Norðurland | The winter land

Á ferð: Í janúar átti ég vikudvöl Davíðshúsi á Akureyri og gat notið þess að fylgjast með lokaæfingum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu, sem var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í mánuðinum. Auk þess nýtti ég gott næði í húsinu til vinnu. Auðvitað var kjörið að sjá myndlistarsýningar á listasafninu góða, fara í skógarböð og fleira gott. Norðurlandið var heillandi eins og ævinlega: hreint ævintýri að vera á ferð um vetrarlandið í ljósaskiptunum. Skagafjörðurinn og Hérðasvötnin voru töfrandi í algjöru logni og vetrardýrð.

On the road: In January, I spent a week at Davíðshús in Akureyri up in the North, and was able to enjoy watching the final rehearsals of my play Little Monster and Big Monster, which premiered at Akureyri Theater on the 13th. In addition, I got some writing and planning done too. And of course, it was nice to see art exhibitions at the art museum, go visit the “forest lagoon” and other good things of leisure. The north of Iceland was charming as always, and a pure adventure to be traveling through the winter wonderland in the twilight. Skagafjörður and Hérðasvötn rivers were magical in calm weather and winter glory.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 08 + 09.01.2024

Af stað inn í nýja árið! | A walk into the new year

Áramót: Ég hef notið þess að eiga nokkra góða daga í sveitinni í kringum áramótin. Eftir veisluhöld og mannfagnaði er fátt betra en að rölta út í bláinn og horfa á fjöllin og skýin, sjólagið og stöku fugla í vetrarlandslaginu. Nú hækkar sól á lofti!
⬆︎ 2023: Snæfellsjökull sveif í hillingum og hrafninn hafði sitt að segja á síðasta degi ársins.
⬇︎2024: En nýja árið lofaði góðu: Ölver var klæddur í bleikar slæður og teiknin í fjörunni voru margvísleg.

The turn of the year: I have been enjoying a few days at the farm around the new year. One of the best ways to recover after the Christmas feasts is to stroll out in to the cold blue and watch the sky and the mountains, as well as the sea and the few birds that stay for winter. And the sun is returning back, minute by minute!
⬆︎ 2023: Snæfell Glacier (Snæfellsjökull) flew above the sea in superior mirage, but the raven had the last word on the last day of the year.
⬇︎2024: The new year is promising: Mt. Ölver (the Pyramid of Iceland) was dressed in pink veils and the signs I found at the beach were delightfully mysterious.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 30.12.2023 + 31.12.2023 + 02.01.2024