og gruggugt í mýrarlæknum í hlákunni. Hreyfing vatnsins mynstrar ísinn og myndar loftbólur sem titra undir ísskáninni. Í febrúar er allra veðra von. 

Colors of iron and ice: The melting ice on a creek in the bog is in contrast with the red and muddy water. The constantly running water leaves pattern in the ice and bubbles trapped underneath it. February is a bit like this: half-frozen and muddy. 

Ljósmynd tekin | Photo date: 07.02.2021

Bóndadagur 2021 | The first day of Þorri

Litlir kallar: Gleðilegan bóndadag! Það er auðvitað frost á Fróni og fimbulkuldi í vindkælingunni.
Í Kjósinni æfðu menn ísklifur þegar ég átti þar leið um fyrir skemmstu. Ég horfði á þetta og hugsaði eins og barnið forðum: „En þeir mega þetta ekki – þetta eru svo litlir kallar!“ Að minnsta kosti ósköp smáir þarna utan í klakabungunum. Farið varlega, njótið þorrans.

Photo Friday: So cometh the month of Þorri, the fourth winter month. The first day is of Þorri is Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good food.
I was zooming in on some waterfalls in Kjósarskarð the other day, when I noticed these guys climbing the ice. I had no feelings of admiration for their feat, but as so very often when out in nature in wintertime I could only think of how small we all are. Take care all!

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.01.2021

Ís við strönd | Ice in the fjord

Froststillur. Stundum er eitthvað sem er sjálfsagt og hversdagslegt svo merkilegt í einfaldleika sínum. Eins og frosið vatn. Birtan sem endurkastast af ísnum. Í frostkyrrðinni um daginn var innsti hluti Hvalfjarðar lagður ís. Í fjörunni heyrðust misdjúpir tónar eins og úr öðrum heimi: gnestir og brestir þegar straumar og sjávarföll ýttu örlítið við ísnum svo í honum söng. Kaldra vetrardaga virðist nú ekki gæta lengi á suðvesturhorninu, en þess í stað fáum við fleiri daga með þíðviðri. Sjórekinn plastskór minnti á „fótspor“ okkar í náttúrunni og kannski ástæður þess hve fljótt ísinn hverfur.

Frost: Some things are so remarkable in its simplicity. Like frozen water. The reflection of light from the ice. We had few days of frost earlier in January and the inner most part of the fjord Hvalfjörður had frozen over. On the shore, deep sounds of the singing ice could be heard, like odd squeaks from another world, with the ice snapping and softly cracking when currents and tides pushed it a little. These frosty winter days do not seem to last long now, instead we get more days with rain and thaw. A red plastic shoe far out on the ice reminded us of our “footprints” in nature and perhaps the reasons why the ice disappears so quickly.

Myndir dags.| Photo date: 10.01.2021

Vetur | Winter

Vetrarveður eru oft æði grimm á Íslandi en á góðum dögum má líka njóta þess að skrafa við hross í haga og hlusta á lítinn læk sem hjalar undir ís.
Life in winter: Nature is partly hibernating and the weather is often harsh in Iceland. But calmer days can offer a quiet talk with a horse and the gentle sound of a small stream.

Myndir dags.| Photo date: 07.01.2021

Í átt að sólu | Towards the sun

Föstudagsmyndir: Eins og svo margir sit ég við vinnu heima og fer ekki út á meðal manna nema brýna nauðsyn beri til. En það þýðir samt ekki að göngutúrar séu á bannlistanum. Fámennið á Íslandi hefur sína kosti og galla. Í þessu lúxuslífi innhverfunnar verður mér hugsað til þeirra sem vinna hörðum höndum við að sinna sjúkum, hjúkra, lækna og berjast gegn útbreiðslu veirufaraldursins. Vonandi getum við hin látið það fólk finna þá aðdáun og þakklæti sem það á skilið. Farið varlega.

Photo Friday: Working in solitude at home has been the norm for me for many years. But the social distancing is still an odd thing and new. We are not meeting friends and family, although not forbidden – yet. Belonging to a small population has its advantages and disadvantages. I praise the space we have to take walks without meeting a soul. It is a luxury. And in my privileged situation I can but only send my warmest thanks and admiration to all the health workers, laboratory technicians, doctors and nurses who are working around the clock to fight the virus pandemic. Take care all.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.03.2020

Allt á ís | On ice

Föstudagsmyndir: Vatn er undursamlegt efni í öllum sínum myndum. Enn er vetur og nú er svo margt sett á ís. Gott að minna sig á að vorið er í nánd, þíðan kemur og betri og bjartari dagar með hækkandi sól.

Photo Friday: Water is a wonderful substance, in all its forms. It’s winter still and so many things are put on ice these days. But spring is near and thaw will come. I wish you all better and brighter days!

