Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer!

Sumardagurinn fyrsti 2020: Fegin kveð ég veturinn og satt best að segja gæti ég þurrkað út nokkra mánuði án þess að sakna nokkurs. Sumardagurinn fyrsti er dagur vonar: „bráðum kemur betri tíð“… Og dagarnir hafa lengst svo um munar: sólin rís fyrir klukkan sex að morgni og sest ekki fyrr en um hálf tíu að kvöldi. Vorið kemur.

Í gær, síðasta vetrardag, var alþjóðlegum degi jarðar fagnað víða um heim með sérstakri áherslu á baráttu í loftslagsmálum. Það er ekki seinna vænna. Rétt eins og í baráttunni við heimsfaraldurinn og veirusóttina þurfum öll að leggjast á eitt: breyta lífsháttum, venjum og kerfum. Það verður ekki auðvelt en kostir í stöðunni eru ekki aðrir.

Annars ætla ég að mæla með þeirri góðu skemmtun að fljúga flugdreka (það er til urmull leiðbeininga um heimagerða flugdreka – sem fljúga í alvöru – á netinu). Njótið dagsins, veðurs og vinda. Gleðilegt sumar!

First Day of Summer 2020: The First Day of Summer is celebrated in Iceland today. “Sumardagurinn fyrsti”  is a national holiday, the first Thursday after 18 April, falling between 19 April and 25 April, and the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar.

Yesterday, 22 April, the Last Day of Winter in Iceland, was also the international Earth Day, celebrated for the 50th time, and in 2020 with the urgent theme: Climate action. Just as with the coronavirus pandemic we must all react to the serious threat facing earth and human mankind. We have to find ways for a better future and now is the time. And yes, we can.

The First Day of Summer is the day where we enjoy outdoor games: try to fly a kite – enjoy the wind and now the clear air for most parts. Take care, stay safe.

Ljósmyndi tekin | Photo date: 26.07.2008