Í trássi við kuldann | Nesting in the North

Föstudagsmyndin: Það var ekki annað hægt en að dást að fýlnum sem var sestur upp í Melabakka í lok mars þrátt fyrir snjó og kulda. Fýllinn fer kannski ekki langt, en fyrir mér er hann engu að síður vorboði. Áfram er landbrotið gríðarlegt við bakkana og að öllum líkindum gengur æ hraðar á landið með hækkandi sjávarstöðu. Leir og molgjörn setlög láta undan og ekki er það heldur til að auðvelda fýlnum varpið í bjarginu.

Photo Friday: One has to admire some birds persistence when migrating for nesting. The Fulmar was back to the cliffs by Melaleiti farm by the end of March, but what waited was snow and sleet. Not to mention the constant erosion of the land, now escalating due to the rise of sea level. Fulmars are monogamous and mate for life – returning back to the same place as long as they live, which can be incredibly long: up to 60 years! If they manage to nest – the female will lay a single egg in early May.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.03.2019

Páskaeggjaleit? | Easter egg hunt?

Fýll-5-4-2015-AslaugJ

♦ Fuglafréttir: Fýllinn er sestur upp í Melabakka. Á milli 20-30 pör sátu í bakkanum undan Melaleiti nú um páska, þar á meðal þessi snotru hjú á myndinni fyrir ofan. Á páskadag bar svo að fálka í ætisleit – eða kannski eggjaleit? Fálkinn leit fýlabyggðina hýru auga, en var heldur var um sig – og ég náði því miður ekki betri myndum en þetta. (Sjá neðar). Þaðan af síður náði ég myndum af glæsilegum haferninum (Haliaeetus albicilla) sem sveif yfir bakkanum í lok dagsins! Æ, hvar var myndavélin þá!

Ljósmyndavænn fýllinn er einkvænisfugl og verpir aðeins einu eggi sem tekur hann allt að 50-60 daga að klekja út. Í aðra tvo mánuði þarf að fóðra ófleygan ungann. En fýlinn getur náð háum aldri (40-50 ár) og hann hefur lengst af verið úrræðagóður í fæðuöflun.

♦ Birds, birds: The arctic fulmar (Fulmarus glacialis) is back for nesting in Melabakkar cliffs. This cute couple was amongst the 20-30 pairs that has started nesting close to our farm. A gyrfalcon (Falco rusticolus) came Easter Sunday looking for a prey – or perhaps an easter egg? I didn’t get any really good shots (see below) – and later the same day I was totally caught off guard as a white-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) flew over the cliffs. Argh… sorry, no photo.

So! The much more photogenic fulmars are monogamous, and lay a single egg. Incubation lasts for up to 2 months, and it takes another two months to feed the young. Fulmars can live up to a very old age – up to 40+ yrs. If not caught by an eagle or falcon …

Fálki-1-AslaugJ Fálki-2-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.04.2015

Fýll á föstudegi | Fulmarus glacialis

FyllFulmarAslaugJweb

♦ Föstudagsmyndin. Fugl dagsins! Múkki undir móhelluklöpp í Melaleiti. Hvað eru mörg emm í því?

♦ Photo Friday. I have been watching this couple lately. Fýll, the Northern Fulmar or Arctic Fulmar (Fulmarus glacialis), nesting under a cliff close to the family farm Melaleiti. Fantastic glider.

FyllFulmarisAslaugJ2web

Ljósmyndir teknar| Photo date: 25.05.2013