Ljósmyndir teknar | Photos date: 09.10.2005

Bóndadagur | The first day of Þorri

Föstudagsmyndin: Gleðilegan bóndadag og þorra! Illviðrin í janúar hafa yfirskyggt allt á nýja árinu og þessar myndir ríma vel við vetrarhörkuna og hroðann. Vonandi má blíðka náttúruöflin með tilheyrandi blótum og bættri hegðun. Rótgróin þráin eftir beinu sambandi við höfuðskepnurnar er aldrei skiljanlegri en á veturna þegar smæð okkar er augljós.

Photo Friday: We celebrate the first day of the month of Þorri today, the fourth winter month according to the old Norse Calendar. The first day of Þorri is called Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“. The weather is harsh these months and it’s a good idea to show the forces of nature some respect while also enjoying good food. So feast if you can: three winter months ahead: Þorri, Góa, Einmánuður… There is no wonder our ancestors would like to have a word with the gods, especially in winter time.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.01.2018

Á flugi í frosthörkunum | Snow buntings

Föstudags-fuglamyndir! Mér hefur þótt æ sjaldgæfara að sjá stóra hópa af snjótittlingum, að minnsta kosti á SV-horni landsins, svo það var gaman að rekast á þennan hóp í byrjun janúar. Snjótittlingurinn er elskulegastur allra fugla á vetrum, tístið er svo glatt, flugið skemmtilegt og spektin, iðið og trítlið á grundinni gera þá ótmótstæðilega. Snjótittlingar (Plectrophenax nivalissólskríkjur að sumri) eru fræætur og duglegir að bjarga sér ef þeir komast í hverskonar fræ, grasfræ í moði og kornleifar á ökrum, svo næg fæða ætti að standa til boða, svo fremi að ekki séu hagbönn.

Photo Friday: These are favorite birds in winter time: the lovely snow buntings (Plectrophenax nivalis). Their happy tweet, joyful flight and busy running around in the burning cold and gloomy light makes them irresistible. They seem less common than before, at least in my parts of the country. This is perhaps due to climate changes, since big groups migrate from Greenland to Iceland in winter – while others migrate from Iceland to Scotland. Hard to tell. The snow bunting eats various seeds and there is plentiful around in the fields in the area, as long as the snow doesn’t get too deep.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.01.2020

Gleðilegt nýtt ár! | Happy New Year – 2020!

Gleðilegt ár allir vinir nær og fjær! Fyrsti dagur ársins barði að dyrum með rigningu og roki eða í besta falli slyddu. Fyrr í vikunni hafði þó snjóað einn daginn svo örlítið birti til meðan dagsljóss gætti. Þangað sótti ég myndefnið í skissuna sem skyldi líka vera til minnis um hlýtt hús og gullna birtu úr gáttum sem mynda skarpa andstæðu við grámann og blámann í öllum kalsanum úti.

Happy New Year, dear friends and visitors! The first year of the day has only offered cold wind, rain and sleet. So for my first sketch of the year I looked back for an inspiration in some photos I took few days ago, a day when fresh snow brightened up our dark winter day. I made a quick sketch from the photo, as to remind me of the warmth of the house and it’s welcoming lights, when the windows glow bright in contrast with the grey and blue surroundings.

Skissa gerð | Sketch made: 01.01.2020

Stillur | In Heiðmörk park

Föstudagsmyndin: Frost og stillur við Helluvatn í Heiðmörk. Alltaf fallegt í friðlandinu, sama á hvaða árstíma er.
Photo Friday: I know the city lights are notoriously bright and colorful in December, but I still prefer the serenity of the easily accessible Heiðmörk park on the outskirts of Reykjavík. Where ever you are: enjoy the yuletide!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 24.11.2019

Ofurmáni og froststillur | Supermoon and icy days

Kaldir dagarFyrstu dagar ársins hafa verið kyrrir og kaldir og það veit vonandi bara á gott. Ég hef notið gönguferða í fjörunni við Melaleiti, lesið í frostrósir og klakamyndanir. Ofurtungl og bjartar stjörnur hafa vegið upp á móti vetrarmyrkinu. Árið getur varla byrjað betur!

Cold daysI have spent this first week of the year at the family farm Melaleiti and enjoyed walks on the beach and in the fields in an exceptionally calm winter weather – that is soon to change. Days are short (sunrise at around 11:15, sunset at 15:50) but in the fairly clear weather the stars and that fantastic supermoon has brightened up the night sky. What a wonderful start of the new year!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2017 – 02.01.2018

Þorri – Bóndadagur | The fourth winter month

ÞingvellirJan2009-2-©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndinGleðilegan Bóndadag! Það er frost á Fróni og Þorri genginn í garð. Hó hó hó.
Myndirnar voru teknar á Þorra 2009.
♦ Photo FridayHappy Farmer’s Day! May the month of Þorri be kind to us all.

ÞingvellirJan2009-1-©AslaugJ

ÞingvellirJan2009-3-©AslaugJ

Þingvellir, Öxará. Ljósmynd tekin | Photo date: 30.01.2009