Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer!

Sumardagurinn fyrsti 2020: Fegin kveð ég veturinn og satt best að segja gæti ég þurrkað út nokkra mánuði án þess að sakna nokkurs. Sumardagurinn fyrsti er dagur vonar: „bráðum kemur betri tíð“… Og dagarnir hafa lengst svo um munar: sólin rís fyrir klukkan sex að morgni og sest ekki fyrr en um hálf tíu að kvöldi. Vorið kemur.

Í gær, síðasta vetrardag, var alþjóðlegum degi jarðar fagnað víða um heim með sérstakri áherslu á baráttu í loftslagsmálum. Það er ekki seinna vænna. Rétt eins og í baráttunni við heimsfaraldurinn og veirusóttina þurfum öll að leggjast á eitt: breyta lífsháttum, venjum og kerfum. Það verður ekki auðvelt en kostir í stöðunni eru ekki aðrir.

Annars ætla ég að mæla með þeirri góðu skemmtun að fljúga flugdreka (það er til urmull leiðbeininga um heimagerða flugdreka – sem fljúga í alvöru – á netinu). Njótið dagsins, veðurs og vinda. Gleðilegt sumar!

First Day of Summer 2020: The First Day of Summer is celebrated in Iceland today. “Sumardagurinn fyrsti”  is a national holiday, the first Thursday after 18 April, falling between 19 April and 25 April, and the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar.

Yesterday, 22 April, the Last Day of Winter in Iceland, was also the international Earth Day, celebrated for the 50th time, and in 2020 with the urgent theme: Climate action. Just as with the coronavirus pandemic we must all react to the serious threat facing earth and human mankind. We have to find ways for a better future and now is the time. And yes, we can.

The First Day of Summer is the day where we enjoy outdoor games: try to fly a kite – enjoy the wind and now the clear air for most parts. Take care, stay safe.

Ljósmyndi tekin | Photo date: 26.07.2008

Gleðilegt sumar 2019 | Happy First Day of Summer!

Gleðilegt sumar! Ég spáði auðvitað í veðrið í gær, – og í dag, eins og þjóðin hálf. Og spáin var góð og sólin skein á öllum kortum. Svo leið og beið og dagurinn var sveipaður dularfullu mistri. Það ku hafa verið gosaska, moldryk og jafnvel fíngerður eyðimerkursandur sunnan frá Sahara sem skyggði á sólina. Hitamet voru engu að síður slegin þennan milda apríldag í Reykjavík.

Ég var eitthvað önnum kafin í borginni og tók ekki upp myndavélina. Hef ekkert mistur að sýna. Það voru heldur engar pönnukökur bakaðar í tilefni dagsins, ég hefði í mesta lagi náð að hræra í drullukökur. Þess vegna kemur hér mynd úr einni af fyrstu bókunum mínum: Á bak við hús – vísur Önnu, um stelpuna sem unir sér best í könnunarleiðöngrum á bak við hús, en fær lítið út úr dótinu sem hún á í stöflum, eða því að róla sér á fínum leikvöllum. Drullukökubakstur er eins og allir vita, lífsnauðsynlegur fyrir heilsuna.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

Summer, birds of spring: Today was the celebration of the First Day of Summer in Iceland. Thus it is. No matter how the weather turns out to be, the first Thursday after April 18th is the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar. It was a busy day and I didn’t manage to bake a cake to salute summer. Not that sugar and flour are my thing. But it’s the celebration that counts. And going out doors to look for signs of summer. I recall the happiness of finding the first dandelions and making the first mud-cakes. Hence the illustrations, that come from one of my early books: My Backyard – Annie’s Rhymes (1993). Mud cake making is, as everyone knows, an extremely healthy activity… Happy summer y’all!

Blandan verður brún og seig,
besta drullukökudeig.
Hnoða kökur, hræri graut,
hef svo fífla fyrir skraut. 

My tasty dough is thick and brown,
My mudpies are the best in town.
I also serve sweet cakes of dirt
with dandelions, for dessert.

 (Rhymes: freely translated by Robert Roth) @ All images: Áslaug Jónsdóttir

Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer!

FöstudagsmyndinLambagras (Silene acaulis) er ein af mínum uppáhalds jurtum og blómstrar snemma á vorin, maí – júní, allt eftir tíðarfari og staðháttum. Birtan og anganin sem stafa frá þessum blómstrandi fagurgrænu þúfum í sólskini er dáleiðandi. Hunangið í blómsturbikarnum laðar að lömb og býflugur – jafnvel börn og göngulalla. Nektarinn er sem sagt ljúffengur og vonandi ekki mjög eitraður!

Ég hef annars verið heldur spör á að setja inn efni á heimasíðuna að undanförnu, af ýmsum ástæðum. Ein þeirra er virðingarleysi fyrir höfundarrétti, en „vitsugur“ á alnetinu eru æði margar, ekki síst á myndefni. Við sjáum hvað setur, það þýðir ekki að láta í minni pokann fyrir lögleysu og leiðindum.

Photo FridayYesterday the First Day of Summer in Iceland. “Sumardagurinn fyrsti” (The First Day of Summer) was celebrated in Iceland. This national holiday is the first Thursday after 18 April, falling between 19 April and 25 April, and is the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar. So I greet the Icelandic summer with one of my favourite wildflowers: Silene acaulis, the moss campion or cushion pink. The First Day of Summer is usually celebrated with festivities of all sorts, exchange of presents between good friends and lovers (preferably books), and children (often outdoor toys) and of course good food and gatherings of family and friends.

Ljósmynd tekin | Photo date: 25.06.2006